Tíminn - 02.03.1986, Side 4

Tíminn - 02.03.1986, Side 4
Hér er Haukur kominn þar sem hann viil helst vera; innan um krakkana frjálslegu. Sunnudagur2. mars 1986 4 Tíminn Póstverslunin Pan gerir INNRASA SKEMMTISTADIN A Fólk klætt í örsmáar leðurtutlur skemmtir áhorfendum með dansi, svipuhöggum og handjárnum. „Hjálpartæki kynlífsins“ renna út eins og heitar lummur að sögn innflytjenda. 250 manns tilbúnir að taka þátt í sýningunni fyrir 3000 kr. á kvöldi. „Þetta er markaður sem hefur verið í svelti frá landnámi," sagði Sæmundur Haukur Haraldsson, sem sumir eru farnir að kalla sex-kóng íslands, þegar hann útskýrði velgengni fyrirtækis síns. Haukur stofnaði ásamt Guðmundi Ásmundssyni póstverslunina Pan fyrir nokkrum mánuðum. Það fyrirtæki sérhæfir sig í innflutningi og sölu á því sem þeir kalla hjálpartæki kynlífsins, en það eru þær vörur sem flestir hafa séð erlendis í svokölluðum Sex Shops. Þrátt fyrir að stutt sé síðan þeir auglýstu vörur sínar segir Haukur að móttökurnar hafi verið glimrandi og þeir hafi vart undan eftirspurn. Eftir þessar undirtektir hafa þeir félagar ákveðið að færa sig uppá skaftið og hyggja nú á innrás á skemmtanalíf höfuðborgarinnar. Hún hófst um síðustu helgi í Sigtúni, sem frægt er orðið og heldur áfram um þess á Upp og Niður. „Ég var að pæla í að fara út í þetta fyrir fimm árum, en þá bannaði konan mín mér það,“ sagði Sæmundur Haukur Haraldsson sem hefur nú látið drauminn rætast, enda skilinn við konuna. Þegar blaðamaður hitti Hauk að máli á síðarnefnda staðnum stóð þar yfir æfing hjá sýningarflokki fyrir- tækisins. Haukur stóð út á miðju dansgólfi og leiðbeindi fimm ung- mennum íklæddum örsmáum leður- tutlum skreyttum krómgöddum. Atriðið var ekki enn fullmótað og rætt var um hvenær hver ætti að dansa þvert yfir gólfið og hver ætti að nota svipu og hver handjárn. •Ekkert af þeim hafði áður skipu- lagt slíka sýningu en þau virtust hafa bæði vilja og trú til að treysta sér til þess. Haukur virtist njóta sín vel og geislaði af gleði, eini fullklæddi mað- urinn á gólfinu. „Úúúhh, I love you, úúúhh I love you, baby“ ómaði úr hátölurunum. Nú var komið að því að skipta um búninga fyrir æfingu á næsta atriði og Haukur klappaði stelpunum á rassinn, fékk sér vatnsglas á barnum og labbaði yfir í básinn til blaða- manns. „Þetta á eftir að slá í gegn,“ sagði hann og var auðsjáanlega ánægður með krakkana. „Það er búið að festa okkur hér fjögur kvöld í viku næst þrjá mánuði og síðan verður við líka í einkasamkvæmum. Þrátt fyrir að við höfum ekkert auglýst þá hefur þetta spurst út og síminn hefur verið rauðglóandi." Þar sem blaðamanni hefur frá barnæsku verið innrætt lutherskt- siðgæði spurði hann Hauk hvort ekki hafi gcngið illa að fá fólk til að koma fram í þessari múnderingu. „Við settum eina auglýsingu í Dagblaðið og það sóttu 192 stelpur um og 54 strákar. Þetta var fólk á öll- um aldri, til dáimis var eins 48 ára gömul kona sem sendi inn unisókn og ég á eftir að nota hana seinna í vetur. Það er enginn hörgull á fólki sem er nógu frjálslegt og hresst til að taka þátt í svona löguðu. Við munum nota mikið af þessu fólki og getum verið með margar sýningar samtímis út um allan bæ. Þetta er bara rétt byrjunin. Hérna verðum við með fjögur módel á fimmtudögum, sex á föstudögum, átta á laugardögum og fjögur á sunnudögum og kannski alltaf ný módel í hvert skipti. “ Nú komu krakkarnir út úr bún- ingsherberginu í nýjum fatnaði; strákarnir f einhverskonar pung- sokkum einum fata og stelpurnar gegnsæjunt nærum og örlitlu blúnder- íi að ofan. Haukur stökk á fætur, náði sér í annað vatnsglas og var rok- inn út á gólfið. Vilhjálmur Svan annar eigandi Upp og Niður var kominn til að fylgj- ast með æfingunni. Hann var spurð- ur að því hvort hann hefði trú á því að þessi sýning ætti eftir að verða vinsæl. „Já, ég er viss um það,“ sagði hann. „svo framarlega að þetta verði ekki drepið niður. Það er svo mikið til af kellingum á íslandi og það er ótrúlegt hvað þær geta haft mikil áhrif. Pakistanska söngkonan var til- dæmis kæfð bara af því hún var öðru- vísi. En það er komin mikil þreyta í skemmtanabransann og við erum til dæmis eina diskótekið sem er opið í miðri viku. Veitingamenn verða að fara að taka höndum saman og brydda upp á nýjungum. Það er orð- ið dálítið einkennilegt ástand þegar fólk er farið að nota sjónvarp sem skemmtun." Haukur lét nú krakkana um út- færsluna á atriðinu og kom með nýtt vatnsglas í básinn. „Við verðum líka með sérstök „ladies-night", sagði hann og hreifst af hugmyndinni. „Þá verður bara kvenfólki hleypt inn og einungis strákar sem sýna. Þá held ég að verði nú fjör." Og verður leyfilegt að tippsa, spurði blaðamaður mynnugur atriða úr kvikmyndum þar sem karlar döns- uðu innan um heilu og hálfu sauma- klúbbana og konurnar kepptust við að stinga dollaraseðlum ofaní mittis- skýlurnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.