Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19 ■ Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurr.ifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 W abriel HÖGGDEYFAR (jjva ra h I ut i r ™365Ío! Hamarshöfða 1 RitstjornHbáOU — Augtysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvoldstmar 86387 og £6306 Fimmtudagur 23. febrúar 1984 Stjórn Dagsbrúnar skorar á félagsmenn að fella éinróma samkomulagið: „BlfiJUM BAM UM AfiFÁADVERAÍ FRtfil FYRIR ÖfiRUM VERKALÝB$FÉLÖGUM“ — segir Guðmundur J. Guðmundsson ■ „Stjórn Dagsbrúnar leggur mjög eindregið til að Dagsbrún- armenn verði einróma á móti samningunum. Okkur finnst verkalýðsfélögin almennt hafa staðið sig illa og þykir jafnframt ákaflega hæpið að láta 3ja manna nefnd semja fyrir alla, þó svo að mætir og gegnir menn eigi í hlut. En við höfum aldrei afhent Alþýðusambandinu þau veigamiklu samningsatriði sem við erum með og aldrei gefið Vesturlandsvegur: Fimm flutt á slysadeild eftir harðan árekstur ■ Harður árekstur varð á Vest- urlandsvegi, um 100 m testur af Gufunesafleggjaranum er lítill japanskur bíll á leiö úr borginni sveigði til vinstri á veginum og í veg fyrir bil sem var á lcið í bæinn. Fimm voru flutt á slysadeildina, fjórir úr japanska bílnum en þáð voru eldri kona, dóttir hennar og tvö biirn 3 og 4 ára. Konan sem var ökumaður bflsins reyndist mest slösuð cn cr ekki tulin í lífshættu. Dóttir hennar slapp lietur og börn- in meiddust litið. Ökumaður bílsins sem var á leið i liæinn var einnig fluttur á stysa- deild þar sem gert var að sárum scm hann hluut i andliti. Tveir farþegar voru i bílnum en sluppu ómeiddir. - FRI Alþýðusambandinu heimild til að semja um sérmál Dagsbrúnar. Það er því með öllu fráleitt að stilla þessu upp sem lokuðum samningi - „þetta eða ekkert“, og Alþýðusambandið vissi það alla tíð að við mundum aldrei skrifa undir svona samning“, sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, spurður hvaða af- stöðu stjórn Dagsbrúnar hafi tekið á fundi sínum í gær, fyrir félagsfund þann sem Dagsbrún heldur í dag. - En eru Dagsbrúnarntenn ekkert bangnir við að leggja jafnvel út í verkfall eftir að flest eða öll félög hafa undirskrifað samninga? - Dagsbrúnarmenn eru nú vanastir því að þurfa að berjast fyrir önnur félög og færa þeim mannréttindi og aðra sigra á silfurfati. Við biðjum því bara um það að fá nú að vera í friði fyrir öðrum verkalýðsfélögum og heildarsamtökum þegar við þurf- um að leiðrétta okkar mál - gerum þá lágmarkskröfu að við fáum einu sinni að semja um okkar eigin mál þannig að aðrir séu ekki fyrir okkur eða séu að styðja túíkun Vinnuveitenda- sambandsins. Dagsbrún heldur félagsfund í Austurbæjarbíói kl. 17.00 í dag og sagði Guðmundur stjórnar- menn verða því glaðari sem fleiri mundu mæta. „Vonandi verður fullt bús. - HEI Snjómoksturspeningar Reykjavíkur ARSFJARVEITINGIN KLAR- AST Á TVEIMUR MÁNUÐUM. ■ Kostnaður frá áramótum vegna snjómoksturs og saltdreil'- ingar á götur Keykjavíkur er nú í kringuni 18 milljónir. Fjárveit- ing til gatnamálastjóra vegna þessara verkefna var áætluð 20 milljónir fyrir allt árið. í samtali við Tímann sagði ingi Ú Magnússon gatnamála- stjóri að ijóst væri að embættið þyrfti að fara fram á aukafjár- veitingu til snjóruðnings en hvað hún yrði há færi eftir veðurguð- unum. Undanfarna daga hefur aðallega verið unnið við að dreifa salti á göturnar til að minnka hálkuna. ■ íslenskir rallökumenn stóðu heiðursvörð á Keflavíkurflug- i kunnugt er þegar bíll hans lenti á tré í bresku National velli er Ifkkista Hafsteins Haukssonar rallökumanns kom með I Breakdown rallkeppninni. vél Flugleiða frá London í gærkvöldi, en Hafsteinn lést sem ! Tímamynd Ámi Sæberg Viðræðurnar í Japan um Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga: ÓUÓST HVORT SUMTTOMO GERIST18% EIGNARAÐHJ tilboð Japana mun ekki vera alltof aðgengilegt EBEvillfá að veiða mik- ið af loðnu —litlar líkur á að samkomulag takist ■ Viðræðum samninganefndar um stóriðju, fulltrúa Elkem og japanska