Tíminn - 08.02.1986, Síða 15

Tíminn - 08.02.1986, Síða 15
Laugardagur 8. febrúar 1986 Tíminn 19 SKAK :!llllllll!lllllll!ll! Illllillllll! IIIIIl 111111111!!! !lllllllllll!ll Norðurlönd og Banda- ríkin eigast við í dag Ótrúlega slök taflmennska Timmans í einvíginu við Jusupov í dag hefst í hátíðarsal Mennta- skólans við Hamrahlíð viðureign úr- valsliðs Norðurlanda gegn liði Bandaríkjanna en til þessarar keppni er stofnað af Visa- greiðslu- kortafyrirtækinu og helsti hvatamað- urinn og hugsuðurinn á bak við hana er Einar S. Einarsson forstöðumað- ur Visa á íslandi. Það er gífurlegt átak að koma þessari keppni á fram- færi, en svo vel hefur tekist til, að nánast allir bestu skákmenn á Norðurlöndum og bestu skákmenn Bandaríkjanna mæta til leiks. Svíinn Lars Karlsson, sem tefla átti á 6. borði, er ekki meðal þátttakenda og teljast það í raun einu forföllin vegna keppninnar. Það hefur áður komið fram að fimm íslendingar munu taka þátt í keppninni og ef að líkum lætur bætist sá sjötti við, því Friðrik Ólafs- son hefur gefið kost á sér sem vara- maður, en hann hefur ekki tekið þátt í opinberri keppni í tvö ár. Liðin sem eigast við í Hamrahlíðaskólanum í dag eru þessi, en keppnin hefst kl. 13.15: Norðurlönd: 1. borð: Ulf Andersson - Yasser Seirawan 2. borð: Bent Larsen - Luboniir Kavalek 3. borð: Helgi Ólafsson - Larry Christiansen 4. borð: Simon Agdestein - Joel Benjamin 5. borð: Margeir Pétursson - Nick De Firmian 6. borð: Curt Hansen - Lev Alburt 7. borð: Jóhann Hjartarsson - Walter Browne 8. borð: Jón L. Árnason - Robert Byrne 9. borð: K. Rasmussen - Ron Henley 10. borð: Guðmundur Sigurjónss. - John Federowicz 11. borð: Harry Schussler- Boris Kogan 12. borð: Jouni Yrjola - William Lombardy Varam.: Friðrik Ólafsson - Maxim Dlugy Skákunnendum sem af einhverj- um ástæðum geta ekki sótt keppnina er bent á að um 7 leytið í dag verður bein útsending frá úrslitamínútum fyrstu setu, en teflt er eftir hinu nýja tímafyrirkomulagi FIDE, 2klst. á 40 leiki og síðan 1. klst. á næstu 20 leiki. Afar slök tafl- mennska Timmans Arthur Jusupov og Andrei Sokol- ov munu tefla um réttinn til þess að tefla við Karpov eða Kasparov um réttinn til þess að skora á Karpov eða Kasparov f einvígi um heimsmeist- aratilinn í skák. í vikunni sem er að líða fengust úrslit í einvígi Timmans og Jusupovs. Niðurstaðan var stór- sigur Jusupovs, 6:3. Hann byrjaði illa með tapi í fyrstu skákinni en eftir þrjú jafntefli gerði Jusupov út um einvígið með þrem sigrum í röð, þá jafntefli og síðan sigri. Taflmennska Timmans hlýtur að hafa valdið Hollendingum miklum vonbrigðum. Hún var vægast sagt afar slök og virðist Hollendingurinn enn eiga mikið ólært. Jafnvel í skákinni sem hann vann gat Jusupov náð sigri með réttri taflmennsku. Með þessum úr- slitum missa Vesturlandabúar sinn síðasta fulltrúa úr keppninni um heimsmeistaratitilinn. Keppnin er nú orðin einkamál Sovétmanna. Níunda og síðasta skák þessa einvíg- is var dæmigerð fyrir kæruleysislega og óagaða taflmennsku Timmans: 9. skák: Hvítt: Arthur Jusupov Svarit: Jan Timman Grunfelds vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 (Grúnfelds - vörnin gafst Timman ekki vel í 7. skákinni, en hann situr við sinn keip og endurtekur meira að segja sama afbrigðið.) 