Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 23
23 ■ Svart-hvítur draumur. Tímamyndir Sverrir. Skemmtilegir tónleikar með skemmtilegum sveitum á Hótel Borg ■ Vonbrigði. ■ Þrjár hljómsveitir léku um síðustu helgi á Hótel Borg. Þetta voru Lojpippus og Spojsippus, Svart-hvítur draumur og Vonbrigði. Fyrst á sviðið voru Loj og Spoj, eins og þeir eru oft kallaðir. Hljómsveitin er skipuð tveimur skeggjuðum náungum, þeim Tóta og Sveinbirni. Leikur Tóti á synthesisera og síkvensera en Svein- björn aðallega á trommur. Enginn eða mjög takmarkaður söngur er í flutningi hljómsveitarinnar, þetta er aðallega in- strúmental tónlist. Það er langt frá því að hér sé um að ræða tölvupopp. Öllu heldur er tónlist þeirra félaga tölvuvætt framúrstefnurokk. kröftugt og hug- myndaríkt. Talað hefur verið um að greina megi áhrif frá þýskum hljómsveit- um í leik þeirra, og víst er að þeir nálgast mjög ýmis konar iðnaðarrokk og -hljóð, sem komið hafa frá því landi. En allt er þetta vandað og skemmtilegt og þeim peningum ekki illa eytt sem eytt er í að kaupa sig inn á hljómleika með Lojpipp- us og Spojsippus. Þá komu Svart-hvítur draumur upp á sviðið. Sú hljómsveit er skipuð þremur drengjum. sem leika á trommur, gítar og bassa, og er bassaleikarinn aðal söng- krafturinn. Þessi hljómsveit hefur orðið nokkuð fastmótaða stefnu í flutningi sínum, og flytur nýbylgjurokk í ætt við ýmsar góðar hljómsveitir, t.d. má greina áhrif frá The Fall í sumum lögum. Langt er þó frá að hijómsveitin geti talist með þeim betri hér á landi, en þetta er traust og þokkaleg hljómsveit. Vonbrigði voru síðasta hljómsveit á dagskrá, og fluttu sína tónlist með venjulegum krafti og snilli. Tónlist þeirra er að þróast yfir í að verða nokkuð danshæf, það eru að koma diskótaktar í sum lögin. Þeir tóku fá lög af plötum sínum, ég man aðeins eftir einu. Hitt var allt nýtt. Hljómsveitin er greinilega í þróun og hefur nú staðið mjög lengi fyrir góðum tónlistarflutn- ingi. En uppsprettur tónlistarinnar virð- ast vera óþrjótandi hjá þeim Vonbrigða- mönnum. Þegar yfir heildina er litið þá held ég að Lojpippus og Spojsippus hafi verið besta hljómsveitin þetta kvöld, þrátt fyrir að Vonbrigði hafi staðið sig mjög vel. En maður hefur heyrt í þeim betri. ÁDJ. Og þá er það óháði vinsældarlistinn í annað sinn. Ýmislegt hefur gerst, Linton Kwesi heldur fyrsta sætinu, en nýja platan með The Smiths skýst nú upp í annað sætið. Auk þeirra eru X-mal Deutschland og Television personalities nýir á listan- um. 1. (1) Making History ..........Linton Kwesi Johnson 2. (-) The Smiths ........................The Smiths 3. ( 2) Soul Posession..................Annie Anxiety 4. ( 6) Mi Cannaae Believe It...........Michael Smith 5. ( 4) Those Fucking Pricks Flux Of Pink Indians 6. ( 9) ln the Flat Field................... Bauhaus 7. (-) The Painted Word ...... Television Personalities 8. ( 8) War........................................U2 9. (-) Fetisch......................X-mal Deutschland 10. (10) Perverted By Languague...............The Fall „SKRAMBI GOÐ " og ekki dýr... Athugið við eigum dráttarvélar til afhendingar nú þegar. Veltið þessu fyrir ykkur og veljið hina vönduðu DEUTZ dráttarvél, verðið er virkilega hagstætt. Gerið heyvinnuvélapantanir sem fyrst. Hafið samband við sölumenn okkar,en athugið, nú erum við að Borgartúni 26 Sendum ef óskað er íslenskan upplýsingabækling og verðlista. « H AMAR HF '•■W véladeild Borgartúni 26, Reykjavík. Sími 91-221 23. Pósthólf 1444. Skoðið TROMPIÐ OKKAR! DEUTZ-INTRAC ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Filmu- og plötugerð • Prenfun • Bókband PRENTSMIDJAN dddda h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI45000 ÁVALLT í LEIÐINNI — opið í hádeginu — um heigar — laugardaga kl. 9— 19 — sunnudaga kl. 10—12 og 1—19. Útiliuiðir — Gluggar Fullkomin samsetning Gerum verötilboö Sendum gegn póstkröfu. TRÉSMIÐJAN MOSFELL H.F- HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.