Tíminn - 16.03.1984, Page 6

Tíminn - 16.03.1984, Page 6
FÖSTUDAGUR 16. MARS 1984 T spegli tímans John James? kvenna- f gullið í „DYNASTY“ bar upp „alvörubón- orð“ í sjónvarpsþætti ■ Margrét drottning í veislu- fötum. MARGRÉT DANADROTTNING GREIÐIR SJÁLF STÓRFÉ FYRIR ORÐUR HANDA ARABÍSKUM STÓRHÖFÐINGJUM ■ Þaft verður nokkuð dýrt ferðalag fyrir Uanadrottningu, sem þau hjónin, Margrét drottning ug Henrik prins, fara i 17. mars n.k. til Saudi-Ara- bíu. Drottning verður að borga úr eigin vasa fyrir orðurnar, sem hún fer með í ferðina til að afhenda arabískum prinsum og prinscssum. Að fá slík konungleg heið- ursmerki hefur afar mikla þýð- ingu fyrir fina fólkið í Arabíu, og danska sendiráðið í Jeddah hefur fengið langan lista yfir háttsettar persónur, sem vænta þess að fá orður þegar hin konuglega heimsókn verður. l»au hciðursmerki, sem þarna koma til greina eru mjög dýr, því þau cru úr dýrmætum málmum, sem drottningin mun greiða úr eigin vasa. I íslen- skum krónum munu orðurnar, sem hún fer með í ferðalagið, kosta nær 800 þús. kr. ísl. — og hún ■ John James, sem stundum er kallaður „fallegasti karlmað- urinn í Ameríku“, kom nýlega fram í sjónvarpsþættinum Ton- ight Show hjá Johnny Carson, eins og fleira frægt fólk. En John James gerði þar hlut, sem ekki hafði áður komið fyrir í þessum frægu sjónvarpsþáttum, þótt á ýmsu hafl þar gengið. John gerði sér nefnilega lítið fyrir og bar upp. bónorð. Hann sagðist vita, að þetta væri nú algcrlega utan dagskrár, en hann ætlaði bara að lýsa því yflr fyrir alþjóð, að hann elskaði eina stúlku - Marciu Wolf, - og hann ætti ekki heitari ósk en að hún vildi giftast sér. „Marcia, viltu verða konan mín?“ sagði leikarinn alvarlegur í bragði. Bónorðið bar árangur, því að ja! stúlkan hafði strax samband við hann og játaðist honum. John James og Marcia W'olf höfðu verið vinir um tírna, og voru talin trúlofuð, en svo hljóp snurða á þráðinn hjá þeim. Mar- cia frétti, að John væri að hringja í aðrar stúlkur og biðja þær að koma út með sér, eða biðja um að fá að heimsækja þær. Þessar sögur voru svo ágengar úr öllum áttum, að hún fór að trúa þeim. „Ég vissi ekki neitt um þetta fyrr en ég kom að Marciu í taraflóði", sagði John. Þegar hann lieyrði þessar sögur gerði hann sér grein fyrir, að þarna var einhver á ferðinni, sem hermdi eftir honum i síma. Hann bað lögregluna að rcyna að komast að þvi hver væri með þessa hrekki, en þeir gátu ekkert gert. Því datt honum í hug að reyna að gera eitthvað í málinu sjálfur til að bæta sambandið við vin- konuna. John datt í hug að koma með einhvers konar yfirlýsingu í þessum samtalsþætti, og stóð við það. Hann lýsti því, hvað þau Marcia hefðu verið ánægð þar til hún hermikráka fór að gera þcim lífið leitt. Hann sagði líka, að hann iiti svo á að þau væru trúlofuð, og þvínæst bar hann upp bónorðið. Þetta vakti mikla athygli í Bandaríkjunum, og sumir sögðu að þetta væri auglýsingabragð til þess gert að vekja athygli á leikaranum. „Sama er mér hvað ■ John og Marcia voru hamingjusöm þegar misskilningurinn var úr sögunni. sagt er“, sagði John sjálfur, „þetta hreif og nú er allt fallið í Ijúfa löð á milli okkar. Það er fyrir mestu.“ Hundur étur hund! Nei, þetta er ekki eins og það lítur út fyrir, - þetta er alls ekki hundaslagur, heldur er hvolpurinn pirr- aður yfir því, að mamma hans skiptir sér ekki nóg af honum. Tíkinni finnst hann vera oröinn stór hundur og hann eigi ekki að vera með nein hvolpa- læti, en hann er eins og hvert annað ungviði, óþolinmóður og svolítið frekur. Ef hann gæti talað, segði hann áreiðan- lega: „Hlustaðu á mig, mamma!“ Aumingja tík- in er þolinmæðin uppmál- uð og lofar hvolpagreyinu að japla á eyranu á sér. vidtal dagsins - ■ — '--——r===r--- .. =•: FYRSTIISLENSKI FARSINN — rætt við Brynju Benediktsdóttur um nýtt leikrit sem Leikfélag Hornaf jarðar frumsýndi í gærkvöldi ■ Leikritið heitir „Á Elliæris- planinu", og höfundurinn heitir Gottskálk og er í felum, þ.e.a.s. hann skrifar undir dulnefni", Brynja Bcnediktsdóttir. sagði Brynja Benediktsdóttir leikkona og leikstjóri, þegar við hringdum til henn^r í gær til Hafnar í Hornafirði þar sem hún er að setja á svið nýtt. íslenskt leikrit. „Þetta er gleðileikur eða farsi og ef við skilgreinum þetta sem farsa, þá er þetta fyrsti íslenski farsinn sem hefur verið skrifað- ur, hingað til hafa farsar sem komið hafa fyrir sjónir íslend- inga verið þýddir úr frönsku, ensku eða öðrum tungumálum og síðan kannske verið staðfærð- ir. En þetta leikrit er sem sagt skrifað eftir formúlum farsans, en síðan höfum við hér bætt við söngvum og höfundurinn hefur líka tekið tillit til staðarins og bætt inn í verkið ýmsu, sem kemur akkúrat þeim við sem búa á Höfn núna. Það eru 10 leikarar í verkinu og ýmsar nýjungar fyrir staðinn sem leikritið er sýnt í, eða Sindrabæ, t.d. eru ekki notaðar sætaraðir í salnum, heldur sitja áhorfendur við borð og leikið á gólfinu, þannig að sviðsetningin er miðuð við að fólki finnist það statt á skemmtistað en einn þátt- urinn af þrem, eða miðþátturinn gerist einmitt í Broadway. Hinir tveir þættirnir gerast í húsi í Grjótaþorpinu rétt við Hallæris- planið, eða Elliærisplanið því margt í þessu er með öfugum formerkjum. Gottskálk býr þá ekki á Höfn? „Nei, Gottskálk býr í Reykja- vík og er í símaskránni þar, bara ekki undir því nafni. En aðrir sem koma við sögu í uppsetning- unni að mér undanskilinni eru frá Höfn. Ég ber ábyrgð á leikmynd og búningum, en heimamenn sjálfir hafa smíðað

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.