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 b6!? (Þessi leikur hefur alla tíð haft slæmt orðspor og er furðulegt að Timman skuli einlægt grípa til þess er mikið liggur við. 7. einvígisskákinni þar sem þessi leikur sá dagsins ljós tap- aði hann í aðeins 20 leikjum.) 8. Df3 0-0 9. Rc2 (Jusupov lék 9. e5 í 7. skákinni en sennilega hefur hann óttast endur- bætur frá hendi Timmans og velur því rólegri leik.) 9. ..Rc6^ 10. h4 Ra5 11. Bd3 e5 12. Ba3 He8 13. h5 (Framrás h-peðsins veldur Timman miklum höfuðkvölum.) 13. ..Dd7 (Til greina kom 13.-Dg5.) 14. Hdl Da4? (Kolröng stefna. Betra var 14.-Dg4 en hafa verður það í huga að Timm- an varð að vinna þessa skák og teflir hann því á tæpasta vað.) 15. Bcl c5 16. d5 Dxa2 STAÐARNEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. IUMFERÐAR RÁÐ I1IDIIÍ.IIHD Illll lllllllé ■ iii ■1. íih i 19 ii m\ Oi a n 111 A II Hi #111 11 ■iliii löiaia 11111! IHHB! Ifl! k 17. Bh6! (Stórsnjall leikur sem Timman hefur áreiðanlega sést yfir. Nú strandar 17. -Bxh6 á 18. hxgó með unnu tafli.) 17. ..Bh8 18. Bb5 Hd8 19. Bg5 Db3 (Svartur hyggst blíðka goðin með skiptamunsfórn en Jusupov hefur aðrar meiningar.) 20. hxg6 fxg6 (Einfalt og afgerandi. Hróksfórnin grundvallast á 24. leik hvíts.) 21. ..Kxh7 22. Df7t Bg7 23. Bf6 Hg8 24. Be8! - Lokahnykkurinn. Timman gafst upp enda fær hann ekki forðað máti. Snaggaralegur sigur. Notaðar búvélar til sölu LEIKRITA SAMKEPPNI RÍKISÚTVARPSINS 1986 Með þessari auglýsingu boðar Ríkisútvarpið/Hljóð- varp til verðlaunasamkeppni um útvarpsleikrit. Leikritin skulu vera frumsamin og mega hvergi hafa komið fram áður. Miðað skal við að leikritin séu á milli 40 og 60 mínútur í flutningi. Höfundar sendi verk sín leiklistardeild Hljóðvarps, pósthólf 120, fyrir 15. sept. nk. í umslagi merktu Leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins 1986. Verkin eiga að vera undir dulnefni og rétt nafn höfundar að fylgja með í lokuðu umslagi. Fyrstu verðlaun í þessari samkeppni verða ekki lægri en kr. 200.000, en alls hefur dómnefnd kr. 350.000 til ráðstöfunar. Áskilur Ríkisútvarpið sér rétt til að flytja það verk, sem 1. verðlaun hlýtur, einu sinni án þess að frekari greiðsla komi fyrir þann flutning. Fyrir allan flutning verksins síðar verður greitt samkvæmt samningum Ríkisútvarpsins og Rithöfundasambands Islands. Fyrir flutning annarra verka, sem verðlaun hljóta, verður greitt sérstaklega samkvæmt fyrrnefndum samningum. rifv RÍKISUJVARPIÐ © Ursus 385 A með fjórhjóladrifi og ámoksturstækjum 85 hö. árg. 1979 ......................................... verð kr. 260.000. IH. 574 72 hö. árg. 1974 með húsi ........................ verð kr. 150.000. IMT. 540 47 hö. árg. 1983 ................................ verðkr. 175.000. Ursus C 362 65 hö. árg. 1981 ............................ verðkr. 110.000. Ursus C 360 60 hö. með ámoksturst. árg. 1981 ............ verð kr. 90.000. Zetor 4911 47 hö. árg. 1979 .............................. verð kr. 100.000. New Holland 370 heybindivél árg. 1978 ................... verð kr. 100.000.' Welger heyhleðsluvagn 24 rúmm. árg. 1978 ................. verð kr. 100.000. New Holland rúllubindivél 841 árg. 1983................... verð kr. 230.000. Carboni fjölhnífavagn 2ja hásinga með 32 hnífum, árg. 1984 .. verð kr. 300.000. Duks baggatína árg. 1984 ................................ verðkr. 45.000. British Lely sláttuþyrla vinnslubr. 165 cm .............. verðkr. 18.000. Góð greiðslukjör. Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.