Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 12
Fólk leggur nú meira upp úr gömlum munum Fyrstu vörurnar keyptar á mörkuðum og uppboðum utanlands Fyrstu vörurnar í verslunina keypti Anna á mörkuöum og uppboðum í Svíþjóð, Hollandi og Belgíu, og síðan hefur hún reynt að fara a.m.k. tvisvar á ári út til að kaupa inn, og þá oftast til þessara sömu landa. - í Belgíu er oft hægt að fá geysigóðar blúndur og dúka, sagði Anna. Allt, sem telst til einhvers konar vefnaðarvöru svo sem gamalt flauel, blúndur, dúkar o.s.frv. er sótthreinsað þegar það kemur inn í landið. Það er víst ráðstöfun til að verjast gin- og klaufa- veiki, hvernig sem það kemur heim og saman. Blaðamaður Heimilistímans spurði Önnu, hvort hún fengi ekki keypta gamla muni hér á landi. Hún kvað svo vera, bæði komi fólk með ýmsa hluti til hennar, sem hún keypti, og svo væri það orðið algengt, að þegar gömul dánarbú væru gerð upp, þá væri hringt í sig til að vita hvort hún vildi kaupa gamla muni. — Oft er því áhugaverð- asta hent á haugana - Það versta er, sagði Anna, að þegar hringt er í mig til að koma og skoða gamla hluti úr dánarbúum, þá er oftast búið að „taka til“ á gamla heimilinu og jafnvel henda þvi á haugana, sem ég hefði kannski haft mestan áhuga á, svo sem gamalli handavinnu, dúkum, gömlum fötum (fötin þurfa helst að vera yfir 30 ára til þess að ég hafi áhuga á þeim) ýmsum gömlum áhöldum, þvotta- brettum, mjólkurbrúsum og öðru slíku. Þetta eru orðnir safngripir. Ég vil ítreka það, að fólk á að hugsa sig um, áður en það hendir gömlum hlutum, því það eru margir sem hafa áhuga á slíku dóti. Nú orðið er hægt að fá gömul máluð húsgögn afsýrð, svo viðurinn sjálfur kemur í Ijós (reyndar ekki hægt við spónlögð húsgögn). Þá njóta gömlu húsgögnin sín aftur, þegar málningin hefur verið fjarlægð. „Ég væri orðin rík, ef..." Eigandi „Fríðu frænku" segir, að gamlir munir hækki mjög í verði erlend- is, svo það sé orðið töluvert erfiðara að kaupa inn en áður var. Verðmyndunin hér á landi á gömlum hlutum hefur ekki fylgst með, - en umsetningin eykst ■ Anna Rlngsted situr hér við búðarborðið, Á borðinu er bakki fuilur af ódýrum skartgripum, sem sumir hverjir eru hálffurðulegir. Á efri hiUunni eru könnur og smáhlutir. Á veggnum efst tU hægri er gamall meðalaskápur úr viði. Hann er opnaður með því að færa tU rósettuna á framhliðinni. (Tímamyndir Árni Sæberg) óðum, svo ég er bjartsýn, sagði verslun- areigandinn. - Ég væri orðin rík, ef nóg framboð væri af svörtum, gömlum kjólum og hvítum blúndudúkum, svo mikil hefur eftirspurnin verið eftir þeim í vetur, sagði Anna brosandi. Hver slíkur kjóll, sem hefur komið í búðina selst eins og skot. Mig vantar fleiri gamla svarta kjóla! Leikhús og kvikmynda- framleiðendur eru góðir kúnnar - Ég hef selt leikhúsunum töluvert af smámunum, þegar hefur vantað í svið- setningu leikrita. Eins hafa kvikmynda- framleiðendur komið hingað til að leita að gömlum munum, en þeir vilja heldur fá hlutina leigða, því að í kvikmynd er þetta aðeins notað einu sinni, en leikhús- in geta geymt leikmuni