Tíminn - 16.03.1984, Qupperneq 8
FOSTUDAGUR 16. MARS 1984
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson:
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrlfstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. ’
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Skuldbreytingar
hjá bændum
■ Nokkrar umræður hafa orðið á Alþingi um stjórnarfrum-
varp þess efnis að heimilað verði að breyta lausaskuldum
bænda í föst lán. Til skýringar á þessu máli þykir rétt að rifja
hér upp efni blaðagreinar, sem Hákon Sigurgrímsson ritaði
nýlega um þessi mál.
Umrætt mál hefur verið í undirbúningi í rúm tvö ár og er
af svipuðum toga spunnið og nýleg lausaskuldabreyting
útgerðarinnar. Fyrirheit var gefið um hvort tveggja í
stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Stjórnskipuð nefnd
undir forustu Bjarna Braga Jónssonar aðstoðarbankastjóra í
Seðlabankanum, hefur fjallað um málið og á áliti hennar er
frumvarpið byggt.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að veðdeild Búnaðarbanka
íslands verði heimilað að breyta lausaskuldum bænda í föst
skuldabréfalán, enda fallist skuldareigandi á slíka aðgerð og
nægileg veð séu fyrir hendi. Stjórn veðdeildarinnar ákveður
lánstíma og lánakjör. Rætt er um að lánin verði til allt að 12
ára og að fullu verðtryggð. Þarna er því ekki verið að gefa
neinum neitt heldur gefa mönnum kost á að gera samninga
um skuldabyrðina og dreifa henni á lengri tíma.
Gert er ráð fyrir, að skuldabreytingin geti náð til
lausaskulda bænda vegna fjárfestinga á jörðum þeirra árin
1979-1983, að báðum árum meðtöldum, svo og lausaskulda
vegna jarðakaupa, véla- og fóðurkaupa á sama tíma.
Hér er því eingöngu um að ræða skuldir vegna búrekstrar-
ins sjálfs en ekki skuldir sem stofnað er til vegna einkaneyslu
bóndans, svo sem vegna heimilisstofnunar, innbúskaupa
o.þ.h.
Um 600 bændur hafa sótt um skuldbreytingu eða 13%
bænda í landinu. Alls er óvíst að öllum þessum 600
umsækjendum standi til boða að breyta skuldum sínum þegar
mál þeirra hafa verið könnuð nánar eða þeir sjái sér hag í að
taka skuldbreytingarlán þegar til kemur. Slíkt verður að meta
í hverju einstöku tilviki. Bændur verða auk þess sjálfir að
semja við skuldareigendurna um að þeir taki við skuldabréf-
unum sem greiðslu á lausaskuldum og að sjálfsögðu að
tryggja nægileg veð.
Langflestir umsækjenda eru ungir menn sem byrjað hafa
búskap á sl. 5-8 árum, menn sem hafa verið að kaupa jörð
og fjárfesta í byggingum, bústofni og vélum.
Hér er með öðrum orðum um að ræða hluta af vaxtarbroddi
bændastéttarinnar og væri það því mikið áfall fyrir bænda-
stéttina og byggð í landinu ef þessir menn neyddust til að
hætta búskap.
Astæðurnar fyrir fjárhagserfiðleikum þeirra sem sótt hafa
um skuldbreytingar eru einkum fjórar:
í fyrsta lagi of lítil lánafyrirgreiðsla við frumbýlinga. í öðru
lagi kólnandi veðurfar, sem bæði hefur aukið kostnað við
búreksturinn og dregið úr framleiðslunni. í þriðja lagi er
verðbólgan og áhrif hennar.
