Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 24

Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 Frá skákkeppni stofnana skák ■ A-sveit Búnaðarbankans sigraði ör- ugglega í skákkeppni stofnana, hlaut 21 vinning af 28 mögulegum. 75%. Sigurlið Búnaðarbankans var þannig skipað: Jóhann Hjartarson 2 v. af 3 Margeir Pétursson 3 v. af 3 Bragi Kristjánsson 3 'h v. af 7 Hilmar Karlsson 5 'h v. af 7 Guðmúndur Halldórsson 3 'h v. af 5 Stefán Þ. Guðmundsson 3 xh v. af 4. Búnaðarbankinn bar sigurorð af öllum andstæðingum sínum, nema Háskólan- um, þar varð jafnt 2:2. Röð efstu sveita varð annars þessi: 1. Búnaðarbankinn A-sveit 21 V. 2. Útvegsbankinn 18 V. 3. Dagblaðið 17 V. 4. Flugleiðir A-sveit 17 V. 5. Verkamannabústaðir 16 V. 6. Háskólinn 16 V. 7. Búnaðarbankinn B-sveit 15 1/2 V. 8. Menntaskólinn v/Hamrahlíð 15 '/2 V. 9. Iðnskólinn 15 V. 10. Flugleiðir B-svcit 14 1/2 V. 11. Landsbankinn 14 4. Fyrir skömmu var Botvinnik fyrrum heimsmeistari á ferð í Bandaríkjunum, sem heiðursgestur á heimsmeistaramóti skáktölva í New York. Slíkt tækifæri létu bandarískir blaðamenn ekki fram hjá sér fara ónotað, og fengu meistarann á sinn fund. Hér á eftir fara nokkrar spurninganna, og svör Botvinniks við þeim. Hver er eftirminnilegasta skák þín um dagana? „Einar 20-30 skákir eru mér ofarlega í minni, en engin ein þeirra sker sig sérstaklega úr.“ Botvinnik var því næst spuröur álits á bandarískum skák- mönnum. „Reuben Fine var vísindaleg- asti skákmaður Bandaríkjanna. Skák- listin missti mikið, þegar hann hætti þátttöku á opinberum skákmótum." Um Karpov hafði Botvinnik m.a. þetta að segja: „Taflmennska hans er þegar farin að bera merki stöðnunar. „Öllu meira álit hafði Botvinnik á Jóhann Örn p Sigurjónsson Yfcv skrifar um skák m Kasparov: „Tvítugur hefur hann gert ýmislegt sem enginn, ekki einu sinni Fischer getur státað sig af. Hann á eftir að ná langt.“ Pú þekktir og tefldir gegn Capa- blanca, Laskerog Alekhine. Hverþeirra hafði dýpstan skilning á skák, að þínu áliti? „Ég tel Capablanca hafa verið gæddan mestum hæfileikum frá náttúr- unnar hendi. Þegar píanósnillingur leikur, heyrum við ekki einstaka nótur heldur tónverk. Sama mátti segja um Capablanca, einstaka leikir skáru sig ekki úr, hann var að skapa skákverk. Enginn hefur komist nálægt honum að þessu leyti.“ Þú varst heimsmeistari í 27 ár. Heldur þú að Karpov haldi út jafn lengi? „í fyrsta lagi var það Lasker sem var heimsmeistari í 27 ár. Eg var ekki heimsmeistari nema í 15 ár. Karpov er hagsýnn skákmaður. Slíkir skákmenn tefla venjulega vel fram að fertugu. Þá fer að halla undan fæti. Rannsóknar- skákmaður getur teflt vel fram að fimmt- ugu eða jafnvel lengur, því taflmáti hans er nákvæmari. Karpov er orðinn 32ja ára gamall. Kannski hann verði heims- meistari í fimm ár til viðbótar. En raunar skiptir engu máli hvað við höldum, heldur álit Karpovs sjálfs." Minnist þú þess að tefla barnungur í fjöltefli gegn Capablanca 1925, þegar hann spáði því að þú ættir eftir að ná langt? „Ekki gerði Capablanca það nú. Þegar hann neyddist til að gefa skákina, reiddist hann mjög og henti taflmönnun- um út af borðinu. Eg kynntist Capa- blanca 9 árum síðar í Hastings. Þar tókst með okkur vinátta." Hvernig myndir þú bera saman Fisc- her og Karpov? „Þeir hafa gjörólíkan skákstíl. Stíl Fischers svipar frekar til stíls Kasparovs, en um þrítugt hafði Fischer öðlast mjög næman stöðuskiln- ing. Karpov hefur samt enn næmari stöðuskilning en Fischer hafði. í einvíg- inu gegn Spassky lenti Fischer oft í mjög erfiðum stöðum. Það merkir, að stöðu- skilningur hans var ekki nægjanlega góður. Einvígi milli Fischers og Karpovs árið 1975 hefði orðið mjög athyglisvert. Því miður er Fischer hættur að tefla.