Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 Grænlendingar hyggjast auka feröamannastrauminn ■ Grænlendingar hyggjast auka ferðamannastrauminn til landsins sem hingað til hefur verið mjög takmarkaður. Einn liður í slíkum undirbúningi er að koma upp aðstöðu til að taka á móti ferðamönnum og nú í sumar verður nýtt hótel tekið í notkun í Holsteinsborg eða Sisimiut eins og bærinn heitir á máli innlendra. Hótel Sisimiut sem stendur því sem næst tilbúið mun bjóða upp á hina bestu aðstöðu fyrir ferðalanga eftir ströngustu kröfum og staðurinn hefur verið útbúinn þannig að gestum á ekki að þurfa að leiðast þó að veður sé slæmt og illt til útiveru. Holsteinsborg er skammt frá stærsta flugvelli landsins í syðra Straumfirði og vonir standa til að hótelið komi til með að laða að ferðamenn. Bærinn er á fallegum stað og þaðan er hægt að fara í alls kyns ferðir til að njóta hinnar sérstæðu náttúru Grænlands. Ferðalangar geta valið um að ferðast hvort sem er á bátum eða á hundasleðum og stutt mun vera í veiði af ýmsu tagi. Eins og áður segir mun ætlunin að geta einnig boðið upp á ýmisskonar skemmtan innan húss ef þannig viðrar og mun á hótelinu vera að finna bari, danssali og sjónvarpskróka, auk fyrsta flokks veitingabúða. Bent hefur verið á að þó að læknisþjónusta hafi verið aukin til muna á Grænlandi sé þó rétt fyrir ferðalanga sem þurfa á sérstökum lyfjum að halda að koma meðslíkt meðséraðheiman í staðin fyrir að treysta á það að lyfin sé hægt að fá þar nyrðra. Hvað klæðnað snertir hafa grænleskir ferðamálafrömuðir bent á að venjulegur góður vetrarklæðnaður sé allt sem þarf sérstaklega ef menn hyggja á mikla úti- veru. ■ Þessi skemmtilegi dreki er rússneskur að gerð og hannaður af Flugvélaverkfræðistofnun í Moskvu. Hann var sérstaklega byggður með það fyrir augum að verða hjálpartæki jarðfræðinga við athuganir þeirra en drekinn er snar í snúningum og honum er hægt að lenda við mjög þröngar aðstæður. Hér er um að ræða eins konar fljúgandi mótorhjól með svifvængi en hreyfillinn er knúinn af samskonar vél og venjuleg mótorhjól hafa. Tækið ber nafnið „Leit-2" og tekur einn mann í sæti auk flugmanns. Það getur og borið um 20 kg. af farangri og drekinn kemst í allt aðsex þúsund feta hæð. Hann þykir einkar hentugur við aðstæður þar sem erfitt er að koma við þyrluflugi auk þess sem hann er ódýrari og auðveldari í rekstri en þyrlur eru. í fréttum frá APN fréttastofunni segir að fyrirhugað sé að hefja fjöldaframleiðslu á nökkva þessum þar eystra. FLJÚGANDI RÚSSNESKUR FURÐUHLUTUR ■ „Fjölskyldumyndin mun e.t.v. líta öðru vísi út í haust“, ér haft eftir Elton John en hann hefur að undanförnu verið á hljómleikaferðalagi i Ástralíu og komið þar víða fram. TIL HAMINGJU! Poppstirniö Elton John og eiginkona hans Renata hafa gefiö í skyn að það kunni að fjölga í fjölskyldunni á þessu ári. Allt fór þetta tal fram undir rós eins og sagt er en þau hjónakornin hafa að undanförnu verið á ferðalagi um Ástralíu þar sem lElton John kom fram á fjölda tónleika. Söngvarinn ^ hefur rcyndar ckki verið við cina fjölina felldur í ástarmálunum að því er kjaftasögurnar herma og verið sagður hafa komið við báðum megin við búðarborðið ef svo ntá að orði komast. En núcr þaðsem sagt Renata og fjölskyldulífið seni hæst ber í lífi listamannsins og þó að það sé e.t.v. of snemmt að óská til hamingju þá gerum við það nú samt. Sjálfsmorð ankast í Danmörku ■ t*að að falla fyrir sjálfs sín hendi hefur lengi verið þekkt fyribæri meðal mannanna og svo virðist sem að slíkt eigi sér víða stað í aukum mæli. Samkvæmt opinberum tölum frá Danmörku falla fjórir Danir á degi hverjum í valinn á þennan hátt og mun sjálfsmorðstíðni þar í landi vera ein sú mesta sem nú gerist. Rithöfundurinn Torben Lange frá Farum skrifaði nýlega bók sem ber nafnið „Sjálfsvíg" og kom út í október s.l. Þar fjallar hann um þetta vandamál og lýsir örlögum fólks sem svift hefur sig lífi og reynir höfundurinn að skyggnast inn í líf þessa fólks og lýsa þeim aðstæðum og þeim vandræðum sem það hefur átt við að stríða. Strax eftir að bókin kom út fór fólk að leita til Torben með vandamál sín og segir hann að sig hafi aldrei grunað að það væru svo margir sem væru svo illa staddir sem raun ber vitni. „Fólk hringir til mín á öllum tíma sólarhringsins og það álítur að ég sé einhvers konar sérfræðingur í þessum málum sem ég í rauninni ekki er. Ffér er um að ræða mikið samfélagslegt vandamál og á því þarf að taka og koma fólki til aðstoðar". Ennþá stærri hópur fólks gerir tilraunir í þessa átt sem mistakast og lætur nú nærri að um 40 manns reyni slíkt á sólarhring í Danmörku. Oft er um að ræða eins konar hróp á hjálp og í slíkum tilfellum grípur fólk til þessa ráðs í eins konar tTrvæntingarfullri tilraun til þess að fá vandamál sín viðurkennd. „Marga má styðja til sjálfshjálpar en til þess þarf bæði skilning og samúð", segir Torben Lange. ■ Sjálfsvíg hafa aukist í Danmörku með hverju árinu og nú lætur nærri að fjórir Danir falli á degi hverjum á þennan hátt og um 40 manns gera tilraunir í þá átt sem mistakast. ■ Rithöfundurinn Torben Lange skrifaði bók um sjálfsvíg. „Með skilningi og samúð má hjálpa mörgum“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.