Tíminn - 18.03.1984, Síða 23

Tíminn - 18.03.1984, Síða 23
SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 23 öðruvísi • / Flokkar ferðalanga sem fara um fjar- læg landsvæði eins og logi yfir akur án þess að skeyta um menningu og hags- I muni heimamanna hafa hvatt menn til þess að hugsa upp / 1 nýjan ferðamáta Leiðbeiningarbækur um óvenjulegar ferðamannaleiðir má nú sjá í metratal i í sumum bókaverslunum. Þarna er bent á ýmis „leyndarmál" og á fjöldi peninga- plokkara hlut að máli, þegar að því kemur að láta þau af hendi. Mönnum er bentáað hafa í föggum sínum hálferma- skyrtur, til þess að selja á fjarlægum slóðum, að geyma ferðatékka undir innlegginu í skónum þeirra og einnig fá þeir gefin upp nöfn ýmissa innfæddra manna, sem fyrir lítið hafa hýst menn á langferðaleiðum. Þessa ferðamenn má finna í ýmsum margrómuðum stöðum jarðarinnar, svo sem á strönd Góa-nýlendunnar, í hengi- rúmum suður á Gloria-ströndinni við Mexico og í Inkahéruðum við Machu Piccu. Þeir líta fyrirlitningaraugum á peningamennina sem gista á fjögurra stjörnu hótelunum. En versta hliðin á þessum hjörðum er það sníkjulíf sem þær lifa á gestgjafa- þjóðunum. Er þá sama hvort litið er til álits umhverfisverndarmanna, þjóð- fræðinga eða þeirra sem að þróunarhjálp starfa. Hinir skynsamari nteðal ferða- fólks þessa og sendifulltrúar á viðkont- andi stöðum óttast líka þróunina, en þeir síðarnefndu verða oft að bjarga fólki sem komist hefur í strand með því að útvega því vasapeninga og flugfar heim. Þetta kostar skattborgarann háar fjárhæðir á hverju ári. Meðal þessara þjóða eru ferða- mennirnir sem búa innan landamarka lúxushótelanna stórum minni skaðvald- ur en hinir og þar er þó hægt að hafa yfirsýn um þann óskunda sem þeir valda. Því mætti segja að sá gerði best sem leitaði á vit hins ókunna með því að berja upp á í tyrkneskum sölubúðum eða þá á næsta gríska veitingastað. Margir eru því unt þcssar mundir að brjóta heilann um nýja valkosti við ferðalög, og eru þeir ræddir í starfshóp- um ýmiss konar, í vísindaritgerðum og slíku. Menn vilja finn þá aðferð við að ferðast, þar sem ekki er skilin eftir sviðin jörð. • En ekki hefur þessunt hópum hugsuða þó enn tekist að koma fram með lausn sem úr öllum þessum vanda leysir. Það eina sem þeir hafa sameinast um er það að ferðast skuli „öðruvísi", - hvort sem er með leiguflugsþotu, tjaldvagni á kameldýri eða á tveimur jafntljótum. „Það skiptir mestu máli með hvaða hugarfari menn leggja upp í langferð," segir formaður samtákanna „Ferðumst öðruvísi" í Bcrlín. Meðal spámanna samtakanna er umhverfisverndarmaður- inn prófessor Jost Kripendorf, sálfræð- ingurinn dr. Christian Adler og Robert nokkur Jungk, scm gcfið hefur sig að spám um framtíðina. Sá síðarnefndi hefur árunt saman predikað „heilbrigðan ferðamáta." Sá sem fer á íjarlægar slóðir ætti að gefa sér meiri tíma til þess að vanda umgengni sína við hið ókunna land og íbúa þess, segja þeir. Hann ætti að hafa með sér gjafir, verða sér úti unt nokkra kunnáttu í málinu og kynna sér lífsstíl þann sem fyrir er í ókunna landinu. í þessum tilgangi hafa samtök verið mynduð í þeim tilgangi að hressa upp á samvisku hins almenna ferðamanns. Þau nota meðal annars þá leið að dreifa manna á meðal spurningalista, sem ætlað er að vekja menn til umhugsunar og á meðal spurninganna má nefna: „Hverj- um gagnast ferð ntín og hvern skaðar hún?“ Einnig: „Á ég að stofna til kynna við heimamenn?" Eða: „Kann égminnst 200 orð í málinu?" Eða: „Hef ég haft kynni af fólki þessarar þjóðar í heim- kynnum mínum, svo sem af stúdentum, verkamönnum og öðrum?" Sá sem svar- ar þessum spurningum á að vita það eftir á hvort hann er verðugur fulltrúi lands síns á framandi grund, eða eingöngu afætáfjarlægrar menningarheildar. Sólarströndin er jafn vinsæl af öllum tegundum ferðamanna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.