Tíminn - 08.02.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 08.02.1986, Qupperneq 12
16 Tíminn Útboð Tilboð óskast í gatnagerð í Laufbrekku Kópavogi með tilheyrandi jarðvinnu, hoiræsagerð og malbik- un. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Bæjar- verkfræðings Fannborg 2, frá þriðjudeginum 11. febrúar 1986 gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. febrúar 1986 kl. 11. Bæjarverkfræðingur. HÚSAÞJÓNUSTAN SF. Tökum að okkur alla málningarvinnu, utan- sem innanhúss, hvar á landi sem er. Einnig: Sprunguviðgerðir og þéttingar- Háþrýsti- þvott Sílanúðun - Alhliða viðhald fasteigna. Tilboð - Mæling - Tímavinna. Skiptið við ábyrga fagmenn, með áratuga reynslu. Upplysingar í síma 91-61-13-44 Allar afgreiðslur Samvinnubankans verða lokaðar mánudaginn 10. febrúar n.k. milli kl. 13.00-15.00 Vegna jarðarfarar Kristleifs Jónssonar banka- stjóra. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Kristleifur Jónsson fyrrverandi bankastjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. febrúar kl. 13:30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Auður Jónsdóttir Jón Örn Kristleifsson Magnea Kristleifsdóttir Ármann Bjarnason Kristín E. Kristleifsdóttir Gunnar Snæland og barnabörn. t Systir okkar Sigríður H. Stefánsdóttir, fyrrverandi kennari Ólafsvík, sem lést hinn 28. janúar sl. verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laug- ardaginn 8. febrúar kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8 f.h. Fríða Stefánsdóttir Eyfjörð Þorgils Stefánsson Alexander Stefánsson Gestheiður Stefánsdóttir Erla Stefánsdóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Óskars Ólafssonar pípulagningarmeistara Boðaslóð 27 Vestmannaeyjum Kristín Jónsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Laugardagur 8. febrúar 1986 MINNINGl Sigríður Hulda Stefánsdóttir kennari, Ólafsvík Fædd 13. mars 1912. Dáin 28. janúar 1986. Þegar fréttin barst okkur að morgni 28. janúar s.l., að Sigríður mágkona mín væri látin kom það okkur ekki á óvart. Aðdragandi þess var búinn að vera all nokkur og harðnaði eða allt frá því í ágústmán- uði s.i. Frá þeim tíma hafði hún legið rúmföst á Landspítalanum þar sem hún fékk alla þá bestu umönnun sem hægt var að láta henni í té. Fyrir u.þ.b. þremur árum tók Sig- ríður þann sjúkdóm sem flestum skil- ar á sama áfangastað, en sjúkdómur- inn var hægfara og aðgerðalítill. Snemma á síðasta ári tók hann breytta og óvægilega stefnu. Þess utan bjó Sigríður við skerta heiisu sem var afleiðing af veikinda- áfalli árið 1965. Upp úr þeim veik- indum vann hún sig með miklum dugnaði, þannig að hún gat haldið áfram sínum kennslustörfum í 6-7 ár eftir það áfall, en verulega hreyfi- hömluð og með skert jafnvægisskyn. Hún var því vel að hvíldinni komin. Sátt við alla með óvenju- farsælan starfsæviferil að baki. Undanfarin 12 ár hefur hún dvalið að Hátúni 10 í Reykjavík. Sigríður var dóttir sæmdarhjón- anna Svanborgar Jónsdóttur og Stefáns Kirstjánssonar, sjómanns og bátaformanns og síðar vega- verkstjóra, frá Uppsölum í Ólafsvík. Sigríður var elst 6 barna þeirra hjóna. Hin eru: Fríða íþrótta- og leikfimikennari, búsett í Reykjavík, Þorgils, fyrrverandi yfirkennari, bú- settur á Akranesi, Alexander, al- þingismaður og ráðherra, búsettur í Ólafsvík, - Gestheiður, verslunar- maður, búsett í Ólafsvík og Erla, kennari, búsett í Kópavogi. Foreldrar þeirra systkina voru mikið mannkostafólk. Móðir þeirra, Svanborg, mikilhæf húsmóðir, hóf- söm og orðvör, hrein listakona í handmennt og saumaskap, sem margir hér í