Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 17 messur Árbæjarprestakall Fermingarguðsþjónustur í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 og kl. 14.00. Altar- isganga fyrir fermingarbörn og vandamenn þeirra þriðjudaginn 10. apríl kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Sr. Guðmundur Þor- steinsson Áskirkja Ferming og altarisganga kl. 10.30. kl. 14.00 verður safnaðarheimili í kjallara Áskirkju tekið til notkunar. Kirkjukór Áskirkju syng- ur og sóknarprestur annast bænargjörð og frú Helga Guðmundsdóttir, formaður Safn- aðarfélags Ásprestakalls flytur ávarp. Kaffi- sala verður til ágóða fyrir kirkjubygginguna og síðan heldur Safnaðarfélagið aðalfund sinn. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Barnaguðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 2.00. Sr. Lárus Halldórsson Bústaðakirkja Barnasamkoma í Bústöðum kl. 11.00. Ferm- ingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30. Kvenfé- lagsfundur í. safnaðarheimilinu mánudagskvöld kl. 20.30. Áltarisganga þriðjudagskvöld kl. 20.30. Félagsstarf aldr- aðra miðvikudag kl. 2-5. Æskulýðsfundur miðvikudagskvöld kl. 20.00. Yngri deild æskulýðsfélagsins fimmtudag kl. 16.30. Digranesprestakall Laugardagur: Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.00. Sunnudagur: Fermingarguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00. Áltarisganga þriðjudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Fermingarguðsþjónusta kl. 11.00. Altaris- ganga fermingarbarna og fjölskyldna þeirra mánudagskvöld kl. 20.00. Sr. ÞórirStephens- en. Fermingarguðsþjónusta kl. 2.00. Altaris- ganga. Sr. Hjalti Guðmundsson. Þriðjudag- ur, kl. 20.30 föstumessa. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Laugardagur: Barnasamkoma að Hallveigarstöðum kl. 10.30. Sr. Agnes Sig- urðardóttir. Elliheimilið Grund Messa kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson Fella- og Hólaprestakall Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekku- skóla kl. 2.00 Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11.00. Guðsþjónustur í Menningarmiðstöð- inni við Gerðuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík Fermingarguðsþjónusta kl. 11.00. Fríkirkj- ukórinn syngur, söngstjóri og organisti Pavel Smíd. Þriðjudagur 10. apríl: Föstumessa kl. 20.30 Sungið verður úr Passíusálmunum, Frí- kirkjukórinn flytur Litaníu sr. Bjarna Þor- steinssonar, safnaðarprestur hugleiðir kafla úr píslasögunni. Frú Ágústa Ágústsdóttir syngur „Vertur Guð faðir, faðir minn" eftir Jón Leifs. Skrýðst verður messuhökli frú Unnar Ólafsdóttur. Sr. Gunnar Björnsson Grensáskirkja Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14.00. Altarisganga þriðjudagskvöld kl. 20.30. Æskulýðsfundur mánudagskvöld kl. 20.00. Almenn samkoma n.k. fimmtudags- kvöld kl. 20.30 Sóknarnefndin. Hallgrímskirkja Laugardagur: 7. apríl, samvera fermingar- barna kl. 10-14. Sunnudagur: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Börnin komi í kirkjuna og taki þátt í upphafi messunnar. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Kvöldbænir með lestri passíusálms eru í kirkjunni alla virka daga föstunnar nema miðvikudaga kl. 18.15. Landsspítalinn Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson Háteigskirkja Laugardagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Sunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Ferming kl. 2.00. Prestarnir Föstu- guðsþjónusta miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Tómas Sveinsson Kársnesprestakall Sunnudagur: Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11.00 árd. Sr. Árni Pálsson. Þriðjudagur 10. apríl, fundur á vegum fræðsludeildar safnaðarins í safnaðarheimil- inu Borgum kl. 20.30. Umræðuefni: Þjáning- in. Frummælandi dr. Páll Skúlason, prófess- or. Fyrirspurnir og almennar umráeður. