Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 22

Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 8. APRIL 1984 O «r« 22 nútíminn hann er til í músík hlýtur hann að vera annars staðar. Síðan er bara að finna kraftinn og nýta. Ég er ekki að spila tónlist tónlistarinnar vegna." - England? „Jú, ég er þar í skóla. Ég sit þar og brosi framan í landslýð og hef gaman af. Djöfuls ég. Það er það sem ég er að finna út með Kristni gítarleikara í Iss, eða Nitsirk eina og ég kalla hann. í þessu verkefni er líka Bragi, bassaleikarinn fyrrverandi í Purrknum, og það erum fyrst og fremst við þrír. Sigtryggur verður líklega á trommur. Nitsirk kemur líka heim og saman ætlum við að taka upp plötu, svona nostalgíska plötu. Reyndar á verkefnið að heita P.P. Djöfuls ég. Menn geta lesið það út úr því sem þeir vilja. Með P.P. djöfuls ég ætlum við að rífa niður allt sem búið er að byggja upp. Við viljum fá nýjan fíling, fá fólk til að taka afstöðu, en ekki lenda í afstöðuleysi." - Heldurðu að þetta takist hjá þér? „Nei,nei. Þetta verður ekki lokaupp- gjör.“ - Þú hlýtur að hafa fylgst vel með í Bretlandi. „Ég er ekki nógu ánægður með Bretland, það fer í taugarnar á mér. Ég hata þessa hljómsveit, The Smiths, sem nú er sem vinsælust, þetta er með því leiðinlegra sem ég hef heyrt og séð. Annars var þarna mikil aðgerð, ólögleg mótmælahöld scm hétu „Stop The City“. The City er fjármálahverfi Lundúna, og það var aksjón með rauðri ntálningu og reyksprengjum. Þetta var hópur óháðs Einar Örn í rusli, 2. hluti. Tímamyndir Arni Sæberg. VvVU» i skera upp herör“ Einar Örn í viðtali við Nútímann ■ Einar Örn Benediktsson fyrrum söngvari í Purrk Pillnikk og núverandi söngvari í Kukli er kominn til landsins. Hann kom í marslok, nánar tiltekið aðfaranótt nmmtudagsins 29. mars. Skömmu síðar tókst að ná viðtali af honum, sem og myndurn. Einar var fyrst spurður að því hvað hann væri að gera hér á íslandi, en sem kunnugt er hefur hann dvalist í Bretlandi að undanförnu. „Við erum að koma Kukli í gang. Nú er komið að þessu mánaðartímabili sem við byrjuni að vinna aftur. Við verðum með 2-3 konserta hér, og undirbúum síðan utanlandsferð." - Hvað á að gerast í henni? „Við förum og spilurn á Norðurlönd- unum, Berlín, París, Hollandi, Ítalíu og Bretlandi. í Bretlandi spilum við í London með Flux Of Pink Indians. Undirbúningurinn undir þessa hljóm- leikaferð hófst um áramót og stendur fram í ágúst þegar við förum." - Erþetta til að fylgja plötunni eftir? „Jú, ætli það ekki. Hún kemur í maí og verður gefin út í Crass merkinu. Fólk vcit alveg af þessu og platan ætti að seljast eitthvað. Það hefur fullt af fólki komið til mín þegar ég hef verið að spila með Flux, út af þessum einu hljóm- leikum sem Kukl spilaði í London og sagt að þetta væri gott. Svo að ég á von á góðum viðtökum." - Þú hefur verið að spila með Flux Of Pink Indians. „Já, ég er þar fastur meðlimur, en ég ræð hvenær ég spila, þarf ekkert að fara á æfingar, ég spila bara á trompet með þeim þegar ég vil. Þetta var þannig að á nýju plötunni þeirra er trompetleikur, og þeir ætluðu að spila efni af nýju plötunni á hljómleikum. Ég sagði þeim að ég gæti spilað á trompet, og síðan hef ég spilað með þeim. Annars er ég kominn heim