Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 4
■ Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ávarp sitt við opnun Blindrabókasafns- ins. Tímamynd Árni Sæberg. Nánast allt til rafsuðu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæðum og góðri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN. SELJAVEGI 2, SlMI24260 ESAB breytingu bágstaddra bænda — Ólafur Ragnar telur ekkert liggja á að greiða þar úr ■ Jón Helgason landbúnaðarráðherra jhefur mælt fyrir frumvarpi um að lausa- skuldum bænda verði breytt í föst lán. Skýrt hefur verið frá þessu frumvarpi í Tímanum, en í þvífelstaðlausaskuldum bænda sem eru til komnar vegna bú- rekstursins, svo sem fjárfestingar og fóðurkaupa, verði skuldbreytt og láns- tími þeirra lengdur. Landbúnaðarráð- herra minnti á að síðustu þrjú árin hafi verið bændum þung í skauti, en þau hin köldustu sem komið hafa á þessari öld, og hefur þetta einkum komið illa við fjárhag bænda. Lánin verða tryggð í fasteignum á jörðum. Þar sem mjög er orðið aðkallandi að þessi skuldbreyting nái fram að ganga bað landbúnaðarráðherra þingmenn að flýta afgreiðslu málsins eftir föngum. Miklar umræður urðu um frumvarpið í neðri deild, þar sem mælt var fyrir því. Sighvatur Björgvinsson boðaði breyting- artillögu þess efnis að hann myndi leggja til að lausaskuldum launamanna yrði breytt í föst lán og jafnframt að hann myndi leggja fram frumvarp þess efnis. Hann kvað sjálfsagt að eitt yrði látið yfir alla landsmenn ganga og það væru fleiri en bændur sem gengi illa að standa í skilum og taldi hann þetta frumvarp bera vott um að bændastéttin nyti sér- réttinda. Pálmi Jónsson sagði að hann fylgdi þessu frumvarpi heils hugar og taldi mikla þörf á að bændur fengju skuld- breytingar á sínum lánum með hagstæð- um kjörum og hvatti hann þingmenn til að flýta afgreiðslu málsins. Steingrímur Sigfússon sagðist fylgja tillögunni enda væri bændum full þörf á aðstoð. Guðmundur Einarsson kastaði því fram hvort ekki væri eðlilegt að spyrja hvort ekki ætti að stefna að allsherjar- gjaldbreytingu lána fyrir alla landsmenn. Páll Pétursson kvað marga bændur því miður eiga í erfiðleikum vegn lausa- skulda og að skuldbreytingin væri rétt- mæt því hún mundi skapa heilbrigðari rekstrargrundvöll þeirra búa sem mest þyrftu á henni að halda. Það lægi Ijóst fyrir að ef ekki yrði orðið við þessum skuldbreytingum mundu miklir erfiðleikar framundan hjá mörgum bændum. Páll minnti á að skuldbreytingar væru algengar vegna sjávarútvegsins og fleiri atvinnugreinar hefðu notið góðs af og væri þess skemmst að minnast að nýverið hafi verið varið um 200 millj. kr. til að breyta lausaskuldum húsbyggjenda í föst lán. Ólafur Ragnar Grímsson var ekki sama sinnis í þessu máli og flokksbróðir hans, Steingrímur Sigfússon. Hann taldi að athuga þyrfti þetta mál mjög vel í þinginu og að ekki kæmi til mála að flýta því um of. Leita þyrfti miklu meiri upplýsinga um fjárhagsstöðu bænda og að ekki væri hægt að afgreiða þetta mál nema með tilliti til lánsfjárlaga og spurði hann hvaðan það fé ætti að koma sem bændum væri ætlað. Hann tók undir með Sighvati Björgvinssyni að sanngirni! ætti að ríkja í landinu og spurði hvað væri gert fyrir alla hina, sem væru komnir á það stig fátæktar og eymdar að fara ætti að selja íbúðirnar ofan af. Þá vildi þingmaðurinn fá að vita hvaða fyrirtæki hafa lánað bændum og hvort ekki væri fyrst og fremst verið að hjálpa þeim. Stefán Valgeirsson benti á að skuld- breytingin