Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. febrúar 1986 TÓNLIST Tíminn 9 FJOLGUN FARÞEGAIFVRRA - 1ÆKKUN FARGJAIDAIAR James Barbagallo. Fiörugur pianisti Jacquillat stjórnaði bráðskemmti- legum helgartónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Háskólabíói 1. febrúar. Af einhverjum ástæðum var húsið ekki nema hálffullt, og hefði maður þó haldið að margir vildu koma til að heyra Ungverska raps- ódíu eftir Liszt og Moldá eftir Smet- ana, að ekki sé talað um „Rhapsody in Blue“ eftir Gershwin - kannski jafnvel þetta sé of „þungt“ fyrir létt- klassíkera vora? Hljómsveitin var í fínu formi eins ogjafnan þessi misserin. Samtfannst mér Ungverska rapsódían (nr 2) ekki alveg nógu örlögþrungin, né Moldá eins full af sveitasælu og fram- ast gæti orðið. Sirkus-polki Stravin- skys og „E1 Salón Mexico" eftir Aar- on Copland voru þarna líka, sér- kennileg verk. En hápunkturinn þessu sinni var flutningur bandaríska píanistans James Barbagallo á „Rhapsody in Blue“ - þessi píanisti, sem er sagður einn hinn eftirsóttasti ungra píanista í Bandaríkjunum um þessar mundir, sameinaði frábæran leik og skemmtilega framkomu; hann kom öllum f gott skap. Hljóm- sveitin lét ekki sitt eftir liggja, og sér- stök tækifæri til að brilliera fengu Einar Jóhannesson klarinettisti og Ásgeir Steingrímsson trompet. Ein- ar gerði raunar mörg glæsinúmer á tónleikunum, enda spilari í fremstu röð. Tónleikar þessir höfðu yfirskrift- ina „Úr austri og vestri“. Öll verkin eru mjög vinsæl, en eiga það sam- merkt að vera vönduð og merkileg tónlist, hvert á sínu sviði. Þannig er „Rhapsody in Blue“ t.d. fyrsta meiri háttar daður „æðri tónlistar" við jazzinn, þótt fransmenn snemma á öldinni hafi verið undir talsverðum áhrifum þaðan. Tónleikarnir voru þannig Sinfóníuhljómsveitinni til sóma og áheyrendum til gleði. Sig. St. 20 SONGLOG Eftir Gylfa Þ. Gíslason Hinn 2. febrúar efndi Almenna bókafélagið til kynningartónleika í Norræna húsinu vegna útgáfu 20 sönglaga Gylfa Þ. Gíslasonar. Garð- ar Cortes flutti þar lögin öll, og einu betur, en Ólafur Vignir Albertsson spilaði með á píanó útsetningar Jóns Þórarinssonar. Garðar sagðist ekki hafa búist við þeim 200 áheyrendum sem fylltu húsið - hann hafði „stílað upp á intime" fyrir 20-50 - en allt fór samt vel. Garðar kynnti hvert lag með fáeinum orðum og söng það síðan. Jón Kristinn Cortes hefur nótnasett bókina, og er hún hið besta úr garði gerð. Þessi sönglög Gylfa eru frá ýmsum tímum, meiri parturinn líklega frá menntaskólaárum hans, einkum 1936 er hann var í 6. bekk; sum eru frá „viðreisnarárunum” þegar Gylfi var menntamálaráðherra og leitaði hvíldar frá pólitísku amstri í ljóðum Tómasar Guðmundssonar, og varð stundum lag úr, og enn önnur eru jafnvel frá allra síðustu árum. Helmingur laganna er við ljóð Tómasar Guðmundssonar, en hinn helmingurinn við Ijóð annarra skálda. Af hinum síðarnefndu þóttu mér tvö bera af, Stora barnet (sænsk vögiguvísa) og Barnagæla (eftir Ein- ar Ásmundsson í Nesi). Öll eru þessi lög samt geðþekk, eins og lands- menn þekkja núorðið eftir að hljómplata með sumum þeirra kom út fyrir fáum árum. Af Tómasar- lögunum er „Ég leitaði blárra blóma" þegar orðið „klassík", „Hanna litla“ er ágætt lag, en Jón Þórarinsson er sagður telja „Þjóð- vísu“ fallegasta lagið í bókinni; um það kvæði á Sigurður Nordal að hafa sagt að það væri besta kvæði sem ort hefur verið á íslandi (að sögn Garðarsl). Það telst alltaf til góðra tíðinda þegar nótnabækur og sönglagahefti eru gefin út hér á landi. Um tíma leit út fyrir að glymskrattinn og útvarpið mundu ganga af allri lifandi tónlist í heimahúsum dauðri, en sönggleðin varð yfirsterkari og fólk er sagt vera ennþá að raula ofurlítið í kringum píanó. Vér óskum Gylfa Þ. og öðrum að- standendum bókarinnar til hamingju með árangurinn. Sig. St. Garðar Cortes og Gylfi Þ. Gíslason með