Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 8. febrúar 1986 ■lllllllllll MINNING - ~ Kristleifur Jónsson bankastjóri Fæddur 2. júní 1919 Dáinn 2. febrúar 1986 Kristleifur Jónsson, fyrrverandi bankastjóri Samvinnubankans, lést á Landakotsspítala, sunnudaginn 2. febrúar s.l. á 67. aldursári. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. þ.m. Kristleifur var fæddur að Varmalæk í Borgarfirði 2. júní 1919, kominn af kunnum borg- firskum ættum. Faðir hans var Jón Jakobsson bóndi á Varmalæk, sonur Jakobs Jónssonar er gerði Varmalæk að stórbýli. Móðir Kristleifs var Kristín Jónatansdóttir, Þorsteins- sonar bónda á Hálsum, síðar á Vatnshömrum í Andakíl. Var Krist- leifur annar í röð þriggja bræðra, en elsti bróðirinn, Jakob, hefur verið bóndi á föðurleiðinni Varmalæk, en Pétur sá yngsti, gerðist garðyrkju- bóndi á Hellum í Bæjarsveit. Varmalæksheimilið var rómað fyrir myndarskap og fékk Kristleifur því gott vegarnesti í uppvextinum. Eftir barnaskóla fór hann í Reyk- holtsskólaogstundaði nám þar 1935- ’37, síðar í Samvinnuskólann og út- skrifaðist þar vorið 1940. Að loknu námi í Samvinnuskólanum hóf Krist- leifur störf hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga í Borgarnesi sem gjaldkeri og starfaði þar árin 1940-’45. Þegar styrjöldinni lauk og leiðir opnuðust til Evrópu stefndi Kristleifur á frekara nám erlendis. Leiðin lá til Stokkhólms þar sem hann innritaðist í Bar Lock Institutet og lauk þar prófi 1947. Síðan stundaði hann ensku- nám í nokkra mánuði við London School of English and Foreign Lang- uages og verslunarfræði og bókhald við Polytechnich Institute í London til ársloka 1947. f byrjun árs 1948 hóf Kristleifur störf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í Reykjavík sem forstöðumaður Kaupfélagaeftirlits S.Í.S. ogauk þess kennslu í bókhaldi við Samvinnuskólann. Því starfi gegndi hann til ársins 1953 að hann gerist aðalféhirðir Sambandsins til ársloka 1967, en tekur síðan við bankastjórastarfi Samvinnubankans l. janúar 1968. Bankastjóri er Krist- leifur til ársins 1984 en lætur þá af störfum eftir að hafa náð aldurs- marki. Hafði Kristleifur þá starfað svo til óslitið fyrir samvinnuhreyfing- una í 44 ár. Kristleifur Jónson var farsæll í starfi, traustur, íhugull, og góður drengur. Hann bar gott skynbragð á fjármál og rekstur fyrirtækja. Heima á Varmalæk kynntist Kristleifur traustum búrekstri og virðingu fyrir vinnunni. Sveitaheimilin á íslandi hafa löngum reynst góðir skólar fyrir ungmenni. Þegar Kristleifur hleypti heimdraganum mun hann hafa verið vel nestaður af þeim kostum sem best geta greitt götu á langri lífsleið. Þá var Kristleifur af þeirri kynslóð sem kynntist kreppuárunum áfjórða áratugnum, en það var líka skóli út af fyrir sig. Störf Kristleifs sem aðalféhirðir og bankastjóri Samvinnubankans voru mikil trúnaðarstörf í íslenskri sam- vinnuhreyfingu. En þetta voru jafn- framt mjög vandasöm og erfið störf, m. a. vegna þess efnahagsástands sem ríkti á þessum árum. Mikil upp- bygging átti sér stað í samvinnu- hreyfingunni og miklar kröfur gerð- ar til Sambandsins að vera sterkur bakhjarl kaupfélaganna. Kristleifur hafði öðlast góða þekkingu á starf- semi kaupfélaganna við að gegna forstöðumannsstarfi Kaupfélaga- eftirlitsins. Kom það að góðu liði við að gegna starfi aðalféhirðis Sam- bandsins. Reynslan í Sambandinu sem m.a. var fólgin í bankavið- skiptum, innlendum og erlendum og fjármálastjórn almennt, kom sér vel fyrir