“ Af hverju náði Paul Keres aldrei heimsmeistaratigninni? „Keres hafði auðvitað mikla hæfileika, en tefldi gam- aldags skákstíl. Taflmáti hans var ekki nógu nýtískulegur og hann var sálfræði- lega óöruggur. Þegar hann varð að sigra, tefldi hann veikt. Manntaflið er íþrótt hinna sterku persónuleika." Um væntanlegt einvígi þeirra Karpovs og Kasparovs hafði Botvinnik þetta að segja: „Hér mætast skákmenn á ólíkum aldri með ólíkan skákstíl. Aðeins tvisvar á þessari öld hefur líkt ástand borið upp áður, þegar Alekhine tefldi gegn Capa- blanca 1927, og þegar ég mætti Tal 1960 og 1961. Þá sátu við borðið skákmenn ólíkra skákstíla. Karpov hefur mjög næman stöðuskilning. List hans er í því fólgin að gera stöðu sína óvinnandi á meðan hann herjar á menn andstæðings- ins. Trúlega skilur hann það naumast sjálfur hvernig hann fer að þessu. Af þessari ástæðu er mjög erfitt að tefla gegn honum. Á hinn bóginn reiknar Kasparov allar leikjaraðir mjög hratt. Hann sér allar leikflétturnar. Hann veit alltaf nær hann getur fórnað manni, og þetta finnur hann í stöðum þar sem andstæðingurinn á sér einskis ills von. Þess vegna er einnig erfitt að tefla móti Kasparov. Ég kynntist Kasparov fyrir mörgum árum, þegar hann var lítill horaður sveinstauli - en strax þá voru augu hans leiftrandi og hugsanagangur hans hraður. Honum fannst hann alltaf reikna afbrigðin rétt út, og því lék hann mjög hratt. Oft kom í ljós að annar betri leikur hafði leynst í stöðunni. Því gaf ég honum þetta heilræði: Gary, hugaðu fyrst leiktu svo. Að öðrum kosti verð- urðu annar Larsen eða Taimanov. Og Gary komst í mikið uppnám. Jafnvel strax á þessum tíma vildi hann geta teflt eins og Alekhine. Nú hugsar Kasparov fyrst og leikur síðan. Hann hefur þrosk- ast úr litlum dreng í fulltíða mann. Skákmenn greinast í tvo hópa. Þekkt- astir eru hinir hagnýtu skákmenn. Hinn hópurinn eru rannsóknarskákmenn. Rannsóknarskákmaðurinn hefur það fram yfir þann hagnýta, að þekkja sjálfan sig og andstæðinginn vel. Rann- sóknarskákmaðurinn getur teflt þannig, að hann sýni ekki sínar veiku hliðar, en tekst í staðinn að draga fram veikleika andstæðingsins. Þegar heimsmeistarinn er rannsóknarskákmaður, tekur skák- listin framförum. Þetta skeði á tímum Steinitz og Alekhines, og að minni hyggju einnig á meðan ég var heims- meistari. Trúlega myndi Kasparov verða rannsóknarskákmaður og verði hann hcimsmeistari, mun skáklistinni fleygja fram.