Tíminn - 05.03.1986, Side 1

Tíminn - 05.03.1986, Side 1
f H _ STOFNAÐUR1917 I í11111111 RAUSTIR MENN 25050 SCnDIBiUISTÖDin SAKADÓMUR Reykjavíkur kvaö upp dóm í svoköiluðu Fréttaútvarpsmáli, í gær. Ritstjórar DV, þeir Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram, ásamt framkvæmda- stjórum DV þeim Sveini R. Eyjólfssyni og Heröi Einarssyni voru dæmdir í sekt og varö- hald til vara. Sektin hljóðar upp á 25 þúsund krónur á mann, ella sæti þeir 20 daga varö- haldi. Þá var tækjakostur útvarpsins geröur upptækur. Þeir félagar ráku útvarpsstööina ásamt fleiri DV-mönnum í BSRB verkfallinu haustiö 1984. Verjandi fjórmenninganna mætti í Saka- dóm Reykjavíkur í gærdag, þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tólf, og hlustaði á dóminn. Þaö var Jón Abraham Ólafsson sakadómari sem kvaö upp dóminn. Verjandi í málinu var Þóröur S. Gunnarsson. Hinir dæmdu veröa aö greiða málskostnað, 60 þúsund krónur. Ekki hefur veriö tekin ákvörðun um áfrýjun í málinu. NAFN MANNSINS sem saknaö er af Ás RE 112 er Skúli Kristjánsson. Hann er eigandi bátsins og smíðaði hann sjálfur. Varðskipið Óöinn var á slysstaðnum í gær, en ekki var hægt aö koma viö þyrlu gæslunn- ar sökum veðurs. Nokkrir loönubátar leituöu á svæðinu í gær. Þávoru gengnarfjörurog sáu björgunarsveitarmenn úr Grundarfirði ásamt fleirum um þá leit. MENNTSKÆLINGAR í Mennta- skólanum við.Sund vinna að mestum hluta meö náminu. í könnun á vinnu nemenda sem gerö var í haust kom fram aö 38% nemenda í 1. bekk stunduðu launavinnu, 55% nem- enda í 2. bekk, 66% nemenda í 3. bekk og 70% nemenda í 4. bekk. Þar af unnu 11 % 21-40 stundir á viku. Einnig kom fram í könnuninni aö meirihluti nemenda kýs frekar að læra heima en nota skólann til vinnu utan kennslustunda. RÍKISSAKSÓKNARI hefur sent beiðni til rannsóknarlögreglunnar á Akureyri, um að frekari rannsókn á máiefnum Sjallans fari fram. Rannsóknarlögregla á Akureyri verst frétta af málinu en segir umfjöllun fjöl- miðla hafa gefiö óráunhæfa mynd af umfangi málsins. BRESK HJÓN á áttræðisaldri flúöu nýlega til Frakklands til aö bjarga tveim hund- um sínum frá breskum yfirvöldum. Hjónin, sem heita Edmond og Sheila Chapman, segja ofsóknir yfirvalda gegn hundunum hafa byrjað í janúar í fyrra eftir aö dómstóll í heimabæ þeirra í Cornwall skipaöi þeim aö Ióga Jake og Elsu sem ásökuö voru um aö glefsa í vegfarendur. Þegar þau neituöu aö hlýöa þessu var þeim skipað aö greiöa daglega tvö pund (120 kr.) í sektirþartilhundarnirhyrfu. Þau ákváöu þá að flýja Bretland frekar en að segja skilið viö hundana og eftir aö hafa kannao íbúöa- verö í S-Afríku og Portúgal fluttu þau til franska smáþorpsins Dordogne. Hegðun hundanna eftir flutninginn er sögð til fyrirmyndar en þorpspósturinn kveöst samt gæta fyllstu varúðar gagnvart þeim. HINN 24. FEBRÚAR síðastliðinn var haldinn aöalfundur Félags íslenskra leikara í leikhúskjallaranum. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er samningamálum ASÍ, VSÍ og VMSS þar sem farið er þess á leit við ríkis- valdiö aö niðurskurðurfari fram í ríkisgeiran- um. Aö fenginni reynslu vita leikarar aö slíkur niðurskuröur bitnar fyrst og fremst á menningar,- mennta- og heilbrigðismálum. Telja þeir aö af slíku sé nóa komið. Vilja þeir að peningar veröi frekar notaðir til menningarmála en feröalaga_ ráö- herra. Einnig var kosin ný stjórn á fundinum og skipa hana nú eftirtaldir: Arnór Benónýs- son formaður, Sigríöur Þorvaldsdóttir vara- formaöur, Kristbjörg Kjeld gjaldkerfi, Sigurð- ur Karlsson ritari og Viðar Eggertsson með- stjórnandi. KRUMMI .. .