Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 1
Staðan á Reykjavíkurskákmótinu eftir biðskákir Sjá bls. 13 FJÍHfiREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Fimmtudagur 23. febrúar 1984 46. tölublað - 68. árgagnur Sídumúla 15—Pósthólf 370Reykjavik—Ritstjorn86300—Augiýsingar 18300— Afgreidsla og áskríft 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86306 „EG MUN EKKIBJODA BSRB UPP ASAMSKONAR SAMNINGA OG ASÍ” — sagdi Albert Guðmundsson, fjármálarádherra vid komuna frá London ■ „Ég mun ekki bjóða BSRB upp á samskonar samninga og ASÍ hefur gert. Ég hef ekki svigrúm til þess að gera hliðstæðan samning við BSRB. Það verður að skera niður útgjöld til þess að mæta auknum kostnaði af þessum samningi," sagði Albert Guðmundsson í samtali við Tímann á Keflaví kurf lugvelli í gærkveldi er hann var þangað nýkominn frá London, og var spurður hvort hann hygðist bjóða BSRB upp á hliðstæðan kjarasamning við ASÍ — VSÍ samninginn, sem náðist í fyrradag. Fjármálaráðherra sagðist ekki einu sinni vita hvort svigrúm væri til þess að bjóða BSRB 4% launahækkun, það yrði að kanna það. Tíminn spurði fjármálaráð- herra hvort hann gæti gefið út yfirlýsingu eftir að hafa heyrt innihald kjarasamninganna, þess efnis að hann sæti áfram sem fjármálaráðherra, eða segði af sér: „Áður en ég sé þennan samning og þær ráðstafanir sem honum eiga að fylgj a, get ég ekki sagt neitt.“ „Það fer alveg eftir því hvaða ráðstafanir ég get gert á móti þessum samningum í fjármála- ráðuneytinu, hvort þeir sprengja efnahagsramma ríkisstjórnar- innar eða ekki,“ sagði Albert þegar blaðamaður Tímans spurði hann hvort hann teldi að ASÍ - VSÍ kjarasamningarnir sprengdu efnahagsramma ríkis- stjórnarinnar. Fjármálaráðherra var spurður hvað hann vildi segja um orð formanns flokks hans, Þorsteins Pálssonar sem höfð voru eftir honum í einu dagblaðanna í gær: „Hann situr áfram. Ég sý enga ástæðu til annars," og svaraði fjármálaráðherra þá: „Pað hlýtur að staðfesta að þessi marg- umtalaði rammi fjárlaganna er APAVATN ÞOLIR AFRENNSUÐ FRÁ LAXELDISTÖÐINNI — samkvæmt könnun á efna- búskap þess ■ Jón Ólafsson líffræð- ingur hjá Hafrannsókna- stofnun hefur að undan- förnu unnið að könnun fyrir Laugarlax hf á efna- búskap Apavatns, með það fyrir augum að kanna hvort lífríki vatnsins myndi þola að fá afrennsli frá laxeldisstöð Laugarlax sem er nú að rísa í landi Úteyjar II við Apavatn, og mun Jón hafa komist að þeirri bráðabirgðanið- urstöðu, samkvæmt heim- iidum Tímans, að bæði Apavatn og Laugarvatn, en hann kannaði það einn- ig, séu nógu súrefnisrík til þess að geta tekið á móti slíku afrennsli, án þess að slíkt skaði lífríki vatnsins. Jón er nú staddur er- lendis, en þess mun að vænta að hann skili skýrslu sinni um könnun málsins til Náttúruverndarráðs og Hollustuverndar ríkisins í næstu viku, sem þá munu gefa út umsögn sína hvort rétt sé að veita Laugarlax starfsleyfi, en ef það verð- ur veitt, verður það endan- lega gert af heilbrigðis- nefnd Laugarvatnshrepps, og þá væntanlega með hliðsjón af umsögn Holl- ustuverndar ríkisins og Náttúruverndarráðs. -AB ekki sprunginn af völdum ráð- stafananna, en eins og ég segi, þá hef ég ekki séð þessar ráðstaf- anir og get því ekki dæmt um þær enn.