Tíminn - 18.03.1984, Qupperneq 18

Tíminn - 18.03.1984, Qupperneq 18
SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 1: m wm ! 1 ■ ■:■ '■ . í ' , ■ ' . : ■ ■ Stuart Adarnson úr BigCountry ■Mick Jagger Þrjú andlit nútímadægnr- tónlistar ■ j þessum pistli er ætlunin að reyna að gera örlitla grein fyrir helstu straumum í poppmúsík nú um stundir, með öðrum orðum, að reyna að sjá í gegnum yfirborðið. Því má örugglega slá föstu að nú hafi rykið eftir pönk-sprenginguna endan- lega sest. Reyndar hefur heldur fátt markvert gerst að undanförnu, eftir að nýrómantíkin braust í gegn og vann sér fastan sess. Seinni part árs 1983 og það sem af er 1984 hafa þrír straumar verið mest árberandi: Endurvakning og efling eldgamalla stjarna, mjög létt popp flutt af nýjum og áður óþekktum flytjendum, og svo nokkrar nýjar rokkhljómsveitir. Fyrstnefndi straumurinn, gömlu stjörnurnar, er leiðinlegur og alls ekki nýskapandi eins og nærri má geta. Elton John, Paul McCartney, Yes, Genesis, Rolling Stones, Slade og ýmis önnur fyrirbæri frá því fyrir 1975 birtast allt í einu á vinsældarlistunum fáum til gleði og mörgum til leiðinda. Þetta er undarlegt fyrirbrigði og verður ekki skilið öðru vísi en þannig að menn séu orðnir þreyttir á nýjungunum í bili. Við skulum bara vona að þessu linni sem fyrst. Síðan er það nýja poppið. Þar tróna nöfn eins og Tracy Ullntan, Paul Young, Howard Jones, Thompson Twins, Eur- ythmics, Marilyn og fleiri, svo ekki sé minnst á sjálfan stórmeistarann, Boy George. í þessari fylkingu eru nokur lykilorð: Synthesizer, vídeó, léttar melódíur, glæsileg föt, meiköpp... Það getur verið gaman að hlusta á þetta lið í hófi, en þegar mánuður eftir mánuð líður og ekkert kemur nýtt nema enn einn vídeó- syntha-meiköpp-popparinn fer manni að leiðast þófið. Og það er enginn skortur á frambjóðendum. Minni spámenn eins og lcicle Works, China Crisis, Modern English, Lotus Eaters, Fiction Factory, o.s.frv. allir með óvinnandi vígi í glam- orblaðinu Smash Hits bíða eftir tækifær- inu að komast í sviðsljósið. Þriðja gengið er nýja rokkgengið. Þar eru nöfnin færri. Big Country, U2, The Alarm, þetta eru helstu talsrpenn nýja rokksins sem svo má nefna, og ekki má gleyma The Smiths, sem nú ríða öllum húsum í Englandi, eiga t.d. 3 af 5 efstu smáskífum á independent listanum breska. Þaðerhelst í þessum hljómsveit- um sem andinn frá '11 lifir, og þó er maður í vafa. Big Country og U2 minna óþægilega á stórhljómsveitir frá því um 1973-4, með glæsilegum gítarhljómi sín- um og epískum ballöðum. U2 hefur verið nefnd hin nýja Led Zeppelin. Og það nýjasta nýtt er kántrí- rokk (aftur?) ■Tracy Ullman í rigningu Þorsteinn Magnússon gengur í Frakkana ■ linmir ingólfsson, gitarleikari Frakkanna er hæltur í hljómsveifinni. I hans stað er kominn ekki minni maður en Þorsteinn Magnússon, Þevs- ari og Eikari, en hann hefur reyndar ádur spilað með Frökkunum. Fyrir i hljómsveitinni er ekki minni maður en Björgvin Gíslason gítarleikari, þannig að þarna eru saman komnir tveir af færustu gitarleikurum landsins. Frakk- arnir munu siðar í manuöinum halda tvenna tonleika og gefst þá færi á að heyra í samleik þeirra Þorsteins og Björgvins. Nánari fréttir um stað og stund koma siðar. -ADJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.