Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn LAUSAR STÖÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vili ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Fjölskyldudeild óskar eftir tilsjónarmönnum til að styðja börn og unglinga. Um er að ræða 10- 40 tíma á mánuði: Fólk sem: - hefur gott innsæi og áhuga á mannlegum sam- skiptum. - er hugmyndaríkt og hlýlegt í viðmóti, en jafn- framt ákveðið. - hefur tök á að skuldbinda sig a.m.k. 1 /2 ár. Get- ur sótt um, óháð menntun eða stöðu. Nánari upplýsingar veittar í síma 621611, kl. 10- 12, alla virka. Upplýsingar gefur yfirmaður fjöl- skyldudeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5.hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir 15. febrúar. Kosning um áfengis- útsölu í Hafnarfirði Kjörskrárstofn vegna kosninga um áfengisútsölu í Hafnarfirði sem fram eiga að fara 22. febrúar 1986 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrif- stofunni, Strandgötu 6 á opnunartíma skrifstof- unnar. Skriflegar kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist bæjarritara, Strandgötu 6 eigi síðar en 18. febrúar n.k. Kjörskrá er miðuð við manntal 1. desember 1985. Bæjarstjóri || F býður þér þjónustu sína við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Við sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bæði i vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Hifir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Fífuseli 12 109 Reykjavík sími 91-73747 Bílasími 002-2183 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN Uppboö sem auglýst var í 1., 4. og 7. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni iðnaðarhúsi við Litla-Hvamm, Reykholtsdalshreppi, eign þrotabús Breiðverks hf. ferfram sem liður í opinberum skipt- um þrotabúsins föstudaginn 14. febrúar 1986. Upp- boðið verður sett á skrifstofu embættisins kl. 14.00 og síðan háð á eigninni sjálfri sama dag kl. 15.00 Sýslumaður Mýra og Borgarfjarðarsýslu. Orðsending frá Verkakvennafélaginu Framsókn Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 10. febrúar vegna flutninga, opnum á þriðjudaginn í húsnæði okkar að Skipholti 50A, símar 688930/1. POPP Laugardagur 8. febrúar 1986 Þungarokksveitin Gypsy sigraði í Músiktilraunum Tónabæjar árið 1985. Tímamynd: Sverrir. Músiktilraunir ’86 Lifandi tónlist í Tónabæ Nú er aldeilis mál til komið að unglingahljómsveitir um land allt dusti rykið af hljóðfærunum og hefji æfingar af kappi, því óðum styttist í Músiktilraunir ’86. Að venju er það Tónabær sem stendur fyrir tilraununum og verður þetta í fjórða skipti sem þær eru haldnar. Músiktilraunir eru hugsað- ar sem tækifæri fyrir unga tónlistar- menn til að koma á framfæri frum- sömdu efni og ef vel tekst til gefst þeim tækifæri til að vinna efni sitt í stúdíói, því í boði eru þrenn verð- laun 20 stúdíótímar hver. Þessi verð- laun eru gefin af Mjöt, Studio Stemmu og Hljóðrita. Músiktilraunirnar verða haldnar þrjú fimmtudagskvöld í apríl og er þá ætlunin að fram komi 5-7 tilrauna- hljómsveitir og er hverri ætlað að flytja fjögur frumsamin lög. Áhorf- endum er síðar ætlað að gefa hljóm- sveitunum stig eftir frammistöðu. Tvær stigahæstu hljómsveitirnar af hverju tilraunakvöldi keppa síðan til úrslita föstudagskvöldið 25. apríl og þar verður sérstaklega skipuð dómnefnd sem ásamt áhorfendum velur sigurvegara Músiktilrauna ’86. Sjálfu úrslitakvöldinu verður vænt- anlega útvarpað beint á Rás 2. Sú hljómsveit sem að lokum stendur uppi sem sigurvegari þarf ekki að kvíða sumrinu, því auk áð- urnefndra stúdíótíma verður sigur- vegurunum boðinn samningur við hljóðfæraleik á vegum borgarinnar. Þó svo að Músiktilraunir ’86 séu haldnar í Reykjavík stendur ekkert í vegi fyrir hljómsveitum utan af landi og meira að segja hafa aðstandendur tilraunanna lofað utanbæjar hljóm- sveitum styrk til suðurferðar. Að undanförnu hefur verið mikil gróska í unglingahljómsveitum og hvetur poppsíða Tímans alla sem hljóðfæri valda til að taka þátt í til- raununum og hver veit nema þær geti af sér þrjár stórgóðar hljómplöt- ur með dugandi unglingahljómsveit- um. Þær hljómsveitir sem hyggja á þátttöku í Músiktilraunum '86 geta skráð sig í Tónabæ, í síma 35935. Þar verða einnig veittar allar nánari upp- lýsingar um gang tilraunanna. Bono og Clannad Samstarfið vakti Gróu gömlu Þá er poppkornið byrjað í sjón- varpinu og poppsíða Tímans óskar nýjum umsjónarmönnum velgengni í nýju starfi. I fyrsta þættinum var sýnt vídeó með írsku þjóðlagahljómsveitinni Clannad. Sú hljómsveit er lítt þekkt hér á landi og hefði myndbandið væntanlega ekki verið sýnt ef ekki hefði verið gestasöngvari með hljómsveitinni, sjálfur Bono úr U2. Bono var kærkominn á skjánum, þó ólíkt skemmtilegra hefði verið að sjá hann í ham á tónleikunum Under Á Blood Red Sky, en ekki er á allt kosið, í þeim efnum frekar en öðrum. Mjög lítið hefur farið fyrir U2 á liðnum mánuðum og upp hafa sprottið raddir sem boðað hafa enda- lok þessarar merku hljómsveitar. Menn hafa bent á samstarf Bono við Clannad sem sönnun þess og um leið hefur því verið haidið fram að Mar- ie, söngkona Clannad togi fast í Bono. En þau tvö hafa borið allar slíkar sögusagnir á bak aftur og segja samstarfið byggt á sannri vináttu og áhuga beggja á írskri þjóðlegri hefð. Bono segir samstarfið við Clannad hafa haft mikil og sterk áhrif á sig. Vídeóið þeirra var tekið víða á írsk- um söguslóðum og reyndi leikstjór- inn Meigert Avis (sem reyndar hefur gert flest myndbönd U2) að koma írsku þjóðarsálinni fyrir í myndinni, þó svo að við uppi á íslandi höfum varla tekið eftir því. Að eigin sögn varð Bono djúpt snortinn þegar myndað var við hinn fræga sögustað Poison Glenn, en þar voru enskir hermenn strádrepnir þegar þeir drukku vatn sem herskáir Bono og írska þjóðlagahljómsveitin Clannad. írar höfðu eitrað. Bono sagði sögu atburðanna við hvert fótmál og áhrif staðarins voru það mikil að hann samdi lag sem heitir The Póison Glenn og verður það meðal annarra á væntalegri plötu U2. Og þar höfum við það, U2 er alls ekki að hætta, þrátt fyrir samstarf Bonos við Clannad. Vonandi verður þetta samstarf til að vekja mikla athygli á Clannad, því lagið In a Life- time, sem Bono syngur með þeim er alls ekki sem verst, það batnar eigin- lega í hvert skipti sem hlustað er á það. Þá er ekkert annað hægt að gera en bíða róleg eftir nýju plötunni frá U2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.