Tíminn - 03.01.1986, Side 20

Tíminn - 03.01.1986, Side 20
Mismiklir möguleikar ■ Möguleikar þeirra landsliða sem lenda í þriðja sæti í sínum riðlum að kornast í 16 liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu eru mismiklir að því er breska blaðið Sunday Times skýrir nýlega frá. Pau lið sem lenda í fyrsta og öðru sæti í undanriðlunum sex í keppninni, sem fram fer í Mexíkó næsta sumar, fara öll sjálfkrafa í 16 liða úrslitin. Þá eru fjögur liðeftir og koma þau úr hópi þeirra sex liða scm verma þriðja sætið í undanriðlunum. Sjá nánar á íþróttasíðuni í dag, bls. 10 og 11. Tímimi 300% hækkun flugvallaskatts: DREGUR ÚR FERÐALÖGUM TIL ÍSLANDS ■ Ferðamálaráð kallaði saman skyndifund stjórnar sinnar í gær vegna 300% hækkunar flugvallaskattsins svokallaða. Mun brottfarar- skattur flugfarþega til og frá íslandi hækka úr 250 kr. í 750 kr. frá 1. mars. í ályktun stjórnarinnar er fjármála- ráðhcrra beðinn um að endurskoða þessa margföld- un flugvallaskattsins, jafn- franrt því að vinnu- brögðunum er harðlega mótmælt. Kjartan Lárusson, fram- kvæmdastjóri Fcrðaskrif- stofu ríkisins, sagöi við Tím- ann í gær að svona stökk- breyting upp á 300% ætti eft- ir að skaða feröamannaiön- aðinn vcrulega og myndi hafa veruleg áhrif á álit þeirra aðila sem skipta við ís- lendinga um ferðamanna- iþjónustu. Ferðaskrifstofur hér á landi hafa sent verðupplýs- ingar til viðskiptaaðila er- lendis og standast þær upp- lýsingar ekki lengur. Sagði Kjartan að svona flugvalla- skattur þekktist hvergi á Vesturlöndum, heldur væri hann mun lægri þar sem hann er. í Bandaríkjunum cr skatturinn um 150 kr. í fréttatilkynningu frá Ferðamálaráði segir, að þetta muni draga verulega úr heimsóknum erlendra ferð- amanna til landsins og einnig úr ferðum íslendinga til ann- arra landa. Þá er bent á að með sam- þykki lánsfjárlaga hafi lög- bundnar tekjur Ferðamála- ráðs verið skertar um 30 milljónir. Þetta er gert á sama tíma og ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem er í hvað mestum vexti á land- inu. Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, taldi mjög ólíklegt að orðiö yrði við þeirri ósk Ferðamálaráðs, að endur- skoða þessa skattheimtu. Sagði hann að allur kostnað- ur af flugþjónustu væri bor- inn uppi af almannafé og ætti þessi skattheimta að standa undir þeim kostnaði. Sagði hann að þetta gjald hefði verið óbreytt í mörg ár og skipti varla sköpum um hvort fólk ferðaðist hingað eða héðan. Ástæðan fyrir því að erfitt er að endurskoða þetta, er að í fjárlögum er gert ráð fyr- ir 100 milljón króna tekjum af flugvallaskattinum. Vörugjald á sætabrauö: Bakarar baka vandræði ■ Bakararætlaséraðgrípa til aðgerða og baka stjórn- völdum vandræði, vegna þeirrar ákvörðunar fjármálaráðherra, að leggja 24% vörugjald á sætabrauð og kökur. Landssamband bakara- meistara hélt félagsfund í gær og verður með annan fund í dag og verður þá tekin ákvörðun um til hvaða að- gerða verður gripið. Jóhann- es Björnsson, formaður Landssambandsins, sagði við Tímann í gær, að þessi vörugjaldsálagning hefði komið þeim mjög á óvart, einkum þar sem fjármála- ráðherra hafði gefið bökur- um þær upplýsingar fyrir mánuði, að ekkert yrði úr þessari álagningu. Sfðan barst bökurum bréf í gær, þar sem tilkynnt var um þessa álagningu frá og með nýársdegi, eða degi eftir að álagningin átti að koma til framkvæmda. Sagði Jóhann- es þetta forkastanleg vinnu- brögð, en eðlilegra hefði ver- ið að ræða þetta við bakara áður en af þessu yrði. Bjóst Jóhannes við því að innflutningur á kökum myndi aukjist mjög í kjölfar þessa og yrði þetta til þess að samdráttur yrði í kökufram- leiðslu á landinu og starfs- fólki í bökunariðninni fækk- aði, en nú vinna um 700 manns við bakstur. Áætlað er að fjármálaráð- herra nái inn um 100 milljón- um með þessu vörugjaldi. Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, sagði við Tímann, að heimild fyrir þetta vöru- gjald væri búin að vera í lög- um í tíu ár, og væri því hér bara um framkvæmd á gild- andi lögum. Vörugjald þetta mun hafa einhver áhrif á vísitölu fram- færslukostnaðar, en Hösk- uldur gat ekki sagt hversu mikil. Sagði hann að sæt- abrauðið hefði mun minna vægi en annað brauð í vísi- tölunni. Höskuldur var spurður að því hvort þetta væri ekki sérkennileg tíma- setning með það í huga að samningar eru lausir og þetta yrði varla til að liðka fyrir þeim. Svaraði hann því til að hér væri um stjórnmálalegt mat að ræða og því annarra að svara því. Tíma-mynd: Róbert. ■ Alls voru brotnar 28 rúður í Höllinni og nágrenni. Mesta mildi þykir að enginn skyldi slasast alvarlega. Eins og myndin ber með sér standa oddhvöss glerbrot út í allar áttir. Tugþúsunda tjón á áramótadansleik í Laugardalshöll: „Þetta ball hefði ekki átt að leyfa“ ■ Tuttugu og átta rúður voru brotnar í Laugardals- höll og nágrenni, eftir ball sem Stuðmenn héldu í Höll- inni. 2500unglingar, margir hverjir undir áhrifum áfengis voru gæslulausir inni í Höllinni og lögreglu- lið það sem gæta átti mann- fjöldans fyrir utan réði ekki við neitt. Tólf manna lög- reglulið átti að sj á um að allt færi fram með ró og spekt. Hluti liðsins varð þegar óvirkur við eftirlit, þar sem flytja þurfti fjölda unglinga á slysadeild, í fangageymsl- ur og til síns heima. Gísli Þorsteinsson aðal- varðstjóri var á staðnum. í samtali við Tímann sagði hann að þetta ball hefði ekki átt að leyfa. Þá sagði hann að gæsía innandyra hefði ekki verið eins og lof- að var í fyrstu. „Við hefðum þurft að vera 30-40 til þess að ráða vel við þennan fjölda,“ sagði Gísli. Fyrir utan öll rúðubrotin var mikið um önnur skemmdarverk. 40-50 stól- ar úr stúkunni voru eyði- lagðir. Stóllinn er metinn á 860 krónur. Salernin fóru ekki varhluta af gleðskapn- úm. Tvö salerni voru brotin og allir ljósakúplar voru brotnir þar. Stuðmenn héldu ballið og bera því mestan skaða af skemmdunum. Þeir tryggðu Höllina hjá Sjóvá, fyrir upphæðina húndrað þúsund krónur. Sigurður Pétursson aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Sjóvá sagði í samtali við Tímann að þar væri einungis um að ræða glertryggingu. Alls voru seldir 2108 mið- ar á ballið, og áætlar lög- reglan að alls hafi verið um 2500 manns, flestir ungling- ar, í Höllinni og fyrir utan. Mikil ölvun var og talsvert um meiðsli. Fjórir unglingar voru handteknir. Steindórsmálið í borgarstjórn: Afgreitt á einni mínútu ■ Tugir leigubifreiðastjóra voru viðstaddir fund borgar- stjórnar Reykjavíkur síð- degis í gær. Það tók borgar- fulltrúa einungis þrjár og hálfa mínútu að afgreiða þau þrjú mál sem voru á dagskrá þ.á.m. fundargerð borgar- ráðs frá 27. desember um rekstur hinnar svokölluðu Steindórsstöðvar. Það er fyrirtækið Sendibíl- ar sf. sem sótti um það til borgaryfirvalda að fá fram- lengingu á rekstrarleyfi fyrir um 50 litlar sendibifreiðar á Steindórsplaninu við Hafn- arstræti 2. í fyrstu hafnaði borgarráð umsókninni en samþykkti síðar að veita leyfið. Þetta gerðist 27. des- ember sl. Þessi framlenging til eins árs kom svo á dagskrá borgarstjórnar í gær og var samþykkt samhljóða. Mikillar reiði gætti meðal þeirra leigubifreiðastjóra sem voru viðstaddir fundinn. í máli nokkurra þeirra kom fram að enn einu sinni væru yfirvöld að hafa að engu dóm í undirrétti og hæstarétti þess efnis að Sendibílum sf. væri óheimilt að annast fólks- flutninga, því það væri al- mannavitneskja að aðstaðan í Hafnarstræti væri til þess notuð. Þá heyrðust spádóm- ar á þá leið að harka kynni að hlaupa í deilu leigubifreiða- stjóra við starfsmenn Sendi- bíla sf. þegar liði að vori og minni verkefni yrðu til skipt- anna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.