Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 1
ÞRAINN Valdimarsson mun gegna fram- kvæmdastjórastööu hjá Framsóknarflokknum tíma- bundiö en Haukur Ingibergsson sagöi þeirri stöðu uppumsíðustu mánaoamót. Þráinnerekkiókunnug- ur þessu starfi því hann hafði verið framkvæmdastjóri flokksins áratugum saman þar til Haukur tók við fyrir þrem árum. EKIÐ VAR Á níræðan mann í Lönguhlíð á móts við Drápuhlíð laust eftir klukkan 14 í gær. Mað- urinn var með fullri meðvitund þegar að var komið, en reyndist fótþrotinn. Hann var fluttur á slysadeild og þaðan átti hann að leggjast inn á Landspítalann. BJÖRN ÞÓRHALLSSON hefurtekið við formennsku í stjórn Þróunarfélags íslands, en hann og Gunnar Ragnars tóku sæti í stjórninni eftir að Davíð Sch. Thorsteinsson og Hörður Sigurgests- son sögðu af sér. FELAG íslenskra iðnrekenda hefur sent frá sér ályktun þar sem harmað er að Þróunarfélag íslands skuli á sínum fyrstu starfsdöqum hafa þurft að þola pólitísk afskipti og telur að með þessu sé búið að eyði- leggja trú manna á að þetta félag fái starfsfrið, og raunar líkur á að félagið verði lítið annað en nafn- breyting á Framkvæmdastofnun. Því er þeim tilmæl- um beint til stjórna lánasjóða iðnaðarins og banka- ráðs Iðnaðarbankans að þeir endurmeti afstöðu sína til Þróunarfélagsins og athugað verði hvort þróun iön- aðar sé ekki betur borgið utan Þróunarfélagsins en innan. KVENNAFRAMBOÐIÐ I Reykjavík hefur ákveðið að bjóða ekki fram til borgarstjórnar I komandi kosningum. f fréttatilkynningu Kvenna- framboðsins segir að endurtekning þeirrar aðgerðar sem efnt var til árið 1982 sé ekki I íklegasta leiðin til ár- angurs fyrir málstað kvennahreyfingarinnar að sinni og því verði starfað á öðrum vettvangi. Þá segir að Ijóst sé að Kvennalistinn I Reykjavík hugsi sér til hreyfings og þeim, sem að honum standa, óskað góðs gengis I starfi. JYR, varðskip Landhelgisgæslunnar sótti I gær Ijóádufl út á Faxaflóa, eftir ao það hafði skemmst. T al- ið er að ein af festingum duflsins hafi qefið sig og það oltið á hliðina. í gærkvöldi var unnið að uppsetningu á nýju dufli. TÓLF HUNDAR og sautján manns voru fluttir með TF-SYN, Fokker vél Landhelgisgæslunn- ar, I gærdag. Farþegarnir voru á leið á námskeið fyrir björgunarhunda og þjálfara þeirra norður I Aðaldal I Þingeyjarsýslu. STJÓRN Arnarflugs hf. samþykkti á fundi sín- um I gær, að leggja til viö hluthafa félagsins, að hluta- fé verði aukið um allt að 96,7 milljónir króna, sem er um tvöfalt núverandi hlutafé. Jafnframt samþykkti stjórnin að boðatil hluthafafundar 25. febrúarnk., þar sem tillagan um hlutafjáraukninguna verður lögð fram. SIGURFARIII hefur verið seldur til Haraldar Böðvarssonar & Co á Akranesi. Stjórn Fiskveiða- sjóðs ákvað I gær að taka þessu tilboði. Sigurfari II var áður á Grundarfirði. KRUMMI Kannski verka- lýðshreyfingin ætti að losa sig við hagfræðing- ana og fá sér hjúkrunarfræð- inga í staðinn... Niðurstaða tilraunar á sjúkrahúsi Akureyrar: Hærri laun lækka launakostnaðinn! Það er ódýrara að borga hjúkrunarfræðingum 15 þús- und króna launauppbót fyrir fullt starf en að gera það ekki. Þetta eru niðurstöður tilraunar sem gerð var á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og staðið hefur frá því í ágúst sl. Það var samstarfsnefnd hjúkrunarfræðinga sem á sín- um tíma stakk upp á að gera þessa tilraun sem fólst í því að ráð bót á skorti á starfandi hjúkrunarfræðingum, og Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri útfærði. Á ráðstefnu sem