Tíminn - 03.01.1986, Page 7
Föstudagur 3. janúar 1986
Tíminn 7
■ Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra.
anna. Ef til vill gefur hlýnandi sjór
meira svigrúm til að auka aflann.
eins og margir reyndir sjómenn
halda fram. Ef svo reynist, er sjálf-
sagt að nýta það til hins ýtrasta. Ekki
veitir af í þcirri þröngu stöðu, sem
er.
Góðir íslendingar,
Líklcga þykir ykkur ég ræða um of
um erfiðleika og e.t.v. gæta svart-
sýni, sem ekki eigi við um áramót.
Rétt er. að efnahagsmálin hef ég
áður heldur forðast við þetta tæki-
færi. t>ví valdi ég þann kostinn að
ræða þau nú, að mér þykir lítið hafa
unnist á því ári, sem er að líða. Það
er hins vegar bjargföst sannfæring
mín, að;
„umbætt og glaðari framtíð
sú veröld sem sjáandinn sér" '
eins og Stephan G. Stephansson
segir, sé því fjær sem lengur tekur að
ná tökum á efnahagsmálum íslensku
þjóðarinnar.
Svartsýnn er ég þó ekki, þegar til
lengri tíma cr litið. Á liðnu ári hef ég
sannfærst um það betur en nokkru
sinni fyrr. hvílíkiróhemju möguleik-
ar eru í okkar ágæta landi. Þeir virð-
ast allstaðar vera, í hugviti unga
fólksins, sent haslar sér völl í ýmiss-
konar hátækniiðnaði, stóraukinni
tækni og hagræðingu í fiskiðnaði,
sem framsýnir menn á þeim sviðum
leitast við að framkvæma, í nýjum bú-
greinum, og síðast en ekki síst, í
notkun á heitu og hreinu vatni og sjó
til fiskeídis.
Satt að segja virðast möguleikarn-
ir svo miklir og áhuginn svo mikill,
% j
60 t
Verðlagsþróun á íslandi, erlendar skuldir og
þjóðarframleiðsla 1945 -1985
Hlutfallslegar verðbreytingar
á milli ára fhægri skali)x.
Erlendarskuldir i hlutfalli við
landsframleiðslu (vinstri skali)
1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980
Breytingar þjóðarframleiðslu 1945-1985
erlend lán verið tekin til neyslu eða
óarðbærrar fjárfestingar. Með öðr-
um orðum, allt of oft höfum við lifað
um efni fram.
Svipað má segja um hinar tíðu
gengisfellingar. Ef menn vilja, geta
þær að sjálfsögðu verið tæki til þess
að bæta afkomu útflutningsatvinnu-
veganna, en þegar þeim fylgir jafn-
harðan hækkun verðlags og launa,
leiða þær aðeins til aukinnar verð-
bólgu og enn meiri erfiðleika.
Þegar vaxandi erlendar skuldir og
verðbólga fara saman, sýnir reynsl-
an, að við ekkert verður að lokum
ráðið.
Ýmsar þjóðir, sem eru í raun ríkar
af náttúruauðlindum, standa ábarmi
gjaldþrots. Erlendar skuldir þeirra
og verðbólga hafa vaxið svo gífur-
lega, að öll bönd hafa brostið.
Ég kynntist í sumar lítillega einni
slíkri þjóð. Þar finnast í jörðu næst-
um allir þeir málmar, sem nýtanlegir
eru, þar er olía, landbúnaðarhéruð
ágæt og fiskur mikill fyrir ströndum
landsins. Samt sem áður virðist
gjaldþrot blasa við.
Hvernig má slíkt gerast? Fjár-
málaspilling virtist á allra vitorði og
viðurkennd. Mútur eru reglan og
hver sem getur flytur fjármagn sitt úr
landi. Auðurinn hefur safnast á fárra
hendur, en fjöldinn býr við hörmu-
legafátækt. Átvinnuleysi ergífurlegt
og stór hluti þjóðarinnar ólæs og
óskrifandi.
Þegar ég skoða þróun mála hér á
landi, fæ ég ekki varist þeirri hugsun,
að skammt hafi verið í ógöngur engu
minni en þær, sem ýmsar skuldugar
verðbólguþjóðir eiga nú við að
stríða.
