Tíminn - 16.02.1986, Page 21

Tíminn - 16.02.1986, Page 21
Sunnudagur 16. febrúar1986 Tíminn 21 tíminn- lyftitíminn-lyftití mundarfirðinum núna. Fyrst ætluðum við á skíðum en mér finnst ég ekki nógu æfður. Ég hef ekki farið á skíðum í þrjátíu ár. Svoleiðis að það er betra að fara á snjóþrúgum. Maður gengur ekki svo hratt. Ungurog efnilegur bílasali Dieter fór nú og náði í ábót á kaffið og á meðan töluðum við Björn um snóþrúgunotkun íslendinga. Þegar hann kom til baka fór hann að forvitnast um segulbandstækið; hvort það væri dýrt og hvort það næði upp öllu samtalinu. Eftir að ég hafði fullvissað hann um það spurði hann hversu lengi ég hefði verið í þessu samtalsstarfi og hvort það gengi vel. - Nokkra mánuði, ágætlega þakka þér fyrir. - Gerir þú eitt samtal á viku. - Eitt samtal aðra hverja viku. - Listatíminn kemur ekki nema aðra hverja viku? - Nei, hann kemur í hverri viku, en ég hef reynt að hafa viðtal aðra vikuna og grein hina vikuna. Nú síðast var grein um Listasafn íslands. - Um sýningarsalinn? - Ja, um safnið og þá óánægju sem er með kaup á verkum til safnsins. Mörgum af yngri myndlistarmönnunum finnst sem safnið sé að falsa listasöguna. Eiga þeir mynd eftir þig? - Það var keypt mynd fyrir nokkrum vikum. Það var einhvern Islendingur sem átti eitthvað eftir mig. - Þegar ég fletti í gegnum skrána yfir eignir safnsins þá kom í ljós að það eru ansi margir listamenn sem standa framarlega sem safnið á ekkert eftir, t.d. Sigurður Guðmundsson. - Hver er það? - Siggi Gúmm. - Hann er í Hollandi. Hann getur selt þar er það ekki? Hollendingarnir kaupa af honum. - En Listasafn íslands mætti nú eiga verk eftir hann. - Ef að Listasafnið vill ekki kaupa, því ætti það að kaupa. Þetta virðist vera eina starfið sem fólk má koma með eitthvað sem enginn vill og segja „nú verðið þið að kaupa.“ Þú mátt ekki koma með vondan bíl og segja „nú verður ríkið að kaupa. Ég er ungur og efnilegur bíl- framleiðandi og ég get raunar ekki gert þetta, en ég er ungur og efnilegur og bílarnir mínir verða betri seinna meir svo þið verðið að kaupa." Ódýr Lada frá Rússlandi er miklu betri. - Það er nú óhemjumikið af illa smíðuðum bílum á Listasafninu. - Það ætti þá frekar að selja þetta og kaupa annað Sölusafn. - Það sem er aðaliega að hjá þeim, skaut Tímamynd - Róbert Björn inní, er að þeir líta ekkert til yngri mann- anna. Það eru margir ungir myndlistarmenn sem eru nú þegar með ægilega fína framleiðslu, góða vöru, og eiga greinilega eftir að halda áfram að starfa að myndlist. Nú er einmitt gott tækifæri fyrir Listasafnið að eignast verk eftir þessa menn á meðan þeir eru enn ungir og ódýrir. - En ef þeir eiga ekki menn sem geta séð þetta nógu vel þá geta þeir ekki keypt, sagði Dieter. - Listasafnið skortir einmitt framsýni, skaut ég inní samtal feðganna. - Já, en það er ekki lausn, sagði Dieter. Listamaðurinn sjálfur á að berjast við sitt líf og reyna að koma því í gegn. Maður getur ekki alltaf komið til ríkisins og viljað að menn sjái um mann. Þá getur maður ekki verið byltingar- maður heldur. Maður getur ekki sagst vera uppi á móti öllum, byltingarmaður og um leið eiga þeir sem maður er að rífast við að kaupa af manni og hjálpa manni til að lifa. - Ég held að ungir myndlistarmenn líti ekki á kaup Listasafnsins sem styrki, sagði blaðamaðurinn, spurningin er hverskonar safn er verið að byggja upp. - Listamennirnir verða að styrkja sjálfan sig, sagði Dieter. - En það er allt í lagi að vera með