Kristleif sem bankastjóra Sam- vinnubankans. Það hefur legið í landi, að forystu- menn í íslensku samvinnuhreyfing- unni hafi verið skotmörk ýmissa að- ila í þjóðfélaginu, sem ofsjónum hafa séð yfir framgangi samvinnu- starfsins. Hefur prentsvertan þá lítt verið spöruð til að sverta samvinnu- félögin og þá sem þar hafa verið í for- ystu. Vegna þess hve íslenskaþjóðfé- lagið er lítið, virðist meira um öfund og persónuárekstra en gerist meðal stærri þjóða og nokkuð mun það hafa legið hér í landi að hver sitji um annars mannorð. Forystumenn í samvinnuhreyfingunni hafa illyrmis- lega orðið fyrir barðinu á þessu í gegnum árin. Á þessi mál er minnst í minningar- grein um Kristleif Jónsson banka- stjóra Samvinnubankans vegna þess, að þótt hann kæmist að mestu hjá árásarskrifunum, tók hann sér nærri þegar á hann var ráðist í nokkur skipti með harðvítugum blaða- skrifum, ekki síst vegna þess að hann vissi málstað sinn réttan og einnig vegna þess hve sómakær hann var. I einkalífi var Kristleifur mikill ' gæfumaður. Grundvöllurinn var lagður, þann 18. febrúar 1950, þegar hann kvæntist Auði Jónsdóttur úr Reykjavík, glæsilegri og vel gerðri konu. Auður var ekki aðeins góð eiginkona og móðir heldur líka styrkur lífsförunautur, og traustur fé- lagi. Hjónaband þeirra var eins og best var á kosið. Þau Kristleifur og Auður eignuð- ust þriú mannvænleg börn: Magneu; gift Ármanni Bjarnasyni bónda á Kjarvalsstöðum í Reykholtsdal, Kristínu Erlu; gift Gunnari Snæland iðnhönnuði, búsett í Reykjavík og Jón Örn, ókvæntur. Síðast liðna rúma tvo áratugi hafa þau Auður og Kristleifur búið á Flötunum í Garðabæ. Heimili þeirra er fallegt og notalegt og ber hús- bændunum vott um listrænan smekk. Ekkierblóma- ogtrjágarður þeirra síður umtalsverður, því Krist- leifur var mikill garðyrkjumaður og hafði mikið yndi af blómum. Eitt aðaltómstundastarf Kristleifs utan vetrar var ræktun blóma og vinna í garðinum. Nú er Kristleifur Jónsson allur. Of snemma var fótspor dauðans stigið. Ég hafði vonað að Kristleifur fengi að njóta nokkurra ára, eftir að anna- samri starfsæfi lauk; njóta þess að annast með kostgæfni blómin í garð- inum sínum á ílötunum; njóta að ferðast með Auði til ókunnra landa; njóta þess að sinna hugðarefnunum sem útundan urðu í mikilli önn vinnu- dagsins. Þessar vonir mínar rættust ekki. Við mennirnir viljum svo margt, en verðum að sætta okkur við að það er Guð einn sem ræður. En þegar Kristleifur er horfinn geymast minningarnar um góðan dreng. Ástvinum er huggun í harmi að eiga ljúfa og góðar minningar um látinn vin. Og við, sem störfuðum með Kristleifi í langan tíma, eigum margar minningar. Þeir sem voru í forystusveit Sambandsins og sam- starfsfyrirtækja þess á sjötta og sjö- unda áratugnum héldum mjög vel hópinn. Þetta var fólk á besta aldri og mjög samstætt. Áhugamálin í starfi voru sameiginleg og vináttu- böndin og náin kynni utan starfs tengdi þennan hóp sterkum böndum. Þau Auður og Kristleifur voru eftirsóttir félagar í þessum hópi. Glaðværð og jákvæð viðhorf þeirra höfðu þau áhrif að gott var að blanda við þau geði. Þegar Kristleifur hefur nú gengið á vit feðra sinna, er ljúft að rifja upp þessar minningar. Úm leið óska ég honum fararheilla og færi honum þakkir fyrir vináttu og áratuga farsæl störf í þágu samvinnuhreyfingarinn- ar. Við hjónin sendum Auði og börn- unum innilegar samúðarkveðjur. Við vitum að ástvinamissirinn er sár. Það er hins vegar mikil gæfa að eiga við leiðarlok