Ólafsvík nutu góðs af utan fjölskyldunnar. Faðir þeirra, Stefán, varglaðbeitt- ur hugsjóna og félagsmálamaður sem bar með sér hugsjónaglóð alda- mótamanna. Hann varogdrifkraftur í leiklistar og sönglífi hér í Ólafsvík. Æskuheimilið að Uppsölum var því góð umgjörð uppvaxandi efnisbörn- um þeirra hjóna. En lífsbarátta annars og þriðja áratugarins var óvægin. Allir urðu að ieggjast á eitt, strax og kraftar leyfðu svo að heimilin kæmust af. Um ann- að var tæplega að ræða. Við þessar kringumstæður mynd- aðist hin sterka ábyrgðarkennd elsta barnsins á Uppsölum. Ábyrgðar- kenndin og skylduræknin við fjöl- skylduna varð ríkasti þátturinn í fari Sigríðar, vék aldrei frá henni meðan hún lifði. Þessir þættir ásamt fágaðri framkomu voru höfuðkostir hennar í lífi og starfi og skipuðu henni sér- stakan sess hjá öllum sem henni kynntust og með henni störfuðu. Snema árs 1929, þá tæplega 17 ára, lagði þessi glæsilega stúlka upp í sína fyrstu brottför að heiman sem verka- kona við fiskverkun hjá stóru út- gerðarfélagi í Reykjavík. Hér var um einhverja þá erfiðustu vinnu að ræða sem hugsast gat fyrir óharðn- aða stúlku, nánast ungling. Þetta var við saltfiskverkun þeirra tíma. Það var næstum ofætlun að ætla unglingsstúlku að vaska fisk um há- vetur, þar sem brjóta þurfti ísinn af vaskakörunum kl. 6 að morgni þegar vinna hófst en hún stóð svo til kl. 7 á kvöldin. Starfskonur bjuggu í íbúð- arskála í Rauðárholtinu og þurftu sjálfar að matreiða fyrir sig og hita húsnæðið. Þegar togarar fyrirtækis- ins komu inn til löndunar var oft bætt við vinnudaginn 5-6 klukkustund- um. Kaupið fyrir slíka vinnu var þá um 80 aurar á klukkustund. Þessi fyrsti vetur við hin erfiðu vinnuskilyrði við vöskun á saltfiski hjá Kveldúlfi h.f. var stúlkunni Sig- ríði Stefánsdóttur frá Uppsölum í Ólafsvík mikil eldskírn sem hún stóðst reyndar með prýði, varð upp- hafið að mjög farsælli og margþættri starfsævi. Þessi saga um atvinnu og aðbúnað ungrar stúlku frá árinu 1929 mætti vera ungu fólki í dag nokkurt íhugunarefni og ekki síður hitt, að nánast hvern eyri af launatekjunum sendi hún heim til foreldra til styrkt- ar heimilishaldi og framfærslu hinna yngri systkina. Um nokurt skeið stundaði Sigríð- ur umrædd fiskvinnslustörf að vetri en var í kaupavinnu að sumrinu. Kynntist hún þá einnig því hver munurinn var á húsbændum og hjú- um á hinum stærri býlum þeirra tíma. Árið 1933-34 stundaði hún nám við kvennaskólann að Staðarfelli. Afrakstur þessa náms varð mikill, bæði bóklegur og ekki síður í hand- mennt og handavinnu og hafði það mikil áhrif á framtíð hennar. Frá árinu 1935 fór Sigríður að starfa sem matráðskona hjá föður sínum á sumrin við vegaframkvæmd- ir. Við það starfaði hún um eða yfir 20 sumur. En árið 1940 hófst nýr kafli í ævi hennar er hún hóf far- kennslu í Fróðárhreppi en því starfi gegndi hún til ársins 1947. Það sama ár hóf hún kennslu við barnaskólann í Ólafsvík sem hún gegndi síðan að einu ári undanskildu en veturinn 1952-53 stundaði hún nám í Hand- íðaskólanum og lauk þaðan handa- vinnukennaraprófi en sér- kennslugrein hennar var handa- vinnukennsla stúlkna. Enginn vafi er á því að kennslu- störf Sigríðar, fyrst í Fróðárhreppi ogsíðar í Barnaskólanum í Ólafsvík, er mikilvægasti kaflinn í farsælli starfsævi þessarar mikilhæfu konu. Fljótlega komu í ljós hæfileikar hennar til kennslustarfa. Hin fágaða framkoma hennar og góðvild, sem var jöfn til allra, opnuðu henni leið til allra sinna mörgu nemenda í ára- tugi. Agavandamál þekkti hún ekki og alkunna var það í Ólafsvíkurskóla að hinir erfiðustu í hópi piltanna voru bljúgir og auðsveipir í um- gengni við hana og fara ekki dult með þakkir í hennar garð æ síðan. 