Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1984 3 Hvað gerist ef álverið stöðvast? „GETUM HÆTT ÖUJIM VIDRÆÐUM IIM HÆKKUN Á RAFORKUVERMNU” — segir forsætisrádherra, sem segist ekki skilja þvermóðsku starfsmanna ■ „Ef álverinu verður lokað vegna þessara kjaradeilna þá hefur slíkt ófyrir- sjáanlegar afleiðingar," sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra í sam- tali við Tímann i gær, „og þó að ég kalli starfsmennina í álverinu ekki upp til hópa hátekjumenn, þá verður það að segjast eins og er, að yfir heildina litið, þá eru laun í álverinu miklu hærri almennt, heldur en tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði í þjóðfélaginu, og ég tel þvi ekki koma til mála að launastiginn verði sprengdur í samning- unum við starfsmennina í Straumsvík.“ Forsætisráðherra sagði jafnframt: „Það hafa náðst núna, að mörgu leyti skynsamlegri samningar, þar sem skyn- semi og raunsæi hefur ráðið ferðinni, en sjónarmið öfganna orðið að víkja. Það er því óþolandi ef eitthvað annað verður uppi á teningunum hjá ÍSAL.“ Kvótafyrirkomu- lagið: „Togararnir fá meira út úr þessu en bátarnir“ ■ „Það er ekki hægt að segja að kvartanir séu farnar að berast í veru- legum mæli. Þó höfum við einhverjar fengið, aðallega frá þeim sem voru búnir að fá að vita um sinn kvóta fyrir fram, en það voru þeir sem áttu val vegna skipstjóra eða eigendaskipta,“ sagði Stefán Þórarinsson, fulltrúi í sjávarút- vegsráðuneytinu, sem á sæti í néfndinni sem tekur á móti kvörtunum vegna kvótaúthlutunarinnar, í samtaii við Tímann. Stefán sagði að enn sem komið væri gætu menn ekki séð að fleiri kvartanir kæmu frá norðursvæðinu en suðursvæð- inu. Enda væri vart við því að búast þar sem útgerðir norðanlands væru í fæstum tilfellum búnar að fá tilkynningar um sinn kvóta, en bréfin voru send í pósti á mánudag. - Þaðhefurveriðtalaðumaðnorður- svæðið komi verst út úr skiptingunni? „Eitt að meginmarkmiðunum með kvótaskiptingunni var að láta aflasam- dráttinn koma sem jafnast niður á öllum, hverjar veiðar sem þeir stunduðu. Það kemur fram í því meðal annars að það skerðast möguleikar allra báta til að veiða. Til dæmis ef bátur er á skel, rækju eða humarveiðum dregst visst hlutfall, 35% af verðmæti þess afla frá þorsk- veiðikvótanum til viðbótar því sem verð- ur bara fyrir aflasamdráttinn, sem felur í sér 43% skerðingu frá meðalafla undanfarinna þriggja ára. Að vísu er þessi skerðing, sem tekin er af bátunum sem stunda þessar svokölluðu sérveiðar, jöfnuð niður og færð yfir á þá sem eingöngu hafa stundað bolfiskveiðar. Þess vegna fá togararnir heldur meira út úr þessu en bátarnir. En þar á móti hafa bátarnir aðra möguleika til að hverfa að. Misræmið sem talað er um kemur til af því að aflasamsetning á norðursvæð- inu er ekki sú sama og á suðursvæðinu. Það er svo mikið af fiski sem er nánast staðbundinn. Karfinn er til dæmis mikið til hér fyrir sunnan land og sömuleiðis ufsinn. A svæðinu fyrir norðan er meira um grálúðu og steinbít," saði Stefán. - Sjó Forsætisráðherra var spurður hvort hann teldi að sú staða sem nú væri að koma upp í kjaradeilunni í Straumsvík, þar sem lokun verksmiðjunnar blasir við innan fárra daga, ef samningar hafa ekki ■ Eftir að slitnaði upp úr viðræðum starfsmanna og framkvæmdastjórnar ÍSAL, sendi framkvæmdastjórn frá sér orðscndingu til starfsmanna álvers- ins um slit samningaviðræðnanna, þar sem gangur viðræðnanna er rakinn. í orðsendingunni segir m.a. að eftir að samkomulag milli ASÍ og VSÍ tókst á þriðjudag, hafi framkvæmdastjórn ÍSAL boðið starfsmönnum sambæri- lega kauphækkun, þ.e. 5% kauphækk- un á sama hátt og aðrir launþegar fá, ásamt áfangahækkunum og samning til 31. mars 1985. Fulltrúar verkalýðs- félaganna ítrekuðu enn kröfuna um 7,5% launahækkun strax auk tillögu um þrjár 3% áfangahækkanir á árinu og samning til áramóta. Þegar hér var komið sögu var það mat Ríkissátta- semjara að þýðingarlaust væri að halda áfram viðræðunum og sleit hann því fundi. náðst, gæti réttlætt afskipti ríkisvaldsins: „Svona staða getur gert það, en við viljum forðast alla íhlutun í lengstu lög.