Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 8. febrúar 1986 Auglýsing frá tölvunefnd. 1. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 39/1985 um kerfis- bundna skráningu á upplýsingum, er varöa einka- málefni, er söfnun og skráning upplýsinga sem varöa fjárhag eða lánstraust manna og lögaöila óheimil, nema aö fengnu starfsleyfi tölvunefndar, enda sé ætl- unin að veita öörum fræöslu um þau efni. 2. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 19. gr. laganna er ein- staklingum, fyrirtækjum og stofnunum, sem annast tölvuvinnslu fyrir aöra, óheimilt aö varðveita eöa vinna úr upplýsingum um einkamálefni, sem falla undir 4. eða 5. gr. eða undanþáguákvæði 3. mgr. 6. gr. nema aö fengnu starfsleyfi tölvunendar. Meö töluvþjónustu er átt viö sérhvern starfsþátt í sjálfvirkri gagnavinnslu meö tölvutækni. 3. Samkvæmt 6. gr. laganna er óheimilt að tengja sam- an skrár, sem falla undir ákvæði laganna, nema um sé aö ræöa skrár sama skráningaraðila, nema aö fengnu leyfi tölvunefndar. 4. Sakvæmt 3. og 7. gr. þarf leyfi tölvunefndar til aö varö- veita skrár eöa afrit af þeim í skjalasöfnum. 5. Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laganna er kerfisbundin söfnun og skráning upplýsinga um einkamálefni til vinnslu eöa geymslu erlendis óheimil, nema að fengnu leyfi tölvunefndar. 6. Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laganna skulu þeir sem framkvæma neytenda- og skoöanakannanir um atriöi sem falla undir ákvæöi laganna gæta eftirtalinna at- riöa viö kannanirnar: Gera skal þeim, sem spurður er, grein fyrir því hver fyrirspyrjandi er og kynna hinum spuröa aö honum sé hvorki skylt að svara einstökum spurningum né spurningalista í heild. Séu svörin ekki eyðilögð að könnun lokinni skulu þau geymd þannig frá gengin, aö ekki megi rekja þau til ákveðinna aðila. Aldrei skal spyrja annarra spurninga en þeirra, sem hafa greinilegan tilgang með hliösjón af viðfangsefni því, sem veriö er að kanna. Framangreind lög nr. 39/1985 tóku gildi 1. janúar 1986 og féllu þá jafnframt úr gildi lög nr. 63/1981 um sama efni. Þeir sem fengið höföu starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum skulu sækja um endurnýjun leyfis fyrir 15. febrúar 1986. Umsóknareyöublöð fást hjá ritara tölvunefndar, Jóni Thors, skrifstofustjóra, c/o Dómsmálaráöuneytið, Arnarhvoli, 101 Reykjavík og þangaö skal einnig senda umsóknir. Reykjavík, 5. febrúar 1986. Tölvunefnd Þorgeir Örlygsson Bjarni P. Jónsson Bogi Jóh. Bjarnason Verkfræðingur/ tæknifræðingur Starf forstöðumanns framkvæmdadeildar hjá embætti bæjarverkfræðings er laust til umsóknar. Forstöðumaðurinn hefur m.a. yfirumsjón með undirbúningi og eftirliti með verklegum fram- kvæmdum hjá Hafnarfjarðarbæ. Launakjör eru skv. samningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Umsóknir um starfið sendist undirrituðum fyrir 18. febrúar n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í álvír fyrir háspennulínur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 11 mars 1986 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Milljarðalán Landsbankans: Lánin til