Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.02.1984, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1984 ■ Aðeins einu sinni hefur Burt Reynolds leitað gxfunnar í hjónabandi. Það var með Judy Came. ■ Dinah Shore var fastur fylginautur Burts Reynolds um langt skeið. ■ Um tíma leit út fyrir að Sally Field og Burt Reynolds myndu gifta sig. Úr því varð þó ekki og kennir Burt því um að Sally hafði náð of miklum frama sem leikkona. fyrir ungt listafólk til að það geti haft aðstöðu til að æfa sig og þroska án þess að hafa áhyggjur af fjármálum á meðan. Þarna kom mikið af heims- frægum tónlistarmönnum sem kenndu og spiluðu með nemend- unum, ég get nefnt Igor Ois- trach, sem kom og spilaði á fiðlu föður síns, Davids Oistrach, Jan- os Starker sellóleikara, sem lék hjá Tónlistarfélaginu núna í vetur, William Primrose, sem er Skoti af eldri kynslóðinni, var nemandi Isais eins og Menuhin, lék í hljómsveit Toscaninis og með Tascha Heifetz. Svo má nefna ungverjann Zoltán Szek- ely, sem var vinur Bartóks og Bartók samdi m.a. fyrir hann annan fiðlukonsertinn og aðra rapsódíuna. Hann var 1. fiðlu- leikari í ungverska kvartettinum sem starfaði í ein 30 ár og fékk meðal annars Grand Prix fyrir hljóðritanir á öllum kvartettum Beethovens. Námið þarna hefur gert það að verkum að maður hefur kynnst fólki út um allan heim, núna í vor fer ég til dæmis til Evrópu, fyrst til Leipzig og síðan t.il Sviss, bæði til að sækja nám- skeið og líka til að leika einleik og kammertónlist. Samt hefur þú ákveðið að koma heim? „Heilsu föður míns var tekið að hraka, svo að ég ákvað að koma heim um sinn. Svo var það að Ragnar H. Ragnar hafði sam- band við mig og bauð mér að koma til Isafjarðar og kenna og þar var ég í tvo vetur. í vetur hef ég svo verið hér í Reykjavík og hér er nægilega mikið tónlistarlíf til þess að ég get unnið fyrir mér án þess að vera nokkurs staðar fastráðin. Ég er að vísu ráðin til að spila á sex tónleikum íslensku hljóm-' sveitarinnar og leik auk þess með hljómsveit íslensku óper- unnar og þetta nægir mér til þess að geta komist af án þess ,að kenna og hef tíma til að æfa mig sem er auðvitað það mikilvæg- asta -JGK ■ EF ÚRSLIT forkosninganna í New Hampshire, sem fara fram 28. þ.m., verða á sömu leið og í Iowa á mánudaginn var, benda allar líkur til, að Walter Mondale hafi eignazt nýjan aðalkeppinaut í þeim forkosningum eða próf- kjörum, sem eftir eru. John Glenn verður þá úr leik sem aðalkeppinautur Mondales, en Gary Hart hefur tekið við af honum sem helzti keppinautur hans. Pví hafði verið spáð í Iowa að Mondale fengi langmest fylgi hinna átta keppinauta, sem keppa um forsetaframboð fyrir demókrata, en Glenn myndi koma næstur honum. Síðan yrðu áhöld um þá John McGovern, Alan Cranston og Gary Hart. Úrslitin urðu þau, að Mondale fékk 50%, Gary Hart 16.5% og McGovern um 10%. Aðrirfengu minna. Glenn fékk ekki nema rúm 3% og lenti í 6. sæti. Það skiptir nú meginmáli fyrir Glenn að hann rétti hlut sinn í New Hampshire. Til þess virðast þó ekki miklar líkur. Bíði hann nýjan ósigur þar, verður erfitt fyrir hann að bæta stöðu sína aftur. Hann fær möguleika til þess í prófkjörunum, sem fara fram í fyrri hluta marzmánaðar. Mis- takist honum þá, er hann senni- lega úr sögunni sem frambjóð- andi að þessu sinni. Vafasamt er, að Mondale hafi ástæðu til að fagna, þó að Glenn heltist úr lestinni, ef Gary Hart tekur sæti hans. iisti inni og notið vaxandi álits þar., Hann er ekki talinn eins róttækur og áður og hafa sjálfstæðar skoðanir í ýmsum málum. Mál- flutning sinn hefur hann byggt á því, að flokkur demókrata þyrfti að breytast í samræmi við breytta tíma og kringumstæður. Þess vegna hefur verið litið á hann sem fulltrúa yngri kynslóðarinn- ar í flokknum, en Mondale til- heyrði meira fortíðinni. HART gerði skömmu eftir áramótin grein fyrir skoðunum sínum í viðtali við New York Times. Hann sagðist í efnahagsmálum leggja megináherzlu á að fram- leiðslan samlagaðist tæknibylt- ingunni og frjálsari ajþjóðlegum viðskiptum. Þá yrði að leggja kapp á bætta þjónustu hins opin- bera, eins og í sambandi við samgöngur og náttúruvernd. Eitt mikilvægasta skilyrði þess, að Bandaríkin