Tíminn - 03.01.1986, Qupperneq 4
4 Tíminn
I auðlegð tungunnar er
fjöregg þjóðarinnar falið
Góðan dag, góðir íslendingar.
Gleðilegt nýtt ár.
Megi árið 1986 reynast okkur
öllum gæfuríkt og gjöfult.
Fyrsti dagur ársins hefur þá sér-
stöðu umfram aðra tímamótadaga
að vera ekki afmælisdagur
minninganna heldur fæðingardag-
ur framtíðarinnar, næstu 365 daga,
þar til áramót renna upp á ný og
aftur verður haldið upp á afmæli
með nýrri og ferskri einbeitingu.
Petta er dagur viljans til að vona.
Og ekki þarf að fara mörgum orð-
um um, að vonin er manninum hin
mesta gersemi í allri framtíðarsýn.
Á þessum fæðingardegi getur
enginn gert sér að fullu grcin fyrir
hvernig framtíðin lftur út, en fyrir
allar þjóðir sem eiga sér minningar
er það sjálfsögð hugsun að engin
framtíð er til án tengsla við fortíð.
Við fslendingar búum við þá gæfu
að vitund okkar um sameign
okkar, söguna, er sterk, svo sterk
að hún er meginskýring okkar á því
hver við erum og Itvar við erum
stödd á jörðinni í gervallri mann-
kynssögunni. Allir menn á öllum
aldursskeiðum lcita til minninga
sinna, vegna þess að hin liðna,
sagan, er skýring á andránni. Og
svo mikilvæg er manninum saga
fortíðar að hann mun vera eina
spendýr jarðarinnar sem ekki er
fætt með reynslu kynslóðanna,
heldur verður að læra hana, og
tileinka sér af annarra sögn eða eig-
in rannsókn - að minnsta kosti er
hann eina veran sem stöðugt skráir
samtíð sína framtíðinni til fróð-
leiks.
Alla tíð hefur manninum þótt
hann lifa mikla umbrotatíma.
Varla er þó ofmælt að aldrei hafi fs-
lendingar lifað slíka umbrotatíma
sem nú, þegar hafið kringum
okkur, sem einu sinni var okkur
bæði vörn og farvegur til annarra
þjóða, gegnir ekki lengur því hlut-
verki. Þegar tcngsl okkar við um-
heiminn færast æ nteir yfir á svíf-
andi hnetti í himinhvolfinu, þegar
ný tækni hefur leyst náttúruna af
hólmi, tækni sem getur orðið til
ómældrar farsældar ef rétt er á
haldið. En allar nýjungar geta rofið
tengslin milli fortíðarogframtíðar.
Pví þarf ávallt að halda vöku sinni
andspænis þeim, velja þaðsemgott
er, hafna hinu.
Við höfum nú kvatt ár, sem sér-
staklega var tileinkað æskunni.
Vissulega cr heimur nútíðarinnar,
heimur íslenskrar æsku, ólíkur
heimi foriíðarinnar, en svo hefur
oft verið. Unglingur með tölvu sína
á okkar dögum er ekki með skelfi-
legra tæki í höndum cn jafnaldri
hans sncntma á þessari öld með
símann eða nýjungagjarn bóndi á
sinni tíð með sláttuvél. Okkur, sem
nú erum á fullorðinsárum má aldrei
vaxa ný tækni svo í augum að við
teljum okkur hennar vegna ekki
geta náð til hinna yngri, sem hafa
hana á valdi sínu að okkur virðist
fyrirhafnarlaust. Við megum ekki á
þann veg láta tæknina grafa gjá
milli kynslóða.
Samt er tækni nútímans sund-
urgreinandi, sundrandi kynslóð-
um. Eldri kynslóð þekkir ekki
þann heim sem einn er heimur
nýrrar kynslóðar og ný kynslóð
kannast ekki við þann íteim sem
hin eldri var handgengin. Viðþær
aðstæður verður okkur vonandi
sem aldrei fyrr ljós nauðsyn sög-
unnar, brúarinnar milli tímanna,
ntilli kynslóðanna. Ljóst er að
aldrei má gleymast það sent
skáldið góða gerði að heilagri
þrenningu okkar „land, þjóð og
tunga...“
Oft er sagt aö heimilið sé horn-
steinn þjóðfélagsins og vissulega
er það svo. En heimilið á okkar
dögunt er öðruvísi hornsteinn en
nokkru sinni fyrr. Fyrir fáurn ára-
tugum voru svotil öll íslensk
heimili jafnframt vinnustaðir
kynslóðanna, yngri sem eldri. Par
gengu allir til sinna verka. Þar var
hvort tveggja í senn griðarstaður-
inn og vinnustaðurinn. Með iðn-
byltingu og tæknivæðingu ger-
breyttust hlutverk heimilisins.