þeir segja að Danir séu hættir við að láta handrit- in af hendi. Iceland Seafood Co. MIKIL S0LUAUKNING f BANDARÍKJUNUM „Við hefðum getað selt veru- lega miklu meira magn ef ekki hefði verið vegna vöruskorts," sagði Guðjón B. Ólafsson fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Co. dótturfyrirtækis Sambands- ins í Bandaríkjunum í sanitali við Tímann í gær. „Það er skort- ur á mikilvægum tegundum, s.s. ýsu, og við höfum orðið af veru- legri sölu þar, það er alger skort- ur á karfa, það er skortur á ufsablokk, og það er skortur á rækju, hörpudisk og grálúðu," s.agði Guðjón ennfremur. Engu að síður varð umtals- verð söluaukning hjá Iceland Seafood í Bandaríkjunum í fe- brúar en í þeim mánuði nam heildarsalan 14,3 milljónum dollara, sem er3 milljónum doll- ara meira en í febrúar í fyrra. Eins og komið hefur fram áður í Tímanum, var sala í janúar sú besta í sögu fyrirtækisins og febrúarmánuður er annar besti sölumánuður í sögu þess. Sam- tals fyrir þessa tvo mánuði nam heildarsöluaukningin frá því í fyrra 8,8 milljón dollurum eða 360 milljónum króna eða 43,5%. Sundurliðuð var salan þannig, að í janúar og febrúar seldust fiskréttir fyrir 15,7 milljón doll- ara en það er verðmætaaukning um 32% og magnaukning upp á 22%. Af frystum l'lökum seldist þessa tvo mánuði fyrir 10,1 mill- jón dollara sem er 56% verð- mætaaukning en magnaukning- in var um 50%. Af skelfiski seldist í janúar og febrúar fyrir 2,8 milljön dollara sem er u.þ.b. þreföldun að verð- mæti en magnaukningin var 372%! Ástæðan fyrir því að magnaukningin er meiri en verð- mætaaukningin í skelfiski liggur í breyttri samsetningu vörunnar, í fyrra var meira af humri (verð- mætari vara) en hin mikla sölu- aukning var einkum í hörpudiski og pillaðri rækju. Guðjón B. Ólafsson sagði í gær að skýringin á þessari sölu- aukningu fælist í tvennu. Annars vegar hefðu viðmiðunarmánuð- irnir janúar og febrúar í fyrra ckki veriö mjög góðir þó þeir hafi ekki verið mjög slæmir heldur. Hins vegar fælist skýring í því að íslendingar væru að auka markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum. „Það virðist ætla að haldast áfram nokkuð sterk eftirspurn. Hins vegar er ekki hægt að gera ráð fyrir að yfir 40 prósenta sölu- aukning haldi áfram mjög lengi en það bendir allt til þess að þeg- ar upp verður staðið verði sölu- aukning á þessu ári miðað við árið á undan,“ sagði Gujón að lokum. -BG Færri þjónar - ódýrara vín? Sclja veitingamenn á íslandi áfengi of dýrt? Víða hefur þróunin orðið sú á veitingastöðum að fag- lærðir þjónar heyra til fortíðinni og ungar stúlkur í peningaþörf hafa leyst þá af hólmi. Ofan á hámarks álagningu á áfengi er lagt þjónustugjald. Það gjald cr samkvæmt kjarasamningi framreiðslumanna og veitinga- manna og ncmur fimmtán prósent- um. Gjaldið er ætlað til þess að greiða með laun faglærðra framrciðslumanna. Þar sem starfsstúlkur vinna í stað þjóna rcnnur þjónustugjaldið óskert í vasa veitingamanns. Þjón- ar eru ekki hressir með þetta og telja að sér vegið. „Ég tel forsendur þjónustu- gjaldsins brostnar þegar fram- reiðslumenn eru ekki lengur á veit- ingastöðunuin," sagði Óskar Magnússon fyrrverandi formaður þjónafélagsins í samtali við Tím- ann í gær. Ólafur Walter Stefánsson í dómsmálaráðuneytinu sagði þetta mál vera á milli þjóna og veit- ingamanna, en benti jafnframt á að gjaldið væri unifram hámarks- álagningu á áfengi og væri ákvarð- að samkvæmt sérstökum reglum. Verði þjónustugjald fellt niður á veitingastöðum, þar sem engir fag- lærðir þjónar vinna, mun það þýða um tíu prósenta lækkun til neyt- enda. „Ég tel eðlilegt að það sé verð- mismunur á milli þeirra staða sem bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu og þeirra sem gera það ekki. Við bjóðum uppá betri þjónustu, hvort sem er á bar eða í sal. Allt er þetta af sama meiði því ef við getum bor- ið vínið sæmilega fram hljótum við að geta skilað matnum af okkur líka. Hvar sem er í heiminum borga menn minna fyrir að setjast inn á gangstéttarbar en á Savoy,“ sagði Vilhelm Wessmann veitinga- maður á Hótel Sögu, sem hefur fjöldann allan af faglærðum þjón- um á sínum snærum. -ES

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.