Tíminn - 16.03.1984, Blaðsíða 5
840 FLUTTII TIL HÖFUÐBORG-
ARSVÆÐISINS Á SÍÐASTA ÁRI
— umfram þá sem fluttu burt, sem er nálægt samanlögðum
fbúafjölda Þórshafnar og Raufarhafnar
■ Alls fluttu 840 manns tii höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári frá öðrum stöðum á
landinu umfram þá er fluttu af höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Til
samanburðar má geta þess að samanlagður íbúafjöldi Þórshafnar og Raufarhafnar
var 887 manns um síðustu áramót. Flutningar innanlands til höfuðborgarsvæðisins
voru alls 6.098 manns en þaðan út á land 5.258.
Frá öllum kjördæmum landsins-utan
Reykjavíkur og Suðurnesja flutti veru-
lega fleira fólk á síðasta ári en þangað
fluttu. Mestu munar þar hlutfallslega
hjá Vestfirðingum og á Norðurlandi-
Vestra þar sem nær 40% fleiri fluttu
brott en þeirsem komu í staðinn. Þannig
misstu Vestfirðingar 192 manns í þessum
skiptum, sem jafngildir nokkurnveginn
öllum íbúum Reyðarfjarðar-, Nauteyr-
ar- og Snæfjallahrepps. Á Norðurl.-V.
var munurinn 168 manns, eða nákvæm-
lega íbúatala Svínavatnshrepps í A-
Hún. Þá missti Vesturland 207 manns
fleiri en þangað fluttu, Norðurland-
Eystra 205 manns og Austfirðingar 148
manns.
Ef við lítum á sjálfa höfuðborgina,
Reykjavík, þá fluttu þangað á síðasta ári
3.134 manns, þar af 1.579 frá lands-
byggðinni utan Reykjavíkur og Reykja-
nesskjördæmis. Þeir sem fluttu frá
Reykjavík og út á landsbyggðina voru
hins vegar rúmum þriðjungi færri, eða
aðeins 1.036 manns alls. Verst fór
Norðurland-Vestra hlutfallslega út úr
skiptunum við Reykjavík, fengu þaðan
99 manns í stað þeirra 196 sem til
Reykjavíkur fluttu að norðan. Talið í
mönnum var tapið þó meira hjá Vestur-
landi, þaðan sem 259 fluttu til Reykja-
víkur en 120 færri komu til baka.
Sömuleiðis fékk Norðurland-Eystra 109
manns færra til baka í þessum skiptum
við höfuðborgina, Austurland 96 manns
færra og Vestfirðir 78 manns færra.
Úr sveitum landsins fluttu í fyrra
þriðjungi fleiri en þangað fluttu í
staðinn, 1.253 fiuttu brott en 818 manns
komu í staðinn, og munurinn því 435
manns. Annað strjálbýli, þ.e. staðir með
200 íbúa eða færri stóðu sig hins vegar
vel í samkeppninni um fólkið.
Alls voru það 11.185 íslendingar sem
fluttu búferlum milli sveitarfélaga innan-
lands á síðasta ári, eða nær 5% af
þjóðinni, auk allra þeirra sem fluttu sig
um set innan hvers sveitarfélags. -HEI
H0LLANDS-
HÁTÍÐ
í HÁSKÓLA-
BIÓI
■ Samvinnuferðir/Landsýn gangast
fvrir Hnllandshátíð í Háskólabíói á
sunnudaginn kl. 14.00 til 16.30. Á
hátíðinni munu koma fram fjölmargir
hollenskir gestir og íslenskir skemmti-
kraftar.
Meðal annars leikur hollenskur líru-
kassaleikari í anddyrinu, tréklossa-
smiður sýnir og bakarameistari bakar
hollenskar pönnukökur. í salnum
verða sýndar teiknimyndir, farið í
ferðabingó, barnaleikhúsið Tinna sýn-
ir leikritið Nátttröliið, Steini og Olli
koma fram og trúðurinn Skralli leikur
við krakkana. Allir eru velkomnir á
hátíðina.
Hollensk ferðaveisla verður síðan á
sunnudagskvöldið í Súlnasal Hótel Sögu
með fjölda skemmtiatriðd og hollensk-
um matseðli. -GSH
■ Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands var haldinn á Hótel Sögu í gær. Sigurður
E. Halldórsson, formaður samtakanna í ræðustól.
Tímamynd GE.
