Tíminn - 15.04.1984, Qupperneq 19
SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984
menningarmál
Manneskjan í tóminu
■ Leikfélag Rcykjavíkur: BROS ÚR
DIÚPINU eftir Lars Norén. Þýðandi:
Stefán Baldursson. Leikmynd og bún-
ingar: Pekka Ojamaa. Leikstjóri: Kjart-
an Ragnarsson.
Bros úr djúpinu er vönduð leiksýning,
heilleg og hnökralaus af hendi Kjartans
Ragnarssonar og leikhópsins í Iðnó. Það
sem mestan svip setur á hana er leik-
mynd hins finnska listamanns, Pekka
Ojamaa. Það er sérkennileg umgjörð
sýningarinnar, fagmannlega gerð í hví-
vetna. Eftir á að hyggja kann raunar að
vera vafamál hvort stíll leikmyndar með
grímum á vegg yfir sviðinu hæfir að fullu
hinum raunsæislega stíl sem verkið sjálft
er að mestu skrifað í og flutt samkvæmt.
En leikmyndin dró hvergi athygli frá
texta verksins, og augljóslega er fengur
að því að fá til erlenda kunnáttumenn á
þessu sviði.
Lars Norén er, eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum, fertugur Svíi sem
hefur á seinni árum unnið álit þar í landi
fyrir leikritagerð, en áður orti hann
einkum ljóð. Ljóðræna setur raunar
verulegan svip á textann þótt að hinu
leytinu sé hann fullur af næsta hryssings-
legum natúralisma. En í verkinu er
vissulega dýnamít og höfundur gengur
nálægt persónum sínum, stundar eftir að
afhjúpa þær uns þær standa naktar uppi.
En að vísu reynist hið hugmyndalega
inntak verksins býsna gamalkunnugt
þegar upp er staðið. Hér er sem sé á
ferðinni athugun á hvötum mann-
eskjunnar þar sem allur ófarnaður er
rakinn til öfugsnúinnar kynhegðunar,
rétt eins og hjá Freud gamla.
Leikurinn fjallar um Eðvarð rithöfund
og konu hans, ballettdansmeyna Hel-
enu. Eðvarð er uppþornaður höfundur,
hefur ekki skrifað neitt í fjögur ár, og
virðist ekki hafa annað að gera en velta
sér upp úr sínum eigin vandamálum.
Helena hefur eignast barn, gegn vilja
sínum. vill hvorki heyra það né sjá og
hefur er leikritið gerist verið þrjá mánuði
á geðsjúkrahúsi. Á meðan hefur móðir
hennar, Júlía, komið til aðstoðar og
Eðvarð tekið að halda við Elínu systur
eiginkonu sinnar. Hér kemur einnig við
sögu Jane, kona sem verið hefur her-
bergisfélagi Helenu á sjúkrahúsinu.
í meginatriðum er þetta fjölskyldu-
drama, lýsing á því nútímahelvíti sem
svo títt blasir við í verkum manna nú á
dögum. Þar eru manneskjurnar einangr-
aðar hver í sínum lukta heimi, og
tortímingaröfl leika lausum hala innra
með þeim. Þetta er bölsýnt verk, fullt af
þeirri tómhyggju sem er hin rökrétta
afstaða sem tekin er í heimi sem hefur
misst öll gildi, maðurinn rekst fyrir
vindum og straumum eins og rekald,
sviptur öllum leiðarstjörnum.
I grein í leikskrá er haft eftir höfundi
að hann vilji lýsa hinu óútreiknanlega í
fari manna. „Persónur mínar,“ segir
hann, „eiga ekki aðeins að koma áhorf-
endum á óvart eins og í lífinu sjálfu,
heldur líka hver annarri og ekki síst
sjálfum sér." Ennfremur er haft eftir
Norén að hann skrifi „til að öðlast
þekkingu á sjálfum sér, lífi sínu og þeirri
staðreynd að nauðsyn sé að breyta því.
Það liggur í eðli leikritunar, segir hann,
að höfundurinn getur haft áhrif á eigið
líf aftur í tímann - næstum eins og í
sálgreiningu."
Ég hef tekið þetta upp til að varpa
Ijósi á hugmyndir höfundarins. Okkur
má auðvitað einu gilda hvort hann sækir
efnivið til eigin fjölskyldumála, eins og
hér er haft fyrir satt. En hitt er Ijóst að
leikrit Noréns er afar mikil naflaskoðun
í þeirri merkingu að þar er gruflað ákaft
í hvatalífi fólks og ófarnaður rakinn til
kynferðislegra áfalla. Helena hefur bor-
ið ástarhug til föður síns, Jane vinkona
hennar hefur mátt þola að eiginmaður-
inn tæki upp hómósexúelt samband við
son hennar, stjúpson sinn. I þessum
áherslum er Norén í góðum félagsskap
margra lærisveina Freuds. Af leik-
skáldum sem vafalaust hafa skipt hann
verulegu máli mætti benda á O’Neill eins
og gert er í leikskrá. Edward Albee
kemur einnig í hugann þótt ekki fari hér
fram átök á borð við hið þrotlausa
einvígi hjónanna í Hver er hræddur við
Virginíu Woolf? - En angistin, óttinn
við sjálfan sig er hinn sami; hið óbærilega
líf gengur af fólki dauðu.
