Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjori: Siguriur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árn'i Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Augiýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. 1 Verð I lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Boginn er spenntur til hins ýtrasta ■ Það er ekki ofmælt hjá Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra að með aðalkjarasamningi þeim, sem fulltrúar Alþýðusambands fslands og Vinnuveitendasambands íslands undirrituðu í fyrradag, hefur boginn verið spenntur til hins ýtrasta. Það má litlu muna, ef stórt verðbólguflóð á ekki að skella yfir að nýju. Samkvæmt þessum samningi mun kaupgjald í landinu verða 13% hærra í byrjun næsta árs en það er nú. Meðaltalskauphækkun á þessú ári verður hins vegar ekki nema rúm 6-7%, þar sem engin hækkun verður tvo fyrstu mánuðina og síðan verða hækkanir í áföngum. Kauphækkunin á þessu ári verður þannig um þriðjungi meiri en ríkisstjórnin gerði ráð fyrir, þegar gengið var frá fjárlögum fyrir árið. Þarvargert ráðfyrir4% kauphækkun. Sú áætlun byggðist m.a. á því, að útsvarsbyrðin yrði ekki meiri á þessu ári en á árinu 1983. Frá þeirri reglu var hins vegar stórkostlega vikið, þegar gengið var frá fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1984. Eftir það var ljóst, að 4% reglan, sem ríkisstjórnin vildi miða við, var úr sögunni. Það staðfesta líka nýju kjarasamningarnir. Launþegar munu áreiðanlega segja, að þeir séu ekki miklu bættari með 6% meðaltalshækkun á árinu. Vissulega má færa það til sanns vegar, hvað hina launalægri snertir. Undir þeim kringumstæðum, sem nú eru, hefði hins vegar meiri kauphækkun ekki komið að notum. Á móti meiri hækkun hefði ekki aðeins komið meiri verðbólga, heldur stóraukin hætta á atvinnuleysi. Þótt meðáltalskauphækkun á árinu verði ekki nema 6-7%, mun það reynast ýmsum atvinnufyrirtækjum um megn og því veruleg hætta á, að hinir nýju kjarasamningar leiði til atvinnuleysis. Líklegt þykir, að hinir nýju kjarasamningar verði sam- þykktir af hálfu atvinnurekenda, en óvíst um afstöðu sumra verkalýðsfélaga, þótt líklegt sé að meginþorri þeirra sam- þykki hann. Við nánari athugun hlýtur mönnum að verða ljóst, að það er verri kosturinn að efna nú til harðra átaka, sem aldrei gætu endað nema með ósigri. Mesti ósigurinn myndi verða sá, ef hækkun kaupgjaldsins yrði meiri undir ríkjandi kringumstæð- um, því að óhjákvæmileg afleiðing þess yrði meiri verðbólga og meira atvinnuleysi. Sérstök ástæða er til að fagna þeim þætti nýju kjarasamn- inganna, að hlutur þeirra, sem hljóta lægstu laun, er nokkuð bættur, þótt enn freJcari leiðréttingar sé þörf. Þáttur ríkisins ■ - Það er ljóst, að samkomulag hefði ekki náðst milli aðila vinnumarkaðarins, ef ríkisstjórnin hefði ekki kornið til aðstoðar og fallizt á að auka verulega framlag ríkisins til að bæta kjör þeirra, sem lakast eru settir. Þetta sannar réttmæti þess, sem Framsóknarflokkurinn- hefur haldið fram, að ríkið verður að hafa hönd í bagga við gerð kjarasamninga. Aðilar vinnumarkaðarins einireru ekki færir um að leysa þessi mál svo vel sé. Þetta þýðir, að ríkið verður í vaxandi mæli að fylgjast með gerð kjarasamninga og hafa afskipti af þeim beint og óbeint. Það verður að beita áhrifum sínum til aukinnar jöfnunar og gæta hlutar þeirra, sem lakast eru settir. Ráðstafanir þær, sem ríkisstjórnin hefur heitið að gera til þess að bæta hlut þeirra launalægstu, hafa verulega aukin útgjöld í för með sér. Reynt verður að mæta þessu með sparnaði á öðrum sviðurn, en óvíst að það nægi. Mikil hætta er jafnan á, þegar árferði er erl'itt, að ríkið komist ekki hjá hallarekstri. Slíkt er eðlilegt, ef þess er jafnframt gætt að safna í góðu árunum til hörðu áranna. Slík hyggindi vilja því miður oft gleymast. P.P. Misjafnlega brugðist við ■ Þaö samkomulag, sem1 tekist hefur milli heildarsam- taka verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda, erviðurkenn- ing á því efnahagsástandi sem ríkir hérá landi, ogjafnframt lýsir það trú á þeirri efna- hagsstefnu sem mótuð hefur verið. Að vísu spennir það bogann til hins ýtrasta, eins og forstetisráðherra