Tíminn - 05.03.1986, Side 7

Tíminn - 05.03.1986, Side 7
Miðvikudagur 5. mars 1986 VETTVANGUR Eiður Guðnason, alþingismaður: SEINT SÉÐ Þaö cr görrml tugga. að landbún- aður á Islandi standi andspænis miklunt vanda. bað er hinsvegar hvcrgi ol'sagt. að landbúnaður á ís- landi stendur nú andspænis annars- konar vanda cn áður. Þótt hcfði það saga til næsta bæj- ar hér fyrir fimmtán til tuttugu árum, að sjómenn mættu ckki fiska svona nokkurn veginn eins og þeim sýndist og sjórinn gæfi og bændur framleiða að vild, eftir því sent tíð og aðstæður leyfðu. Pað voru víst bara alþýðuflokksmenn, sem héldu því fram að takmarka yrði land- búnaðarframleiðsluna. Nú eru þetta staðreyndir, sem allir viður- kerina: Það veröur að hafa stjórn á fiskvciðum og það verður að stjórna landbúnaðarframleiðsl- unni. En auðvitað greinir menn á um aðferöir. Réttmæt gagnrýni Gylfa l>að var dr. Gylfi Gíslason fyrr- unr formaður Alþýðuflokksins, sent fyrst benti á svo eftir var tekið, aö nauðsynlegt væri að takmarka landbúnaðarframleiðsluna. Ekki væri unnt til lengdar að framleiða langt umfram þarfir innanlands, og borga stórfé úr santeiginlegum sjóðum landsmanna með þeim landbúaðarafurðum. sem eru flutt- ar út og scldar fyrir spottprísa, þótt SÍS liafi sín sölulaun á hreinu. En hvernig var gagnrýni Gylfa og annarra Alþýðuflokksmanna tekið? Það er ekki ofmælt að segja. að hcnni hafi verið illa tekið. Öll gagnrýni á stefnuná í landbúnaöar- málum var talin fjandskapur við bændur. Arum saman hafa oddvit- «H En hvernig var gagn- rýni Gylfa og annarra alþýðuflokksmanna tekið? Það er ekki of- mælt að segja, að henni hafi verið illa tekið. Öll gagnrýni á stefnuna í landbúnað- armálum var talin fjandskapur við bændur. m ar bændasamtakanna og forkólfar Framsóknarflokksins harrjrað það inn í eyru þjóðarinnar, að Alþýðu- flokkurinn væri hófuðóvinur ís- lenskra bænda og landbúnaðar. l>að er auðvitað allt annað aö gagn- rýna stefnuna í landbúnaði en að fjandskapast við bændur. Alþvðu- flokkurinn hefur gagnrýnt stefnuna í landbúnaðarmálum. en ekki fjandskapast við íslenska bændur. Gagnrýni okkar alþýðuflokks- manna var rétt. Það viðurkenna all- ir nú, en það er hinsvegar því miður of seint séð. Tíminn hefur einnig lcitt í Ijós, að það er líka rétt sem við höfum haldið frant. að býsna breitt bil er milli bænda og tals- ntanna bændasamtakanna, að ekki sé nú talað um framsóknarmennina í Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki. Bil milli bænda og forystuliðs Bændum hefur lcngi verið Ijóst hvert stefndi. Landbúnaðarforyst- an þrjóskaðist Itins vegar ótrúlega iengi við að viðurkenna staðreynd- ir. Staðreyndirnar cru nú öllunt Ijósar. Það verður að minnka frant- leiðsluna. ekki aðeins mjólkur- framleiðsluna heldur alla liina hefðbundnu landbúnaðarfram- leiðslu. Það verður ekki sársauka- laust, og það gcrist ekki í einni svipan. Hér er nefnilega verið að fjalla um fólk. cignir fólks og ævi- starf, og þar duga skammt reglu- stikuaðferðir eða tölvukeyrðir skömmtunarseðlar, enda þótt það séu þær aðferðir scm nú er beitt. Gallinn nú, þegar mjólkurkvótinn er tilkynntur, er sá aö hann kemur alltof seint, og þeim hegnt sem áöur höfðu sýnt þá þegnskyldu að draga saman framleiðsluna, en þeir glansa. sem virtu allar slíkar beiðn- ir að vcttugi ogjuku framleiösluna. Bændum hefur lengi verið Ijóst hvert stefndi. Landbúnaðarforystan þrjóskaðist hins vegar ótrúlega lengi við að viðurkenna staðreynd- ir. Tíminn 7 l llllllllllllllllllllllill iii Það er komið aftan að