Adalfundur Kaupmanna-
samtaka íslands
/ ■■
Bílasala Guðfinns
VILL SERSTAKA L0G-
«■ r
GJ0F UM KRITARK0RT
fær lóð í Öskjuhlfð
■ Skipulagsnefnd Reykjavíkur hcfur
samþykkt úthlutun lóðar til Bílasölu
Guðfinns í Öskjuhlíð, í krikanum á milli
Bústaðavegar og aðkeyrslunnar að
veðurstofunni, til þriggja ára og að
Borgarskipulagi skyldi falið að gera
skilmála. Fulltrúar Kvennaframboðs og
Alþýðubandalags greiddu atkvæði á
móti. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar formanns skipulagsnefndar er hér
Húnvetninga-
mót í Domus
■ Sýslumannshjónin á Blönduósi
verða heiðursgestir Húnvetninga-
mótsins sem Húnvetningafélagið í
Reykjavík heldur laugardaginn 24.
mars n.k. kl. 19.30 í Domus Medica.
Húnvetningafélagið er nú að vinna
að innréttingu nýs félagsheimilis í
Skeifunni 17.
-GSH
um að ræða u.þ.b. 25000 fermetra loð og
þar eð aðeins er lagt til að úthlutunin nái
til þriggja ára myndi lóðarhafinn, Guð-
finnur Einarsson bílasali ekki fá leyfi tU
að byggja varanlegar byggingar á lóð-
inni, en hann fengi hins vegar að malbika
bflastæði. Borgarráð frestaði rnálinu á
síðasta fundi sínum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði í
samtali við blaðið í gær að erfitt hefði
reynst að finna lausnir á lóðavandamál-
um bílasalanna í bænum, en bílasalar
sjálfir leggja höfuðáherslu á að vera með
aðstöðu vestan Elliðaáa. Hins vegar
sýndi reynslan að margir virtust hafa
horn í síðu bílasalanna þegar þær væru
komnar upp í nágrenni við þá. Staðurinn
sem skipulagsnefnd hefur fyrir sitt leyti
samþykkt í Öskjuhlíð fyrir Bílasölu
Guðfinns væri að sínu áliti hentugur
vegna þess að þar væri ekki íbúðabyggð,
en hins vegar lægi hraðbraut í næsta
nágrenni.
Bílasala Guðfinns hefur verið á hrak-
hólum að undanförnu, henni var úthlut-
að lóð nálægt Reykjavíkurflugvelli en
lóðarúthlutunin dregin til baka vegna
þess að staðsetning hennar braut í bága
við öryggisstaðla vegna flugsins. Um
hríð hefur bílasalan verið á lóð eigand-
ans.
-JGK
■ Þann 6. apríl verður opnuð bflasýn-
ing í Reykjavík. Nefnist hún AUTO ’84
og verður haldin í Húsgagnahöllinni við
Bíldshöfða og HG-húsinu við Tangar-
höfða, auk þess sem sýnt verður á
útisvæðum.
Þarna verða að sjálfsögðu sýndir
margir bílar og margar nýjungar
kynntar, þarna verða einnig vörubílar,
■ Aðalfundur Kaupmannasamtaka
íslands var haldinn að Hótel Sögu í
gær. í ályktun fundarins er árangrinum
í baráttunni við verðbólguna fagnað.
Einnig fagnar fundurinn því, að búið
sé að afnema löggjöf um fasta hlutfalls-
álagningu í verslun. Hinsvegarharmar
sendiferðabílar, dráttarvélar, rallýbílar,
sýningar á verkfærum og fylgihlutum
o.s.frv. Einnig verður veitingaaðstaða,
skemmtiatriði og alls konar uppákomur,
svo sem venja er á slíkum sýningum.
Fornbílaklúbburinn verður þarna með
sýningu í tilefni 80 ára afmælis bíla á
íslandi. Þeir munu verða með 14-15 bíla
á sýningunni, allt fallega og vel uppgerða
bíla, þ.a.m. nýuppgerðan Ford-T í eigu
fundurinn að sérstakur skattur á versl-
unar og skrifstofuhúsnæði skuli ekki
hafa verið lagður niður. Þá segir í
ályktun fundarins, að setja beri sér-
staka löggjöf um krítarkort sem tryggi
að notendur slíkra korta beri kostnað-
innafþcim... -Sjó.
Þjóðminjasafnsins og verður það elsti
bíllinn. Yngsti bíllinn verður frá ’64.
Einnig verður fornbílaklúbburinn með
klefa þar sem sýndur verður fornbíll sem
verið er að gera upp, og þar verða gömul
verkfæri í kring. Auk þess verður
myndasýning með myndum af gömlum
bílum.
Sýningin stendur til 15. apríl.
-ÁDJ
AUTO ”84 OPNUÐ
í BYRJUN APRIL