fylgdust með tím- anum væri bætt og breytt menntun. Á því sviði væru' Bandaríkin að dragast aftur úr. Þá væri mikilvægt að stuðla að auknum jöfnuði milli kynþátta, stétta, kynja og kynslóða. I stuttu máli virðist mega segja um skoðanir Harts, að hann sé bæði fylgjandi hóflegri markaðs- stefnu og velferðarþjóðfélagi. Það þurfi jöfnum höndum að gæta þessa hvoru tveggja. Dæmt á ameríska vísu mun þessi af- staða talin heldur til vinstri. í Evrópu myndi heldur litið á hann sem miðjumann. Gary Hart geturorðið Mond- ale erfiður keppinautur Glenn virðist ætla að heltast úr lestinni. Úr því mun fást skorið í New Hampshire, en þar hefur Hart unnið kappsamlega að undan- förnu, án þeSs þó að láta mikið á því bera. Ýmsir fréttaskýrendur voru farnir að spá því fyrir helgina, að hann myndi reynast drjúgur þar. Rætist þær spár og nái Hart öðru sæti, mun vegur hans mjög vaxa og honum verða auðveldara að fá framlög í kosningasjóðinn, en það skiptir ekki litlu. Án ríflegs kosningasjóðs kemst eng- inn í framboð í Bandaríkjunum, a.m.k. ekki í forsetakosningum. GARY HART er yngstur þeirra áttmenninganna, sem keppa um framboð af hálfu demó- krata, að Jesse Jackson undan- skildum. Hart er 46 ára, fæddur 28. nóvember 1937, fæddur og upp- alinn í Kansas, en stundaði menntaskólanám sitt í Okla- homa. Lagaprófi lauk hann við Yaleháskóla 1964, en það þykir góð viðurkennning að hafa laga- próf þaðan. Að loknu laganámi fékk Hart starf hjá dómsmálaráðuneytinu í Washington, en varð síðar sérstakur ráðunautur Stewarts Udall innanríkisráðherraí stjórn þeirra Kennedys og Johnsons. Hann gegndi báðum þessum störfum skamma hríð. Árið 1967 hélt hann til Colorado og hefur verið búsettur þar síðan. Hann hóf þar lögfræðistörf og vann sér gott álit. Hann tók vaxandi þátt í stjórnmálum og beitti sér sér- staklega gegn þátttöku Banda- ríkjanna í Víetnamstriðinu. Þetta átti sinn þátt í því, að hann gerðist kosningastjóri McGoverns í forsetakosningun- um 1972. Hart er talinn hafa átt í utanríkismálum hefur Hart lagt áherzlu á, að Bandaríkin stuðluðu að friði í Mið-Ameríku og hættu að styrkja einræðis- stjórnir þar. Hvert ríki þar ætti að fá að ráða málum sínum sjálft, án erlendrar íhlutunar, stefna beri að vopnahléi í E1 Salvador og hætta hernaðar- legum stuðningi við stjórnarvöld þar. Einnig í Hondúras og Gu- atemala. Þá eigi að veita ríkjum Mið-Ameríku eins konar Mars- hallhjálp. í máluni Austurlanda nær leggur Hart áherzlu á nána sam- vinnu við ísrael, en taka verði tillit til réttinda Araba. Nauðsyn- legt sé að skilja sérstöðu Sýr- lands og taka fullt tillit til þess í viðræðum um þessi mál. Hart vill draga verulega úr víg- búnaði, t.d. að hætt verði við smíði hinna fyrirhuguðu MX- eldflauga og B-l-sprengjuflug- véla, Hann vill hins vegar bæta og auka hefðbundinn vopnabún- að. Hann leggur áherzlu á samn- inga við Rússa um afvopnun. Hann segist gera sér góða von um jákvæðan árangur slíkra samninga, en ekki vegna þess að hann treysti valdhöfum þeirra meira en hóflega, heldur sé þetta ekki síður hagsmunamál þeirra en Bandaríkjamanna. Hart er af íhaldsmönnum ásak- aður fyrir að hann sé of frjáls- lyndur. Margir hinna frjálslyndu telja hann hins vegar orðinn of íhaldssaman. Því hefur verið sagt um pólitískar skoðanir hans, að þær séu hvorki fugl né fiskur. Hart mótmælir þessu. Hann seg- ist byggja á stefnu demókrata frá tíð Franklins Roosevelt og Johns Kennedy, en hins vegar verði að samræma hana breytt- um aðstæðum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Er keppninni milli Mondales og Glenns lokið? drjúgan þátt í því, að McGovern sigraði í prófkjörunum og varð því útnefndur frambjóðandi demókrata. I forsetakosningun- um sjálfum beið McCovern mik- inn ósigur fyrir Nixon. Hart lét þann ósigur ekki beygja sig. Hann hélt áfram þátttöku sinni í stjórnmálabar- áttunni. Árið 1974 bauð hann sig fram í Colorado í kosningu til öldungadeildar Bandaríkjaþings og náði kjöri, þótt ýmsir teldu þá, að kosningastjóri McGo- verns væri ekki líklegur til sigurs. Hart náði endurkosningu til öldungadeildarinnar 1980. Hann hefur getið sér gott orð í deild-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.