Það sem fyrst og fremst hefur
bjargað íslendingum er forn arfleifð,
manndómur og almenn menntun
fjöldans. Þetta eru þeir kostir, seni
gert hafa okkur kleift að skapa á
skömmum tíma ótrúlega góð
lífskjör. Að þessu leyti er ástand hér
á landi gjörólíkt því, sem er hjá flest-
um þeim þjóðum, sem gjaldþrot við
blasir. Þetta gerir gæfumuninn. Það
var skilningur almennings ogalmenn
þátttaka. sem gerði stjórnvöldum
kleift að snúa landinu af braut
óðaverðbólgu og erlendar skulda-
söfnunar. Mikið hefur þegar áunn-
ist, verðbólga hefur lækkað stórlega
og erlendar skuldir aukist lítið síð-
ustu tvö árin. Því fer þó víðs fjarri,
að björninn sé unninn.
Því miður hefur á árinu 1985 að-
eins tekist að halda verðbólgu í
skefjum. Erlendar skuldir hafa jafn-
framt heldur aukist, þótt hægar sé en
áður var.
Fyrir þessum slaka árangri eru
ýmsar ástæður. Sumar eru erlendar,
einkum fall dollarans og hækkun
Evrópugjaldmiðla. Það hefurvaldið
hækkun vöruverðs, en á sama tíma
minni tekjum flestra útflutningsat-
vinnuvega.
Aðrar ástæður eru innlendar. Sem
fyrr höfum við spennt bogann um of
og eytt meiru en við öflum. Með
launaskriði hafa tekjur aukist langt
umfram það, sem atvinnuvegirnir
þola. Þetta hefur auk þess valdið
óþolandi launamismun. Þeir sem við
ýmsar undirstöðugreinarstarfa, hafa
setið eftir. Ekki dettur mér í hug að
draga úr hlut stjórnvalda í lélegum
árangri á liðnu ári. Mikill halli á fjár-
lögum á stóran þátt í þeirri ofþenslu,
sem verið hefur. Ég er einnig þeirrar
skoðunar, að um of hafi verið látið
undan kröfum um gengissig. Að
sjálfsögðu getur gengi aldrei verið
stöðugt í verðbólgu, en það má ekki
síga svo mjög, að það haldi við eða
jafnvel auki verðbólgu. Auk þess
kemur það atvinnuvegunum að eng-
um notum, ef það leiðir til aukins
kostnaðar á öllum sviðum. Af því
höfum við langa og bitra reynslu.
Við getum ekki búið við verð-
bólgu, sem er að nokkru marki hærri
en í helstu viðskiptalöndum okkar og
skuldir við útlönd verða að lækka á
næstu árum. í ár greiðum við erlend-
um fjármagnseigendum 5,800 millj-
ónir króna í vexti. Það fjármagn
verður ekki notað til kjarabóta eða
nauðsynlegra framkvæmda.
Leiðin úr þessum vanda , þegar til
lengri tíma er litið, er innlendur
sparnaður og aukin framleiðsla.
Ég efa ekki, að það muni takast.
Hins vegarerégjafn sannfærðurum,
að það verður ekki þrautalaust. Við
höfum lengi vanist því að byggja hús
og stofna fyrirtæki með ódýru fjár-
magni og litlu sem engu eigin fé. Það
er ekki unnt lengur, og þeir sem hafa
lagt út f slíkt á síðustu árum, munu
eiga í erfiðleikum á meðan þessi
breyting er að verða. Því er óhjá-
kvæmilegt að veita um tíma hús-
byggjendum og ýmsum atvinnuveg-
um aðstoð eins og frekast er unnt. Á
það hefur verið og mun verða lögð
áhersla, en það verður að gera án
þess að kveikja verðbólgueldinn að
nýju.
Stjórnvöld munu á árinu 1986gera
sitt til þess að árangur náist. Það mun
m.a. verða gert með miklu aðhaldi í
fjármálum ríkisins.
Ekki mun verða hvikað frá því
markmiði, að ríkissjóður verði halla-
laus og erlend lántaka hans ekki um-
fram afborganir. Það mun valda
samdrætti og, því miður, einnig
valda þvf, að ýmsir aðilar, sem hafa
notið góðs af þenslunni munu verða í
erfiðleikum. Ekki verður bæði hald-
ið og sleppt.
