Tíminn - 03.01.1986, Page 5

Tíminn - 03.01.1986, Page 5
Föstudagur 3. janúar 1986 Tíminn 5 ÚTLÖND Stórveldin sýna myndræna slökun Washington-Moskva-Rcuter Sri Lanka: Bandaranaike vekur friðarvon Hún fær aftur full borgararéttindi Colombo-Reuter. ■ íbúar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna fengu óvæntan nýársglaðn- ing á nýársdag þegar bandarískar sjónvarpsstöðvar sjónvörpuðu ný- ársávarpi Gorbachevs Sovétleið- toga og sovéska sjónvarpið sýndi sjónvarpsávarp Reagans Banda- ríkjaforseta. Nýársávörp leiðtoganna voru ekki almennt auglýst í sjónvarpsdag- skrám en samt er talið að tugir og jafnvel hundruð milljóna manna hafi hlýtt á boðskap þeirra. Sjónvarps- áhorfendur, sem fréttamenn höfðu samband við lýstu almennt yfir ánægju með ávörpin sem eiga sér ekkert fordæmi. Leiðtogarnir forðuðust að mestu ágreiningsatriði í ávörpum sínum, sem stóðu í fimm mínútur, og lögðu höfuðáherslu á eigin friðarvilja. Þrátt fyrir þetta myndræna merki um slökun spennu í samskiptum risa- veldanna er ekki talið að bandarísk eða sovésk stjórnvöld muni hvika frá stefnu sinni í heimsmálum. 1 ára- mótaleiðara sovéska blaðsins Prövdu er þannig harkaleg árás á í- hlutun Bandaríkjamanna í málefni annarra ríkja sem sögð er höfuð- orsök „svæðisbundinna vandamála" í Nicaragua og annars staðar í heim- inum. ■ Sirima Bandaranaike áöur en hún var svipt borgararéttindum 1980 fyrir valdniöslu. Nú hafa stjórn- völd í Sri Lanka náðað hana í von um að hún geti lagt eitthvað af mörkum til þjóð- areiningar í þessu stríðs- hrjáða eyríki. ■ FyrstaembættisverkJuniusarJa- yewardene forseta Sri Lanka á nýja árinu var að náða frú Sirima Banda- ranaike fyrrverandi forsætisráðherra og veita henni full borgararéttindi, þ.á.m. rétt til að taka þátt í stjórn- málum. Bandaranaike, sem er 65 ára, var forsætisráðherra á Sri Lanka 1960 til 1965 og 1970 til 1977. Hún var rekin af þingi og svipt borgararéttindum til sjö ára 1980 eftir að dómstóll dæmdi hana seka um valdníðslu á meðan hún gegndi embætti forsætisráð- herra. Almennt er búist við því að hún taki nú aftur sæti á þingi fyrir hönd Alþýðuflokks Sri Lanka þar sem stjórnarskráin heimilar stjórnmála- flokkum að biðja þingmann að víkja úr sæti sínu fyrir öðrum. Miklar vonir eru bundnar við að Bandaranaike komi til með að gegna mikilvægu hlutverki við lausn þjóð- ernisátaka á milli Sinhalese, sem eru í meirihluta og þjóðarbrots Tamila. Skæruliðar Tamila hafa að undan- förnu gert margar blóðugar árásir á Sinhalese-íbúa landsins en skærulið- arnir krefjast sjálfstæðis héraða þar sem Tamilar eru fjölmennastir. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um innan stjórnkerfisins á Sri Lanka lagði Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands hart að Jayewardene for- seta Sri Lanka að gefa Bandaranaike upp sakir. 1 fyrstu pólitísku yfirlýsingu sinni eftir sakaruppgjöfina krafðist Bandaranaike þess að þegar í stað yrði efnt til almennra kosninga á Sri Lanka. Belgía: Áramótaflótti úr fangelsi Brussel-Reuter ■ Nokkrir fangar í ríkisfangelsi í Arlon í suðvesturhluta Belgíu not- uðu tækifærið við 'nýársfagnað fanga og fangavarða til að brjótast út í frelsið. Að sögn lögreglunnar léku þrettán strokufangar enn lausum hala í gær. Fangar í fangelsinu voru alls 117 talsins en meirihluti þeirra vildi ekki taka þátt í fangelsisflóttanum þótt strokufangarnir hefðu yfirbugað