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur - sögur - myndir. Ferming kl. 13.30. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, organleikari Jón Stef- ánsson. Sóknarnefndin Laugamesprestakall Sunnudagur: Fermingarguðsþjónusta á veg- um Seljasóknar kl. 10.30. Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Fermingarmessa kl. 11.00. Fermingarmessa kl. 14.00 Prestarnir. Mánudagur: Æskulýðs- fundur kl. 20.00. Fimmtudagur: Föstuguðs-. þjónusta kl. 20.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljasókn Barnaguðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í íþróttahúsi Seljaskól- ans kl. 10.30. Fermingarguðsþjónusta í Laug- arneskirkju kl. 10.30. Seltjarnamesprestakall Barnasamkoma í Sal Tónlistarskólans kl. 11.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði Barnatíminn kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14.00. Safnaðarstjórn. ÁBURÐARDREIFARAR úrvalið er hjá Globus Áburðardreifarar Kaup á tilbúnum áburði, er einn stærsti útgjalda- liður á hverju búi. Það er því ekki úr vegi að benda á nauðsyn þess að velja vandaðan VICON áburðardreifara til að dreifa áburðinum í vor. VICON dreifararnireru fáanlegir í þrem stærðum: 300 kg. 600 kg. og 800 kg. Allir VICON dreifararnir eru búnir sem hér segir: Stillanleg dreifibreidd, frá 6-12 m. (Dreifir fræi). Öflugur hrærari í botni. Hverjum dreifara fylgir reiknistokkurtil nákvæmra útreikninga á áburðarmagni pr. ha. Hleðsluhæð er ótrúlega lág, aðeins 90-100 cm. Allir hlutir dreifarans, sem koma í snertingu við áburðinn eru úr ryðfríu efni. Verð: 300 kg. kr. 13.900.- 600 kg. kr. 25.100.- 800 kg. kr. 28.400.- Berið saman verð og gæði Lásby mykjudreifarinn og haug- dælan eru ódýrustu tæki sinnar tegundar á markaðnum! Við hjá Glóbus völdum mykjudreifara og haugdælur frá danska fyrirtækinu Lásby eftir að hafa aflað tilboða og upplýsinga frá yfir fjörutíu framleiðendum slíkra tækja. Það sem réði úrslitum var þetta: - Lásby-tækin eru mjög vel smíðuð og einföld að allri gerð. - Lásby-mykjudreifarinn er á stórum dráttarvéladekkjum. - Lásby-tækin eru á sérlega hagstæðu verði. - Lásby-tækin hafa reynst frábærlega vel í Danmörku, - t.d. notar þriðji hver danskur bóndi Lásby-mykjudreifara. 4000 lítra Lásby-mykjudreifarar eru fyrirliggjandi, stærri tanka útvegum við með stuttum fyrirvara. Verð kr. 84.000.-. Góðir greiðsluskilmálar. Haugdæla sem afkastar 5-8000 lítrum á mínútu. Verð kr. 57.000.-. Góðir greiðsluskilmálar. Nýju tækin eru til sýnis í sýningarsalnum að Lágmúla 5. VfHOWARD 1550 Stóri mykjudreifarinn Rúmtak 4,2 rúmm. - Stór flot-dekk Stærð: 13,5/75x17 Þessir fjölhæfu mykjudreifarar hafa veriö seldir yfir 20 ár á íslandi, við sívaxandi vinsældir. Hann dreifir öllum tegundum búfjáráburðar, jafnt lapþunnri mykju, sem harðri skán. Og nú eykur þessi nýi stóri enn afkastagetuna. Verð aðeins kr. 81.000.- Eigum einnig fyrirliggjandi HOWARD Spr. 105 2,6 rúmm. Verð aðeins kr. 67.000.- Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar nánari upplýsingar um verð og greiðslukjör. G/obusí LÁGMÚLI 5, SlMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.