Aðhaldssamri gengisstefnu mun
einnig verða fylgt. Atvinnuvegirnir
mega ekki gera ráð fyrir því, að sér-
hverri kostnaðar hækkun innanlands
verði einfaldlega mætl með því að
fella gengið. Þeir verða einnig að
gera kröfu til sjálfra sín. Með að-
haldi, aukinni framleiðslu og hag-
ræðingu, má ná miklum árangri. Það
hafa einstakir atvinnurekendur sýnt.
Á þessu ári hefur kaupmáttur
tekna hækkað verulega. Að sjálf-
sögðu hefur þetta stuðlað að meiri
viðskiptahalla, eins og reyndar mikil
verslun nu fyrir jólin hefur sýnt. Ef
árangur á að nást á næsta ári, má
kaupmáttur lítið aukast, en hann á
hcldur ekki að þurfa að lækka. Að
skaðlausu mætti hann jafnframt fær-
ast nokkuð til þeirra, sem lægri laun-
in hafa, frá hinum, sem betur búa.
Allt væri það, sem ég hef nú rakið,
stórum auðveldara, ef líklegur væri
umtalsverður hagvöxtur á næsta ári.
Því miður er því ekki spáð. Vöxtur
þjóðarframleiðslunnar er aðeins tal-
inn verða um 2 af hundraði. Það er
langtum minna en var eftir fyrri sam-
dráttarskeið. Þessu veldur fyrst og
fremst að fiskstofnarnir eru taldir of
veikir til þess að auka megi aflann
umtalsvert. Staðreyndin er hins veg-
ar sú, að þessi litli hagvöxtur veitir
afar lítið svigrúm til þess bæði að við-
halda kaupmætti, draga úr erlendum
skuldum og bæta stöðu atvinnuveg-
að gæta þurfi þess að fara ekki of
geyst. Allt bendir t.d. til þess, að
fiskeldi gcti á fáum árum oröið ein
megin máttarstoð hins íslenska efna-
hagslífs. Slys mega ekki hindra, að
svo verði.
Með því sem er að gerast, með
nýjum atvinnugreinuni og nýrri
tækni, fullyrði ég aðgrundvöllurhef-
ur veriö lagður að nýju framfara-
skeiði, þrátt fyrir þrönga stöðu.
Þannig mun okkur takast að greiða
hinar erlendu skuldir og ná á ný eigi
lakari lífskjörum en þær þjóðir
njóta, sem lengst eru komnar, og
það sem mikilvægast er, að draga úr
hinum örlagaríku sveiflum í íslensk-
um þjóðarbúskap. Allt byggist þetta
þó á því, að jafnvægi náist í efna-
hagsmálum með stöðugu gengi og án
verðbólgu. Það verður því að takast
- til mikils er að vinna.
Ekki verður ofsögum af því sagt,
að við lifum á miklum umbrotatím-
um. Þjóðin er ekki aðeins að brjótast
úr viðjum verðbólgu og erlendra
skulda og byggja þess í stað á inn-
lendum sparnaði og ráðdeild og að
hasla sér völl í nýjum atvinnugrein-
um,.heldur hefur mannlíf allt gjör-
breyst á undanförnum árum með
breyttum heimi. Með gífurlegum
framförum á sviði samgangna og
fjarskipta crum við orðin, og verðum
í vaxandi mæli, óaðskiljanlegur hluti
af þessum heimi, hvort sem okkur
líkar betur eða ver. Ég skil það
reyndar vel, að mörgum líki ver hinir
breyttu tímar. Sjálfur sakna ég
margs, sem horfið er. Slík hugsun er
þó til lítils.
í ár ferðaðist yfir þriðjungur ís-
lendinga til útlanda. Þegar ég var í
menntaskóla, voru þeir unglingar
fáir, sem höfðu komið til annarra
landa. Nú munu flestir á þeim aldri
hafa kynnst öðrunr þjóðum. Eftir
fáein ár munu flest heimili geta séð
fjölmargar, erlendar sjónvarps-
stöðvar. Þannig aukast samskiptin
stöðugt.