mundi eingöngu ná til at- vinnuvegarins og þeirra sérstöku að- stæðna sem landbúnaðurinn býr nú við. Hér væri ekki um að ræða einkaskuldir bænda eða skuldir vegna íbúðabygginga. Hann varaði við að látið yrði dragast of lengi að afgreiða málið því sums staðar á landinu gæti farið að bera á fóður- skorti. Stefán taldi að sú upphæð sem hér um ræðir muni nema um 300 millj. kr. Hann kvað ekki þurfa að leggja fram mikið fé til aðstoðar bændum, heldur væri hér um skuldbreytingu að ræða og lengingu lánstíma á skemmri skuldum. -O.Ó. ■ S.l. þriðjudag tók Blindrabókasafn Islands til starfa í nýjum húsakynnuin í félagsmiðstöð Blindrafélagsins að Hamra- hlíð 17 í Reykjavík. Hið nýja húsnæðil er 320 fermetrar á annarri hæð hússins og í samræmi við lög um Blindrabóka- safn sem alþingi samþykkti 1982 starfar; safnið í þrem deildum, tæknideild, út-' láns og upplýsingadeild þjónar sjón- skertum og öðrum, sem vegna fötlunar eða veikinda geta ekki notið hefðbund- inna bóka, og námsbókadeild útbýr náms- efni handa fólki sem er við nám utan grunnskólastigs, sér um að yfirfæra námsbækur yfir á blindraletur eða fram- leiöa úr þeim hijóðbækur. Þessi deild er nýjung, en fram að þessu hafa biindir og sjónskertir ekki átt kost á framhalds- skólanámi, nenta með aðstoð aðstand- enda. Ragnhildur Helgdóttir menntamála- ráðherra vígði hin nýju húsakynni form- lega með stuttu ávarpi og einnig töluðu Davíð Oddsson borgarstjóri, Helga Ól- afsdóttir forstöðumaður Blindrabóka- safnsins og Halldór Rafnar formaður Blindrafélagsins. Blindrabókasafnið tekið til starfa í nýju húsnæði: útUn safnsins á SÍÐASTA tál 23000 — sérstök námsbókadeild sem sér blindum og sjónskertum fyrir bókakosti til framhalds- skólanáms tekur til starfa ESAB Rafsuóutæki vír og fylgihlutir Það var árið 1975 sem Blindrafélagið og Borgarbökasafnió gerðu með sér samning, sem fól í sér að Blindrafélagið annaðist framleiðslu hljóðbóka í stúdíói sem komið hafði verið á laggirnar í húsnæði Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, en Borgarbókasafnið annaðist dreif- ingu bókanna svo og frágang þeirra, merkingu ogskráningu. Þessi samningur fól einnig í sér að Borgarbókasafnið skyldi annast hljóðbókaþjónustu fyrir ■ Helga Ólafsdóttir forstöðumaður í hinu nýja húsnæði Blindrabókasafnsins. Tímamynd Árni Sæberg. allt landið. Þetta má segja að hafi markað upphaf Blindrabókasafnsins. Það kom í ljós að gífurleg þörf var fyrir þessa þjónustu og útlánum hefur fjölgað ár frá ári. Safnið er þó enn afar vanbúið til að sinna hlutverki sínu, bókatitlar í eigu safnsins eru aðeins 1300 og eintök aðeins 3000, en útlán voru 2300 á síðasta ári. Meiri hluti bókanna hefur verið lesinn á band af sjálfboðalið- um, en fjölmargar sögur sem lesnar hafa verið í útvarp, hafa verið afritaðar með leyfi flytjenda og höfunda. Starfsmenn safnsins eru nú sex í fullu starfi og 2-3 í hlutastörfum. Deildarstjóri - tæknideildar er Gísli Helgason, náms- bókadeildar, Arnþór Helgason og út- láns- og upplýsingadeildar Helga Ólafs- dóttir sem jafnframt er forstöðumaður safnsins. Þess má að lokum geta að í tilefni af opnun safnsins hafa nokkrir listamenn efnt til höggmyndasýningar fyrir sjón- skerta í húsakynnum Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Þau eru Ragnar Kjart- ansson, Grímur Marinó Steindórsson, Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason og Rúrí. -JGK Skiptar skodanir á skuld-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.