Tíminn - 18.03.1984, Side 8

Tíminn - 18.03.1984, Side 8
SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Fríörik Indriðason, Guömundur Sv . Hermannsson, Heiöur Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guöný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verö í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrlft á mánuöi kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Byggðaröskunin komin á fulla ferð ■ Hvorki meira né minna en 5% þjóðarinnar fluttist á milli sveitarfélaga á síðasta ári eða 11.185 manns. Hér með eru auðvitað ekki taldir allir þeir sem fluttu búferlum innan sveitarfélags. Miklir flutningar eiga sér því stað og greinilegt er hvert straumurinn liggur. Höfuðborgin og það svæði sem við hana er kennt dregur til sín fólk utan af landsbyggðinni. Til höfuðborgarsvæðisins fluttu 840 manns umfram þá sem fluttu þaðan út á landsbyggðina. Það eru einkum tvö landssvæði sem verða fyrir barðinu á fólksflutningunum. Frá Vestfjörðum og Norðurlandi vestra flytja 40% fleiri á brott en þangað flytja. Á Vestfjörðum fækkaði á árinu 1983 um 192 manns og á Norðurlandi vestra um 168 manns. Þótt fækkað hafi um fleiri einstaklinga í öðrum landshlutum er þessi blóðtaka hlutfallslega meiri fyrir fyrrnefnd svæði þar sem hlutfallstala þar er mun hærri en annars staðar þar sem íbúum fækkar. Frá Vesturlandi fluttu 207 fleiri en þar settust að á árinu. Á Norðurlandi eystra fækkaði um 205 manns og á Austufjörðum um 148 manns. Þeir sem fluttu frá Reykjavík út á landsbyggðina voru um þriðjungi færri en þeir sem þangað leituðu sér búsetu á síðasta ári. Það eru margvísleg samverkandi áhrif sem valda búsetu röskun. Það er viðurkennt að hún er ekki æskileg nema að vissu marki og að auðlindir og gæði lands og sjávar verða ekki nýtt nema með því að byggja landið allt. Áratuginn 1971-81 var tekin upp öflug byggðastefna til að rétta af hlut þeirra byggðarlaga sem voru að veslast upp vegna lélegra atvinnu- skilyrða og fólksfækkunar. Mörgum hefur vaxið í augum að nokkru fé var varið til að koma á jafnvægi í byggð landsins og skilyrði sköpuð til að reisa við atvinnuvegi og nýta auð og mannafla. En greinilega hefur þetta ekki verið nóg. Framleiðslugrein- arnar eru enn öflugastar á landsbyggðinni en þjónustugrein- arnar hafa dafnað á höfuðborgarsvæðinu og skapa þar atvinnu og margs kyns velsæld og er ekki samræmi á milli þessa ef litið er á landið í heild. Þetta kemur í ljós samkvæmt upplýsingum um fjölgun ársverka í grunn- og þjónustugreinum í landinu, annars vegar á suðvesturhorninu og hins vegar landsbyggðinni á áratugn- um 1971-81. Þetta er einmitt sá áratugur sem talinn er hvað hagstæðastur landsbyggðinni. Þá var byggðastefnu framfylgt og landsbyggðin rétti hlut sinn talsvert á þessu tímabili. En þær upplýsingar sem nú liggja fyrir sýna að í ýmsum veigamiklum þáttum var þessi áratugur ekki síður blómaskeið suðvesturhornsins en landsbyggðarinnar. Það sýnir sig að fyrir hvert eitt ársverk sem fjölgaði um í grunngreinum á suðvesturhorninu nam fjölgunin 2.2% á landsbyggðinni. Með grunngreinum er átt við landbúnað, fiskveiðar, fiskiðn- að, annan iðnað, byggingastarfsemi, samgöngur og veitur. Á sama tíma fjölgaði um 6.9% í þjónustugreinum á suðvestur- horninu, og 2.8% á landsbyggðinni. Ljóst er að landsbyggðin á mjög á brattan að sækja hvað varðar atvinnutækifæri og aðgang að þjónustustofnunum margs konar. Atvinnulífið og þjóðfélagsbyggingin breytist óðfluga. Færri og færri hendur vinna við sjálfa verðmæta- sköpunina, en framleiðslan eykst eigi að síður og er reyndar orðin svo mikil að kvótar eru settir á fiskveiðar og búvöruframleiðslu haldið talsvert undir framleiðslugetu af vel þekktum ástæðum. En þjónustustarfsemin eykst að sama skapi og færri aðila þarf til að draga fisk úr sjó og framleiða mjólk og kjöt. Vandkvæðin eru í því fólgin að aukning framleiðslu- og þjónustugreina haldast ekki í hendur hvað varðar skiptingu milli landshluta. Þjónustugreinarnar sem sífellt taka við meiri og meiri mannafla aukast í þéttbýlinu langt framyfir það sem eðlilegt má telja miðað við aukningu