“ Varðandi samskipti íslendinga og Svisslendinga í tengslum við samninga- í orðsendingunni kemur fram að áður hafði ÍSAL boðið samkomulag um framleiðnihvetjandi greiðslur, ÁL- HVATA, sem gæti numið 5-6% af launum þrátt fyrir verkfall (þá mun vera átt við það ástand sem ríkt hefur í verksmiðjunni undanfarnar vikur en ekki verksmiðjulokun, innskot blm.), og einnig flutning lægst launuðu starfs- mannanna upp um launaflokk sem þýðir 4,5% launahækkun fyrir þá. Þá er því haldið fram í orðsending- unni að tilboð það sem ÍSAL gerði, sunnudaginn 12. febrúar, hafi verið rangtúlkað eða ntisskilið í fjölmiðlum og annarsstaðar. í því tilboði hafi falist að samkomulag um ÁLHVATA tæki gildi, starfsmcnn í lægsta launaflokki hækkuðu um flokk og gcrt ráð fyrir að launaliðir samningsins væru endur- skoðaðir til samræmis eftir því að viðræður um hækkun raforkuverðs sagði forsætisráðherra: „Þetta kann að hafa þær afleiðingar fyrir okkur, að það þýði ekkert að tala unt stóriðju hér á landi næstu árin. Ef álverinu verður lokað, þá samningar á almennum markaði hefðu náðst, en til bráðabirgða skyldu laun hækka um 3%. Síðan segir að afstaða fulltrúa verkalýðsfélaganna hafi verið að mestu óbreytt og þeir ekki virst reiðubúnir til alvarlegra viðræðna fyrr en úrslit fengust milli VSÍ og ASÍ, þótt ÍSAL hafi t fjölmiðlum og annarsstað- ar verið harðlega gagnrýnt fyrir að hreyfa sig ekki. í þessu máli öliu hafi verið villt fyrir starfsmönnum og al- menningi. „Mánudagskvöldið 20. febrúar gerði ÍSAL síðan tilboð um 4% kauphækk- un auk þriggja áfangahækkana og samning til 31. mars 1985. Fulltrúar verkalýðsfélaganna gáfu vtsbendingu um að hægt væri að gcra samning á svipuðum línunt og samkomulag VSf og ASÍ, sem þá virtist í burðarliðnum. Var því talið rétt að bíða átekta“ scgir síðan í orðscndingunni. er þar um tugmilljóna tjón að ræða, og ég held að við gætum þá hætt öllum viðræðum við Svisslendingana á næst- unni um hækkun á raforkuverðinu.“ Forsætisráðherra sagðist telja að ef til lokunar álversins kæmi, þá hefði slíkt mjög slæmar afleiðingar fyrir þjóðarbú- skapinn. f fyrsta lagi væri mjög mikil orkusala til ÍSAL, og þótt mönnum fyndist orkuverðið lágt, þá væri það þó' miklu betra, heldur en að geta ekki selt orkuna, þar sem vatnið streymdi jú alltaf til sjávar og í öðru lagi þá fengi hann ekki séð hvar liðlega 600 starfsmenn álversins fengju atvinnu á næstunni, ef álverinu væri lokað. „Ég satt að segja skil ekki þá þver- móðsku sem lýsir sér í afstöðu starfs- mannanna, eftir að svona hógværir og skynsamlegir samningar hafa verið gerðir,“ sagði forsætisráðherra að lokum. -AB Hækkandi verð á skinnamörkuðum: „Verðið í London 9% fyrir ofan verð- ið í Hels- ingfors” ■ Uppboðsmeðalverð var uni 1.360 kr. á þeim um 7.000 blárefaskinnum sem seld voru á uppboði í London nýlega. En alls voru seld þar um 171 þús. blárefa- skinn að þessu sinni að sögn Skúla Skúlasonar, og seldust þau öll. Toppverð á blárefaskinni var hins vegar 3.753 kr. Skúli var spurður hvort þctta 1.360 kr. meðalverð væri svipað og verð það er fékkst á uppboðinu sem fram fór í Finnlandi í janúar sl. „Ef miðað er við nákvæmlega söntu gerðir af skinnum þá var verðið í London um 9% fyrir ofan verðið í Helsingfors, þ.e. yfir alla lín- una.“ sagði Skúli. Auk blárefaskinnanna voru að þessu sinni seld um 1.000 shadowrefaskinn héðan á uppboðinu í London. Allssagði Skúli um 65 loðdýrabændur hér hafa sent um 11.000 refaskinn til London í vetur. Af þeim sé eftir að selja um 2.000 skinn. Skúli sagði loðdýramarkaðinn hafa styrkst mjög ntikið frá því í desem- ber og að reiknað sé með enn frekari hækkunum á uppboði í mars. - HEI FINNSKUR PÍANÓLEIKARI í BR0ADWAY ■ Finnski píanóleikarinn Hillel Tokaz- ier er væntanlegur hingað til lands 28. febrúar og mun hann skemmta á veit- ingahúsunum Broadway og Hollywood frá 2. mars til 11. mars n.k. Tokazier er talinn einn af bestu popp og rokk píanóleikurum í Finnlandi og einn af fremstu popplagahöfundum þar. ■ Segja má að tölvuútdráttur hafi farið fram í „bvggingarhappdrætti" Húsnæðissamvinnufélagsins Búseta í gær. Tölva dró þá númer samtals 1.448 stofnfélaga í þá röð sem farið verður eftir við úthlutun væntanlegra íbúða sem byggðar verða á vegum Búseta, þannig að sá/sú sem tölvan gaf númerið 1 öðlaðist þar með búseturétt í fyrstu íbúðinni sem byggð verður á vegum félagsins. Þeir sem ganga í félagið hér eftir koma því ekki til greina sem búsetar í íbúðum félagsins fyrr en uppfylltar hafa verið óskir hinna 1.448 stofnfélaga eða að þeir hafi afsalað sér sínum búseturétti. Tímamynd G.E. STARFSMENN ÍSAL VIUA 4% MEIRIHÆKKUN EN ASÍ FÉKK — og auk þess adeins samning til áramóta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.