1 kennslustörfum naut Sigríðursín til fulls. Af hinum miklu og fjölþættu mannkostum gat hún gefið öðrum ótæpilega og stór er sá hópur hús- mæðra og sjósóknara hér heima og heiman sem eru henni þakklát fyrir allt það er hún gaf þeim af mannkostaauðlegð sinni. Það var henni því mikil lífsfylling að finna á merkum tímamótum í lífi sínu alla þá vináttu og hlýju sem til hennar streymdi frá þessu fólki. í lífi Sigríðar voru skyldurnar við æskuheimilið og fjölskylduna ávallt í fyrirrúmi. Uppsalaheimilið var alltaf hennar heimili, allir sem þaðan komu voru hennar fjölskylda, systkinabörn og systkinabarnabörn voru hennar börn, gleði þeirra var einnig hennar gleði. Sigríður giftist aldrei eða stofnaði eigin fjölskyldu. Lífshamingja henn- ar fólst í því að gleðja, gefa ög hjálpa öllum í hinni stóru fjölskyldu sinni og að halda heimili með foreldrun- um af fullri reisn meðan faðir hennar lifði og hún og móðir hennar höfðu heilsu til að búa þar heima. Sigríður stundaði kennslustörf frá árinu 1940 til ársins 1971, alls 31 ár og þar af 24 ár við barnaskóla Ólafs- víkur. Hún leysti af sem skólastjóri í fjarveru skólastjóra 1957-58 og fórst það vel úr hendi eins og allt er hún tók sér fyrir hendur. Á kveðjustund þessari eru þeir eflaust margir sem hafa þakkir að flytja hinni mætu manneskju. Ekki hvað síst er það hinn stóri hópur frændsystkina sem kveður frænkuna góðu og gjafmildu. Sjálfur kveð ég ekki bara elskulega mágkonu heldur og einnig góðan vin sem ég bar djúpa virðingu fyrir. Öll kveðjum við hér konu sem verður okkur ógleymanleg fyrir það að hún hafði til að bera allt það besta sem prýða má eina mann- eskju. Blessuð sé minning hennar. Elinbergur Sveinsson í dag verður jaðsett frá Ólafsvík- urkirkju, Sigríður Hulda Stefáns- dóttir sem lést á Landspítala Islands 28. janúar s.l. eftir langa og erfiða sjúkrahúslegu. Sigríði, eða „frænku" eins og hún var kölluð á mínu heimili, kynntist ég fyrst 1972 í Ólafsvík er ég naut einstakrar gestrisni á heimili hennar í örfáa daga það sumar. Þá þegar fann ég hlýjuna og góðvildina sem ríkti á því heimili og hvernig hún stjórnaði og stjanaði af ást og um- hyggju og mikilli ósérhlífni, til þess að allir hefðu það sem best og allir væru sáttir. í plássinu, þar sem hún bjó lengst af, var hún sérlega vel kynnt og vinsæl jafnt meðal fullorð- inna og ekki síður meðal barna. Það voru flestir Ólafsvíkingar svo lán- samir að fá að kynnast Sigríði, því hún kenndi í fjölda ára við skólann og naut þar sem annarsstaðar virð- ingar og ástar samstarfsmanna og nemenda. „Frænka" var sterk og eftir henni var tekið sökum reisnar og óvenju mikils sálarstyrks. I henni sá maður allt það góða sem fólk vill svo gjarn- an sjá hvort hjá öðru, en verður svo oft fyrir vonbrigðum með að finna ekki. Frænku og frændabörn Sigríð- ar, fundu öll það sama hjá frænku sinni, ást, óþrjótandi þolinmæði og hlýju og báru því öll sömu ljúfu til- finningar til frænku sinnar. Ég veit bara hversu mikils virði það var börnunum mínum að fá að kynnast frænku sinni, kynnast því sem þau ekki kynnast hjá hverri manneskju, þessum góðu minningjum munu þau seint gleyma. Þar sem góðir menn ganga eru guðs vegir, og hún hefur gengið sinn veg á enda með einstakri reisn og sóma. Fari hún í friði, friður guðs hana varðveiti, og hafi hún þökk fyr- ir það sem hún kenndi okkur um lífið og bróðurkærleika. Árni Guðmundsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.