úti á landi. Engar skyndilausnir eru í sjónmáli sem gætu snúið þessari þróun á betri veg, en að vandamálinu þarf að hyggja ef Islendingar ætla sjálfir að nýta gögn og gæði lands og sjávar en treysta ekki á erlendan vinnukraft til framleiðslustarfa en sitja sjálfir við hinar aðskiljanlegustu þjónustugreinar í þéttbýlinu. OÓ IMtm menningarmál ■ Vladimir Ashkenazy við stjóm Fílharmóníunnar Listahátíð í Reykjavík 1984 Feðgarnir Vovka og Vladimir Ashke nazy munu leika ásamt „The Philharmonia Orchestra” ■ Enn er komið að Listahátíð í Reykjavík og mun hátíðin, sem stendur frá 1. til 17. júni, verða sú áttunda í röðinni. Þó að hátíðahald þetta eigi sér ekki langa sögu hefur hátíðin nú þegar skipað sér fastan sess og hefur hróður hennar farið víða. Mikið er um það að erlendir listamenn sækist beinlínis eftir því að verða meðal þátttakanda og á þeim hátiðum sem nú eru að baki getur að líta nöfn margra heims- frægra listamanna eins og kunnugt er. Hvað sem allri annarri landkynningu við kemur er óhætt að fullyrða að Listahátíðin er að verða einn stærsti þátturinn í því að kynna ísland fyrir umheiminum fyrir utan það að vera stórkostlegur menningarviðburður og gullvægt tækifæri fyrir okkur að kynnast því besta í listsköpun á alþjóðlegum mælikvarða. í sumar er ætlunin að tileinka hátíðina einkum þeirri listsköpun sem átt hefur sér stað síðastliðna tvo áratugi þannig að hún kemur til með að hafa yfir sér nútímalegan blæ. í viðtali sem Helgartím- inn átti við einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, Guðbrand Gíslason, kom fram að þessa dagana er verið að fast- setja dagskrána og nú þegar er ljóst að eitt af stjörnuatriðum hátíðarinnar verð- ur koma Philharmoniu sveitarinnar í Lundúnum. Einleikari með hljómsveit- inni og jafnframt stjórnandi verður Vla- dimir Ashkenazy en hann er nú orðinn einn af eftirsóttustu hljómsveitarstjórn- endum heims. Með í förinni verður sonur hans, Vovka Ashkenazy, en hann hefur getið sér gott orð sem einleikari á píanó og þykir búa yfir miklum hæfi- leikum. Vovka fæddist í Moskvu árið 1961 en ólst að hluta upp á íslandi og gekk hér í skóla. Verður það að sjálf- sögðu mikill fengur fyrir íslenska tón- listarunnendur að fá að hlýða á þá feðga spila með Philharmóníu hljómsveitinni í Lundúnum. Vladimir Ashkenazy er e.t.v. óþarfi að kynna fyrir íslendingum þar sem hann hefur búið hér og starfað en á undanförnum árum hefur hann helgað tíma sinn hljómsveitarstjórnun í æ ríkara rnæli. Hann hefur unnið mikið með Philharmoniu hljómsveitinni og ferðast með henni og haldið tónleika víða um heim. Auk þess hefur hann unnið með hljómsveitinni í Lundúnum við hljóm- plötuupptökur. Ashkenazy hefur komið víðar við hvað hljómsveitarstjórnun við- víkur þar sem hann hefur m.a. starfað með Concertgebouw í hljómsveitinni í Amsterdam. Hann býr nú ásamt konu sinni og fimm börnum í Luzern í Sviss. „The Philharmonia Orchastra" eins og hljómsveitin heitir fullu nafni, var stofnuð í Lundúnum í lok seinni heims- styrjaldarinnar. Einn af aðalhvata- mönnum að stofnun hennar var Walter Legge og fljótlega rættist sá draumur hans að hljómsveitin yrði í Kópi þeirra bestu. Stjórnendur hennar hafa heldur ekki verið af verra taginu í gegnum árin en þar má nefna menn eins og Furt- wángler, Toscanini, Giulini, Richard Strauss og Herbert von Karajan. Klemp- erer tók við af Karajan sem aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar en eftir að hann lést árið 1973 hafa stjórnendur m.a. verið Riccardo Muti, Simon Rattle, Andrew Davis og síðast en ekki síst Vladimir Ashkenazy. Nú sem stendur er aðalhljómsveitarstjóri þessarar frægu hljómsveitar Giuseppe Sinopoli. Vovka Ashkenazy kemur eins og áður segir með föður sínum til að leika á Listahátíð í Reykjavík en hann lauk tónlistarnámi við „The Royal Northern College of Music“ í júní á síðasta ári. Mörg ungmenni muna örugglega eftir Vovka frá því að hann bjó hér í Reykjavík og gekk hér í skóla og er það skemmtilegt að fá hann hingað til lands og í þetta skiptið á einleikarapallinn. J.Á.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.