Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. FEBRUAR 1984 HLJÓMLEIKAR Los Paraguyos og Iceland Seajunk Corporation Verða í Háskólabíói fimmtudag kl. 20:30 föstudag kl. 20:30 Einstakt tœkifœrí Missið ekki af stórkostlegum hljómleikum. Aðgöngumiðasala í Háskólabíói frá kl. 16:00 1X2 1X2 1X2 24. leikvika - leikir 18. febrúar 1984 Vinningsröft: 121 - X2X - XXX -122 1. vinningur: 11 réttir - kr. 195.570.- 39129(4/io)+ 162129(7/io)+(,0vikna S8íill) 2. vinningur: 10 réttir - kr. 2.841.- 364+ 1055 9297 36737+44426+53847 94804+ 162128(^io)+ 374 1061 10637 37272> 48801 61161 95660+ 43219(2/io) 1006 1526 12436 37625+49339 61313+161782 Úr23.viku: 1013 2646 16751 39128+49929+87977+162052+ 61717+ 1015 6453 17573 40441 53168 89234+162175+ 61726+ 1052 7106 35783+44398+53571 93534+ 61735+ Kærufrestur er til 12. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - Íþróttamiftstöðinní - REYKJAVÍK Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir janúar mánuö 1984, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 3.25% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og meö 16. mars. Fjármálaráðuneytið. menningarmál Afburða blásarar ■ Blásarakvintett Reykjavíkur hefur komið fram á Háskólatónleikum á hverj- um vetri á undanförnum árum, og tón- lcikar hans jafnan verið meðal hinna bestu og eftirtektarverðustu í þeirri syrpu. Og svo var einnig nú, því Bernard Wilkinson (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó), Einar Jóhannesson (klarinetta), Hafsteinn Guðmundsson (fagott) og Jos- eph Ognibene (horn) eru ekki einasta góðir spilarar hver í sínu lagi, heldur eru þeir samæfðir og slípaðir af því að æfa saman gegnum árin. Þannig eru tónleikar þeirra mjög fágaðir og með góðum heildarsvip. Á tónleikunum 15. febrúar fluttu þeir tvö verk, af talsvert mismunandi tagi, Kvintett óp. 81 eftir George Onslow (1784-1852) og Comedy for Five Winds eftir Paul Pattersons (f. 1947), báða Breta. Síðara verkið bar mjög af hinu fyrra, þótti mér, þótt spilararnir sýndu heilmikil tilþrif í báðum, ekki síst Wilk- inson, sem lék aðalröddina í kvintett Onslows. En hið síðarnefnda, Gaman- leikur fyrir fimm blásara, var hreinasta afbragð, enda efast ég ekki um að það eigi eftir að heyrast oftar á næstunni. Þriðji kaflinn heitir „Blues" og þar sannaðist það ennþá einu sinni, að það er óþarfi að kunna ekki nótur til að geta spilað jazz almennilega - þvert á móti. S.St. Kammertón leikar S.í. ■ Sinfóníuhljómsveit íslands hefur tekið upp þann lofsverða hátt í vetur að hafa kemmertónleika í Gamla bíói auk hinna hefðbundnu sinfóníutónleika í Háskólabíói. Að vísu er það svo, að meiri hluti spilanditónlistarmanna vorra eru félagar í Sinfóníuhljómsveitinni, og talta þar af leiðandi meiri eða minni þátt í öllum þeim tónleikum, sem hér eru haldnir ég nefni af handahófi Kammer- sveit Reykjavíkur, Nýju strengjasveit- ina, Reykjavíkur-ensemble, Blásara- kvintett Reykjavíkur, og að hluta hljóm- sveit íslensku óperunnar og íslensku hljómsveitina, svo kannski hefði mátt segja, að verið væri að bera í bakkafullan lækinn. En svo er þó ekki, því þeim mun fjölbreytilegra sem tónlistarlífið er, þeim mun fleiri áhorfenda nær það til. Aðrir kammertónleikar S.í. voru haldnir fimmtudaginn 9. febrúar; stjórn- andi var þýski efnispilturinn Andreas Weiss sem hefur lofsamlegan feril að baki, ef trúa skal tónleikaskrá, ofurlítið fordildarlegur í framkomu, en vafalaust hinn prýðilegasti stjórnandi. Á efnisskrá voru þrjú verk, „Hymni“, sálmalag eftir Snorra Sigfús Birgisson, áður óþekktur fiðlukonsert eftir Mend- elssohn frá æskudögum skáldsins, en Þórhallur Birgisson lék einleik á íslenska fiðlu, og loks Serenaða í C-dúr fyrir strengjasveit eftir Tsjækofskí. „Hymni" Snorra er frá 1982, fremur þunglyndis- legur sálmur og fullkomlega laus við að vera „nútímalegur" að mér sýndist. Kannski mætti segja hér, eins og sagt var um atómskáldin, að maður gæti því aðeins tekið mark á atómkvæðum þeirra að þeir hefðu sýnt að þeir kynnu að ríma líka. Og það gerir Snorri a.m.k. með þessum sálmi. En aðaltíðindin voru náttúrlega í þreföldu „debút“ í fiðlukonsertnum, sem skráin segir að Yehudi. Menuhin hafi dregið fram í dagsljósið nýlega, en í dagblöðum var sagt að þetta væri jafnvel frumflutningur verksins (síðan 1822). I annan