Atvinnulífið fluttist burt og með
atvinnulífinu sá hluti fjölskyld-
unnar sem mest hvíldi á, fyrst
heimilisfaðirinn, síðar móðirin, -
og þá afi og amma.
Um leið og samskipti kynslóð-
anna á heimilinu breyttust, fór að
gæta sterkar en fyrr tilhneigingar
til sundurgreiningar á tilveru kyn-
slóðanna. Atvinnulaus börn og
unglingar heima fyrir kölluðu á
nýja þjónustu, nýjan skilning um-
hverfisins. Og um leið var farið
að líta á þau sem sérstæðari verur
en fyrr, sem sérstakan hóp neyt-
enda. Sáskilningurblasirviðaug-
um hvert sem litið er í dag. Mér er
sagt að nú eigi fjölmörg íslensk
börn erfitt með að gera sér ntynd
Áramótaræða
forseta íslands,
Vigdísar
Finnbogadóttur
af foreldrum sínum á vinnustað,
einfaldlega vegna þess að þau
hafa aldrei séð pabba og mömmu
viðverksín. Mérereinnigsagtað
sumir íslenskir unglingar eigi í
þrengingum með að tjá sig, því að
við þá sé lítið talað nema gegnum
útvarp og sjónvarp. Og í þeim
samræðum er aðeins annar aðil-
inn virkur, - Itinn er óvirkur
þiggjandi. Samtal og skoðana-
skipti eiga sér ekki stað á þann
veg. En sé mönnum vandinn ljós
er hægt að stefna að því að bæta
úr, og það gerir hver og einn sjálf-
ur best með eigin metnaði.
Auðvitað eru unglingar öðru-
vísi en fullorðnir. Til allrar ham-
ingju! Auðvitað hafa þeir annan
skilning á tilveru sinni en þeir sem
þegar hafa aflað sér miklu víð-
tækari lífsreynslu. Svo hefur allt-
af verið, og þannig á það að vera.
Unglingurinn með hvassa gagn-
rýni sína á hegðun fyrri kynslóða
er engin nýlunda heldur endur-
tekning sögunnar. Hins vegar
kann okkur nú að vera meiri þörf
en fyrr á að rísa gegn þeim sundr-
andi skilningi sem að hefur verið
vikið. Að leggja þess í stað
áherslu á það sem tengir kynslóð-
irnar saman og sýnir að við erum
öll í eðli okkar eins, tilheyrum
sama mannkyni.
Öll getum við verið sammála
um að fátt tengi kynslóðir þessa
lands betur saman en sú tunga
sem er stolt okkar. í auðlegð
tungunnar sjálfrar, íslenskunnar
og samhengis hennar, er fjöregg
þjóðarinnar fólgið.
Þær tæknibyltingar sem yfir
okkur hafa dunið á skömmum
tíma hafa vitanlega leitt til mikilla
breytinga í orðaforða okkar og
allri málnotkun. Aldrei fyrr hefur
reynt sem nú á þanþol tungumáls-
ins, á hæfni þess til endurnýjunar.
Aldrei fyrr hefur blasað við jafn-
ntikil hætta á að samhengið í mál-
sögu okkar gæti rofnað. Því skal
þó ekki gleymt að hér hefur þegar
verið unnið mikilvægt starf.
Orðasmíð og nýjungar í máli hafa
orðið okkur þjóðaríþrótt og í
samfélagi þjóðanna getum við
verið stolt. Hins vegar má okkur
ekki gleymast að tengja þráðinn
til fortíðarinnar. Sá þráður einn
er þess megnugur að varðveita
þjóðarsál okkar og lifandi tján-
ingarmiðil hennar, íslenska
tungu. Því án tungunnarerum við
ekki þjóð meðal þjóða. Og með
því að vera sjálfstæð þjóð með
öðru vísi tungu og öðru vísi
menningu en aðrir, höfunt við
eitthvað að gefa sem er ööruvísi.