góðarendurminningar. Ég er viss um að þar finnast margir sólargeislar sem verma á komandi árum. Erlendur Einarsson BÓKMENNTIR Jörundur hundadagakóngur Preben Dich: Hundedagekongen. Beretning- en om Jorgen Jurgensen, en dansk eventyr- er og oprorer, som skabte historie i to ver- densdele. Chr. Erichsens Forlag 1985 208 bls. Suður í Tasmaníu er að finna safn eitt, þar sem heitir í Risdon Cove og er um 8 kílómetra frá Hobart, höfuð- borg eyjarinnar. í safninu er daglega sýnd kvikmynd er greinir frá upphafi að sögu hvítra manna á eynni. Hún hefst með þessum orðum (í ísl. þýð- ingu): „Einu sinni var danskur sjó- maður. Hann hét Jorgen Jorgen- son“. Þessi Jorgen Jorgenson, sem Tasmanir kalla svo, hét réttu nafni Jörgen Júrgenson, en er í íslenskum ritum oft kallaður Jörgen Jörgen- sen og þó oftar Jörundur hundadaga- kóngur og undir því nafni munu flestir íslendingar þekkja hann. Jörgen þessi lifði viðburðaríku, en þó dapurlegu lífi. Hann var sonur úrsmiðs í Danmörku, fór ungur til sjós, komst á ensk skip, sigldi til Suðurhafa og var fyrsti stýrimaður á skipi, sem sent var frá Ástralíu til Tasmaníu til að stofna þar breska ný- lendu. Að því búnu hélt hann aftur heim til Danmerkur, með viðkomu á Englandi. Þetta var í upphafi 19. aldar, þegar Napóleonsstríðin stóðu sem hæst og áttu Danir í ófriði við Breta. Jörgen var falin stjórn dansks skips, sem átti að herja á bresk skip og lauk því ævintýri þannig, að hann var tekinn til fanga af breska flotan- um og fluttur til Englands ásamt skipshöfn sinni. Þar sat hann í haldi um skeið, en átti áhrifamikla vini, sem leystu hann úrprísundinni. Eftir það komst hann í samband við etisk- an kaupmann, sem sendi hann ásamt fleirum af stnum mönnum til íslands. Og hér gerðist það, að Jörgen, eða Jörundur, lýsti allan danskan mynd- ugleika upphafinn á íslandi, sjálfan sig hæstráðanda til sjós og lands og tók Trampe stiftamtmann til fanga. Völd hans, ef völd skyldi kalla, stóðu þó aldrei nemaskammahríð, hunda- dagana, og það voru Bretar, en ekki Danir, sem steyptu honuin. Þessir atburðir urðu kveikjan að bókinni, sem hér er til umsagnar, en eins og ýmsir munu minnast vakti út- koma hennar nokkra athygli á sínum tíma og birtist m.a. stutt viðtal við höfundinn í íslenska sjónvarpinu á næstliðnu hausti. Mátti þetta tilstand kallast næsta eðlilegt, enda ekki oft sem útlendir menn taka sig til og skrifa bækur um atburði úr íslenskri sögu. Ef ég man rétt kom það fram í við- talinu, að forseti íslands hefði átt þátt í að vekja áhuga höfundarins á sögu Jörundar og í formála, segir Preben Dich beinlínis að svo hafi verið, en bókin hefst á þessum orð- um (lauslega þýtt): „Allt hófst þetta á Bessastöðum, hinum gamla kóngs- garði skammt frá Reykjavík, þar sem íslenski þjóðhöfðinginn býr nú á dögum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrsta konan, sem valin var forseti í lýðræðislegum kosningum, sýndi hópi danskra sjónvarpsmanna hin söguríku húsakynni: „Og hugsið ykkur. Einmitt úr þessum herbergj- um stjórnaði á sínum tíma sá nafn- kunni maður Jörundur hundadaga- konungur. Valdatími hans varð stuttur, en viðburðaríkur, en þið hafið ltklega aldrei heyrt hans getið.