fyrirtækisins Sumi- tomo er nú lokið í Tokyó í Japan, og er íslenska viðræðu- nefndin væntanleg heim nú um helgina, með tilboð frá Japönun- um upp á vasann, sem sam- kvæmt heimildum Tímans mun ekki vera alltof aðgengilegt, og því munu þessar viðræður sem staðið hafa i hálfa aðra viku í Japan ekki hafa borið þann ár- angur, sem menn höfðu gert sér vonir um áður en þær hófust. Samkvæmt heimildum Tímans fór megnið af fundartíma aðila í að ræða endurfjármögnun J;frn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga, og munu Japanirnir hafa verið mun þyngri í taumi heldur en Norðmenn og íslend- ingar höfðu gert sér vonir um áður en viðræður hófust. Voru markaðsmálin einnig rædd mikið, en án þess að nokkur ákveðin niðurstaða fengist. Það er því enn með öllu óljóst hvort Sumitomo gerist eignar- aðili að Járnblendiverksmiðj- unni að Grundartanga, upp á 18 prósent, en tilboðið sem ís- lendingarnir og Norðmennirnir koma með frá Japan til nánari skoðunar mun vera mun lakara, en menn höfðu gert sér vonir um að það yrði, því fyrir viðræðurn- ar, höfðu menn gert sér vonir um að samninganefndin kæmi með einhverskonar bráðabirgðasam- komulag heim. Aðilar ákváðu að hittast á nýjan leik í næsta mánuði, ef niðurstaða á skoðun tilboðs Jap- ananna hjá iðnaðarráðuneytinu og Elkem verður sú að hægt sé að ná samningum, sem viðun- andi séu. Yrði sá fundur að líkindum haldinn hér í Reykja- vík. - AB ■ „Þeir hafa látið í Ijós óskir um að fá viðurkenndan ákveðinn hlut í hcildarkvótanum. 1 því sambandi hafa ekki verið nefnd- ar ákveðnar tölur en þó gct ég sagt að þeirra hugmyndir virðast vera um stærri hlut en okkur þykir eðlilegt,*' sagði Ólafur Eg- ilsson, formaður nefndarinnar sem nú er í viðræðum við fuiltrúa Norðmanna jog Efnahagsbanda- lags Evrópu, um hugsanlegan hlut EBE í loðnuveiðum á haf- svæðunum við ísland, Grænland og Jan Mayen, en viðræðurnar hófust í Reykjavík í gærmorgun. Ólafur sagði, að fyrir fundin- um í gær hefði legið fyrir skýrsia vísindamanna unt dreifingu loðnustofnsins í Norður-At- iandshafi. Kröfur EBE byggðust á því að nokkur hluti stofnsins gengur urn grænlenska lögsögu, en sem kunnugt er verða Grænl- endingar í EBE tii áramóta. Ekki hafði náðst samkomulag um þessi mál þegar Tíminn átti tal við Ólaf í gærkvöldi og raunar er ckki búist við að nokkurt samkomulag takist. -Sjó 2SHhS • ■ ;■: ' .1. . , , ,- 4- .il____. dropar Kröfugerð og leiðir ■ Dropar fengu þessa send- ingu frá einum dyggum lesanda sínum: „I Þjúðviljanum 15. febrúar segir að hjá B.S.R.B. sé ný kröfugerð í burðarliðnum. Þjóðviljann las ég í þetta sinn í þjónustu og fréttastörfum iðinn, hann tjáir að kominn sé Kristj- án minn með kröfugerð í burðarliðinn. Á forsíðu Tímans 17. febró- ar má lesa þetta: „Ein þeirra leiða, sem við höfum skoðað, eru ýmsar leiðir í gegnum tryggingakerfið.“ Við ætlum að vcra í úrræðum greiðir og erum því margt að skoða, og.ein þeirra leiða er ýmsar leiðir sem auknar tryggingar boða.“ Fiðruð afmælisgjöf Palli páfagaukur átti þrítugs- afmæli og ákvað eigandi hans að gera honum verulega góðan dagamun í tilefni dagsins. Það sem eigandanum datt helst í hug var að kaupa kvenpáfa- gauk fyrir Palla eina kvöld- stund en vinur hans átti einmitt einn slíkan. Eigandinn ber upp erindið við vin sinn og segir sá að þetta sé nú allt í lagi en hann vilji fá 20 þúsund krónur fyrir viðvik- ið. Eftir nokkra umhugsun fellst eigandinn á það verð og þeir taka kvenpáfagaukinn og setja hann í búrið hjá Palla páfagauk og fara svo út úr herberginu. Þeir eru varla komnir út fyrir dyrnar er heljarmikill gauragangur heyrist úr búrinu, öskur og óp. Þcir flýta sér inn í herbergið aftur og sjá þá að Palli páfagaukur hefur náð kverkataki í kvenpáfagaukn- um með annarri klónni og er í H—M óða önn að reyta af henni fjaðrirnar með hinni um leið og hann kallar upp: Andskotinn hafi það fyrir 20 þúsund krónur vil ég sjá þig nakta“... Krummi .. ...nú er bara að sjá hvaða samning þeir sýna Berta...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.