Tíminn - 16.03.1984, Page 9
FOSTUDAGUR 16. MARS 1984
9
á vettvangi dagsins
Sigurður Þórisson Grænavatni:
Hvert stefnir
Samband íslenskra
samvinnufélaga?
— bréf til forráðamanna þess
■ Fyrir skömmu var stofnað í Reykja-
vík öflugt fjölmiðlafyrirtæki - „ísfilm
hf." - með þátttöku Reykjavíkurborgar,
helstu blaðahringa höfuðstaðarins, SÍS
og fleiri.
Mér er ekki fyllilega Ijós megintil-
gangur þessa fyrirtækis, nema ef vera
kynni sá að drepa niður núverandi
útvaros- og sjónvarpsrekstur. Síst af öllu
skil ég þó aðild SÍS að þessu fyrirtæki.
Enda mun talsverður ágreiningur, svo
að ekki sé meira sagt, hafa verið innan
stjórnar Sambandsins um þátttöku þess
í þessu fyrirtæki. Varaformaðurinn,
Finnur Kristjánsson, og Hörður Zop-
honíasson greiddu atkvæði á móti aðild-
inni, og hafi þeir báðir bestu þakkir
fyrir. Það sýnir að enn eru þó til menn í
stjórn Sambandsins sem muna og virða
hugsjónir frumherja samvinnustefn-
unnar.
Mér finnst að við óbreyttir liðsmenn
samvinnufélaganna - sauðsvartur
almúginn - eigum þá kröfu á hendur
þeim forráðamör.num Sambandsins,
sem að þessari félagsstofnun stóðu, að
þeir geri okkur grein fyrir hver sé
tilgangurinn með stofnun þessa félags,
og hvort þarna eigi að vera aðalvaxtar-
broddurinn í útbreiðslustarfsemi Sam-
bandsins á næstu árum.
Fordæmi
Snorra
Oddssonar
Á hátíðis- og tyllidögum hafið þið,
forráðamenn Sambandsins, mikið hælt
forfeðrum okkar, núverandi Þingeyinga,
fyrir framsýni þeirra, hugsjónir og
þrautseigju. Og víst var þeim ýmislegt
vel gefið. En þið verðið líka að gera
ykkur það Ijóst að þið hafið skyldur við
minningu þessara manna sem þið lofið í
orði, og þið megið ekki ata þá minningu
saur og svívirðu.
Haldið þið nú virkilega, að samvinnu-
hugsjónin eða Kaupfélag Þingeyinga
hefðu orðið langlíf í landinu ef það hefði
á fyrstu árum sínum gengið til samstarfs
og samvinnu við Guðjohnsen og Örum
og Wulff? Ég held að langafi minn,
samvinnu- og hugsjónamaðurinn Snorri
Oddsson í Geitafelli, háfi ekki verið á
þeirri skoðun. Hann fór hqldur bón-
leiður frá búð og vörulaus heim úr
kaupstað en að svíkja samvinnuhugsjón-
ina og Kaupfélag Þingeyinga og láta
Guðjohnsen kúga sig. Þegar heim kom
varð hann andvaka og þá fæddist hug-
myndin að því að fá skip með vörur til
Húsavíkur að vetrarlagi. Hann reis því
árla úr rekkju að morgni, tók hest sinn
og reið fram í Auðna að hitta Benedikt.
Þeir riðu síðan báðir upp í Gautlönd og
Baldursheim. Hugmyndin varð að veru-
leika. Vöruskipið kom til Húsavíkur og
samvinnuhugsjóninni og Kaupfélagi
Þingeyinga var borgið í það sinn.
Samvinnufélögin og Sambandið hafa
á undanförnum árum rétt hjálparhönd
hinu veika atvinnulífi sem víða er úti um
landsbyggðina. En Reykjavíkuríhaldið
og „einkaframtakið" hafa lofað þau lítt
fyrir að stuðla þannig að atvinnuupp-
byggingu. Þýðir nú sámstarf ykkar við
þessa aðila að slíkri uppbyggingu skuli
hætt? Ég held þó að slíkt hafi verið ólíkt
farsælla þjóö vorri og þjóðlífi en þó að
þið færuð að blanda ykkur í stofnun
útlendrar stóriðju í samvinnu við vafa-
samt útlent auðmagn.