““ JArundur hundadagakonungur. Mynd þessi er talin vera af ævintýra- manninum, sem lýsti sig hæstráð- anda til sjós og lands á íslandi. Hún fannst í safni í Danmörku. Ekki er nema gott eitt um það að segja að forseti vor veki athygli gesta á athyglisverðum þáttum í sögu vorri, en hér hefur þó sýnilega tekist verr til en til var stofnað og virðist svo sem danski blaðamaðurinn, er bókina ritar, hafi alls ekki valdið verkefni sínu, a.m.k. ekki hvað „ís- landsþáttinn" í ævi Jörgens varðar. Sá hluti bókarinnar, sem fjallar um íslandsævintýrið er fullur af mis- sögnum og sögulegum villum, sum- um meinlegum. Þar er þá fyrst til að taka, að Jör- undur hundadagakonungur sat aldrei á Bessastöðum og munu víst torfundnar heimildir fyrir því að hann hafi nokkru sinni komið þangað. Á Bessastöðum var latínu- skóli frá 1805 og var hann til húsa í fyrrverandi híbýlum stiftamtmanns, sem fluttist til Reykjavíkur skömmu áður en skólinn var fluttur til Bessa- staða. Af því leiðir, að það er einnig rangt, sem sagt er í bókinni (bls. 65), að Jörundur hafi sest að á skrifstofu Trampes á Bessastöðum. Jörundur „stjórnaði" frá Reykjavík. Ög fleiri villur mætti nefna. Þann- ig segir t.d. á bls. 57, að um hunda- dagana hafi fólk úr öllum landsfjórð- ungum streymt til Reykjavíkur til að versla. Þarna er nú vægast sagt full- fast að orði kveðið. Vitaskuld kom fólk úr nágrannahéruðum í kaup- ferðir til Reykjavíkur, en Reykjavík var hreint enginn höfuðstaður ís- lands á þessum árum og Norðlend- ingar og Austfirðingar sóttu ekki verslun þangað, eins og höfundur vill vera láta. Þeir versluðu við kaup- menn heima fyrir. Slæmur misskilningur er það einn- ig, þar sem segir á bls. 72-73, að Magnús Stephensen dómstjóri í Við- ey, hafi verið fyrrverandi stiftamt- maður, er Jörund bar hér að garði og hafi aukin heldur verið búinn að vera í konungsþjónustu í meira en 50 ár. í fyrsta lagi var Magnús Stephensen aldrei stiftamtmaður og þar að auki var hann fæddur árið 1763 og því ekki enn orðinn fimmtugur sumarið 1809. Er því hæpið að hann hafi þá þegar þjónað konungi sfnum í hálfa öld er hér var komið sögu, þótt hann væri að öðru leyti bæði drottinhollur og athafnasamur. Er trúlegt að höf- undur rugli Magnúsi saman við Ólaf föður hans. Fleiri dæmi mætti nefna um ónákvæmni, t.d. er Bjarni Sív- ertsen í Hafnarfirði sagður danskur, en hér verður látið staðar numið. Verður hinu þó ekki neitað, að það er dapurlegt þegar góð áform fara fyrir svo lítið vegna hroðvirkni og misskilnings. Eftir að Jörgen Júrgensen var fluttur fangi á brott frá Islandi síð- sumars árið 1809, átti hann enn langa ævi fyrir höndum og ekki síður við- burðaríka en þá, sem liðin var. Hann var góðum hæfileikum gæddur, fékkst allmikið við ritstörf og starf- aði á tímabili sem einskonar njósnari fyrir breska utanríkisráðuneytið. Á þess vegum fór hann mikla ferð um meginland Evrópu og varð þá m.a. vitni að orrustunni við Waterloo og fór til fundar við Goethe í Weimar. Sá ljóður var hins vegar á ráði hans, að hann var haldinn ólæknandi spila- fíkn og lenti hvað eftir annað í vand- ræðum og fangelsi þess vegna. Að lokum fór svo að hann var dæmdur til dauða f Bretlandi, en náðaður og fluttur fangi til Tasmaníu. Þar tókst honum enn að hljóta náðun, starfaði að ýmsu, en endaði ævina í drykkju- skap og volæði. Hér að framan hefur ýmislegt ver- ið sagt þessari bók til hnjóðs og víst er að íslendingar hafa hennar lítið gagn að því er varðar upplýsingar um sögu Jörundar hundadagakonungs hér á landi. í þeim kafla er margt missagt, en ekkert nýtt dregið fram. Um sögulegt gildi annarra kafla kann ég ekki að dæma, en hins er skylt að geta, að bókin er bráð- skemmtilega skrifuð og læsileg. Jón Þ. Þór

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.