og notað þá svo aftur seinna. Mér finnst mjög áhugavert að hjálpa til við að leita að munum, til að setja réttan svip á sýningu, hvort heldur er fyrir svið eða í kvikmynd. Smámunirnir gefa sviðsmyndinni réttan blæ. Á meðan blaðamaður stóð við hjá „Fríðu frænku" kom leikhúsmaður til að leita að leikmunum fyrir uppsetningu leikritsins „Dúfnaveislunnar“ í Borgar- nesi á næstunni. Hann spurði m.a. um dúka og blúndur o.fl. í versluninni er margt að sjá og ■ Það kennir margra grasa í gluggun- um hjá „Fríðu frænku“ þangað koma safnarar og grúskarar og gefa sér góðan tíma. Eigandinn segir að það sé oft sama fólkið, sem kemur aftur og aftur. Sumir safna gömlum póstkort- um, aðrir postulíni, t.d. kaffi- og súkku- laðikönnum - og eiga kannski svo tug- um skiptir af könnum! Sumir leita að gömlum myndum, en þær koma stund- um inn í verslunina í sambandi við kaup á dánarbúum. Japanskir kímonóar frá aldamótum Nú nýlega hefur íslendingur, sem búsettur er í Japan, keypt fyrir verslun- ina gamla japanska kímonóa. Sumir þeirra eru frá aldamótunum. Kímonóar þessir eru úr silki og ofnum efnum og allir handsaumaðir. „Það er ekki eitt vélarspor að finna á þessum flíkum", sagði Anna. Hún sagði að þessir sloppar væru keyptir í sér- stökum kímonó-verslunum. I París ku þessar flíkur nú þykja það fínasta fína. Hingað komnir kosta kímonóamir frá 1800 krónum og upp í rúmlega 3000. Mjög falleg nærföt eru til í versluninni, bæði blúndukot (íslensk) og lérefts-nær- föt með ísaumi og blúndum. Þau eru frá Hollandi. Meðan blaðamaður var að dást að nærfötunum kom ung kona inn, og spurði um hvíta bróderaða dúka. „Dúk- urinn þarf að vera eins og 50 sm langur, ílangur - ekki ferkantaður, helst með fallegri blúndu,“ sagði hún. Hún vissi sem sagt alveg hvað hún vildi, - og áreiðanlega hefur hún fundið dúkinn hjá „Fríðu frænku“. ■ „Verðmætamat er að breytast hjá fólki. Það leggur meira upp úr gömlum munum nú en fýrir nokkrum árum. Áhuginn hefur aukist gífurlega t.d. á ýmsum gömlum smámunum. Þessir hlut- ir fara vel í gömlu húsunum, sem verið er að gera upp, - en þeir eiga líka vel við í nýjum íbúðum, einkum þar sem eru viðarinnréttingar", sagði Anna Ringsted, eigandi verslunarinnar „Fríðu frænku" í Ingólfsstræti. Sú verslun selur aðallega gamla muni, - dúka, postulín, gluggatjöld, föt og margt fleira. Verslunin „Fríða frænka“ verður þriggja ára í maí í vor. Eigandinn hafði áður búið í Svíþjóð, og þarkynnst mörkuðum og verslunum með gamla muni og datt í hug að stofnsetja slíka verslun hér í Reykjavík. „VERÐMÆTAMAT ER AÐ BREYTAST — segir Anna Ringsted, eigandi verslunarinnar FRÍÐU FRÆNKU ■ Þama má sjá marga hlutí, sem þóttu hversdagslegir fyrir nokkr- um árum - en em nú orðnir safngrípir. Takið eftír stóra tölu- boxunum. Verslunin keypti gaml- an lager af tölum, og margir koma til þess að leita að einbverjum sérstökum hnöppum eða tölum. ■ Leikhúsmaður í leit að leik- munum. Það fór vel á með þeim, og hann ætlaði að koma aftur, þegar Anna hefði fundið það sem vantaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.