Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 23. FEBRUAR 1984 2_____________________________________Mmhm f réttir Nýi vísitölugrunnurinn: FISKKAIIP MINNKAÐ UM HELMING EN TILBÚNAR MATVÖRUR SEXFALDAST ■ Gífurleg neysluaukning á allskonar tilbúnum matvörum, (pizzum, samlok- um, dósa- og pakkasúpum, sósum og öðru álíka, svo og ýmisskonar glasa-, pakka- og dósamat öðrum) er sú breyt- ing sem fyrst og fremst hefur átt sér stað frá því á árunum 1964/65 þegar núgild- andi vísitölugrundvöllur var unninn og þar til árin 1978/79 þegar neyslukönnun var gerð fyrir nýjan grundvöll sem nú hefur verið lagður fram á Alþingi til samþykktar. I núgildandi grunni er liðurinn sem kallast aðrar matvörur samtals 3.820 kr., eða rúm 3% af heildar matvöruútgjöld- um vísitölufjölskyldunnar, en sam- kvæmt nýja grundvellinum hefur hann hækkað upp í 22.697 kr. og um 18% af heildarútgjöldum matvöruliðarins. í báðum tilfellum er miðað við verðlag nú í febrúar, en neyslu heils árs., Borðum nú helmingi minna af fiski og kartöflum Aðrar áberandi neyslubreytingar eru þær að kartöfluncysla vísitölufjölskyld- unnar hefur minnkað úr 250 kg í 98 kg á ári í nýja grunninum, eða einungis í 270 grömm á dag að meðaltalí. Sömu-' leiðis hafa fiskkaup v-fjölskyldunnar minnkað um helming, úr 11.200 kr. á ári niður í 5.500 kr. í nýja grunninum. Þá hafa strásykurkaup minnkað úr 79 kg. í 49 kg. (minni kökubakstur á heimilum líklega skýring.) Nýmjólkurkaup vísi- tölufjölskyldunnar hafa einnig minnkað verulega eða úr um 940 lítrum niður í 598 lítra (rúma 1,6 lítra á dag). Liðurinn; mjólk, rjómi, ostar, egg er hins vegar nánast jafn hár í gamla og nýja vísitölu- grunninum, um 24.550 kr. (um 19,5% af heildarmatarútgjöldum), enda margar nýjar mjólkurvörur bæst við á tímabil- inu, til mótvægis við minnkandi mjólkur- drykkju, svo sem jógúrt og aðrar mjólk- urvörur, rjómatsar og búðingar, ýmiss- konar rjómasósur og fjöldi nýrra ostteg- unda. Aðrir matvöruliðir hafa breyst mun minna. Kjöt og kjötvörur er stærsti einstaki liðurinn, um 26.950 kr. í nýja grundvellinum, (1.300 kr. lægri en í þeim gamla) og um 21,5% af heildar matvöru- kaupum v-fjölskyldunnar í nýja grunnin- um. Grænmeti og ávextir nema 16.225 kr. í nýja grunninum sem er um 7% hækkun. Mjöl- og brauðvörur nema rúmurn 15.900 kr., sem er hækkun um tæp 16% frá núgildandi grunni. Feitmeti er 6.600 kr., eða um 9% minna en í gamla grunninum. Matarkaupin um 2.860 kr. á mann á mánuði Heildarútgjöld vegna matvörukaupa nema 125.634 kr. á ári samkvæmt nýja vísitölugrunninum og nema þau 21,4% af heildarútgjöldum nýja vísitölugrund- vallarins. Það þýðir 10.470 kr. til mat- vörukaupa á mánuði samkvæmt verðlagi nú í febrúar, eða 2.860 kr. á mann í nýju vísitölufjölskyldunni sem telur 3,66 manns. Samkvæmt gamla grunninum er matvöruliðurinn 113.400 kr. Höfuð- breytingin fellst í gífurlega aukinni neyslu á „öðrunt matvörum" eins og fyrr er getið. Vægi búvörukaupa er um 8% af nýjum vísitölugrunni, en um 15,5% í núgildandi grunni miðað við verðlag nú í fcbrúarmánuði. Tekið skal fram, að þar sem einungis er getið um krónulegar breytingar milli nýja grundvallarins og þess gamla þarf ekki einvörðungu að vera um meiri eða minni neyslu að ræða heldur getur og' verið um að ræða að verð einstakra vara hafi hækkað eða lækkað á tímabilinu í öðrum hlutföllum en verðlag almennt. Jafnframt skal tekið fram að nýja vísi- tölufjölskyldan telur 3,66 í heimili á móti 3.98 í þeim núgildandi. Varðandi matvörukaupereinnigtekið fram að matarkaup vísitölufjölskyldunn- ar í mötuneytum og veitingahúsum - sem aukist hefur stórlega - er ekki meðtalin í fyrrnefndum neyslutölum, enda ekki tii sundurgreindarupplýsingar um þá neyslu. -HEI ■ Afhc.td irðsmásjánnar og rafskurðartækisins á Kvennadeild I.andspítalans. Kv tieild Landspítalans fær gjöf: „Spurning hvort við sættumst á svona samninga” segir Guðlaugur GTslason, f ramkvæmdastjóri Stýrimanna- félags íslands, en búist er við að farmenn hefji viðræður innan skamms ■ „Það er nú í sjálfu