Fjórða megin ástæðan er svo samdráttur í búvörufram-
leiðslunni. Árið 1979 var hafinn skipulegur samdráttur í
nautgripa- og sauðfjárframleiðslu vegna erfiðra markaðsskil-
yrða. Því til viðbótar kemur svo samdráttur af völdum
kólnandi tíðarfars. Á síðustu 5 árum hefur mjólkurfram-
leiðslan dregist saman um rúm 13% og kindakjötsframleiðsl-
an um fast að 20%. Þessi samdráttur hefur haft í för með sér
gífurlegt tekjutap fyrir bændur og þótt menn bindi vonir við
að nýjar búgreinar komi smám saman í staðinn, hefur enn
ekkert náð að fylla þetta skarð.
Það liggur í augum uppi að slíkt tekjutap kemur verst við
þá sem nýlega hafa byrjað búskap, eru skuldum vafnir og
hafa e.t.v. ekki enn náð upp fullum afköstum í búrekstrinum.
Þ.Þ.
skrifað og skrafað
Ætlar Sverrjr
að standa
fyrir taprekstri?
Jón Kristjánsson ritstjóri
Austra fjallar um furöuviðtal
það sem íslendingur á Akur-
eyri átti við Sverri Her-
mannsson iðnaðarráðherra
og birtist í blaðinu 16. febrú-
ar s.l.
Jón skrifar: „Ég get ekki
orða bundist út af nokkrum
ummælum í þessu viðtali og
vil því stinga niður penna af
því tilefni.
Blaðamaður spyr: „Hvað
á að ganga langt í því að
halda uppi vinnu í Slippstöð-
inni“?
„Eins langt og þarT’.
„Og bæta við togara“?
„Já“.
„Og jafnvel þótt ekki sé
nægur fiskur?“
„Já.“
Síðar í viðtalinu er rætt um
atvinnumál á Húsavík og
blaðamaður spyr.
„En hvað kemur þá til
greina fyrir Húsavík?“
„Það er nú það. Ég er
ekkert að velta fyrir mér
Húsvíkingum fremur en
Ogurvíkingum. Ég hef engar
sérstakar áhyggjur af þeim.“
Og enn síðar.
„En ég vil meta hlutina
kalt. Ef t.d. ekki stenst að
reisa Kísilmálmverksmiðju ■
mínu kjördæmi, þá verður
hún aldrei reist og þeir mega
skera mig á háls ef þeim
sýnist. Ekkert getur hróflað
við mér i því efni. Ég ber
enga tillögu fram nema ég sé
viss um að þessi verksmiðja
borgi sig.“
Ástæðan til þess að ég get
ekki orða bundist vegna þess-
ara ummæla er sá tvískinn-
ungur sem hér kemur fram.
Annars vegar er því haldið
fram að halda eigi uppi at-
vinnu í ákveðnu fyrirtæki án
tillits til þess hvort nokkuð er
við framleiðslu þess að gera
eða ekki. Hins vegar er allt
annað uppi á teningnum með
Kísilmálmverksmiðjuna.
Þessi lesning hefur verið ætl-
uð Akureyringum en ekki
Austfirðingum, en það eru
nú takmörk fyrir því hvað
hægt er að láta hafa eftir sér
í öðrum sóknum.
Það versta er að lesa má
það milli línanna í viðtalinu
við ráðherrann á ummælum
hans að Austfirðingar hafi
haft um það kröfu að reisa
skyldi Kísilmálmverksmiðju
á Reyðarfirði hvort sem það
væri hagkvæmt og álitlegt
fyrirtæki eða ekki. Það ber
að undirstrika að svo er ekki.
Engar slíkar kröfur hafa ver-
ið hafðar uppi og allur undir-
búningur þessa verkefnis hef-
ur verið miðaður við það að
Ijóst sé áður en ráðist er í
framkvæmdir að hér verði
um lífvænlegt fyrirtæki að
ræða.
Allar áætlanir benda til
þess að svo geti orðið. Því
ber að vinna að því undan-
bragðalaust að hægt sé að
koma málinu á framkvæmda-
stig.
Austfirðingar hafa ekki
haft í hótunum við iðnaðar-
ráðherra til þessa vegna
Kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði, hvorki um að
skera hann eða hengja. Þeir
krefjast hins vegar jafnræðis
við aðra í atvinnumálum og
vænta þess að stjórnvöld sýni
þá framsýni að stuðla að því
eftir mætti að stóriðnaður
sem byggir á innlendri orku
rísi utan Suðvesturlands.
