Tíminn - 15.02.1984, Page 9

Tíminn - 15.02.1984, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Wmmm 9 menningarmál Nóaflóðið ■ íslenska óperan lætur skammt högga á milli - sum eru stór en önnur smærri. Nú síðast frumsýndi hún barnaóperu Benjamíns Britten, Nóaflóðið sunnu- daginn 5. febrúar. Óperan er að mestu flutt af börnum, og sömuleiðis eru börn í meirihluta í hljómsveitinni. Á frumsýn- ingunni skemmtu sér allir vel, flytjendur bezt, foreldrar þeirra næst bezt, og allir aðrir ágæta vel. En auðvitað er þetta fyrst og fremst barnaóperan, þótt mjög „geníal" sé. Jón Stefánsson stjórnar hljómsveitinni og sýningunni, og stendur fyrir fjölda- söng áheyrenda, en skólakerfið hefur einmitt tekið þátt í undirbúningi sýning- arinnar með því að kenna grunnskóla- nemendum fjóra aðalsöngvana í tónlist- artímum. Sigríður Þorvaldsdóttir svið- setti, og hefur tekizt það ágætlega. Gunnar Bjarnason leiktjaldasmiður og Sigríður ná sérlega fínni senu þegar ólgandi öldur rugga örkinni í 40 daga, og kom sér vel að sjóhraustir menn sátu í fremstu bekkjum, því ella hefði getað farið illa. Róbert Arnfinnsson er ábyrgðarfullur í röðinni sem Guð, sem sér ekki annan grænni til að uppræta spillinguna en að drekkja öllu liðinu. Halldór Vilhelmsson er spámannlegur að vanda í gervi Nóa, og Hrönn Hafliðadóttir ágæt í gervi konu hans - en hét sú góða frú ekkert í sögunni? Hins vegar vona ég að kvenna- samtökin láti ekki ómótmælt þeirri sögu- skoðun, sem þarna kemur fram, í hegðun frú Nóa og skrafskjóðanna. Pau hafa látið tóna í tálknum út af minnu - og réttilega. I endurminningu minni er Nóaflóðið á Listahátíð 1970 meðal stórra og eftir- minnilegra atburða hér á seinni árum. Þessi sýning er líklega litskrúðugri og fjörugri, og meira við barna hæfi, en ég held að hin hafi verið stílhreinni. Hins vegar er Nóaflóðið afar góð barnaópera - einföld og stílfærð leiktjöld og búning- ar (Hulda Magnúsdóttir) eru vel við hæfi þeirra sem hafa fjörugt hugmyndaflug, og söngvarnir eru fljótir að grípa. Ekki má gleyma tónleikaskránni, en Islenska óperan sparar hvergi að vanda Menningarsaga Evrópu ■ Kindlers Kulturgeschichte Europat Pelópsskagastríðsins. Það nefnist Griec- I.-XX. Band. henland. Von Homer bis zum Fall Sinfoníutonleikarnir ■ Fyrstu áskrifendatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands á síðara misseri voru haldnir í Háskólabíói 2. febrúar, og voru mjög ánægjulegir. Þar átti stóran hlut hinn ungi stjórnandi, Finninn Jukka-Pekka Saraste, sem náði mjög góðum tökum á bæði tónlist og hljóm- sveit. Fyrst á efnisskránni voru „Síðustu freistingarnar", þrjú millispil úr óperu eftir Joonas Kokkonen (f. 1921) sem „er sennilega víðkunnastur núlifandi finnskra tónskálda. Á yngri árum helg- aði hann sig einkum kammertónlist. Það var ekki fyrr en 1960 að fyrsta sinfónía hans kom fram. Önnur sinfónían kom skömmu síðar, og þegar hin þriðja og fjórða bættust við ásamt sellókonsert og fleiri hljómsveitarverkum. voru flestir á einu máli um að sinfónían væri hinn rétti vettvangur tónskáldsins. En með óper- unni „Síðustu freistingarnar" sýnir Kokkonen á sér alveg nýja hlið. Þetta er eina ópera hans og umfangsmesta verk hans.“ Mér fannst þetta verk sérlega áheyri- legt af nútímaverki að vera, þótt varla væri það sérlega krassandi sem „síðustu freistingar". Næst flutti Guðný Guðmundsdóttir fiðlukonsert í a-moll eftir Dvorák ásamt hljómsveitinni. Guðný hefur verið í leyfi frá konsertmeistarastörfum í vetur. og er nýkomin úr konsertferð í Bandaríkj- unum. Hún „lék sérað" þessum konsert, enda hefur hana aldrei skort tæknikunn- áttu. En jafnframt hefur hún aldrei spilað betur en nú - ég spái því að Guðný eigi eftir að vaxa sem listamaður lengi um ókomna framtíð, eftir því sem hún vex að þroska, hlýju og yfirsýn yfir listina, og verða stórkúnstner einn góðan veðurdag. Á þeirri braut er hún greini- lega núna. Hins vegar var þetta alls ekki gallalaus