stað var þetta hálfgildings debút hjá Þórhalli, þótt hann hafi að vísu flutt s-moll konsert Mendelssohns á próftón- leikum fyrir fáum árum, og léki einleik í einni af Árstíðum Vivaldis fyrir skemmstu. Og loks heyrðist hér íslensk fiðla, verk Hans Jóhannssonar fiðlu- smiðs. Konsertinn samdi Mendelssohn 12 ára, svo varla er von þótt hann sé meðal hans „dýpstu“ verka, en ágætur samt. Og Þórhallur lék af miklu öryggi og þrótti - hans langbesti leikur hingað til svo ég hafi heyrt. Um fiðluna skal ég ekki dæma, en varla hefði Þórhallur farið að spila á hana nema hann teldi hana góða. Serenaðan var bráðskemmtileg og bæði hljómsveit og stjórnanda til sóma. Áheyrendur hefðu mátt vera fleiri - en það tekur alltaf dálítinn tíma að byggja upp hefðir, svo nú ber að halda áfram með fullum þrótti. Næstu kammertónleikar verða 22. mars. 19.2. S.St. Fínir sinfóníu tónleikar ■ Jean-Pierre Jaquillat er kominn aftur og stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni 16. febrúar. Á tónleikunum söng William Parker þrjú verk, aríu úr Jólaóratoríu Bachs, aríu eftir Mózart, og Sex ein- ræður úr „Jedermann“ eftir Svisslend- inginn Martin, en hljómsveitin flutti 36. sinfóníu Mózarts og Myndir á sýningu eftir Mussorgský í hljómsveitarbúningi Ravels. Tónleikarnir hófust semsagt með því að hljómsveitin og William Parker fluttu „Grosser Herr“: þessi stórkostlega aría var lökust á tónleikunum, líklega ekki fullæfð, en aðallega vantaði þó í hljóm- sveitina sembal eða orgel, „grindina sem allan vefinn ber“, og varð einkum mið- kaflinn fátæklegur fyrir vikið. En úr þessu bættist fúllkomlega rneð aríu Móz- arts „Rivelgate a lui, lo sguarde“, sem Parker flutti afburðavel ogglæsilega. Þó var ennþá áhrifameira að heyra hinar sex „Einræður“ (mónólóga) eftir Frank Martin (1890-1974), mæltar fyrir munn hins eilífa manns, án takmarks og tilgangs, ádauðastundinni. Svisslending- ar hafa ekki verið athyglisverðir í hugum margra fyrir annað en auðsöfnun og úrsmíði, en hér sýndi Frank Martin á þeim nýjá hlið. Tónlistin er mjög áhrifa- mikil og í stíl við hinn drungalega texta, en William Parker flutti frábærlega vel. 36. sinfónía Mózarts er að sönnu ekki ein af hans mestu, en lofar þó meistara sinn eins og flest verk þess dæmafáa snillings, og Myndir á sýningu eru meðal skemmtilegustu verka sem heyrast á tónleikum. Sinfóníuhljómsveitin hefur líklega aldrei verið betri en í vetur, enda eru hljómleikarnir oft hveröðrum skemmti- legri. Og þessir voru sérlega ánægjulegir að mörgu leyti. 19.2. Sig. St. Sigurður Steinþórsson skrifar Kvikmyndir SALUR1 Goldfinger Enginn jafnast á við James Bond 007, sem er kominn aftur í heim- sókn. Hér á hann í höggi við hinn kolbrjálaða Goldfinger, sem sér ekkert nema gull. Myndin er fram- leidd af Broccoli og Saltzman. JAMES BOND ER HÉR i TOPP FORMI.Aðalhlutverk: Sean Conn- ery, Gert Frobe, Honor Blackman, Shirley Eaton, Bern- ard Lee. Byggð á sögu eftir lan Fleming. Leikstjóri: Guy Hamilton Sýndkl. 5,7.05,9.10,11.15 SALUR 2 CUJO Splunkuný og jafnlramt stórkostleg mynd gerð eftir sögu Stephen King. Bókin um Cujo hefur verið gefm út i milljónum eintaka víðs vegar um heim og er mest selda bók Kings. Cujo er kjörin mynd fyrir þá sem una góðum og vel gerðum spennumyndum Aðahlutverk: Dee Wallace, Christopher Stone, Daniel Hugh-Kelly, Danny Pinatauro Leikstjóri: Lewis Teague Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5,7,9.10,11.15 Hækkað verð SALUR3 Daginn eftir (The Day After) Heimsfræg og margumtöluð stór- mynd sem sett hefur allt á annan endann þar sem hún hefur verið sýnd. Fáar myndir hafa lengið eins mikla umfjöllun í (jölmiðlum, og vakið eins mikla athygli eins og . THEDAYAFTER. Aðalhlutverk: Jason Robards, Jo- beth Williams, John Cullum, John Lithgow. Leikstjóri: Nicholas Meyer. Sýnd kl. 5,7.30 og 10 SALUR4 Segðu aldrei aftur aidrei ' Hinn raunverulegi James Bond er mættur attur til leiks i hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Spenna og grin í há- marki. i Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Klm Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, lan Fleming. Framleiðandi: Jack ' Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndln er tekin í Dolby Sterio. Sýnd kl. 5,7.30 og 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.