hinna 5 stóru ekki há miðað við umsvif þeirra - segir Jónas Haralz, bankastjóri Jónas Haralz, bankastjóri. Meginhluti útlána Landsbankans eru afurða- og rekstrarlán, endurlán- að erlent lánsfé og ábyrgðir sem bankinn hefur veitt. Meðal þeirra aðila sem bankinn endurlánar erlcnt lánsfé eru aðrir bankar. Um síðustu áramót var eigið fé bankans rúmir 2 milljarðar kr. og nam skuldbinding stærsta viðskiptaaðilans rúmlega 70% af þeirri tölu. 30. nóv. sl. námu heildarskuld- bindingar allra viðskiptaaðila bank- ans rúml. 29 milljörðum kr. Hjá fimm stærstu viðskiptaaðilum bankans voru heildarskuldbindingar samtals 5.711 millj. kr. og nema20% af heildarskuldbindingunum, rúm 5% hjá þeim stærsta, rúm 4% hjá tveimur þeim næstu, 3,5% hjá þeim fjórða og rúm 2% hjá þeim fimmta. - Hjá þessum fimm stóru eru þetta ekkert óeðlilega há lán miðað við umsvif þessara aðila, sagði Jónas Haralz, bankastjóri, í viðtali við Tímann í gær. Hér er um að ræða afurðalán til fiskvinnslunnar, landbúnaðarins, iðnaðarins, ábyrgðir vegna olíuinn- flutnings, rekstrarlán og endurlánað erlent lánsfé. Umræður um lánamál bankanna fóru fram á Alþingi í vikunni og bergmáluðu í blöðunum, en tilefnið var svör viðskiptaráðherra við fyrirspurn um fimm stærstu skuldu- nauta ríkisbankanna. M.a. kom fram í umræðunum, að stærsti við- skiptaaðili Landsbankans var með skuldbindingar upp á 1,5 milljarð kr. Þetta kann að virðast mikið miðað við eigið fé bankans, en hvergi hcfur komið fram um hvers konar lán eru að ræða hjá stærstu viðskiptaaðilun- um. Jónas Haralds sagði að þetta gæfi ekki rétta mynd af hvernig lán stærstu viðskiptaaðilanna er hagað og að fráleitt væri að miða þau við eigið fé bankans. Afurðalánin eru öll tryggð í afurðunum, í viðbót við það eru fasteignaveð að vissu marki ef einhver óvissa er um að afurðirnar seljist og ábyrgðir eru fyrir sumum af þessum lánum. RLR rannsakar mjólkurhvarf Starfsmaður Mjólkursamsöl- unnar hefur viðurkennt, við yfir- heyrslur hjá rannsóknarlögreglu, að hafa selt tuttugu kaupmönnum í Reykjavík mjólkurvörur sem hann tók ófrjálsri hendi frá Mjólkursamsölunni. Rannsókn málsins er á frumstigi, og á meðan á henni stendur hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald fram til mánudags. Rann- sókn miðar fyrst og fremst að því að kanna hvort maðurinn stóð einn að þessu athæfi, eða hvort einhverjir hafi verið í vitorði með honum. Ekki er ljóst hversu um- fangsmikil viðskipti var um að ræða. Guðlaugur Björgvinsson for- stjóri MS sagði í samtali við Tím- ann í gær að hann hefði óskað eft- ir því sérstaklega að þetta mál yrði rannsakað mjög ítarlega. „í því felst að þeir sem hugsanlega gætu legið undir grun, en eru sak- lausir, yrðu hreinsaðir," sagði Guðlaugur. Að sögn Guðlaugs þá óskaði hann eftir rannsókninni, eftir að talsvert magn af mjólkurvörum hvarf um miðjan janúar. -ES Allir afurðalánavextir eru ákveðn- ir af ríkisstjórninni. Þótt engin lög segi til um hve mikil þau eiga að vera er það hefð að þau nemi sem svarar 75% af verðmæti afurðanna. Áður fyrr annaðist Seðlabankinn afurðalánin en nú nemur framlag hans aðeins um þriðjungi