eitthvað sem ungt fólk vill sjá, mótmælti Björn. - Hvað vill fólk sjá? spurði Dieter þá. Fólk vill ekki sjá það sem ég geri. Það vill ekki sjá það sem þú gerir. - Ég held að fólk vilji sjá eitthvað eftir yngri menn, sagði Björn viss í sinni sök. - En Listasafnið má ekki sniðganga ákveðin tímabil listasögunnar. Það á til dæmis ákaflega fá verk eftir Consepatmennina, skaut blaða- maðurinn að feðgunum. - Mér finnst ekki réttlæti í mönnum að vilja að ríkið kaupi af þeim, sagði Dieter, því ef þeir eru sæmilega skýrir í sínum verkum þá eru þeir á móti allri opinberri hjálp. Listin ef ekki til þess að vitlausum mönnum verði hjálpað eða til þess að vitlausir menn fái útrás. En ef ein- hver ríkur maður getur leyft sér og getur gert það sjálfur og fær útrás með því að kaupa þetta og hjálpa þessu fólki og gefa þeim peninga, þá er það allt í lagi. En opinbera ríkið á að passa sína peninga og passa að þeir komist í gegnum dýrtíðina. Ekki kaupa djöfulsins rusl sem þeir hafa ekkert uppúr. - Og enginn vill sjá, stakk ég uppá. - Kannski vilja margir sjá þetta. Ég tala bara svona vegna þess að það hefur ekki verið svona hjá mér. Ég hef alltaf þurft að vinna fyrir pen- ingum og það sem ég hef leyft mér að gera frjálst hef ég alltaf borgað sjálfur. Að vissu marki núna er þetta öðruvísi. En þegar ég sé menn vilja fá eitthvað hjá þeim sem þeir eru að tala á móti, sem þeir fyrirlíta jafnvel, það er óréttlætið uppmálað. Jafnvel skamma: „Þú ríkið kaupir ekki af mér, þú verður að kaupa af mér.“ Ekki einu sinni mublusmiður rnundi segja þetta. Ég tala svo illa um þetta. Demokrati í sýningarsali - En það er aftur á móti hægt að líta á þetta þannig, sagði Björn, að þetta sé ein leið mynd- listarmanna til að berjast fyrir sjálfum sér. Þetta er einn af vígvöllunum sem þú verður að berj ast á ef þú ætlar að lifa af þinni list. Þú verð- ur að berjast á öllum vígstöðvum ef þú ætlar að koma þér inn. - Já, sagði Dieter, þetta er kannski bara pó- litík. - Hér á íslandi er þetta nteiri pólitík heldur en erlendis, sagði Björn, því það eru svo fáir hér sem safna myndlist. Og það er mikið af myndlistarmönnum hér miðað við hvað mar- kaðurinn er lítill. Þeir sem kunna að meta list eru aldrei svo margir að þeir geti fjarmagnað myndlistarmenn til þess að lifa af listinni. - En nú er líka það spurning, svaraði Dieter. Ég held að það sé einfalt reiknisdæmi ef við mundum rannsaka þetta og gefa okkur tíma til að safna upplýsingum um hvað mikið hefur verið málað af hvað mörgu fólki á þessu og þessu tímabili. Við skulum segja eitthvað sent er staðreynd; við getum sagt 19. öldin á Frakk- landi. Hvaðmikiðvarmálað? Hvað mörgprós- ent af þessum málurum er eftir á söfnum sem ég get horft á. Þetta liefur þurrkast út með tímanum. Þá mundi maður sjá það, ég gct ímyndað mér að það sé svo lítil prósenta, kannski 5%, scm er ennþá á söfnum af því sem var málað. Maður getur sannað það að mest af því sem var málað er ónýtt af listinni. Er það ekki? Það held ég. - Hann hefur strax tekið þennan pól í hæð- ina pabbi hans Jan Voss, sagði Björn. Mér skilst að hann hafi málað á þrjú léreft alla sína æfi. Málað mynd eftir mynd á þessi léreft og grunnað síðan jafnharðan yfir. Hann hefur vit- að að hann kæmi hvergi fram og því tæki því ekki að halda uppá verkin. - Mér skilst að konan hans hafi unnið fyrir honum, sagði Dieter. Hún var vinnandi alla æfina. Ég hef þurft að berjast fyrir mínum hug- myndum og borga fyrir mínar hugmyndir