Að sjálfsögðu hefur þetta haft
mikil áhrif, bæði góð og ill. Ég efast
þó mjög um, að íslensk æska standi
að baki æsku fyrri ára. Almenn
menntun er t.d. meiri en áður var og
unga fólkið víðsýnna. Því verður þó
ekki neitað, að reykingar og vaxandi
notkun áfengis mcðal unglinga er
áhyggjuefni, og sérstaklega notkun
fíkniefna. Sjálfsagt er að taka þá
föstum tökum, sem gera sér slíkt að
féþúfu, og stórauka löggæslu, sektir
og hegningar. Líklegustu leiðina til
árangurs tel ég þó vera fræðslu og að
veita unglingum góða aðstöðu til
starfa og heilbrigðra athafna og útrás
fyrir rnikla lífsorku, t.d. í íþróttum
og útivist. Sem betur fer eru þeir til-
tölulcga fáir, sem fallið hafa fyrir
freistingunum. Hinir eru langtum
fleiri, sem eru heilbrigðir á sál oglík-
ama. Það leyndi sér t.d. ekki hjá þcim
hópi unglinga, sem ég fékk tækifæri
til að ræða viö í sjónvarpssal nýlega.
Ég óttast ekki um framtíð þessarar
þjóðar í slíkum liöndum.
Nú tíðkast að tileinka árogjafnvel
áratugi ákveðnum þjóðfélagshóp-
um. Það er gert til þess að bcina at-
hygli manna og viðleitni sérstaklega
að velferð slíkra aðila.
Það ár, sem er að líða, er ár æsk-
unnar. Það vcrkefni að búa vel að
æsku landsins, andlega og líkam-
lega, er ef til vill það mikilvægasta,
sem sérhver kynslóð gerir. í því felst
framtíðin.
Konum var tileinkaður heill ára-
tugur, sem nú er lokið. Víða um
heim eru konur einskonar undirok-
uð stétt. Svo er sem betur fer ekki
hér á landi. Ég þckki engan Islend-
ing, sem ekki telur sjálfsagt, að kon-
ur búi við sömu kjör og karlmenn. Á
þetta mun þó nokkuð skorta enn.
Það ersannfæring mín, að á næstu
árum hverfi allur slíkur munur.
Stöðugt fleiri konur afla sér
menntunar,'sem mun gera þær full-
komlega jafn færar til að gegna flest-
um þeim störfum, sem karlmenn
fyrst og fremst sinna nú, og sumum
jafnvel betur. Frá konum verður þó
aldrei tekið móður-og húsmóður-
hlutverkið, sem er að niínu mati það
mikilvægasta, sem mönnum er falið.
Engin gjöf var mér betri gefin en að
eiga góða móður. Að því býr maður-
inn alla ævi. Það sama munu flestir
íslendingar, sem betur fer, geta sagt.
Ekkert verður æsku þessa lands
betra gcfið en gott hcimili, góð fjöl-
skylda.
Með hinum miklu þjóðfélags-
breytingum eykst hraðinn og spcnn-
an mcð hverju ári. Hér á landi cr þó,
sem betur fer, víða unnt aö leita
kyrrðar og friðar langt frá anistri og
önn dagsins, jafnvel í næsta nágrenni
byggðar.
Síöastliðið sumar gekk ég á
Hornbjarg. Veður var dásamlegt,
sólskin, hlýtt og kyrrt.. Því ævintýri,
sem fyriraugu bar, verðurekki lýst. (
bjarginu söng kór milljón bjarg-
fugla. Þrátt fyrir það ríkti friður og
kyrrð. Þannig hefur það verið um
aldir, nema byggðin er horfin.
Fyrir fáum árum gekk ég í sex tíma
um hlíðar Botnssúlna í nágrenni
Reykjavíkur í fallegu veðri. Það
ríkti ómælanleg kyrrð og fegurð.
Einnig þarna, svo nálægt fjölmenn-
inu, var allt óbreytt, þrátt fyrir gjör-
breyttan heim.
íslendingar,
Heimurinn mun breytast og
mannlífið með. Að sjálfsögðu er
okkur skylt að gera það sem við get-
um til að stýra breytingunum þannig,
að mannlífið verði sem best, en að
koma í veg fyrir þær getum við aldrei
né viljum. Landið mun þó breytast
seint. Stórir hlutar þess munu lengi
standast tímans tönn og varðveita
sínar dásemdir. Það skulum við eiga
fyrir okkur sjálf. Þangað má lengi
leita friðar.
Ég þakka íslendingum ölluni liðið
ár. Megi nýtt ár færa þjóðinni frið og
farsæld.