komst að orði Um sanikomulagið, og bjartsýnustu spár um verð- bólgustigið í árslok munu ekki standast. En eigi að síður er hér ekki um neina kollsteypu að ræða, og hafa forystumenn launþega- samtakanna sýnt bæði ábyrgð og áræði með því að efna ekki til þeirra átaka á vinnumarkaði sem gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. En það eru ekki allir jafn- ánægðir með þessa útkomu. Hún er fyrst og fremst ósigur fyrir Alþýðubandalagið, sem Ijóst og leynt hefur skarað að glóðum ósamlyndis og lagst gegn öllu samkomulagi um frið á vinnumarkaði og varð- ar þá hvorki úm þjóðarhag eða afkomu launþega. Varaformaður Alþýðu- bandalagsins túlkar vel sjón- armið forystunnar í viðtali við Morgunblaðið. Hún varð fyrir svörum í fjarveru Sva- vars Gestssonar, sem nú heldur sig víðs fjarri góðu gámni,- Vilborg segir: „Eg hef ekki haft tök á að kynna mér þetta samkomulag ná- kvæmlega, en það sem ég .veit um þetta veldur mér miklum vonbrigðum og er ég algjöriega á móti þessu. . Ég er bæði óánægð með _þá litlu kauphækkun sem samið var um og hvað samið er til langs tímá. I mesta lagi hefði verið hægt að semja til þriggja mánaða miðað við svona smánarlega lága pró- sentuhækkun. Mér finnst verkalýðsforystan alls ekki hafa látið á það reyna hvort fólk væri tilbúið í harðari aðgerðir til að knýja fram hærra kaup". Varaformaðurinn er ekk- ert að skafa utan af hlutun- um. Verkalýðsforystan hefur ■ Ásmundur Stefánsson. brugðist Alþýðubandalaginu og fallist á samkomulag sern tryggir vinnufrið í landinu í rúmt ár að minnsta kosti. Þjóðviljinn lætur hjá-líða að leggja pólitískt mat á samkomulagið, en slær því upp á tveimur stöðum eftir Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra að það sé mikill sigur fyrir ríkisstjórn- ina. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands ís- lands lítur raunsæjum augum á málin: „Við hrópum ekki húrra fyrir þessum samning- um, en það var mat okkar að þessi kostur væri betri en að efna til átaka á vinnumarkað- inum. Ég vil taka það fram, að þessi samningur felur ekki í sér mat á hinum réttmæta hluta launafólks í þjóðar- tekjunum að okkar mati, en hann á að tryggja óbreyttan kaupmátt frá síðasta fjórð- ungi ársins 1983.“ Ásmundur sagði ennfremur á blaða- mannafundi þar sem sam- komulagið var kynnt: ,.Þá er gerð hér alvarlegri tilraun en áður hefur verið gerð til þess að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu sér- staklega". Hér gætir ólíkra viðhorfa, sem sýna vel að innan Alþýðubandalagsins eru að- ilar sem taka á málum af ábyrgð og skella ekki skolla- eyrum við því efnahagslega hættuástandi, sem skapast gæti ef stoðunum er sparkað undan stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum. En ■ Vilborg Harðard. þar eru einnig uppi raddir um að það sé þjóðinni fyrir bestu að ala á úlfúð og skapa sem mesta ókyrrð og taka ekkert tillit til þeirra aðstæðna sem búið er við. Guðmundur J. Guð mundsson formaður Dags- brúnar og Verkamanna- sambands íslands hefur lýst sig andvígan samkomulaginu og boðar, að hann muni mæla gegn því. Til þess hefur hann fullan rétt, en það mun koma í ljós síðar hvaða greiða hann gerir umbjóðendum sínum með þeirri ákvörðun. Boginn spenntur hátt Steingrímur Herntannsson forsætisráðherra hefur lýst yfir ánægju með samkomu- lagið, en varar jafnframt við því að því fylgdu margir óvissuþættir varðandi fram- vindu efnahagsmáia, en markmiðið er óbreytt, að halda verðbólguþróuninni í lágmarki, sem vonandi tekst. Steingrímur segir m.a. í viðtali við Tímann: Forsætisráðherra sagðist fagna því mjög að samningar hefðu náðst, og ef vinnu- friður fengist næstu 15 mán- uði, þá skapaði það svigrúm til þess að snúa sér ötullega að þeirri uppbyggingu sem þyrfti að. hefjast í þjóðfélag- inu í kjölfar hjöðnunár verð- bólgunnar. Aðspurður hvort einkum væri um það rætt að færa þessar 320 .til 330 milljónir ■ Steingrímur Hermannsson sem taldar eru vera fyrir hendi til aðstoðar við lág- launafólkið, frá, niður- greiðslum landbúnaðarvara sagði forsætisráðherra: „Það er ekkert ákveðið hvaðan fjármagnið kemur. Það verð- ur allt að vera háð samkomu- lagi og nánari athugun, en auðvitað