og þegar ég sé að menn vilja fá viðurkenningu frá þeim sem þeir hafa ekki álit á og vilja líka skamma þá og vera n'ióti, þá finnst það svolítið þykkt. Þetta er svolítið gruggugt. Þetta var svona í Hollandi. Þá var það ríkið sem keypti alltaf af hollenskum listamönnum. Þeir voru bara á kaupi. - Og þeir skila inn tveimur verkum á ári til ríkisins, sagði Björn. Pétur Magnússon sagði einhvern tíma að þetta væri enginn stuðningur hjá hollenska ríkinu heldur væri þetta bara peningaplott. Ríkið væri í rauninni að féfletta listamenn því verkin sem það eignaðist yrðu það verðmikil síðarmeir að það konri til með að borga öll fjárútlát hollenska ríkisins og meira til. Þannig að í rauninni græddi ríkið á lista- mönnum. - Nei, sjáðu, sagði Dieter, þessi hugmynd er ekki rétt matematískt. Vegna þess að þetta get- ur verið góður bissniss ef á að kaupa af einum manni eða tveimur ódýrt og þetta verður svo dýrt seinnameir. En þeir menn sem verða dýrir eru svo lítið hlutfall ntiðað við hina sem að maður getur ekki talað um bissniss lengur. Það held ég ekki. Maður þyfti allavega að hafa state-stikk. Hugsaðu þér, nú kaupa þeir af þús- und mönnum og af þeim verða kannski tíu eitthvað virkilega dýrir. En að borga fyrir þús- und gengur ekki. Og verðið þúsundfaldast ekki. Það þyrfti að þúsundfaldast á móti kostn- aðinum. Ef að allir mundu verða frægir og mjög dýrir þá gengi þetta kannski. - Ef við gefum okkur að hollenska ríkið keypti tvö verk á ári af þúsund mönnum í fjöru- tíu ár, skaut blaðamaðurinn inní, og einungis tíu af þessum mönnum yrðu verðmætir seinna meir, þá sæti ríkið uppi með 79.920 ónýt verk eftir fjörutíu ár á móti 80 góðum verkum. - Þetta er svolítið yfirdrifið, sagði Dieter, en þetta er satt. Þarna sér maður að þegar maður segir svona fína hluti eins og Pétur, mér fannst skrýtið að heyra þessa sögu og hugsaði flott, en ég hef reynt að hugsa uppá síðkastið með statistikk og þá sér maður að það er þokukennt að segja svona. Þetta er þá svolítið mótsagt. Nú man ég að þeir segja að það þurfi að skera af þessu í Hollandi. Þetta eru orðin geymsluvandamál. Hefurðu ekki heyrt það? Geymsluvandræði í Hollandi? - Jújú, sagði blaðamaður, og mikill kostnað- ur við að skrá þetta og halda þessu í röð og reglu. - Áður gerðu listamennirnir þetta, sagði Dieter, en nú þarf ríkið að gera þetta. - Það ætti að breyta þessum vöruskemmum í safn, sagði Björn, og leyfa listamönnunum að Umsjón: Gunnar Smári Egilsson koma og skrá verkin. Úthluta þeim skáp í stað þess að geyma þetta allt í kössum. Það gæti orðið magnað safn. Listin í hnotskurn. Kannski er þetta eina leiðin til þess að reka ríkissafn. - Og góðir listamenn geta þrátt fyrir komið með góð verk, sennilega þrátt fyrir þetta, sagði Dieter. Það er kannski það góða við það. Kannski vill almúginn í Hollandi sá meðallista- verk og kannski vond. Þá getur maður líka séð hverjum líkar þetta og hverjum líkar hitt. Hverjum líkar gott og hverjum líkar vont. Þegar allt er á söfnum þá er loksins eitthvað á söfnum fyrir mann sem kann ekki að meta þetta sent er of langt gengið. Loksins kentur demókratí í sýningarsali. - Gefast endanlega upp við það að flokka list, skaut blaðamaður að. - Þessir sem að þykir það slæma gott eru líka margir, sagði Dieter, svoleiðis að allir finna eitthvað gott í svona safni sennilega. Þar er úrval af öllu í Hollandi, bæði gott ogslæmt. Svo getur fólk labbað í gegn og þeir sem að finnst þetta gott stoppa hérna og hinir labba framhjá. Kannski er þetta alveg rétt hjá Hollendingunt. - Þeir hafa ekki farið út í þetta nema að vel athuguðu máli, sagði Björn sem var sannfærð- ur um að hollenska ríkið hefði eitthvað óhreint í pokahorninu. - í þeim söfnum sem ég þekki til í, sagði Dieter, er bara ákveðin klika sem stjórnar þessu og segir „þetta er gott og þetta er vont.