Slíkt mundi hafa mikil veltu-
áhrif í viðkomandi lands- |
hlutum og auka fjölbreytni
atvinnulífsins til muna. Það
segir sig sjálft að fyrirtækin
verða að geta gengið og skil-
að arði í eðlilegu markaðs-
ástandi. Annars væri til lítils
barist."
Fólk vill sjá
meiri árangur
Hörmuleg útreið stjórnar-
andstöðunnar í skoðana-
könnun DV um fylgi stjórn-
málaflokkanna hefur að von-
um vakið athygli. Það er ljóst
að heimskulegur heiftar-
áróður stjórnarandstæðing-
anna gegn öllu því sem vel er
gert til að rétta af efnahagslíf-
ið á ekki hljómgrunn meðal
almennings. Magnús Bjarn-
freðsson skrifar um málið og
segir m.a.:
„Hver er svo ástæðan fyrir
þessum mikla stuðningi sem
ríkisstjórnin og stuðnings-
flokkar hennar virðast njóta?
Ég held að það sé mjög
nauðsynlegt bæði fyrir þá og
andstæðingana að gera sér
grein fyrir henni. Er hún góð
stjórnarstefna eða mislukkuð
stjórnarandstaða?
Auðvitað verða aldrei allir
sammála um það, en dæmi
um hvort tveggja má nefna.
Sjórnin nýtur þess fyrst og
fremst að hafa þorað. Hafa
þorað að ráðast gegn verð-
bólgunni og náð henni niður,
enda þótt það hafi kostað
óþægindi og kallað yfir hana
harðvítugar árásir stjórnar-
andstöðu. Fólk er farið að
sjá árangur og vill sjá meiri
árangur.
En ég held þó að megin-
ástæðan felist í alrangri af-
stöðu stjórnarandstöðunnar
sem Alþýðubandalagið hefur
að mestu leitt. Heift hennar
hefur gengið fram af almenn-
ingi. Sífelldar þulur um kjara-
skerðingu, þar sem ekkert
tillit er tekið til þess að verð-
bólga hefur rýrnað, hafa farið
í táugar á almenningi. Hann
er ekki eins vitlaus og leiðtog-
ar stjórnarandstöðunnar
virðast álíta. Leiðtogar Al-
þýðubandalagsins hafa misst
jarðsamband sitt að verulegu
leyti. Hávær hópur gervi-
alþýðu hefur með sífelldum
jáyrðum sínum leitt foringj-
ana á villigötur og aðrir
stjórnarandstöðuflokkar
hafa asnast til að elta.
Þessi heift hefur leitt til
þess að menn hafa þjappað
sér saman um stjórnina.
Menn hafa fylkt sér saman
gegn þessari heift fremur en
vegna ánægju með ríkis-
stjórnina. Á meðan stjórn-
arandstaðan rekur sína bar-
áttu á þennan hátt í stað þess
að koma með úrræði sem
almenningur vill styðja til
þess að fá að búa í eðlilegu
þjóðfélagi mun hlutfallstala
stjórnarinnar halda áfram að
vaxa."
þingfréttir
Tillaga á alþingi:
Lagt til að hvalveið-
um verði haldið áfram
■ Jón Sveinsson, fyrsti varamaður
Framsóknarflokksins í Vesturlandskjör-
dæmi hefur lagt fram þingsályktunartil-
lögu um framhald hvalveiða við Island.
Hún felst í því að ríkisstjórninni verði
falið að sækja nú þegar um undanþágu
frá samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins
um takmörkun hvalveiða, sem gildi á að
taka árið 1986, með það fyrir augum að
hvalveiðar haldi áfram við ísland undir
vísindalegu eftirliti og með skynsamlegri
stjórn.