flutningur, því hljómsveitin spilaði óþárflega sterkt og vildi drekkja fiðlunni - Sinfóníuhljómsveitin virðist oft fyllast leikgleði þegar einleiksfiðlur eða - flautur eru annars vegar. En auk þess er Háskólabíó alveg sérstaklega fjandsam- legt þessum hljóðfærum, og sums staðar í húsinu má teljast óboðlegt að sitja á tónleikum. Hápunktur kvöldsins var samt 3. sinfónía Beethovens, sem var sérlega vel flutt. Sögur herma, að 5. sinfónían hafi tekizt alveg óvenjulega glæsilega einu sinni undir stjórn Róberts Abraham í Þjóðleikhúsinu, og sömuleiðis held ég að 9. sinfónían hafi verið flutt á óska- stuDd undir hans stjórn snemma á 8. áratugnum. Og nú kom glæsiflutningur hinnar þriðju. sem sumir telja hina mestu. 8.2 Sigurður St. Athens. í þriðja bindi ritar Moses Hadas um hellenismann og heitir það Der Hellenismus. Werden und Wirkung. Fjórða bindi er um sögu Rómverja og er eftir Michael Grant. Það heitir einfald- lega, Rom. Portrát einer Weltkultur. í fimmta bindi skrifar Joseph Vogt um lokaskeið fornaldar og þau merkilegu áhrif, sem fornaldarmenningin varð fyrir af kristni og kynnum við heiðnar þjóðir norðurálfu. Það bindi, sem að öllum samanlögðum er ef til vill hið merkasta í allri ritröðinni, nefnist, Die Spátantike. Metamorphose der antiken Kultur. Sjötta bindið er um þjóð, sent sjaldnast er nægilega getið í »stórum menningar- sögum, Kelta. Það er eftir Myles Dillon og Nora K. Chadwick og heitir Die Kelten. Von der Vorgeschichte bis zum Normanneneinfall. Sjöunda bindið er ekki síður fróðlegt. Það fjallar um aðra stórmerka menningarþjóð, sem lítið lestrarefni hefur verið fáanlegt hérlcndis um langa hríð, Germana. Höfundur þess er Emil Nack og nefnist bindið, Die Germanen. Lánder und Völker. Þá er komið að Sir Steven Runciman, sem í áttunda bindi skrifar um sérsvið sitt, Miklagarðsríki. Það bindi ber heitið, Kyzanz. Von der Griindung bis zum Fall Konstantinopels. Næstu tvö bindi cru samin af ritstjóranum, Friedrich Heer og fjalla um miðaldir. Þau heita, Mittcl- altcr. Vom Jahr 1000 bis 1350. Teil I og H. Ellefta bindið er eftir S. Harrison Thomson og fjallar um endurrcisnaröld. Hciti þess er, Das Zeitalter der Renaiss- ance. Von Petrarca bis Erasmus. í tólfta bindi ritar John H. Parry um landafund- ina og landkönnun Evrópumanna og ber það titilinn, Das Zeitalter der Entdeck- ungen. Þrettánda bindi fjallar um það skeið menningarsögunnar, sem oft er kennt við barokklistina. Höfundur þess er Maurice Ashley og ber • ritið heitið, Das Zeitalter des Barock. Europa zwisc- hen 1598 und 1715. Þá tckur George Rudé við og skrifar um 18. öld og átök aðals og borgarastéttar. Titill þess bindis er. Europa im 18. Jahrhundert. Die Aristokratie und ihre Herausforderung durch das Biirgertum. í 15. bindi ræðir Eric Hobsbaw, um byltingaskeiðið mikla í Evrópu á tímabilinu 1780-1848. Heiti þess bindis er einfaldlega, Europáische Revolutioncn. 1 sextánda bindi kemur John H. Parry aftur og skrifar um nýlendur Evrópumanna á 18. öld. Það bindi nefnist Europáische Kolonialreic- he. Welthandel und Weltherrschaft im 18. Jahrhundert. Sautjánda bindi er saga breska heimsveldisins og er eftir Nicholas Mansergh. Heiti þess er stutt og laggott: Das britische Common- wealth. Entstehung - Geschichte - Struktur. Átjánda bindið er eftir Robert Schnerb og fjallar um sögu Evrópu á 19. öld. Nefnist það Europa im 19. Jahr- hundert. Europa als Weltmacht (1815- 1914). Nítjánda bindi er um slavneskar þjóðir og er samið af Roger Portal. Það heitir, Die Slawen. Von Völkern zu Nationen. Tuttugasta og síðasta bindið er ritað af George Lichtheim og fjallar um evrópska menningarsögu á 20. öld. Heiti þess er Europa im 20. Jahrhundert. Eine Gestesgeschichte der Gegenwart. Þetta er orðin ansi löng upptalning, en vonandi gefur hún lesendum nokkra mynd af því, hve viðamikið verk er hér um að ræða. Höfundarnir eru allir viðurkenndir fræðimenn, hver á sínu sviði og starfa flestir sem