“ Svo er fólk sem finnst þettaekki gott. Þaðgetur ekki séð neitt á söfnum sem því líkar, sem þeint þykir gaman. Þetta er stór galli. Það sem þeim þykir gott í stjórninni cr oftast nær bara pínu- lítið af framleiðslunni. „Það er framleitt svo margt rusl,“ segja þeir í stjórninni, „það eru bara fáir góðir listamenn til.“ Þannig loka þeir út mörgum gestum sem vilja gjarnan sjá þetta rusl. - Og þeir tefja tímann við að sigta út það góða og það slæma, sagði blaðamaður. - Þetta er stórt vandamál, sagði Dieter, vegna þess að maður sér að menn vilja bara það besta en þetta er jafnvel bara það besta fyrir þá. En það cr ekki til svona listasafn ennþá. Fluxus mikil gunga - Hafa listamenn ekki oft reynl að komast framhjá þessari elítu að alntúganum. spurði ég, til dæmis Fluxushreyfingin? - Nei, sagði Dieter, ég held að þeir hafi frek- ar verið eins og munkar, sértrúarsöfnuður sem að vildi hafa allt það góða fyrir sig. Þeir höfðu rétt fyrir sér og þeirra verk voru eftir þeirra reglum. Það er einfalt mál að ef þú gerir ein- hverjar reglur sem bara þú þarft að fylgja eftir þá ert þú strax orðinn meistari í þínu fagi. Þeir sögðu líka: „Allt er list.“ En samt voru þeir að rífast um það hver er listamaður og hver ekki. Hver gerði eitthvað fyrst og hverjir koniu á eftir. Þeir voru að rífast á milli sín mikið. Þetta var eins og samlitur trúarflokkur. Þetta voru nokkrir menn sem trúa á þetta og haga sér svona og svona og allt sem er pínulítið öðruvísi á annaðhvort að hlýða eða fara. - Þú umgekkst Fluxus-hópinn eitthvað? Já, þegar ég var í Ameríku þá var ég stund- um með þeim í New York. En þetta fannst mér alltaf sæmilega óþægilegt. Þetta var mikið drunga. Þetta átti að vera svona einfalt og létt en samt var spenningurinn svo mikill, hver er bestur og hver gerir jtetta rétt, hverjir tilheyra þessu og hverjir ekki. - Eru menn ekki að freistast til að skrifa listasöguna með því að stofna svona hópa? - Já, maður getur sagt það að þeir hafi sagt bara „við ætlum að vera partur af listasögunni" undir áhrifum sennilega Dadaismans. - Og nú sitja menn og hugsa um hvað lista- sagan ber í skauti sér? - Ég mundi segja það að það kæmi með tímanum í Ijós að það er niðurrif á þessum elítu-hugmyndum um list. Að listamaðurinn verður að viðurkenna að hann er ekki einstak- ur. Hann er bara þjáningarskepna eins og allir hinir. - Að rómantíska listamannímyndin eigi eft- ir að deyja út? -Já, öll verk sem sýna listamanninn ekki sem eitthvað sérstakt, einhvern sem hefur eitthvað að segja við fólk. Mundir þú geta ímyndað þér að sum verk eigi eftir að sýna fram á að listamaðurinn er ekkert sérstakt. Þetta kemur í ljós. Á þessum tíma sem ég þekki í dag er enginn sem vill vera einskis virði. Allir vilja vera svolítið hyggnir, eða þjáningarsérfræðing- ar, eða peningamenn. Þess vegna verða þessi verk að hafa eitthvað sérstakt sem aðrir hafa ekki. Heldurðu að þú fáir eitthvað útúr þessu? - Já, það hugsa ég. - Viltu ekki prófa hvort þú skilur þetta, sagði Dieter og benti á segulbandstækið. Og í því kláraðist spólan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.