Alls þess sem því tengist ber okk-
tir að gæta vel - láta ekki taka það
frá okkur, af því að annars staðar
séu ntenn vanireinhverju öðru...
Eitt af sérkenum okkar íslend-
inga er nafnahefð okkar. Við höf-
um haldið fast við þann gamla sið
að heita skírnarnöfnum okkar og
vera dætur og synir feðra okkar.
Alls staðar þar sem við erum
skráð er það fyrst og fremst með
skírnarnani, í þjóðskrá, símaskrá
eða íslenskum æviskrám. Meðal
annarra þjóða eru hins vegar ætt-
arnöfn aðalnöfn manna og eru
það þeirra siðvenjur. Nú hættir
okkur við að gangast möglunar-
laust undir það að afsala okkur
þessum þætti í sjálfstæði og
þjóðareðli. Á ráðstefnum með
erlendu fólki, á flugfarseðlum og
í erlendum gistihúsum, meira að
segja á flugfarseðlum sem gefnir
eru út á heimavettvangi heitum
við ekki lengur Jón og Guðrún
heldur Sigurðsson (komma) Jón,
eða Jónsdóttir(komma) Guðrún.
Og nú má spyrja, af hverju meg-
um við ekki þar vera eins og hér
heima, Guðrún Jónsdóttir og Jón
Sigurðsson? Ekki er úr vegi að
við höfum það sem nýársheit að
leiðrétta þennan misskilning
meðal erlendra manna og kenna
þeim að virða sið sem oft hefur
orðið efni í frásögu af sterkum
þjóðareinkennum.
Sú tunga sem við lærðum ung
við móðurkné er vandmeðfarinn
arfur. Rætur hennar liggja í
fortíð, í horfinni menningu.
Krónan breiðir sig yfir fjöl-
hyggjuheim nútímans. Næringin
milli róta og krónu fer um æðar
sögunnar og án hennar verður
laufskrúðið dauflegt og litsnautt.
Á fyrri tíð var órofa samhengi í
þróun tungunnar tryggt vegna
þess að heimilin voru jafnframt
vinnustaðurinn. Þá þurfti litlar
áhyggjur að hafa af því að ungl-
ingarnir töluðu annað mál en for-
eldrarnir. Með breytingum sem
orðið hafa, hefur hið mállega
uppeldi þjóðarinnar raunveru-
lega færst út af heintilinu og inn í
skólana. Þess vegna verðuraldrei
ofbrýnt fyrir okkur mikilvægi
þess uppeldisstarfs sem þar fer
fram og kann að vera það sem
skilur milli feigs og ófeigs í sögu
okkar á næstunni. Þess vegna á
ekki við neinn betur að gera en
kennarana, sem hafa axlað þá
ábyrgð með okkur foreldrum að
koma börnum okkar til manns.
Við lifum á erfiðum tímum, er
oft sagt. í viðtali sem nýlega birt-
ist við hinn heimskunna enska rit-
höfund Harold Pinter komst
hann m.a. svo að orði: „Víst má
túlka veruleikann á marga vegu.
En samt er hann alltaf einn. Og ef (
þessi veruleiki er sá að þúsundir
ntanna sé verið að pynta til dauða
á þessu andartak og hundruð þús-
unda megatonna af kjarnorku-
sprengjum bíði þess að vera skot-
ið á þessu augnabliki, þá er það
svo, og það er ntergurinn málsins.
Við verðum að horfast í augu við
það.“
Að horfast í augu við raun-
veruleikann felur það í sér að tak-
ast á við hann. Gleðjast yfir því
sem gott er og hafna því sem við
viljum ekki að yfir okkur dynji.
Hinn kunni vísinda- og lær-
dómsmaður, landi okkar Wolf-
gang Edelstein, hefur um langt
árabil unnið með íslenskum
börnum og unglingum og kannað
viðhorf þeirra til samtíðarinnar
og umhverfis. Könnun hans hefur
leitt í ljós að mikill fjöldi ís-
lenskra ungmenna lifir í stöðug-
um ótta við tortímingu. í þess
konar veruleika er okkur mikil
þörf á von, von um betri heim,
von um varanlegan heimsfrið. Og
okkur er mikil þörf á því, kyn-
slóðum landsins, að geta rétt hver
annarri höndina, tekist sameigin-
lega á við að byggja okkur brú,
milli fortíðar og framtíðar, beint
athygli okkar og kröftum að því
sem sameinar okkur, en ekki
sundrar, geta gengið til liðs við
vonina og trúna á hin góðu öfl til-
verunnar á nýju ári.