Leikstjóri sýningarinnar í Iðnó hefur
tekið mjög æskilega stefnu í uppsetning-
Gunnar Slefánsson
skrifar um leiklist
unni. Framvinda sýningarinnar er hæg,
bygging hennar markviss. Manni fannst
raunar nóg um hægaganginn fram að
hléi, en að sýningu lokinni er Ijóst að
þessi aðferð var hárrétt. Persónurnar fá
svigrúm til að kynna sig, áhorfandinn
skynjar vanda þeirra smám saman, og í
seinni hlutanum, þegar hin innibyrgða
spenna leitar útrásar varð sýningin veru-
lega sterk og áhrifamikil.
í þessu leikriti reynir mjög á allar
persónurnar, og leikendur skiluðu allir
sínum hlut vel.Hanna María Karlsdóttir
fór með hlutverk Helenu, og það varð
góður sigur fyrir hana. Ég hef ekki séð
Hönnu Maríu fyrr í svo veigamiklu
hlutverki, og hún skilaði því af öryggi
frá upphafi til loka. Þar sem mest á
reyndi, í geðveikiatriðinu í lokin, náði
hún einkar sannfæarandi tökum með
góðri hjálp leikstjórans sem bersýnilega
hefur haldið vel í alla þræði. Sigurður
Skúlason í hlutverki Eðvarðs hafði far-
sæl tök á verkefni sínu: Sigurður hefur
verið vaxandi leikari og staðið sig vel í
Iðnó í vetur. áður í kcnnaranum í Guð
gaf mér eyra. Sama má segja um Guð-
rúnu S. Gísladóttur í hlutverki Elínar.
en sú persóna er að vísu öllu óljósari en
aðrar frá höfundarins hendi; hún er
systirin sem ætíð stóð í skugga eftirlætis-
dótturinnar. Þá bælingu sem þetta hefur
valdið hjá Elínu túlkaði Guðrún á
sannfæarandi hátt.
Sigríður Hagalín er svo margreynd og
traust leikkona að manni finnst ekki
annað en sjálfsagt að hún skili góðum
verkum. Hún hafði líka í öllum höndum
við hlutverk Júlíu. Valgerður Dan var
hin ráðvillta móðir, Jane. Skarpar eru
andstæður þeirra tveggja, en báðar hafa
gengist undir móðurhlutverkið, þar sem
Helena er enn á stigi barnsins eins og
fram kemur þegar geðveikin hremmir
hana á ný.
Leikfélagið hcfur sem eðlilegt er
bannað verk þetta börnum og ræður
hneykslunargjörnu fólki frá að sjá það.
Raunar get ég ekki séð að neinn hafi
ástæðu til að hneykslast, nema hvað
sumum kann að falla miður vel óheflaður
talsmáti um kynferðismál. Sannast að
segja átti ég von á verki sem væri meira
ögrandi en Bros úr djúpinu reyndist. Og
kannski líka nýstárlegra verki. miðað
við það frægðarorð sem höfundinum
fylgir, þar sem hann er auk heldur líkt
við Strindberg. Lars Norén hefur ekki
demón hins fræga landa síns, fjarri því.
Engu að síður er leikrit hans vel samið
og athyglisvert og sýningin til sóma þeim
sem að henni stóðu. Stefán Baldursson
leikhússtjóri þýddi leikinn á lipurt mál
sem að vísu hefði mátt vera fágaðara í
hinum Ijóðrænu köflum.
19
MERKI ÚRSMIDAFÉLAGS ÍSLANDS
MERKI ÚRSMIÐAFÉLAGS ÍSLANDS
TRYGGIR GÆÐI OG PJONUSTU
TRYGGIR GÆÐI OG PJÓNUSTU
LEITAÐU TIL
FAGMANNSINS
Nú hafa félagsmenn Úrsmiðafélags íslands
sett upp félagsmerki sitt, í verslunargluggana.
Par sem merkið er, getur þú notfært þér
þekkingu og reynslu fagmannsins
þegar kaupa á fallegt og vandað úr.
Úrsmiðurinn tryggir einnig
varahluta- og viðgerðarþjónustu.
Tilkynning
frá Byggðasjóði
í lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðum er gert ráð fyrir útvegun
fjármagns til lánveitinga til fyrirtækja, sem þurfa
að bæta aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustað.
Samkomulag hefir verið gert milli Framkvæmda-
stofnunar ríkisins og félagsmálaráðuneytisins um
að lán þessi verði veitt úr Byggðasjóði af sérstöku
fé, sem aflað verður í þessu skyni.
Umsóknir um lán þessi skulu því sendar Byggða-
sjóði, Rauðarárstíg 25, Reykjavík á umsóknar-
eyðublöðum Byggðasjóðs, þar sem sérsaklega
sé tekið fram að um sé að ræða lán vegna bætts
aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustað.
Umsóknarfrestur er til 7. maí n.k. Endurnýja þarf
umsóknir, er áður hafa verið sendar en ekki hlotið
afgreiðslu.
Sjálfvirkir, nákvæmir og vel einangraðir
rafhitarar.
Og nú á lækkuðu veröi:
13% afslátturvið staógreiðslu.
10% afsláttur með afborgunarskilmálum.
Hagkvæm og heppileg lausn við hitun húsnæðis.
Lækjargötu 22, Hafnarfirði. Símar: 50022, 50670.