Tíminn - 08.02.1986, Síða 11

Tíminn - 08.02.1986, Síða 11
Laugardagur 8. febrúar 1986 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Létt hjá UMFN Njarðvíkingar sigruðu Vals- menn nokkuð örugglega í Njarð- víkum í gær og endurtóku viðvör- un sína til Hauka unt að þeir venði líklegustu keppinautarnir í úrslitum Úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Lokatölur í gær voru 95-73 og segir það sína sögu um Ieikinn. NBA karfan Eins og fyrri daginn var ekki slegið slöku við í keppninni í NBA-körfuknattleiksdeildinni í gær. Leikið var í mörgum höllum og hér koma úrsltin: 76ers-Cavaliers ............. 111-103 Hawks-Pacers.................. 100-85 Pistons-Bullets.............. 111-109 Lakers-Rockets................ 117-95 Bucks-Bulls................... 117-97 Nuggets-Spurs................. 100-95 Suns-Clippers................ 116-104 Jazz-Knicks ................. 119-101 Mavericks-Trail Blazers..... 115-111 Kings-Supersonics............ 115-106 Þorgilsæfði Þorgils Óttar Mathiesen fór á æfingu með íslenska handknatt- lcikslandsliðinu í gær. Hann var með miklar spelkur um hné sér en eins og menn muna þá meiddist Þorgils iUa í Baltic keppninni í Danmörku. Þorgils sagði eftir æfinguna að hann fyndi lítið til. Hvort hann verður orðinn jafn- góður fyrir HM er erfitt að segja. Miklar líkur eru á að hann geti þó aldrei beitt sér 100%. Rinat Dassayev er fyrirliði sovéska landsliðsins í knattspyrnu. Hann er talinn vera meðal bestu markvarða heims. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu-Sovétríkin: Lélegir að heiman Sovétmönnum hefur gengið illa á útivelli - Ætla þó ekki að láta það á sig fá í Mexíkó Það sem háð hefur Sovétmönnum á undanförnum árum í árangri sínum á knattspyrnuvellinum er óstöðug- leiki á útivelli. Liðið hefur gjarnan sýnt stórleiki fyrir framan áhangend- ur sína á Lenin-leikvanginum í Moskvu en síðan fallið fyrir hverjum sem er á útivelli. Það er þetta sem gerir Sovétmenn hrædda um að ekki náist góð úrslit á heimsmeistara- keppninni í Mexíkó í sumar. Sovétmenn unnu í einni lotu Dani, Norðmenn og fra á heimavelli til að tryggja sér annað sætið í undanriðl- inum á eftir Dönum og öruggt sæti í Mexíkó. En áður en þessir sigrar komu til hafði liðið aðeins fengið tvö stig frá leikjum sínum á útivelli - og það er lélegt. í Mexíkó munu þeir mæta Evrópumeisturum Frakka, ná- grönnunum Ungverjum og spurn- ingamerkinu Kanada. Þetta er riðill sem ekki er auðuninn. Rétt áður en Sovétmenn spiluðu sína þrjá síðustu heimaleiki í riðla- keppninni voru menn farnir að efast um tennur bjarnarins. Þá kom hinn skemmtilegi sigur á V-Þjóðverjum og síðan þrír sigrar á heimavelli í riðlinum. Áhangendur liðsins voru nú vongóðir og þjálfarinn Eduard Malofeyev brosti í hlutverki sínu. „Við erum eins góðir og hverjir aðrir,“ sagði Malofeyev þá. „Ég er ekki í neinum vafa um að við munum komast í úrslitakeppnina." Sem og reyndin varð. Það var síðan í síðasta mánuði sem aftur fór að bera á efasemdum um hið sovéska lið. Þá unnu Spán- verjar þá í Las Palmas 2-0 og sovéski björninn var ekki sannfærandi