Tíminn - 18.03.1984, Side 6

Tíminn - 18.03.1984, Side 6
6 SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 S/fin er siður í landihverju og víst er nokkuð til i því. Um langan aldur hafa svöluhreiður þótt herramahnsmatur, sérstaklega í austur- löndum fjær og er þessi sérkennilegi réttur talinn ómissandi hlekkur í kínverskri matar- gerð. í gegnum tíðina hafa orðið til ýmsar venjur og siðir tengdar þessari fæðu og í kringum öflun og dreifingu hennar hafa sprott- ið upp heilar atvinnugreinar. Við munum hér á eftir reifa ýmislegt varðandi þessa furðulegu fæðutegund og skyggnast þar með inn í undraheim kínverskrar matargerðar. „HEYRÐU ÞJÓNN, ÞAÐ ER FUGLS- HREIÐUR í SÚPUNNI MINNI” ■ Á kínverskum veitingastöðum má fá yfir 40 mismunandi rétti sem gerðir eru úr hreiðrum svölunganna. Hér gefur að líta tvo þeirra, svölu- hreiðursbollur með fersku grænmeti innvafðar i þunnar f lesksneiðar og sæta svöluhreiðurssúpu með vatnsmelónubitum og fleira góðgæti. ■ Myndin er tekin í Gomantong hellunum á Borneo en þar er að finna mikla byggð svölunga. Fuglarnir byggja hreiður sin hátt í klettaveggjunum og þangað verða innfæddir að klifra ef þeir vilja ná sér í ef ni til súpugerðar. Fæða úr fuglsmunni Það er reyndar gamall og gróinn misskilningur að það séu svölur sem gera hin ætu hreiður. Hér er á ferðinni fugl sem er skyldur svölunni og oft nefndur svölungur. Kínverjar töldu til skamms tíma að fugl þessi lifði á loftinu, í orðsins fyllstu merkingu, því aldrei hafði svöl- ungurinn sést éta nokkurn skapaðan hlut. Fólk trúði því að næringu sína fengi fuglinn með því að teyga í sig sjávarloftið og þetta gerði hann goðum líkan. Síðar kom þó í Ijós að, eins og margar aðrar skyldar tegundir, tekur fuglinn til sín fæðu með því að fljúga með opinn munninn og éta ýmis konar skordýr sem með vindinum berast. Hreiðrum sínum velur svölungurinn stað í hellum nálægt sjávarströnd og lifir hann aðallega við strendur Kínahafs og við Indlandshaf. Þegar karlfuglinn er tilbúinn til hreiðurgerðar velur hann sér stað hátt í veggjum þessara hella og úr munni hans kemur límkenndur vökvi sem hann spinnur úr hreiðrið og festir það jafnóðum við vegginn. Karfan harðnar smám saman og situr föst á klettaveggnum. I þennan unaðsreitverp- ir svo kvenfuglinn og elur unga sína, þar til þeir eru orðnir rúmlega tveggja mán- aða gamlir en þá yfirgefa þeir hreiðrið. Það situr síðan eftir og bíður þess að verða slitið af veggnum og matreitt á kínverska vísu. Ekki er vitað hvenær menn uppgötv- uðu að hreiðrin væri hægt að nota til matar en heimildir eru til um kínverskan mann að nafni Hao Yieng sem settist að í Siam í kringum árið 1750 eða um líkt leyti og Skúli fógeti gerði garðinn frægan. Sagan segir að Hao Yieng hafi boðið Konunginum í Siam allar eigur sínar þar á meðal konu sína, börn og þræla auk 50 kassa af tóbaksblöðum en í staðinn fengi hann leyfi til að safna svölungahreiðrum í landinu og væri einn um hituna. Konungurinn tók þessu boði og taldi sig hafa gert góð kaup. Það leið þó ekki á löngu þar til Hao Yieng var kominn með eins konar einokunarað- stöðu hvað öflun og dreifingu hreiðranna ■ Í Hong Kong er að finna fjölda verslana sem aðallega selja svölunga- hreiður til matargerðar. Að baki kaupmannsins má sjá glerkrukkur fullar af svölungahreiðrum tilbúnum í pottinn eða á pönnuna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.