fangaverðina og lokað þá inni. Einn strokufanganna var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morð. Nígería slakar á gjaldeyrisreglum Lagos-Reuter. ■ Nígeríustjórn kynnti í gær nýjar gjaldeyrisreglur sem eru mun frjáls- ari en þær sem hingað til hafa gilt þar í landi. Samkvæmt nýju reglunum fá bankar leyfi til að versla með erlend- an gjaldeyri á markaðsverði undir eftirliti seðlabankans. Gengi gjald- miðils Nígeríu, naira, á þessum frjálsa markaði verður háð mark- aðnum en opinbert gengi naira gagn- vart dollar er nú rúmlega fjórum sinnum hærra en viðgengst á svört- um markaði. Kalu Kalu fjármálaráðherra Níg- eríu segir að stjórn Nígeríu muni reyna að semja við lánardrottna sína um frestun á endurgreiðslum lána þannig að Nígeríumenn þurfi ekki að greiða nema sem svarar 30 prós- ent af útflutningstekjum sínum í vexti og afborganir. Samkvæmt núvcrandi samningum eru Nígeríumenn skuldbundnir til að greiða sem svarar 42% af útflutn- ingstekjum sínum á þessu ári í vexti og afborganir. Norður-Kórea fær kiarnorku Tokyo-Reuter: ■ Norður-kóresk fréttastofa hefur skýrt frá því að Sovétmenn hafi lofað að aðstoða við smíði kjarnorkuvers í Norður-Kóreu. Kang Song-San forsætisráðherra Norður-Kóreu undirritaði sam- komulagið um smtði kjarnorkuvers- ins ásamt Nikolai Ryzhkov forsætis- ráðherra Sovétríkjanna í Moskvu annan í jólum. Norður-Kóreumenn hafa hingað til ekki haft nein kjarnorkuver eða kjarorkuvopn en mikið er af banda- rískum kjarnorkuvopnum í Suður- Kóreu og Suður-Kóreumenn fá stór- an hluta raforku sinnar frá kjarn- orkuverum. Asnar á ösnum Nýja Delhi-Reuter: ■ Lögreglan í Nýju Delhi notaði nýja aðferð til að refsa fylliröftum sem voru með skrílslæti og asnahátt á nýjársnótt. Þeir verstu voru dregnir skjálfandi þunnir út úr fangageymsl- um lögreglunnar á nýjársdag og látn- ir ríða ösnum um götur Nýju Delhi. Andlit fylliraftanna voru svert og hendur þeirra bundnar. Sumir báru skilti sem á stóð „Þetta verða örlög þorpara 1986“. Talsmenn lögreglunnar í Nýju Delhi segja að fleiri asnagöngur verði haldnar á þessu ári með ill- ræmdum þrjótum og þorpurum. slíkar göngur hafa tíðkast um nokk- urt skeið í þorpum til sveita en þetta er í fyrsta skipti sem stórborgarþorp- arar í Nýju Delhi eru niðurlægðir með þeim. Bílstjórar borga sig inn í Bergen Fyrsti vegatollur inn í v-evrópska borg Bergen-Reuter UTLOND Umsjón: Ragnar Baldursson ■ Bílstjórar, sem aka inn í norsku borgina Bergen, verða frá og með deginum í gær að greiða vegatoll við borgarmörkin. Borgaryfirvöld í Bergen segja að tollurinn, sem er fimm norskar krónur(tæpl. 30 ísl. kr.) á bílstjóra, sé einstakur í Vestur-Evrópu. Engin önnur vestur-evrópsk borg taki gjald af ökumönnum sem aki inn yfir borg- armörkin. Tollurinn er rukkaður í sex toll- skýlum sem reist hafa verið við allar umferðaræðar inn í Bergen. Hann verður notaður til að standa straum af vegalagningu í Bergen og til að bæta umhverfi borgarinnar. Samkvæpit skoðanakönnun, sent norskt blað gerði í Bergen, eru tveir af hverjunt þremur borgarbúum á móti vegatollinum og sumir bílstjór- ar hafa hótað því að neita að greiða tollinn og stöðva þannig umferð við tollhliðin. FÖSTUDAGSKVÖLD 0PIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 20 í KVÖLD Frá áramótum verður opið: á föstudögum til kl. 20 álaugardögum kl.9-16 Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.