á úti- velli frekar en endranær. Þessi úrslit setja enn meiri pressu á þjálfarann en hann er reiðubúinn að taka því. Malofeyev var leikmaður með sov- éska landsliðinu árið 1966 er það stóð sig mjög vel í HM í Englandi. Síðan kom Mexíkó árið 1970 og þá komust Sovétmenn í undanúrsiit. Síðan komu mögur ár og það var ekki fyrr en á Spáni 1982 sem Sovét- menn létu á sér kræla. Frammistaða þeirra þar var ágæt en lið þeirra á þó dálítið í land með að verða nógu gott til að vinna stóra keppni. Malofeyev vill ná aftur þeim árangri sem liðið náði er hann spilaði með því. Fyrsta verkefni hans á því sviði var að koma á skipulagi og aga innan liðsins. Hann valdi fljótlega ákveðinn hóp sem hann hefur haldið sig við síðan og vill lítið hringla með liðið. í þess- um hópi eru margir snjallir leik- menn. Aðalhetjan í landsliðinu nú er sjálfsagt Olge Protasov sem skoraði 35 mörk í sovésku deildarkeppninni á síðasta ári. Hann er stórhættulegur skallamaður og með hraða sínum og útsjónarsemi verður hann hættuleg- ur hvaða vörn sem er. Annar topp- leikmaður í liðinu er Fyodor Cher- enkov sem breytt hefur leik liðsins með yfirvegun og stórgóðum send- ingum frá miðjunni þar sem hann er kóngur í ríki sínu. Áðrir góðir leik- menn sem lið Sovétmanna byggir mjög á eru Anatoly Demyanenko sem valinn var besti knattspyrnu- maður Sovétríkjanna á síðasta ári og spilar sem varnarmaður og mark- vörðurinn Rinat Dassayev sem margir álitu einn besta markvörðinn á HM á Spáni. Malofeyev er ekkert hræddur við aðstæðurnar í Mexíkó og hyggst ekki fara þangað fyrr en tveimur vikum fyrir keppnina. Hins vegar hefur hann gert sér grein fyrir því að and- stæðingar hans í Mexíkó eru engin lömb að leika sér við. „Við lendum á móti sterkum andstæðingum og verðum því að fara í alla leikina með sjálfsálitið í lagi og telja okkur trú um að við getum unnið þessi lið öll. Þetta, ásamt góðum undirbúningi, mun fleyta okkur langt,“ segir Mal- ofeyev og hann bætir við, „ég veit að við höfum ekki náð hagstæðum úr- slitum á útivelli en í Mexíkó verða allir á útivelli og við munum ekki kikna undan því álagi frekar en aðrir". Ríkir Þjóðverjar Landsliðsmenn V-Þjóð- verja munu fá um 1,7 milljón- ir í sinn hlut ef þeir vinna HM í knattspyrnu í sumar. Þetta kom fram í viðtali sem þýska blaðið Bunte átti við formann v-þýska knattspyrnusam- bandsins Hermann Neuber- ger. Þá kom fram að leik- menn munu fá bónus fyrir að komast uppúr riðlinum Heimsbikarkeppnin á skíðum: Fyrsti sigurinn - hjá Anton Steiner í heil 10 ár - Jöfn keppni Anton Steiner frá Austurríki sigr- aði í bruni í heimsbikarkeppninni á skíðum sem fram fór í Morzine í Frakklandi í gær. Þetta var fyrsti sig- ur Steiners í bruni í heimsbikarnum í þau 10 ár sem hann hefur keppt. Hann gat varla verið naumari þessi sigur. Steiner kom í mark á saman- lögðum tíma 1:38,85 en næstur hon- um kom Gustav Oehrli frá Sviss á 1:38,92 og þriðji varð Peter Wirns- berger frá Áusturríki á 1:38,93. Já, það munaði ekki miklu á köppunum. Einn af þeim sigurstranglegustu í bruninu í gær, Pirmin Zurbriggen féll í brautinni og