þeirra. Ef lánveitingar og ábyrgðir til at- vinnuveganna væru eingöngu mið- aðar við eigið fé viðskiptabanka gæti enginn íslenskur banki séð um þessa stóru aðila, sagði Jónas, þá yrðu er- lendir bankar að gera það, og gera það að vissu leyti, því þessi stóru Fyrir nokkru lagði Hjörleifur Guttormsson fram fyrirspurn á Al- þingi um aðild rfkisfyrirtækja að Vinnuveitendasambandi íslands í tíð núverandi ríkisstjórnar, greiðslur þessara aðila á félagsgjöldum til VSÍ og sérstaklega greiðslur f slenska álfé- lagsins hf. til fyrrnefndra hagsmuna- samtaka. Svar Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra var lagt fram í fyrradag. í svarinu kemur fram að árið 1984 gerðust tvö fyrirtæki, sem heyra und- ir iðnaðarráðuneytið, beinir aðilar að Vinnuveitendasambandi fslands, þ.e. Jarðboranir ríkisins og Raf- magnsveitur ríkisins. Þessu til við- bótar gerðust íslenska járnbiendifé- lagið hf., Kísiliðjan hf., Sements- verksmiðja ríkisins og Þörunga- vinnslan hf. aðilar að Félagi ísl. iðn- rekenda árið 1984 og öðluðust með inngöngu f það félag óbeina aðild að VSÍ í samræmi við lög og samþykktir Félags ísl. iðnrekenda. Sama ár full- gilti Ríkisprentsmiðjan Gutenberg aðild sína að Félagi ísl. prentiðnað- arins og hefur í samræmi við þá aðild, frá ársbyrjun 1985, verið full- gildur aðili að VSÍ. Eitt fyrirtæki sem heyrir undir landbúnaðarráðuneyt- ið, Áburðarverksmiðja ríkisins, gekk í VSÍ hinn 17. maí 1984. fyrirtæki hér á íslandi hafa bein sam- skipti við erlenda banka. - En það er víst að ekki gætu litlu íslensku viðskiptabankarnir ráðið við þetta. Vegna bankaleyndar er ekki gefið upp hverjir stærstu viðskiptaaðilarn- ir eru, en flestir hljóta að átta sig á um hvaða stórfyrirtæki er að ræða. En það hlýtur að vekja athygli, að Landsbankinn skuli einnig lána öðr- um bönkunt. En bankamál eru ekki einföld og fleira er þar í veltunni en sparifé. Nánar um lánamál Landsbanka ís- lands síðar. -OÓ Samkvæmt upplýsingum forsætis- ráðherra voru greiðslur þessara aðila á félagsgjöldum til VSÍ á tímabilinu 1983-1985 þannig að Jarðboranir ríkisins létu af hendi kr. 68.481 árið 1984 og kr. 131.165 árið 1985, Raf- magnsveitur ríkisins greiddu kr. 277.302 árið 1984 og kr. 400.508 árið 1985. í samræmi við lög, samþykktir og starfssamning Félags ísl. iðnrek- enda og VSÍ greiddi það til Vinnu- veitendasambands íslands félags- gjöld vegna áðurgreindra fyrirtækja. Vegna Kísiliðjunnar hf. kr. 43.070 árið 1984 og kr. 100.304 árið 1985. Vegna Sementsverksmiðju ríkisins kr. 101.925 árið 1984 og kr. 162.230 árið 1985. Vegna Þörungavinnslunn- ar hf. kr. 30.405 árið 1984 og kr. 32.585 árið 1985. Járnblendifélagið hf. hefur árum saman haft þjónustu- samning við VSÍ og gil tli hann út árið 1984, en félagsgjöld þess fyrirtækis voru árið 1985 kr. 338.206. Félags- gjöld Félags ísl. prentiðnaðarins vegna Ríkisprentsmiðjunnar Guten- berg til VSÍ árið 1985 voru 93.405. Greiðslur félagsgjalda Áburðar- verksmiðjunnar til VSÍ voru á árinu 1984 kr. 170.229 og árið 1985 kr. 293.088. -SS Ríkisfyrirtæki: Greiða stór fé til VSÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.