Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 6
6Tíminn Timiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Bati framundan Á undanförnum árum hefur kaupmáttur dregist nokkuð saman og staða þjóðarbúsins versnað. Ástæður þessa má rekja til ytri aðstæðna sem stjórnvöld ráða ekki við. Nú virðast svo sem sé að rofa til og horfur á að bati sé framundan. Ber þar hæst lækkun olíuverðs og hækkandi verðlag á sjávarafurðum. í þeim samningaviðræðum sem átt hafa sér stað að undanförnu hjá aðilum vinnu- markaðarins hefur verið bent á þessar jákvæðu horfur og hafa þeir farið fram á það við ríkisstjórnina að hún taki tillit til þessara þátta í komandi kjarasamningum. Pað er eftirtektarvert að aðiljar vinnumarkaðarins eru sammála um ýmsar þær aðgerðir sem gera verður og að ríkisstjórnin hefur tekið vel í sameiginlegar hugmyndir þeirra sem miða að, að skynsamlegri kjarasamningar takist og verðbólgan lækki. Ekki síst er eftirtektarverð skynsamleg afstaða Ás- mundar Stefánssonar forseta ASÍ til þessara mála. Hann gerir sér fulla grein fyrir þeim erfiðleikum sem steðja að þjóðarbúinu og vill leggja sitt að mörkum til þess að skynsamlegir kjarasamningar náist. Hann lítur raunsætt á málin. En hættur leynast víða og ábyrg afstaða hans er þyrnir í augum þeirra sem vilja æsa til ófriðar. Fyrir skömmu var formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson í yfirheyrslu sjónvarpsins og var þar m.a. spurður út í komandi kjarasamninga. Afstaða hans var vægast sagt furðuleg og vakti undrun flestra sem á hlýddu. Hann var með eintómar stríðsyfirlýsingar og boðaði átök átakanna vegna. Formaður Alþýðubandalagsins opinberaði betur en nokkru sinni fyrr óábyrga afstöðu síns flokks til þessara mála. Hann virðist ekkert vita uin erlendar skuldir þjóðarinnar eða hvernig eigi að bregð- ast við þeim. Hann lætur sig engu skipta erfiða stöðu margra fyrirtækja sem þó eru undirstaða atvinnunnar í landinu. Hann fer einungis fram á að aðiljar vinnumark- aðarins fari í hár saman til þess eins að klekkja á ríkis- stjórninni. Ríkisstjórnin hefur brugðist rétt við málaleitan aðilja vinnumarkaðarins. Hún hefur boðist til þess að endur- skoða hækkanir á opinberri þjónustu og skattheimtu ríkissjóðs. Sjálfsagt er og eðlilegt að sá bati sem fyrirsjá- anlegur er verði til þess að bæta kjör manna en ekki til að auka enn frekar eyðslu þjóðarinnar um skamman tíma. Leggja verður áherslu á að styrkja kaupmátt þeirra sem lægstu launin hafa. Pað er allt of stór hópur fólks sem berst í bökkum við að ná endum saman og nauðsyn- legt er að þeirra kjör batni frá því sem nú er. í öðru lagi verður að nota tækifærið til að draga hratt úr verðbólgunni. Verðbólgan er og hefur verið mesti skaðvaldur launþega og fyrirtækja á íslandi um langan tíma. Mikils er um vert að ná henni niður svo sem kostur er. í þriðja lagi verður að draga úr viðskiptahallanum og erlendri skuldasöfnun. Erlendar skuldir þjóðarinnareru orðnar langt umfram það sem eðlilegt getur talist og þjóðinni stafar hætta af þeim. Þessum atriðum þarf að taka á. Forsenda þess að það megi takast er að friður og samningsvilji ríki milli manna og því ber að varast upphrópanir og áróðursöfl sem kynda undir óánægju. Laugardagur 8. febrúar 1986 ■lllllll ORÐ i TÍMA TÖLUÐ lllllllllllllllTO^^ . ..................................................................................... ............................III........... .:-'l Lengra þinghald 108. löggjafarþingið verður stutt. Alla vega í samanburði við það sem stóð veturinn 1984-1985. Þingmenn komu saman til þing- funda í byrjun október samkvæmt venju, en jólaleyfi þeirra hófst skömmu fyrir hátíðar og lauk fimm vikum síðar í lok janúar. Nú er fyrirsjáanlegt að þinghald lamast að meira og minna leyti í byrjun marsmánaðar vegna þings Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn, í lok þess mánaðar vcgna páskaleyfis, og Ijúki svo endanlega í þettaskipt- ið í apríllok vegna komandi sveit- arstjórnakosninga. f fyrra var enn fundað í Alþingishúsinu við sumar- sólstöður. Sívaxandi umfang löggjafar Það er Ijóst að yfirstandandi lög- gjafarþing mun að öllum líkindum ekki standa meir en 22 vikur samtals. Það vekur ýmsar