Tillöguna rökstyður Jón Sveinsson á
eftirfarandi hátt:
Með ályktun Alþingis 2. febrúar 1983
var samþykkt að mótmæla ekki af ís-
lands hálfu samþykkt Alþjóðahvalveiði-
ráðsins um takmörkun hvalveiða sem
kunngerð hafði verið með bréfi til ríkis-
stjórnarinnar dags 2. september 1982 og
taka skal gildi frá og með árinu 1986.
Um hvalveiðar hafa á seinni árum
verið mjög skiptar skoðanir manna á
meðal. Hafa náttúruverndarmenn haft
sig mjög í frammi um vernd hvalastofna
og algjöra stöðvun veiða. Hefur barátta
þeirra í þessum efnum borið greinilegan
árangur sem m.a. kemur fram í sam-
þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins. Á
öðrum sviðum hefur barátta þeirra og
borið árangur svo sem við vemdun og
takmörkun veiða á selum. Hafa af-
leiðingar þessa bitnað á þjóðum sem að
mismiklum hluta hafa átt afkomu sína
undir þessum veiðum. Að mati flutnings-
manns hafa sjónarmið náttúruverndar-
manna þó oft fremur mótast af tilfinning-
um en markvissum rökum og vísinda-
legum athugunum.
Rannsóknir á hvölum hér við land
hafa átt sér stað um langt skeið. Rann-
sóknir hafa á undanförnum áratugum
verið að miklu leyti í höndum samstarfs-
aðila Hafrannsóknastofnunar, en á síð-
ari árum nær algerlega færst í hendur
íslendinga sjálfra. Gefa vísindalegar at-
huganir ekki tilefni til að ætla að hvala-
stofnar við ísland séu í hættu vegna
ofveiði. Benda vtsindalegar rannsóknir
fremur til að veiðarnar hafi á seinni
árum verið stundaðar af fyrirhyggju og
skynsemi. Haldi veiðar áfram ætti því
ekki að vera hætta á að breyting verði
hér á.
Á Alþingi hefur yfirleitt verið reynt að
stuðla að því að atvinnustarfsemi, sem
fyrir er, eflist og styrkist en ekki að úr
henni sé dregið og hún jafnvel aflögð. Er
samþykkt Alþingis frá 2. febrúar 1983
sérstök að þessu leyti því að komi til
algjörs hvalveiðibanns leggst niður starf-
semi fyrirtækis sem rekið hefur verið
með ágætum frá 1948. Fyrirtækið hefur
veitt fjölda manns atvinnu, síðast liðið
sumar um það bil 200 manns, en þá voru
gerðir út þrír hvalbátar í stað fjögurra
árið áður. Störfuðu 45 manns á hvalbát-
um en um 155 manns í hvalstöðinni í
Hvalfirði og fyrirtæki Hvals hf. í Hafnar-
firði. Til viðbótar starfsemi Hvals hf. eru
stundaðar hrefnuveiðar hér við land á
nokkrum stöðum sem veita atvinnu og
skapa tekjur.
Loks er þess að geta að hlutur hval-
afurða árið 1983 er talinn nema tæpu
1,6% af útflutningstekjum þjóðarinnar.
Það er illt að verða af slíkum tekjum við
minnkandi sjósókn og aflamagn í sjávar-
útvegi.
Þar sem takmörkun eða bann Alþjóða-
hvalveiðiráðsins á að taka gildi árið
1986 sem ekki er svo langt undan og
Ijóst er að allar undanþágur þarf að
sækja með viðræðum og fundahöldum
sem óhjákvæmilega taka sinn tíma er
þessi tillaga flutt nú. Er með henni vænst
að tekið verði á þessum málum nú þegar
enda miklir hagsmunir í húfi, ekki
aðeins fyrir þá einstaklinga, sem eiga
atvinnu sína undir þessum veiðum, held-
ur einnig sveitarfélög þau, sem hlut eiga
að máli, og síðast en ekki síst ríkisstjóð
vegna útflutningstekna. -OO