Tíminn - 02.03.1986, Page 22

Tíminn - 02.03.1986, Page 22
22 Tíminn Sunnudagur2. mars 1986 skemmta og hvílíkt púl! Bette Midler lét í sér heyra að fólk hrökk upp. Hún talaði frjálslega um konubrjóst, bæði sín eigin og annarra, sagði klúra brandara og söng sig upp í slíka viðkvæmni að hún gekk af sviðinu hágrátandi. Já, það er erfitt verk „að skemmta sér“! Madonna að taka a moti gesum i tilefni frumsýningar á sjónvarps- þætti. Það skiptir ekki máli þó að hún láti ckki sjá sig, eftirvæntingin hefur bætt þann missi upp! Ætli fólk hins vegar að leita uppi Playboy Club, er hætt við að það fari fýluferð. Klúbburinn hefur nefnilega bæði skipt um stað og nafn. Nú heitir hann Empire Club, en þar ráða enn ríkjum Hugh og Christie Hefner og fáklæddar kan- ínur þjóna viðskiptavinum eins og áður. Og þegar sérstaklega mikið stendur til má taka á leigu sjálfa Metrópólitanóperuna. Það vargert fyrir skemmstu þegar haldin var stórsamkoma til styrktar AIDS rannsóknum og umönnun sjúkl- inga sem hafa tekið þennan hræði- lega sjúkdóm. Skemmtikraftarnir, allir frægir og ómótstæðilegir, gáfu vinnu sína og gestum gafst kostur á áð sitja í 4!á tíma og njóta þess að sýna sig og sjá aðra fyrir litlar 250 dollara. Allt fór ósköp þægilega og eðlilega fram. Það var ekki fyrr en í furðuhattapartíinu nutu allirsín, en samkeppnin um hver bæri skrítnasta höfuðfatið var geysi- lega hörð. Enn þekkjast partí þar sem viðeigandi þykir að mæta í betri fötunum. í fagnaði sem haldinn var til heiðurs Sidney Lumet, þótti Paul Newman og Al Pacino sjálfsagt að bera þverslaufur við smóking- ana sína. Feðginin Hugh og Christ- ie Hefner eru búin að fá nóg af að reka Playboy klubba. Þau hafa skipt um nafn á klúbbnum sínum í New York, en kanínuhug- myndin er svo góð að þau halda henni. Nú eru það bæði karl- og kvenkanín- ur sem ganga þar um beina. Boy George og Marilyn Drengurinn George þekktist varla, hafði lést einhver ósköp, en Ceciliu Peck leist mjög vel á hann í þessu nýja gervi. Marilyn ætlaði að kynna nýja plötu, sem Boy Ge- orge pródúseraði fyrir hann. Þeg- ar til kom söng hann aðeins eitt lag og flæktist svo í míkrófón- snúrunni, á leiðinni út. Whoopi Goldberg hefur skotið upp á stjörnuhimininn með geysilegum hraða eftir að hún lék í nýjustu mynd Steven Spiel- bergs The Color Purple. Hún er ein þeirra sem verður að láta sig hafa það að vera alls staðar með í öllu. New York búar kunna vel að meta gott og gamalt evrópskt blátt blóð og rjúka upp til handa og fóta ef slíkt rekur á fjörur þeirra. Hér bar vel í veiði, einn ríkasti aðalsmað- ur Þýskalands, Johannes prins af Thurn og Taxis og kona hans Gloria þáðu matarboð og skemmtu sér vel, eins og sjá má. „Prinsessan minnir mig mest á Ninu Hagen," varð einum gest- anna að orði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.