spurn- ingar, þar sem þinghald af þeirri lengd er fremur regla en undan- tekning, þingið þar áður stóð óvenju lengi. Spurningarnar varða fyrst og fremst tvennt. í fyrsta lagi hvort það sé forsvaranlegt að sívax- andi uinfang löggjafar rúniist á hefðbundnum þingtíma. f öðru lagi hvort að þessi vettvangur aðhalds og eftirlits eigi að vera óvirkur meirihluta hvers árs. Þjóðin hefur hvað eftir annað orðið vitni að því að jólaleyfi eða þingslit hafa boðað sérkennilegan vængjaslátt á Alþingi. Afgreiðsla „mikilvægra mála“, sem á aðallega við stjórnarfrumvörp, hefur oftast kostað kvöld- og næturfundi þing- heims síðustu vikuna meðan stofn- unin starfaði hverju sinni. Við slík- ar kringumstæður er ekki óalgengt að vcrðandi lögum sé „ýtt“ í gegn- um deildir Alþingis með afbrigð- um, án þess að þingmönnum hafi gefist nægilegt tækifæri til að fjalla urn viðkomandi mál í nefnd eða umræðum á tilhlýðilegan hátt. Þetta stafar hvort tveggja af skipu- lagningu starfa, þá m.a. af hálfu ríkisstjórna, og af miklum fjölda margþættra mála. Ný þingsköp virðast ekki ætla að breyta miklu um afgreiðsluhraðann, þannig að ekki er við umræður utan dagskrár eða fyrirspurnir að sakast. Það er því Ijóst að seinvirkt stjórnkerfi og flókið þjóðfélag nútímans valda því að hefðbundinn þingtími nægir varla lengur. Eftirlit og aðhald Þó svo að hlutverk Alþingis sem vettvangur eftirlits og aðhalds hafi í raun aldrei verið viðlíka og gerist með flestum þjóðþingum í lýðræð- isríkjum, þá virðist tilhneigingin í þá átt fara blessunarlega vaxandi. Enda ekki vanþörf á. Svo fátt eitt sé nefnt af viðburðum vetrarins, má telja okurmál, gjaldþrotamál og kjör námsmanna sem dæmi um málaflokka þar sem umfjöllun á Alþingi hefur orðið til að beina at- hyglinni að þjóðfélagsmcinum, vanda og valdníðslu sem ella hefði ekki farið hátt. Hvað hefði orðið um nauðsynlega athygli almenn- ings ef hneyksli af fyrrnefndu tagi hefðu komið upp á yfirborðið í upphafi sumars og þingmenn hefðu ekki átt þess kost að láta í sér heyra samstundis í þingsölum? Ef einn einstakur þáttur er tekinn út, þá má gera ráð fyrir að upplýsingar um hag Hafskips hf. og Útvegsbanka íslands hefðu orðið af skornari skammti en raun bar vitni. Það er ekki langt um liðið síðan að það þinghald sem nú tíðkast var fullgott miðað við allar aðstæður hér á landi. En róttækar breytingar hafa óneitanlega átt sér stað með undraverðum hraða á flestum svið- um íslensks þjóðlífs, ekki síst á undanförnum tuttugu árum eða svo. Umbyltingarnareru öllunt sjá- anlegar og óþarft að fjölyrða þar um. Þessar breyttu aðstæður kalla á breytta starfshætti Alþingis í þá átt að hvert þing ætli sér rýmri tíma til að takast á við þau verkefni sem krefjast þinglegrar meðferðar. Þó ekki væri nema að júnímánuði og septembermánuði yrði skeytt við lok og upphaf hvers þings, þá yrði slíkt strax til bóta. Magn og gæði fylgistað Nú kann einhver að spyrja hvað vinnist með slíkri framlengingu annað en viðbótar þras og þjark unt viðbótarmál sem fáa varðar um. Með bættum starfssháttum þing- nefnda og fylgni við fyrrnefnd ný þingsköp, þá gæti lengra þinghald orðið til að auka „framleiðni" lög- gjafarsamkundunnar í þeim skiln- ingi að magn og gæði fylgist að. Eins og áður var minnst á, þá veitir ekki af auknum tíma og ólíklegt er að þingmenn sjái sér hag í því að fjölga málum í samræmi við slíka aukningu. Það er ekkert sem bend- ir til þess að einhvers konar Parkin- son-lögmál í smækkaðri mynd ríki á Alþingi. Aukin geta þingmanna til að láta til sín taka í málflutningi um ein- stök mál er varða atburði utan við sjálfa löggjöfina gæti orðið til þess að styrkja fúin bönd milli þings og þjóðar. Skammur þingtími hér- lendis er t.d. óefað ein af ástæðum þess hversu tiltölulega sterkt fram- kvæmdavaldið stendur gagnvart löggjafarvaldinu á íslandi. Lengri vökutími þings gagnvart ríkisstjórn hvers tíma gæti orðið til að gera alla stjórnarandstöðu virkari en löng- um hefur verið. Hvort sem um al- menna málsvakningu eða beina stjórnarandstöðu er að ræða, þá gæti hlutfallslega lítil framlenging þinghalds orðið til að færa Alþingi nær sambærilegum systurþingum. -SS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.