Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 4
J 4' WtSflWfll SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 ítaliu sýnir á _ " ... 4 sér klærnar ■ Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Giuseppe Fava frá Sikiley fannst nú nývcrið myrtur og er talið full víst að Mafían á Ítalíu standi á bak við morðið. Giuseppe er einn af fáum mönnum sem lagt hafa út í opinbert stríð gegn Mafíumönnum og skrifaði hanrt nt.a. bækur um þennan ögnvaid og hefur ein þeirra nú verið kvikmynduð. Giuseppe haföi nýlega skrifað leikrit unt spillinguna á Ítalíu og fannst hann látinn skömntu eftir frumsýningu þcss í Catanía. Unt líkt leyti hafði hann komið fram í sjónvarpi og ráðist þar að Mafíuleiðtogum sem hann taldi bera ábyrgð á dauða Carlo Alberto Chiesa hershöfðingja og konu hans en þau voru m yrt í borginni Palermo í ágúst 1982. í framhaldi af þessum atburðum hcfur ítalska lögreglan enn einu sinni látið til skarar skríða og handtckið 20 meðlimi frægs Mafíuhóps í Palermo sem gcngið hefur undir nafninu „Marchese fjölskyldan“. f höfuðstöðvum þessa hóps sem voru í gömlu vöruhúsi þar í borg fannst heilt vopnabúr auk nokkurs magns af heróíni. Þarna fannst og pyntingaklefi sem óvinir Mafíunnar fengu að gista sem eins konar síðasti viðkomustaður á leið þeirra til dauðans. Parna var og að finna sfol sem hinir dæmdu voru látnir sítja á og snara bundin um háls þeirra. Með því að láta fórnarlömbin sitja á sfolnum þar til þau smám saman misstu mátt hertist snaran að hálsi þeira og lauk þannig daúðastrtðinu. Líkamsleifum þessa fólks var svo komið fyrir í baðkeri einu í þessu voöalega húsi og þar voru þau leyst upp t sterkri sýru og sfðan skolaó niður í skolpkerfi borgarinnar. Einn af þeim mönnum sem handtekinn hefur verið er ungur lögfræðingur frá Palermo sem getið hefur sér góðan orðstír fyrir að verja ýmis mál sem höfðuð hafa verið á hendur mönnum tengdum mafíunni þar á eyjunni. ■ ítalska lögreglan fann Giuseppe Fava myrt- an í bíl sínunt sem er til vinstri á myndinni og hafði honum verið lagt fyrir framan veggspjald sem auglýsir nýjasta leikrit Giuseppe. ■ Giuseppe Fava kom mikið fram í fjölmiðl- um á Ítalíu og réðst oft á spillingu tengda Mafíunni. Myndin sýnir Giuseppe í upptökusal útvarpsins í Rómarborg. SÚDANSKIR SKÆRULIÐAR TAKA GÍSLA ■ Nú nýlega létu súdanskir skæruliðar lausa tvo gísla sem þeir höfðu haft í haldi í rúman mánuð og er hér um að ræða vestur þýska konu að nafni Ursula Morson og 18 mánaða gamlan son hennar. Eiginmaður Ursulu, Gwynne Morson frá Kenya og þrír Evrópumenn eru enn í haldi og er ekki vitað hvar þeir eru niður komnir. Á blaðamannafundi sem nýlega var haldinn sagði þessi hrjáða kona frá því að þau hefðu verið látin ganga svo dögunt skipti um eyðimörk Súdan og hefði meðferðin verið það slæm að hún óttaðist um líf þeirra sem eftir urðu. Ursula sem á von á barni taldi að það hefði verið ástæðan fyrir því að hún var látin laus ásamt syni sínum en þau voru rekin að landamærastöð í Eþíópíu þar sem skæruliðarnir slepptu þeim. Eins og áður segir hafa skæruliðarnir enn í haldi mann hennar auk eins Breta og tveggja Frakka sem eru tæknimenntaðir sérfræðingar sem unnið hafa á þessum slóðum. Ursula Morson sagði að sér hefði skilist að fangarniryrðu ekki látnir lausir fyrr en ákveðnum skilyrðum yrði fullnægt en ekki fékk hún að vita hver þau væru. ■ Úrsúla Morson segir frá eyðimerk- urgöngu sinni á blaðamannafundi í Nairobi í Kenya eftir að hún slapp úr haidi ásamt syni sínum. ■ Á innfelldu myndinni sést rýtingurinn sem nashyrningunum stafar svo mikil hætta SVÖRTUM NASHYRNINGUM SENN ÚTRÝMT? ■ Nashyrningum í Afríkuferfækkandi og hafa þeir nú á síðari árum einkum verið drepnir vegna hinna sérkennilegu og fágætu horna sem þeir bera svo tígulega framan á hausnum. Til skammst tíma var það haldið að mest af þessum hornu m væri smyglað til austurlanda þar sem þau væru möluð og úr þeim búið til eins konar duft sem hjátrúin segir að geti aukið kyngetu manna. Það var Bandaríkjamaður sem búsettur er í Nairobi sem komst að því að stærsta hluta hornanna væri smyglað í gegnum Sudan til Norður Yemen á Arabíuskaganum. Þar eru hornin notuð sem sköft á sérstaka rýtinga sem kallaðir eru Jambas og er þarna um að ræða gamla siðvenju sem þó hefur farið dult farið. Rýtingar þessir eru seldir háu verði og þykja hinir mestu heilla gripir og nú er talið að um helmingur allra nashyrningahorna fari til Yemen í þessa framleiðslu. Yfirvöldum í Yemen hefur verið kynnt málið en ekki hefur á neinn liátt verið reynt að sporna við þessum innflutningi þar í landi. Þess í stað beina nú þeir sem áhyggjur hafa af útrýmingu þessara dýra spjótum sínum að súdönskum yfirvöldum og reyna að fá þau í lið með sér til að koma í veg fyrir að dýrunum sé útrýmt til þess eins að framleiða skrautbúnað sem rýtingarnir arabísku eru. v '■ K ■ Danir pumpa nú upp af botni Norðursjávar um fjórðungi þeirrar olíu sem þeir þurfa á að halda. Dönsk olía ■ Danir sækja sífellt í sig veðrið hvað olíuframleiðslu snertir og hyggjast nú pumpa upp af hafsbotni enn meiri olíu en þeir hafa gert hingað til. Yfirmenn orkumála þar í landi telja að framieiðslan í ár verði um 2,3 milljónir tonna og slái það öll fyrri met þeirra. Ef þessar tölur standast mun um 25% af olíunotkun landsmanna koma frá innlendum olíubrunnum og hefur slíkt að sjálfsögðu mikið að segja fyrir efnahaglandstns. Olían kemuraðallega frá þremur svæðunt í Norðursjónum og sérfræðingar telja að í framtíðinni verði jafnvel hægt að auka enn framleiðsluna með því að bora á nýjum svæðum þó syo að sum þeirra svæða sem nú er dælt upp af muni brátt verða þurr ausin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.