Ég óska landsmönnunt öllunt
gleðilegs árs.
Föstudagur 3. janúar 1986
ÚTLÖND
Norðmenn æstir
í enn meiri olíu
Osló-Reuter
■ Káre Kristiansen olíu- og orku-
málaráðherra Noregs segir nauðsyn-
legt fyrir Norðmenn að auka enn
fleiri olíulindir á næsta áratug.
Norðmenn urðu fyrir miklum von-
brigðunt í seinustu viku þegar Norsk
Hydro birti niðurstöður olíuleitar á
svæði í Norðursjó sem áður hafði
verið talið eitt auðugasta olíusvæði
Norðmanna. í ljós kom að lítil sem
engin olía var á svæði en aðeins
nokkuð af gasi sem ekki er eins hag-
kvæmt að vinna.
Olíuframleiðsla Norðmanna er nú
um 850.000 tunnur á dag en síðar á
þessu ári er stefnt að því að auka
hana upp í eina ntilljón tunna og
samkvæmt opinberum áætlunum á
olíuframleiðslan að vera orðin 1,5
milljón tunnur á dag árið 1987.
Olíuframleiðsla úr þeim lindum,
sem nú er vitað um, fer svo að
minnka upp úr 1990 svo að þá verða
Norðmenn að taka nýjar olíulindir í
notkun eigi framleiðsla þeirra að
haldast stöðug. Káre Kristiansen
segir Norðmenn binda miklar vonir
við olíuleit út af ströndum Norður-
Noregs og miðhéraða landsins.
Þingmenn hand-
teknir með 20 kg
af heróíni
Port Louis-Reuter
■ Hollenska lögreglan handtók
síðastliðinn föstudag fjóra ferða-
langa frá Afríkuríkinu Mauritaníu
eftir að 20 kíló af heróíni fundust í
farangri þeirra á Schipol-flugvelli í
Amsterdam. Við yfirheyrslur kom í
ljós að fjórmenningarnir voru allir
þingmenn á þinginu í Mauritaníu.
Aneerood Jugnauth forsætisráð-
herra Mauritaníu hefur skýrt frá því
að Mauritaníustjórn muni ekki biðja
um að mcnnirnir verði framseldir en
þeir voru með diplómatavegabréf.
Forsætisráðherrann sagði í gær að
það væri skammarlegt að þingmenn
skyldu flytja dauðann milli landa.
„Eg hef enga samúð með nokkrum
þeirra, sem þingmenn er ætlast til
þess að þeir séu fulltrúar hagsmuna
almennings. Þeir eiga ekki skilin
þingsæti sín.“
Þingmennirnir fluttu heróínið
með sér frá Bontbay á Indlandi. Þeir
hafa neitað að viðurkenna að þeir
hafi vitað um heróínið.
Bretland:
Skrifstofuástir
bitna á afköstum
London-Reuter
■ Samkvæmt skýrslu, sem birtist í
breska hagstjórnartímaritinu Per-
sonnel Management. hefur að
undanförnu orðið mikil auking á
„skrifstofuástum", þ.e. ástarsam-
bandi starfsfólks á skrifstofum.
í könnununni voru 76 fram-
kvæmdastjórar spurðir hvort þeir
hefðu ástarsaniband við samstarfs-
fólk á skrifstofunni og hvort þeir
vissu um aðra sem ættu í slíkum ást-
arævintýrum. Þriðjungur aðspurðra
viðurkenndi að þeir héldu sjálfir við
einhvern á skrifstofunni og að
meðaltali vissu þeir unt sex ástar-
ævintýri meðal samstarfsmanna
sinna.
Því er haldið fram í niðurstöðum
könnunarinnar að aukinn fjöldi ást-
arsambanda á skrifstofum stafi af
fjölgun framagjarnra kvenna. Skrif-
stofuástirnar eru sagðar slæmar fyrir
afköst þar sem einbeitni minnki,
meira sé blaðrað í vinnutíma og ást-
arsamkeppni valdi togstreitu sem sé
slæm fyrir andrúmsloftið.