Hjúkrunar- félag íslands og Félag háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga hélt í gær undir yfirskriftinni „Skortur á hjúkrunarfræðing- um til starfa“, kom lngibjörg Fiskihöfnin í Bremerhaven: Vill meiri ferskfisk - yfirmaður hafn- arinnar hér til viðræðna Yfirmaður fiskihafnarinnar í Bremerhaven, Reinhard Mein- ers, er staddur hér á landi til viðræðna við íslensk stjórnvöld og forystumenn LÍÚ. Tilgangur þessara viðræðna er að fá íslendinga til að flytja út meira af ferskum fiski og landa oftar en verið hefur í Bremerhaven. Meiners sagði á fundi með fréttamönnum í gær að stærstu þýsku kaupendurnir af ferskfiski frá íslandi væru í Bremerhaven og Cuxhaven, og hefði að jafnaði borist ált'ka mikið af ferskum fiski frá ís- landi til beggja þessara hafna. Hann sagði að mikilvægt væri að þessi hlutföll breyttust því Bremerhaven annaðist rúm 60% af fiskviðskiptum til fisk- vinnsluhúsa og smásölu í Þýskalandi, og þyrfti stundum að kaupa fisk frá Cuxhaven til þess að geta annað eftirspurn frá viðskiptavinum sínum. Meiners benti á að um 7000 manns störfuðu beint eða óbeint við sjávarútveg í Brem- erhavcn, og þar sem fiski- skipafloti Þjóðverja hefði dreg- ist mikið saman á undanförn- um árum væri mikilvægt að stöðugt framboð væri af ís- lenskum fiski þar. Enn hefur ekkert orðið úr formlegum samningum um þetta efni, en Hr. Meiners skýrði frá því að nýstofnað þýsk-íslenskt vinafélag í Brem- erhaven hefði ákveðið að bjóða Kristjáni Ragnarssyni formanni L.IÚ, Halldóri Ás- grímssyni sjávarútvegsráð- herra og Matthíasi Bjarnasyni viðskiptaráðherra til Bremer- haven í sumar. -BG R. Magnúsdóttir deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu með tölfræðilegar niðurstöður úr þessari tilraun. í stuttu máli eru niðurstöðurnar þær að 30 hjúkrunarfræðingar breyttu stöðuhlutfalli sínu og 2 nýjar komu til starfa, en það sam- svarar því að 12,5 hjúkrunar- fræðingar hafi bæst við. Nú eru 47 hjúkrunarfræðingar í 100% stöðu á Akureyri. Greinilegt er að tilraunin bætti úr skortinum, en það sem er athyglisvert í þessu dæmi er að launauppbótin sem sjúkra- húsið greiðir til 47 hjúkrunar- fræðinga er 700 þúsund krónur, en ef borga hefði þurft sömu vinnu í eftirvinnu hefði kostn- aðurinn verið 750 þúsund krónur. Sparnaðurinn við til- raunina nemur 50 þúsund krónum. Á ráðstefnunni í gær var þetta þó ekki talinn helsti ávinningur tilraunarinnar held- ur hlutir eins og betra skipulag vinnu, vinnusparnaður stjórn- enda, bættur vinnuandi, og betri og samfelldari hjúkrun sjúklinga. Tilgangur þessarar ráðstefnu var að „efla faglega vitund hjúkrunarstéttarinnar og taka ábyrga afstöðu til lausnar á þeim vanda sem „skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er““, eins og segir á ráðstefnu- skjali. Að sögn Sigþrúðar lngi- mundardóttur formanns HÍF og Magnúsar Ólafssonar for- manns FHH, var á ráðstefn- unni ekki hvað síst rætt um það hvernig hjúkrunarfræðingar gætu aðstoðað stjórnvöld við að leysa þennan vanda og í er- indum og starfshópum ráö- stefnunnar var leitað svara við ýmsurn aðkallandi spurningum scm hjúkrunarfræðingar þurfa að svara, bæði varðandi við- brögð stjórnvalda og eins varð- andi „innri mál“ stéttarinnar s.s. fagmennsku og breytta stöðu m.t.t. nýrra hjúkrunar- stétta. Niðurstöður ráðstefnunnar verða gefnar út, og að sögn forsvarsmanna hennar er von- ast til að þær niðurstöður geti komið að miklu gagn í starfi og umræðu hjúkrunarfræðinga. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.