„Sýndu mér
vini þína“
Haldið þið nú virkilega að það muni
verða samvinnustefnunni og samvinnu-
hugsjóninni til heilla eða framdráttar að
fela einkaframtakinu og Reykjavíkur-
borg undir stjórn Davíðs forsjá hennar
og framvindu? Getið þið séð að lögmál
frumskógarins eða hnefaréttarins geti
nokkurn tíma átt samleið með hugsjón-
um samvinnumanna? Og finnst ykkur
ekki að viðbrögð Davíðs og
Reykjavíkuríhaldsins við opnun kjör-
markaðarins í Reykjavík fyrir
skemmstu. hafi verið á þann veg, að þið
getið vænst mikils úr þeirri átt? Þá má
ekki gleyma „Svarthöfða" og Jónasi
Kristjánssyni ritstjóra, eða garminum
honum Katli, „Dagfara", sem nýlega
hefur kvatt sér hljóðs í Dagblaðinu. Er
ekki trúlegt að þeir verði skeleggir
baráttumenn samvinnustefnunnar eða
afurðasölufélaga bænda, eftir skrifum
þeirra undanfarin ár að dæma?.
Snúið frá villu
ykkar vegar
Hefur ykkur ekki fundist þokkalegir
og til eftirbreytni þættir þeir sem Sigrún
Stefánsdóttir fréttamaður hefur birt í
■ Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri
Alþingis er sjötugur í dag. Friðjón er
fæddur í Vestmannaeyjum 16. mars
1914. Foreldrar hansvoru Sigurðurskip-
stjóri og útgerðarmaður þar Ingimund-
arson bónda á Miðey í Landeyjum og
kona hans, Hólmfríður Jónsdóttir Tóm-
assonar bónda í Skammadal í Mýrdal.
Friðjón var ungur settur til mennta,
enda mjög góður námsmaður og frábær-
lega skyldurækinn. Stúdent varð hann
frá MR 1934og lögfræðingurfrá Háskóla
íslands 1941. Sama haust var hann settur
sýslumaður Strandamanna og gegndi
því starfi í tvö ár. Þá gerðist hann
starfsmaður Skömmtunarskrifstofu
ríkisins.
1. mars 1944 urðu þau þáttaskil í lífi
Friðjóns, að hann var settur fulltrúi á
skrifstofu Alþingis. Síðan eru liðin 40 ár
og þeim hefur verið varið í þágu Alþing-
is. Friðjón var skipaður fulltrúi L mars
1945 og við starfi skrifstofustjóra tók
hann 1956 af Jóni Sigurðssyni frá Kald-
aðarnesi. Því starfi hefur hann gegnt
síðan.
Friðjón er embættismaður af gamla
skólanum, nákvæmur, nægjusamur og
skyldurækinn. Starf skrifstofustjóra Al-
þingis er tíðum mjög erilsamt og úr-
lausnarefni vandasöm. Á Alþingi sitja
kappsmenn margir og hafa ekki gaman
af að láta hlut sinn. Þegar í odda skerst
og greinir verða með mönnum þarf oft
að leita úrskurðar um hvað séu rétt
þingsköp. Þá er Friðjón sá hæstiréttur
sem málum er að endingu skotið til
þegar allt annað hefur verið véfengt og
það verð ég að votta eftir að hafa átt hlut
að mörgum snerrum snörpum að þing-
skapaúrskurðum Friðjóns mótmæla
menn ekki og una þeir hversu sem öldur
hafa áður risið.
