Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 21

Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 21 fréttir Kaupmannahafnarskrifstofa Hafskips í nýtt húsnæði Kaupmannahafnarskrifstofa Hafskips hf. flutti á dögunum í eigið húsnæði í Norður- höfninni og er við hafnarbakkann þar sem skip félagsins lesta og losa. Skrifstofan var til húsa frá því hún var stofnsett 1. mars 1983 hjá færeyska skipafé- laginu Faroeship. Hin nýja skrifstofa er i timbur einingahúsi við Skudehavnsvej 3, en starfsmenn þar eru fjórir, þar af þrír íslendingar. Skip félagsins koma til Kaupmannahafnar í hverri viku árið um kring. Hið nýja heimilis- fang er Hafskip Danmark A/S, Skudehavns- vej 3, 2100 Köbenhavn Ö, sími: 01-185455, telex: 16551 RAUÐf KROSS tSLANDS ffi 11 i SJðTTA NÁWSKEtö « RYRIt? SJIIKRAFLUTNMÖAMENN Námskeið fyrir sjúkraflutningamenn Dagana 30. apríl -11. maí fer fram námskeið fyrir sjúkraflutningamenn, sem Rauði kross íslands og Borgarspítalinn standa að. Nám- skeiðið verður haldið í Borgarspítalanum. Væntanlegir þátttakendur þurfa að láta skrá sig sem allra fyrst þar sem þátttakendafjöldi er takmarkaður við 18. Nánari upplýsingar gefa Hólmfríður eða Hörður í síma 91 -26722. Bókagerðarnemar styðja hársnyrtinema Félag Bókagerðarnema lýsir yfir fullum stuðningi við þá réttindabaráttu sem hár- snyrtinemar hafa háð á undanförnum vikum fyrir að fá greidd lámarkslaun. Einnig vill félagið lýsa yfir furðu sinni á því að enn þann dag í dag skuli sá hugsunargangur viðgangast hjá meisturum að nemar séu einhverskonar vinnudýr sem megi meðhöndla að vild og eftir geðþótta. Félag bókagerðarnema skorar á hár- greiðslumeistara að ganga að nýgerðum kjarasamningi ASÍ/VSI og tryggja með því hárgreiðslunemum kjör á við aðra iðnnema áður en þeir valda iðngrein sinni ómældu tjóni. Jafnframt skorar Félag bókagerðarnema á hársnyrtinema að standa þétt saman í þeirri mannréttindabaráttu sem þeir hafa nú háð og lát ekki deigan síga fyrr en fullnaðarsigur hefur unnist. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: Framleiöandi: Sociedade Electro Mecanica de Automoveis Lda Portugal. Seljandi: BÍLALEIGAN HF. Smiöjut/egi 44d Kópavogi Afgreiöslufrestur: 6 vikur Vél: Daihatsu DG diesel rúmtak 2530 cc 4 strokka 72 HP/3660 RPM Rafkerfi: 12 volt. Bremsukerfi: Boröabremsur, tvívirkt kerfi. Dekkjarstærð: 650x16 (átta striga). Þvngd: 1652 kg. Lengd: 3974 mm. Breidd: 1784 mm. Hæð undir lægsta punkti: 230 mm. Hámarkshraði: 112 km. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: Smiðjuvegi 44d - Kópavogi Sími 75400 og 78660 VERÐ OC GREIÐSLUKJÖR: PORTARO 260 DCM DIESEL kr. 546.000.- (Gengi sterl.punds 15/3 ’84) Bílaleigan h.f. lánar Kr. 330.000.- í 6-12 mán. BÆND UR - VERKTAKAR Þetta er bíllinn sem hentar ykkur - og öllum þeim er þurfa á hörkutóli að halda. Bíll á verði sem erfitt er að hafna. Upplýsingar í símum 78660 og 75400 HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 637300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM NYR BILL FRA OPEL Opel Corsa hefur hlotiö mikiö lof fyrir frábæra aksturseiginleika, lipurð, kraft og hagkvæmni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.