“ Þá var Albert spurður hvað hann vildi segja um orð forsætis- ráðherra í öðru dagblaði í gær, þar sem hann sagði aðspurður um hvað Albert myndi gera í kjölfar kjarasamninganna: „Ég treysti því að skynsemin ráði í þessu rnáli." Albert svaraði þeirri spurningu með þessum orðum: „Það væri nú mjög gott ef hann gerði það einhvern tím- ann sjálfur, að fara að eigin ráðum." -AB ■ Geir Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og Þorsteinn Geirsson formaður samninganefndar ríkisins, taka á móti Albert Guðmundssyni, fjármálaráðherra, við komuna á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið í gærkveldi. Tímamynd: Árni Sæberg ■ Albert Guðmundsson, pinklum hlaðinn, eins og sönnum ferða- manni sæmir. Verkamenn í álverinu samþykktu að fresta lokum um tvo daga: Starfsmenn sætta sig ekki vid ASÍ-VSÍ samkomulagið ■ Slitnað hefur upp úr samn- ingaviðræðum deiluaðila í kjara- deilu starfsmanna og fram- kvæmdastjórnar álversins í Straumsvík. Ríkissáttasemjari sleit viðræðunum kl. 2.30 aðfara- nótt miðvikudags þegar ljóst var að starfsmenn féllust ekki á samning sem í meginatriðum væri eins og samkomuiag ASI og VSÍ en ítrekuðu kröfu um 7,5%. hækkun á launum og þrjár 3% hækkanir til áramóta. Framkvæmdastjórn ÍSAL fór fram á það að frestur yrði veittur til undirbúnings stövunar kera til miðnættis laugardaginn 25. febrúar en samkvæmt verkfalls- boðun átti stöðvunin að koma til framkvæmda kl. 24.00 í nótt. Þar sem ÍSAL hefur lýst sig reiðubúið að reyna að ná samn- ingum beindi samninganefnd verkalýðsfélaganna því til starfsmanna álversins að þeir samþykktu þennan frest, og var það gert í atkvæðagreiðslu starfsmanna í gær. I samtali við Tímann sagði Jakob R. Möller, einn samninga- manna framkvæmdastjórnar ISAL að farið hefði verið fram á frestinn vegna þess að fram- kvæmdastjórnin hefði tvisvar frestað að byrja að lækka strauminn og því væri verksmiðj- an ekki eins vel undir það búin í kvöld að stöðva framleiðslu og annars hefði verið unnt. Síðan gæfust auk þess tveir sólarhring- ar tii hugsanlegrar samnings- gerðar. Aðspurður um tjón það sem ÍSAL yrði fyrir ef kæmi til stöðv- unar sagði Jakob að það myndi skipta mörgum tugum eða hundruðum milljóna miðað við að undirbúningur um stöðvun væri eins ítarlegur og unnt væri. Tjónið sem ÍSAL yrði fyrir væri aðallega fólgið í beinum skemmd- um á kerum, framleiðslutapi og beinum kostnaði við að koma kerunum í gang. Þá væri ljóst að tjón sem aðrir aðilar en ÍSAL og starfsmenn þess yrðu fyrir væri einnig gífurlegt og mætti þar á meðal nefna Landsvirkjun. Jakob sagði ennfremur að al- gerlega væri ófyrirséð hvenær verksmiðjan færi aftur í gang ef hún stöðvaðist á annað borð. Þá væru samningaviðræður komnar í algera sjálfheldu og óvíst hve- nær samningar kynnu að nást, og endurgangsetning sem tekur 6-8 vikur, myndi ekki hefjast fyrr. -GSH Sjá nánar bls. 3 pBBBRMgfaiWMJ (■nHBHMHrajl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.