sjónvarpinu að undanförnu frá hinni
„frjálsu Ameríku"? Misskipting auðsins
virðist þar ægileg. Og gott dæmi sáum
við þar af hinni „frjálsu álagningu þar
sem kaupmaðurinn lagði 100% ofan á
30% toll, heildsöluálagningu, flutnings-
Friðjón er maður fastur fyrir og enginn
veifiskati og hafi hann tekið ákvörðun er
ekki auðvelt verk að fá hann til þess að
breyta henni. Einbeittur man hann sína
ákvörðun og siglir sitt strik hvort sem
öðrum líkar betur eða verr og iðulega
líkar öðrum verr. Friðjón annast fjár-
reiður Alþingis og það gerir hann með
sínum hætti, mikilli samvizkusemi og
með ítrustu sparsemi. Hann vill gæta
almannafjár og ekki sólunda því í
óþarfa. Sjálfsagt er það líka og mikil
nauðsyn í stofnun sem hefur jafn mikið
umleikis og Alþingi og þess er ég fullviss
að þegar Friðjón lætur af störfum við
fjárhald, þá mun kostnaður Alþingis
vaxa að mun. Annað gerist einnig, þegar
Friðjón lætur af störfum skrifstofustjóra
þarf marga menn til þess að afkasta verki
hans.
Alþingi hefur mjög góðu og hæfu
starfsliði á að skipa og þar er skrifstofu-
stjóri vissulega húsbóndinn. Eiginlega
hefur maður aldrei á tilfinningunni að
Friðjón sé önnum kafinn, jafnvel fremur
að hann sé bara eitthvað að dútla með
pennanum sínum. Þó reiknar hann með
heilanum sínum sem er á móti töluvert
afkastamikilli tölvu- og nennir að nota
hann.
Friðjón gerir fleira en stjórna skrif-
stofu Alþingis í dagsins önn. Alþingi
þarf að sinna margvíslegum erlendum
samskiptum og þau annast Friðjón.
Hann hefur verið ritari íslandsdeildar
Alþjóðaþingmannasambandsins síðan
1956 og ritari Islandsdeildar Norður-
landaráðs síðan 1957. Samskipti okkar
við umheiminn eru okkur mikilvæg.
Friðjón hefur lagt mikið kapp á það að
rækja þau samskipti með þeim hætti að
virðingu Alþingis sé ríflega borgið. Ég
hef átt samstarf við Friðjón á þessum
og pökkunargjald. auk verðs til íslensku
prjónakonunnar og ullarframleiðand-
ans. En ansi var. hlutur þeirra tveggja
síðarnefndu smár. Er þetta þaö sem þið
forsvarsmenn samvinnuhreyfingarinnar
teljið æskilegt að koma skuli?
vettvangi einnig og þekki af eigin raun
hve annt honum er um það að okkar
hlutur liggi ekki eftir og metnað hans og
myndarskap þegar um er aö tefla reisn
Alþingis. Vegna starfa minna í Norður-
landaráði hefur mér gefist tækifæri til að
kynnast hve mikils Friðjón er metinn á
þeim vettvangi. Það er mér Ijúft aö votta
að þar hefur hann einnigeignastvinsemd
og virðingu. Sjálfum hefur mér verið
það ómetanleg aðstoð að eiga þennan
hauk í horni.
Stundum er kvartað undan pappírs-
fargani í Norðurlandaráði, sérstaklega
af önnum köfnum ráðherrum sem ekki
hafa haft tíma til þess að lesa póstinn
sinn. Vissulega er þar margt bréfið, en
ef ég þarf á því aö halda að rifja eitthvað
upp, þá er bara að fara til Friðjóns og þá
stendur ekki á svari. Allt er munað, allt
er geymt og ævinlega tiltækt þegar á
þarf að halda. Það er vegna þess að
Friðjón nennir að nota kollinn sinn.