getur komið til greina að einhver tilfærsla verði á niðurgreiðslum." Forsætisráðherra sagði að menn yrðu að gæta að því, að þótt boginn væri spenntur til hins ítrasta í þessum samn- ingi, þá væri það líka kostn- aðarsamt að hafa vinnudeilur og átök á vinnumarkaðnum. Forsætisráðherra sagðist telja að kauphækkanirnar sem um var samið í þessum samningi, þýddu liðlega 6% hækkun á ársgrundvelli, mið- að við desemberverðlag. Hann sagði jafnframt að þessir samningar gætu haft það í för með sér að verð- bólgan yrði eins og einu pró- sentustigi meiri á þessu ári, en annars hefði orðið, en út- reikningarnir væru svo við- kvæmir og óvissuþættir svo miklir, að erfitt væri að segja nokkuð ákveðið þar um. „VSÍ telur að þrátt fyrir þessa samninga, þá verði hægt að Italda verðbólgunni niðri í 10% í árslok, og vonandi verður það", sagði forsætis- ráðherra „en þetta fer náttúru- lega eftir svo fjölmörgum þáttum, eins og gengi dollar- ans, viðskiptakjörum og fjöl- mörgu öðru, að ekki er rétt að fullyrða neitt þar um“. fréttir! Opið bréf til útvarpsráðs ■ Ráðstefnan „Er fátækt á íslandi - kemur mér það við?“ var fjölsótt og því greinilegt að mörgum þykir að sér komi þetta efni við. Sérstaklega var áberandi hve margt var þar af ungu fólki, sem giska má á að margt hvert geri ekki mikið af að sækja ýmisskonar ráðstefnur og fundi, enda margir með börn sem oft er erfltt að taka með sér á slíkar samkomur. ■ Þann 11. febrúar sl. var haldin ráðstefna á vegum Framkvæmdahóps Samhygðar um félags og atvinnumál. Ráðstefnan bar yfirskriftina: „Er fátækt á íslandi. Kemur mér það við. Hvað er hægt að gera strax?“ Ráðstefnan var undirbúin af Framkvæmdahópnum ásamt fjölda fólks sem býr við þessar erfiðu aðstæður. Á þessari ráðstefnu töluðu sem einstaklingar alþingismenn, ráðherrar, verkalýðsleiðtogar og fólk úr . hópi okkar sem búum við þessar erfiðu aðstæður. Ráðstefnugestir voru um 200 manns. Eftir að framsögumenn höfðu lokið máli sínu skiptu ráðstefnugestir, ásamt framsögumönnum, sér í umræðu- hópa og kom síðan hver hópur með tillögur um úrbætur til lausnar því neyðarástandi sem nú ríkir. í lok fundar- ins var samþykkt eftirfarandi ályktun: Ráðstefnan vísar því á bug að fátækt þurfi að vera til á íslandi á árinu 1984. Sérstaklega er það skammarlegt og heimskulegt að búa með slíkum hætti að börnum, sem saklaus verða fyrir miklu félagslegm misrétti. Sá hugsunarháttur sem leyfir slíkt er siðlaus og á rætur sínar í því að almenningur og ráðamenn á flestum sviðum, setja sig ekki í spor annarra og láta sig ekki varða um aðra. Úrlausnir verða að koma tafarlaust. En þó allar þær tillögur sem fram hafa komið á ráðstefnunni yrðu framkvæmd- ar, þjóna þær hins vegar litlum tilgangi ef ekki verður breyting á því hugarfari sem liggur að baki þessu neyðarástandi, fátæktinni. Málin myndu fljótlega færast í sama horf. Mannleg viðhorf í öndvegi. Að lokum ákvað fólk úr hópi þeirra sem búa við þetta óviðunandi ástand að fara með tillögur og ályktun fundarins til forsætisráðherra og bera þar fram mál sitt milliliðalaust. Einnig ákvað þessi hópur að leita samstöðu með öllum þeim sem vilja vinna að lausn þessara mála og breyta þeim heimskulega hugsunarhætti sem leyfir þetta ástand. Eftir ráðstefnuna fóru fulltrúar frá ráðstefnunni til fréttastofu útvarps og sjónvarps. A fréttastofu útvarps var frétt- inni hafnað á þeim forsendum að hún væri ekki fréttnæm, í sjónvarpi var hún tekin til athugunar. En í hvorugum þessara ríkisfjölmiðla hefur neitt komið fram um ráðstefnuna. Við sem þetta skrifum stöndum ekki að ráðstefnum á hverjum degi og skiljum ekki þá lítilsvirðingu sem ríkisfjölmiðl- arnir sína okkur og aðstandendum ráð- stefnunnar, með því að hundsa þetta málefni sem allir ráðandi aðilar þjóðar- innar hafa lýst yfir að sé brýunasta úrlausnarefni dagsins í dag. Við vonum að þessi afgreiðsla hafi verið á misskilningi byggð og framvegis verði málstað okkar gerð betri skil. í nafni SAMSTÖÐU:---------19.2J984 Sonja N. Sigurðardóttir Sigrún Gunnarsdóttir Halidóra Steinarsdóttir Sigríður Stefánsdóttir Reinhold Richter Jón Kjartansson Jóhanna Axelsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.