“ PÁSKATILBOÐ KRON Viö bjóðum viðskiptavinum 10% afslátt af öllum viðskiptum í verslunum okkar fram að páskum. STÓRMARKAÐURINN " Skemmuvegi 4a DOMUS Laugavegi 91 KRON Fellagöröum KRON Snorrabraut KRON Stakkahliö KRON Dunhaga KRON Tunguvegi KRON Langholtsvegi KRON Hliöarvegi' hvítur sparað sér tvo leiki. Það reynist svörtum auðvitað full mikið af því góða.) 13. f5! gxf5 (Eftir 13. . e5 14. Be3 stendur hann illa.) m lal ■ Enn er það hvítur sem vinnur stuttu skákirnar í Sikileyjarleiknum. Á þess háttar er gott að kunna skil. Skjót sókn, einn tveir og þrír, mát. Eftirfarandi skák sýnir mjög snyrti- legt gegnumbrot, þar sem peð og menn eru n ýttir þannig að allar flóðgáttir opnast að svörtu stöðunni. Skákin var tefld á sovésku spörtu- leikjunum á síðasta ári. Jakovick: Moskalev 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be3 Rc6 7. f4 Bd7 8. Df3 Rxd4(?) (Df3 sem undirbýr langa hrókun, er oft leikið, og þetta hefur svartur viljað losna við.) 9. Bxd4 Bc610. Bd3! (Hvítur hrókar stutt, og gegn Bd3 hefur svartur ekki Rb4 upp á að hlaupa.) 10. . Be7 11. 0-0 0-0 Staðan var erfið, en kannske mátti hrókeringin bíða. T.d. 11. . Dd7. Nú þekkir hvítur leiðina.) 12. Dh3! g6 (Hótunin er Bxf6 Bxf6 14. e5! í hinu venjulega Scheveningen afbriði 6. Be2 sækir hvítur oft með Del-g3. Dh3 kostar sem sagt þrjá leiki og Bd3 tvo. í þessari skák hefur (Svartur vonast eftir 14. exf5 e5 15. Be3 Kh8 sem gæfi honum gott spil. Bd3 er lokaður af.) 14. Rd5!! Kh8 (nú vonast hann eftir 15. Rxe7 Dxe7 16. Hxf5 e5! Gegn exd5 vann t.d. 15. exd5 Bd7 16. Ha-el! He8 17. Dg3t Kf8 18. Dg5, eða 17. . Kh8 18. Hxe7.) 15. Hxf5 e5 (Eða 15. . exf5 16. Rxe7. Eða 15. . Bxd5 16. Hxf6 Bxf6 17. e5.) 16. Rxf6 Bxf6 17. Hh5 Bg7 (Ef 17.. exd4 18. e5!) 18. Hxh7t Kg819. Be3 He8 20. Hxg7t Kxg7 21. Bh6t Kg6 22. Be2 f6 23. Dh5t Kh7 24. Bg5t. Gefið. Ástæðan er 24. . Kg7 25. Dh6t. Kf7 26. Dh7t Ke6 27. Bg4t. stendur vel að vígi, þó staðan bjóði varla upp á neitt sérstakt.) 17. d4 exd4 18. exd4 Re6 19. De3 Rb6 20. Rxb6 Dxb6 21. d5 Rd4 22. dxc6 Hc-e8 (Ekki Hf-e8 vegna 23. cxb7!) 23. Df4 bxc6 24. bxc6 Rxf3t 25. Dxf3 He-c8 26. Hf-dl Hxc6 (Mjög svo jafnteflislegt.) 27. Dd5 Dc7 28. Hd3 He8 29. Kfl He5 30. Dd4 He8 31. Hc-dl a4. Auðvitað er skemmtilegast að sigra. Annað mál er svo hvort sá er tapar skemmtir sér. Eða liðsmenn hans. Skuggahlið flokkakeppninnar er sú staðreynd, að maður tapar ekki aðeins sínum eigin vinningum. Upp er komin hundleiðinleg staða. Að- eins þungu mennirnir eru eftir á borðinu. Tímahrak gæti hafa spilað inn í. En það sem ég hefði áhuga fyrir að fá að vita, er hvort svartur áttaði sig á hversu útsmogna gildru hann lagði. Þetta byrjar með Orangutang byrjuninni sem Tartakower tileink- aði skynsömum kvenapa í dýragarði New York borgar 1924. þessi byrjun kallast einnig Sokolskij. En hin nafn- giftin er smellnari. Per Rosell (Öbro) Leif Kristiensen (Nordre) 1. b4 c6 2. Bb2 Dd6 3. a3 a5 4. c4! (Þekkt stef, eftir 4.. axb45. c5! tapar hvítur engu peði.) 4.. d6 5. Rc3 Rf6 6. e3 g6 7. Rf3 Bg7 8. Be2 Bg4 9. 0-0 Rb-d7 10. h3 Bxf3 11. Bxf3 0-0 12. b5 Ha-c8 13. Ra4 Dc7 14. Hcl Re8 15. Bxg7 Rxg7 16. Db3 e5. (Hvítur I (Þá er gildran tilbúin. Með hraða ljóssins hefur hvítur séð, að hann fái „fjarlægt frípeð" sem stundum getur unnið í hróksendatafli, svo ekki sé talað um hreint peðsendatafl. Kannski verða drottningarkaup, og hvíti kóngurinn getur séð um c- peðið.) 32. c5?? dxc5 33. Dxa4 Dh2! (Hjálp! Máthótun! Og 34. Hc3 Hxc3 35. fxe3 Hf6t gagnar ekki.) 34. f3 Hc-e6 35. Hd8 (Eða 35. Da5 He2.) 35. . Helt 36. Hxel Dhlt 37. Kf2 Dxel mát. m KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Bent Larsen, fy stórmeistari skrifar um skák

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.