Heiðursviðurkenningar hefur Friðjón
hlotið að sjálfsögðu. Riddari Fálkaorð-
unnar 1953, Stórriddari 1975, einnig
heiðursorður norskar og sænskar og ef
til vill víðar sem ég kann ekki upp að
telja og þó er það miklu mikilvægast að
hann hefur öðlast vinskap manna og
aflað Alþingi og þjóð okkar góðvildar og
virðingar hvar sem hann hefur um heim-
inn farið.
Friðjón hefur ekki verið einsamall.
Hann gifti sig 1936 Áslaugu Siggeirsdótt-
ur bónda á Teigi í Fljótshlíð. Áslaug
hefur verið Friðjóni betri en enginn.
Hún hefur búið þeim fallegt heimili og
Alþingi hefur einnig notið góðs af
smekkvísi Áslaugar. Þegar Alþingi hefur
gefið gjafir eða mikilvægt hefur verið að
beita alúð og hugulsemi, þá hefur Áslaug
árnad heilla
Sjötugur
Friðjón Sigurðsson
skrifstofustjóri
Ég hcf á undanförnum árum haft
mikla trú á formanni Sambandsins, Val
Arnþórssyni, fyrir fjölþættar gáfur hans,
framtak og dugnað. Ekki svo, að ég
haldi samt að honum gcti ekki yfirsést
eins og öðrum breyskum mannanna
börnum. Og ég held að því fyrr sem
hann og aðrir forráðamenn Sambandsins
snúa frá villu sínsvegar tþessufjölmiðla-
máli. því betra verði það fyrir samvinnu-
hugsjónina. Sagt er- þó að ég hafi aldrei
skilið það - að nteiri fögnuöur riki á
himnum yfir einum syndara scm snýr frá
villu síns vegar en 99 réttlátum.
Sem samvinnumaður og afkomandi
Snorra Oddssonar í Geitafelli og fleiri
frumherja samvinnustefnunnar í Þing-
eyjarsyslu ler eg hér með fram á það viö
þá forráðamenn Sambandsins sem að
þessari samþykkt stóðu, að þeir endur-
skoði ákvöröun sína um aðild að þessu
fjölmiðlafyrirtæki. - Að þeir ati ekki út
minningu gömlu frumherjanna með
því að ganga hardagalaust til uppgjafar
fyrir höfuðandstæðingum Samvinnuhug-
sjónarinnar. Og þeir mættu hafa það
hugfast að:
„Sé almúginn, sínum foringjum
framar,
er festa hans vígisins síðasti hamár.
Vaknaðu, rcistu þig, lýöur míns lands."
Grænavatni í síðustu viku þorra
Sigurður Þórisson
gjarnan verið til kvödd. Fyrir það stönd-
um við í mikilli þakkarskuld.
Þau höfðu barnalán. Fimm syni eiga
þau. Ásgeir Bcrg dómara, Sigurð Hólm-
geir lækni, Jón Gunnlaug magister, Guð-
geir Ingólf lögfræðing og Friðjón Örn
lögfræðing.
Friöjón skrifstofustjóri er sjötugur í
dag. Ekki er manni það hugstætt í erli
dagsins. Ungur var hann vel á sig
kominn að líkamlegu atgervi og hand-
boltagarpur fyrrum. Enn er hann fjall-
göngumaður og léttur í spori, þó á
brattann sé að sækja. Friðjón þjálfar
huga sinn. Hann er skákmaður ágætur
svo sem og synir hans og er það tóm-
stundagaman honum mikil lífsfylling.
Friðjón hefur ekki verið upptekinn af
því að gera öðrum til geðs eða að ganga
í augun á veröldinni. Þó er það þannig
að því betur sem maður kynnist honum
þeim mun meira metur maður hann
hvort heldur sem maður hittir hann á
skrifstofunni, lendir í ferðalögum með
honum eða sækir hann heim í Skafta-
hlíðina.
Friðjón sjötugur er ennþá vel á sig
kominn, bæði til sálar og líkama. Ég
vona að hann eigi ennþá eftir að starfa
þingi og þjóð margt til heilla.
Þökk fyrir það sem af er.
Páll Pétursson