sér lltið um þcssa samninga að segja meðan við erum ekki búnir að ræða þá formlega í okkar félagi. En vafalaust munu þeir að einhverju leyti verða stefnumótandi í okkar viðræðunt en spurningin er bara sú hvort við munum sætta okkur við það,“ sagði Guðlaugur Gíslason, framkvæmdastjóri Stýrimannafélags íslands, í samtali við Tímann. Hann sagði að farmenn væru enn ekki farnir að ræða formlega við full- trúa kaupskipaútgerða. Enn hefði ekki verið ákveðið hvenær viðræður hæfust en línur þar að lútandi myndu ábyggi- lega skýrast á næstu dögum. -Sjó. Formaður Blaðamannafélagsins: „Viljum fá lag- færingar á okk- ar samningum” — „áður en við kyngjum vell- ingnum með beisku brosi” ■ „Samningar blaðamanna við útgef- endur hefjast fyrir alvöru í dag, fimmtudag. Ég þykist vita að í upphafi verði okkur fenginn þessi vellingur sem ASÍ og VSÍ hafa soðið upp og ekki standi til boða að ræða kauphækkanir á öðrum nótum" sagði Ómar Valdi- marsson formaður Blaðamannafélags Jslands í samtali við Tímann er hann var spurður um samningamál BÍ við útgefendur og hugsanleg áhrif sam- komulags ASÍ og VSÍ á þærsamninga- viðræður. „Samninganefnd blaðamanna hefur á undanförnum vikum og mánuðum minnt útgefendur á nokkur atriði sem brýna nauðsyn ber til að lagfæra í okkar samningum. Við munum að sjálfsögðu leggja höfuðáherslu á að þau mál fái viðunandi afgreiðslu áður en við kyngjum vellingnum meðbeisku brosi." -FRI Höfum ekki rætt samningana ennþá — seglr Sveinn Sveinsson formaður Sambands íslenskra bankamanna ■ „Við höfum ekki hist ennþá í samningancfndinni og höfum þess vegna ekki tekið ncina afstöðu til þessara sainninga,“ sagði Sveinn Sveinsson formaður Sambands ís- lenskra bankamanna þegar blaðið spurði hann í gxr um afstöðuna til nýgerðra kjarasamninga. „Við höfunt verið í samningavið- ræðum síðan í haust, en höfum enn sem komið .cr ekki lagt fram neinar kröfur varðandi iaunaliðinn. Það er ekkert til sem heitir sérkjarasamningur hjá okkur, þetta er allt í einum pakka. Það eru aðallega þessir launalausu liðir sem hafa verið til athugunar, við höfum verið að skoða launakerfm. En það fer ekki hjá því að okkar samn- ingagerð fer nú að fara í gang fyrir alvöru," sagði Sveinn. JGK „Afall fyrir verkalýdinn” segir Magnús E. Sigurdsson, formaður Félags bókagerðarmanna N aki til aðgerða á óf sömum konum ■ Kvem.. Reykjavíkurdeildar Rauða kro: . íslands hefur gefið til Kvennadeildar Landspítalans vandaða skurðsmásjá Svölurnar hafa gefið rafskurðtæki at bestu gerð til notkunar við aðgerðir á konum sem eiga við ófrjósemi að stríða. Einnig hafa Soropt- imistaklúbbarnir í hyggju að gefa vönd- uð handveikfæri til þessara aðgerða. í frétt frá Ríkisspítulunum kemur fram að um það bil tíundu hver hjón eiga við ófrjósemisvandamál að stríða og a.m.k. í helmingi þessara tilfella er um sjúklegt ástand hjá konunni að ræða. I mörgum tilfellum er um lokun á eggja- leiðurum sem hindra eggið í að komast frá eggjastokkum inn í legið að ræða. Aðgerðir hafa fram að þessu skilað lélegum árangri en á síðustu árum hefur árangur batnað með því að beita skurð- smásjá, hárfínum verkfærum, saumum og tækni sem skaðar vegi sem allra minnst. ■ „Þessir samningar eru slxmir og raunar algjört áfall fyrir vcrkalýðs- hreyfmguna í landinu,“ sagði Magnús E. Sigurðsson, formaður Félags bóka- gerðarmanna, þegar hann var inntur álits á samningi ASÍ og VSÍ. M,agnús sagði að auðvitað myndu viðsemjcndur bókagerðarmanna líta á þetta samkomulag sem fordæmi sem ekki yrð\ vikið frá endá væri það mjög þeim í hag. „Ég álít hiná vegar að þetta sé afskaplega slæmt fordæmi og við ntunum forðast í lengstu lög að fara eftir því,“ sagði Magnús. Hann sagði að á fundi hjá ríkissátta- semjara í gær hefði fyrst í þriggja mánaða samningalotu verið rætt um launamálin. Næsti fundur yrði haldinn á mánudag og þá kannski færu línur eitthvað að skýrast. Um þac) hvort löng og hörð barátta væri framundan sagði Magnús að ómögulegt væri að spá. -Sjó. GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.