háskólakennar- ar við virta evrópska háskóla, eða hafa gert það. Loks er þess að geta, að útgáfa ritverksins er mjög smekkleg á allan ■hátt. Jón Þ. Þór. ■ Jón Þ. Þór skrifar um bækur skrár sínar sem mest með lærðum rit- gerðum, myndskreytingum, ævisögum listamanna og myndum þeirra. Nú skrifa Mikael Karlsson heimspekingur og Jó- hann Axelsson lífeðlisfræðingur ritgerð- ir um uppruna Nóaflóðsins (óperunnar - hitt er ljóst) og um „Öld undraleikja", en John Speight segir æviágrip Benja- míns Britten. Ekki veit ég hvort margir lesa þetta, en listin, eins og náttúran, spyr aldrei um kostnað - aðeins um árangur. Og þannig cr Guð líka - sjáið bara Nóaflóðið. 8.2 Sig.St. Deutscher Taschenbuch Verlag 1983 Þýskur sagnfræðingur og gagnrýnandi lét svo um mælt í umfjöllun sinni um þetta verk, að menningarsagan væri rómaninn um manninn. Þetta má til sanns vegar færa, og því má bæta við, að sá róman er líkast til hinn skemmtileg- asti, sem skrifaðurhefurverið, ogerenn verið að skrifa. Menningarsaga Evrópu, sem prófess- or Friedrich Heer annaðist útgáfu á, og hér kemur út í kiljuformi er safnrit ýmissa höfunda og hefur áður komið út á ýmsum Evróputungum. Hér er ekki samin ein allsherjarmenningarsaga til heildstæðrar útgáfu, heldur er safnað saman ritum, sem áður hafa komið út sem sjálfstæðar bækur um ýmis efni menningarsögunnar, og þeim raðað upp svo þær mynda heild, sem nær yfir menningarsögu Evrópu frá elstu tíð og fram til vorra daga. Höfundar eru þannig margir, flestir þýsku- eða enskumælandi. Verður ekki annað sagt, en að vel hafi til tekist og lesendur fái í hendur af- bragðsverk. engu síðra en þau, sem samin eru sérstaklega til birtingar í ritröðum menningarsögu. Skal nú gerð nokkur grein fyrir einstökum bindum og verður þó varla nema upptalning. Fyrsta bindið er samið af Stuart Pigg- ott og nefnist Vorgeschichte Europas. Vom Nomadentum zur Hochkultur. Það er um vorsögu Evrópuþjóða og nær fram til þess tíma er Grikkir hinir fornu stigu fram úr grámóðu forneskjunnar sem fyrsta menningarþjóð Evrópu. Annað bindi er eftir Cecil Maurice Bowra og fjallar um Grikkjasögu fram til loka Musica Antiqua eftir Telemann (d. 1767), en elzt verk frá því um 1500. Fyrst flutti Vínarhópurinn Pavane eft- ir Anthony Holborne (d. 1602), geysi- lega fallegt margradda verk, sem minnti á mjög þýðradda pípuorgel. Fjölskylda barokkflautanna er stór, allt frá mannhæðar-hárri kontra-blokkflautu til sópranflautu, og ákaflega samstillt og þýðróma. Á eftir Holborne komu ein- faldari barokkverk eldri tónskálda, fyrir ýmsar samsetningar og fjölda hljóðfæra, sem áttu vafalaust að sýna þróun og fjölbreytni þessarar tónlistar með tíman- um, svo og að sýna áheyrendum hvað hægt væri að gera með blokkflautu. Þessi tónlist er ákaflega falleg og geðfelld. En eftir nokkra hríð skilst manni að hún hlaut að breytast og að framþróun var nauðsynleg. Barokktón- listin er eins og Adam og Eva í Paradís - falleg og saklaus en ofurlítið tilbreyt- ingarlítil til lengdar. Þess vegna var það söguleg nauðsyn að Eva tæki orminn tali, alveg eins og mannsandinn hlaut að þróa tilþrifameiri tónlist og áhrifastvrk- ari hljóðfæri. 8.2 Sig. St. ■ Sex austurrískir blokkflautuleikarar komu hér og léku, fyrst á vegum Musica Antiqua í Áskirkju; síðan á vegum Musica Nova í Bústaðakirkju. Ég sótti fyrri tónleikana, 4. febrúar, ásamt með allmörgum öðrum sem brutust í ófærð og skafrenningi upp á Laugarásinn til að heyra þessa fágætu listamenn. Wiener Blockflötenensemble var stofnað árið 1972 og hefur síðan hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Eins og fram kemur af tónleikahaldi þeirra hér spannar efnisskrá þeirra tæp 500 ár í tónlistarsögu Vesturlanda, að undan- skildri rómantíkinni. Tónlistin sem flutt var hjá Musica Antiqua spannaði tíma- bilið frá því um 1500 til miðrar 18. aldar - yngstur var dúett fyrir 2 altblokkflautur Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.