var úr leik. Hannes Löhr sagði upp Hannes Löhr hefur sagt af sér sem þjálfari 1. deildarliðs Kölnar í þýsku knattspyrnunni. Köln hefur gengið illa á þessu keppnistímabili þrátt fyr- ir að hafa stjörnur innanborðs eins og Schumacher, Littbarski og Klaus Allofs. Georg Kessler, fyrrum þjálf- ari hjá Hertha Berlín, mun taka við starfi Löhr. Enska knattspyrnan: Mikið um frestanir Teningurinn verður látinn ráða hjá Getraunum Flamenco frá Brasilíu sigraði landslið frak í vináttuleik í knatt- spyrnu í gær. Leikið var í Baghdad og lauk viðureigninni 2-0 fyrir Brass- ana. Þeir Bebeto og Zico skoruðu fyrir Flamenco. Það voru 50 þúsund Zico skoraði gotf mark í Bahrin og manns sem fylgdust með þessari Flamengo vann. viðureign. Flamengovann hefur orðið til þess að nú þegar er búið að fresta einum átta leikjum í deildarkeppninni-og víst er að fleiri verður frestað í dag rétt áður en þeir hefjast. Meðaliþeirralleikja, sem þeg- ar er búið að fresta eru viðureign Watford og Everton og West Ham og Aston Villa. Vegna þessara frestana þá verður nóg að gera hjá þeirri nefnd í E,ng- landi sem ákveður úrslit leikjanna sem frestað er vegna getrauna þar í landi. Hér á íslandi verður teningur- inn gamli og góði látinn ráða um úr- slit leikja. Þetta gæti komið sér illa fyrir spámenn Tímans sem voru bún- ir að tryggja sér 12 rétta - að eigin sögn. Það er allt komið í steik í Englandi í dag. Mikið frost og vonskuveður V-þýska búndeslígan: Breytinga má vænta Langt vetrarfrí á meðal þess sem vænta má Fyrir stuttu lagði Hermann Neu- berger, forseti v-þýska knattspyrnu- sambandsins, fram tillögu til breyt- inga á núverandi fyrirkomulagi á þýsku búndeslígunni í knattspyrnu. 1 tillögunum felst nt.a. að 1. deildar- liðum verði fækkað úr 18 í 16 og að vetrarfrí verði lengt úr sex vikum í þrjá mánuði. Þá er getið um meiri sumarfótbolta og Þýskalandsmót í innanhússknattspyrnu. Gert er ráð fyrir að 2. deild verði líka smækkuð niður í 16 lið og settar verði á fjórar svæðadeildir með 16 liðum í stað allra þeirra aragrúa af neðri deildum sem nú eru við lýði. Allar þessar tillögur eru lagðar fyrir forráðamenn knattspyrnufélag- anna og eiga þær að vera skref í átt að því að draga áhorfendur aftur í stúkurnar. Það hefur hinsvegar sýnt sig á undanförnum árum að erfitt er að eiga við vandamálið „fækkandi áhorfendur". Hingað til hafa ráða- menn gjarnan leitaðskýringa í því að sjónvarpið sýni of mikið af fótbolta og öðrum íþróttum eða það sem enn frekar hefur verið á heila manna að knattspyrnan og fyrirkomulag henn- ar sé eitthvað gallað. Vissulega spilar þetta inní en sennilega eru það þó þjóðfélagslegar breytingar sem skipta mestu um að fólk mætir ekki á völlinn. Hvort Þjóðverjum tekst að jglæða stúkurnar aftur lífi með þessum breytingum er allsendis óvíst. Vissulega sakar þó ekki að reyna. ORLOFSHUS A SPANI FYRIRTÆKI - STARFSMANNAFÉLÖG Við komum til ykkar og kynnum þennan nýja möguleika. - Upplýsingar á skrifstofunni að Laugavegi 28,2. hæð. - Umboðsskrifstofan - Suomi Sun Spain - Sími 622675.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.