til að skera upp herör. Mér finnst fólk vera ægilega dauft. Það segir að það sé ekkert að gerast. Það gerist náttúrlega ekki neitt ef enginn gerir neitt." - Hvað á að gera? „T.d í sambandi við Kukl, við höfum mikla möguleika að taka rokkconseptið og nauðga því alveg hryllilega. Við höfum öll 3ja ára reynslu úr rokktónlist, og nú tökum við reynsluna saman, og það kemur út úr því frumkraftur. Við ætlum að sameina þennan kraft saman og hreyfa við fólki, því það er nauðsyn- legt að gera það. Mér finnst að við þurfum að segja stopp og ekki lengra." - Varðandi? „Varðandi ásigkomulag íslands. Og hvernig framtíðin eigi að vera, hvort við eigum að vera svefngenglar, einhverjar leikbrúður annarra. Það er búið að sýna sig hvort sem það er vinstri eða hægri að það gengur ekki upp." - Hvernig kemur músíkin inn í þetta? „Ég nota tónlistina fyrst og fremst til að sannfæra sjálfan mig að það sé einhver kraftur til að breyta til, fyrst fólks sem stóð í þessu, og CRASS voru þar með. Flux er eiginlega eina hljóm- sveitin sem stendur hörð á sínu með CRASS. Heróín er ódýrara en hass þarna úti, og mikið af underground-folki er farið í það, bæði í London, Glasgow og Lond- onderry. Það er mikið um að í dökkum, þunglyndum pörtum Englands sé fólk lamað af heróíni. í staðinn fyrir að kaupa sér bjór þá kaupir það sér fix. Ég vildi ekki sjá þetta hér. Ég held að það sé unnið markvisst að því að fá fólk á heróín. Ég hefði aldrei trúað því að þetta væri svona sjúkt. Núna er það að verða mottó hjá mér að verða eins sjúkur og veröldin sem ég er í. Með því get ég skilið hana og barist gegn sjúkleikanum. Það þýðir þó ekki að ég fari að nota heróín. Frekar að ég geri sjúka músík. Ég er farinn að hata ýmislegt fólk, eins og Thatcher. Það er alveg undarlegt að þetta sé í gangi. Síðan þegar ég kem til íslands þá sé ég miniútgáfur út um allt, og það er.alveg jafnmikil þörf að breyta hér. Það er alveg furðulegt að sjá hvernig Bretland er komið í vasann á Bandaríkjamönnum. Alveg ótrúlegt að fylgjast með þessu Cruise-eldflauga máli. Það er bara Bandaríkjastjórn sem getur skotið eldflaugunum, Bretar mega ekki snerta þær, þetta fyrrverandi stór- veldi" - Eitthvað að lokum? „Þetta er ekki að lokum. þetta erbara byrjunin. Nú fer þetta í gang." - ÁDJ Fréttir af hljóm- plötunni frá SATT ■ SATT hyggur nú á hljómplötuút- gáfu. 10. apríl er síðasti dagurinn sem menn geta skilað upptökum fyrir plötuna eða plöturnar, því reiknað er með að þær verði a.m.k. tvær. Mikill áhugi hefur verið fyrir þessari útgáfu, og nóg er úr að velja á plöturnar, að sögn Jóhanns G. Jóhannssonar hjá SATT. Plöturnar munu koma út í maí. Meðal listamanna sem verða á plötunni má nefna Magnús Þór Sigmundsson, Egil Ólafsson, Magnús Eiríksson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla, hljóm- sveitin Með nöktum, Centaur, DRON, Qútsí, Qútsí, Qútsí, sem að sögn flytur tónlist í ætt við Devo og Talking Heads. Einnig verður Eiríkur Hauksson með eitt lag, Jón Ragnarsson, Þórir Baldurs- son, Bergþóra Árnadóttir, Tappi Tíkar- rass með tvö lög, Hask og Bylur. Þrátt fyrir fjölbreytninga er ætlunin að velja efnið þannig að nokkur heildarsvipur verði yfir prójektinu. -ÁDJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.