sönglagabókina. Tímamynd: Svenír NY LEIÐ TIL MALLORCA Samvinnuferðir-Landsýn býður nú í fyrsta sinn ferðir til Mallorca - einnarfrægustu sólarparadísar veraldar. Við höfum komið okkur fyrir á frábærum baðströndum f kringum höfuðborgina Palma, - Santa Ponsa, Magaluf og Palma Nova. Og við bjóðum einnig nýja leið til Mallorca hvað kostnaði viðvíkur. Auk hefðbundinnar ákvörðunar um gististaði gefum við farþegum okkar kost á nýstárlegri leið til sparnaðar. Leikurinn felst í sérstöku SL-hóteltilboði. Þú pantar ferð á ákveðnum tíma og við tryggjum þér gistingu á ein- hverju óákveðnu hóteli á Santa Ponsa eða Magaluf ströndunum. Við ábyrgjumst að hótelið sé þægilegt, einfalt og hreinlegt, að það sé vel staðsett gagnvart strönd, að sundlaug sé við hótelið, að herbergi séu með baði og að hálft fæði sé innifalið í verði. 10 dögum fyrir brottför færðu slðan uppgefið nafn hótelsins og nákvæma staðsetningu þess. SUWARFBIH) BTBJflR I BtKLIHCHUM OKKAR! Við bjóðum alla áhugasama ferða- langa velkomna til skrafs og ráðagerða um sumarfríið sitt í nýinnréttuðum og glæsilegum afgreiðslusölum okkar í Austurstræti 12. Þarafhendumvið nýja sumarferðabæklinginn, sýnum nýja kynningarkvikmynd um alla helstu áfangastaðina og veitum alla þá þjónustu sem okkur er frekast unnt. GLÆSILEG VERÐTILBOÐ • Rlmlni-Rlcclone frá kr. 22.700 10 daga ferð, 412ja herb. íbúð, aðild- arfél.afsl. • SæluhúsíHollandlfrákr. 16.900 2ja vikna ferð, 8 saman I húsi, aðildar- fél.afsl. • SumarhúsfDanmörkufrákr. 17.700 2ja vikna ferð, 5 saman I húsi, aðildar- fél.afsl. • Grikklandfrákr. 26.800 Einnarviku ferð, hótelgisting m/morgun- verði, aðildarfél.afsl. • Rhodos frá kr. 27.800 2javiknaferð, hótelgisting m/morgunverði, aðildarfél.afsl. • Mallorca frá kr. 18.700 2ja vikna ferð, SL-hótel m/hálfu fæði, aðildarfél.afsl. • Flugogbíllfrákr. 14.200 Flug til Kaupmannahafnar, bílaleigubíll meðótakmörkuðum akstri I einaviku, 5 saman (bíl. ír^o.t andsynat, Þt-' .oWl,mvib Rhoow un Ha tekurforskot finn sSSXSa,,sodd' ^sssrjr^1^ ótal brellum. °pna sl<iöldu mei Þeifmegarrn'aSérsem mest áfangastaöat . Mallorca • Rlmlnl , Grlkkland . Rhodos . RúWferb'r . Norðurlönd . sovétrik'n , Kanada • Ævln^a1e'Jramb°rg, Zurlch) mtnnutnvlbérao íSSSSJíí artarseblunum' AÐILDARFÉLAGSVERÐ SL-KJÖR SL-FERÐAVELTAN „SAMA VERÐ FYRIR ALLA LANDSMENN“ BARNAAFSLÁTTUR semer MUNIÐ SUNNUDAG Kl. 1-4 Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727 Við heilsum nýju ferðaári með fjölbreyttara ferðavali en nokkru sinni fyrr, lægra verði en áður hefur tekist að bjóða og fjölbreyttum afsláttar- og greiðslukjaramöguleikum. Þannig gerum við fleirum kleift að ferðast og undirstrikum sérstöðu okkar sem ferðaskrifstofu í eigu fjölmargra samtaka launafólks í landinu. Við bjóðum þér að kynnast ferðaáætlun okkar í ítarlegum bæklingi, á greinargoðri kynningarmynd um helstu áfangastaði (utan Mallorca) og hjá starfsfólki okkará söluskrifstofunum og hjá umboðsmönnum víða um land. Um leið ersumarfríið ’86 hafið, - vangavelturnar byrjaðar - og hafirðu tök á að ferðast með okkur á sumri komanda er stutt I ferðapöntun, tilhlökkun, undirbúning og brottför. Gleðilegt sumarfrf - hérlendis sem erlendisl I verðlistanum okkar sýnum við dæmi um aðeins 3.5% hækkun fargjalds frá árinu 1985 til 1986, - þrátt fyrir um 40% verðbólgu og 20-30% hækkun á Evrópumynt. Þetta er afleiðing frábærrar þátttöku í ferðunum á síðasta ári - nokkuð sem styrkti samningsstöðu okkartilmunafyrir komandi sumar! Dæmi um verðhækkun: (miðað við að viðkomandi njóti aðildarfélagsafsláttar og endurgreiðslu þ.e. hafi ferðast með okkurásiðastaári): Danmörk Verð fyrir fullorðinn einstakling miðað við 5 manns í húsi: Verð 1986 Verð 1985 Hækkun Endurgreiðsla1986 Raunhækkun ' Júni 18.700 16.700 2.000 1.200 800 (4.8%) Ágúst 19.800 18.000 1.800 1.200 600 (3.5%)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.