bændum, eða eins og ágætur bóndi oröaöi það á fundi í Valfelli i síöustu viku: „Þeir skjóta fyrst og spyrja svo." Bændur hafa ekki sagt ýkja margt fram til þessa. en þeir hafa nú kvatt sér hljóðs meö næsta eftir- minnilegum hætti. Það hefur nefnilega verið sér- stæð reynsla að sitja þrjá bænda- fundi, þar sem fjallað hefur verið um mjólkurframleiösluna og hevra þá hvern bóndann á fætur öðrum gera að sínunt margvísleg rök okk- ar alþýöuflokksmanna gegn þcirri stefnu sem fylgt hlur verið í land- búnaöarmálum úndanfarna ára- tugi. Rök sent nú eru rctt, cn hafa til þcssa veriö kölluð bændafjand- skapur. Gagnrýni okkar hefur beinst gegn vitlausri landbúnaðar- stefnu. ekki gcgn bændum. Rök okkar alþýðuflokksmanna gegn landbúnaöarstelnunni cru nú-oröin rök bænda. Bændur gerast þungorðir Lescndúm Tímans til fróðleiks tilgreini ég hér af handahófi um- mæli nokkurra bænda á fundum í síðustu viku í Heiðarborg, Loga- landi og Vallelli: - Núverandi astand er afleiðing óstjórnar - Allt of seint brugöist við vandan- um. Þetta er leiftursókn niður a við. - Erunt nú að horfast í augu við stefnuleysi og rekaldshátt undanfarinna ára. - Hcf lengi sagt. að það yrði að skipuleggja framleiösluna. - Stjórn Stéttarsambandsins hefur ekki haft þá forystu, scnt henni ber. - Grunnur vandans er offjárfcst- ing í landbúnaði. - Eigum að hætta þcssari helvítis vitlcysu með útflutningsbæturn- ar og taka upp tekjutryggingu með beinum greiöslum til bænda. - Hvað vcrður um þá bændur, sem verða að brcgöa búi? - Fyrst cr fótunum kippt undan bændum. en síðan er þeim sagt að standa á fætur. Þetta eru auðvitað aðeins glefsur. Sú gagnrýni, sem kom frant frá bændum á þessunt fundum var réttmæt: 1 fyrsta lagi kom reglugeröin allt of seint. í öðru lagi er rangt aö Itegna þeim, scm svnt höl'öu þá þegnskyldu eins og það var orðað af mörgum, að draga saman mjólk- urframleiðslu. í þriðja lagi hefurtil dæmis ekki verið tekiö tillit til tíð- arfars á suður og vcsturlandi á við- miðurna rtímanum. Afleiðing rangrar stefnu Brýnt er nú að gera ráðstafanir tii að aðstoða þá bændur, sem vilja bregöa búi. Nota til dæmis hlula úl- flutningsbóta til þess. Sníða þarf agnúana af skömmtunarkerfinu. og gera það sveigjanlegra aðstæð- um. en sá meginvandi sem íslensk- ur landbúnaður stendur nú and- spænis er sá. að íslcnskur al- menningur liefur ekki lcngur ráð á að kaupa hefðbundna framleiðslu, lambakjöt og smjör Vegna þcss hve dýr hún er. Það er kannski alvar- legasti vandinn. scm blasir við ís- lcnskum landbúnaöi í dag og Itann er ekki aöeins afleiðing rangrar stjórnarstefnu heldur langrar óstjórnar í efnahagsmálum. Kiður Guðnasun, alþingisniuðiir Jens í Kaldalóni: Draugar og afturgöngur Friðrik Sóphusson skrifaði í vet- ur í Morgunblaðið sögu um upp- vakningu gamals draugs í íslensk- um blaðaheinti þá er dagblaðið Tíminn hafi unt áramótin verið uppvakinn úr gröf sinni. og gangi nú ljósum logunt, með allra handa afturgöngu - siðspillingar í okkar bróðurlcga ríkisstjórnar samfélagi, til skaðaog hrellingaröllum góðum sálum þessa lands, en vitnar þó aðeins í eina sál, auðvitað langt öðrunt betri. formann SUS, um að löngu hcfði þessi happasæla ríkis- stjórn átt að vera búin að leita eftir nýju umboði til kjósenda. Nú hafa afturgöngur oft ekki verið nein lömb sér við að leika, en nú rétt mánuði síðar, vekur land- búnaðarráðherrann okkar allt í einu upp annan draug, síst að mínu mati betri en Tímaafturgönguna hans Friðriks. Kemur þar um pent- leg frétt í Morgunblaðinu 20. febr. að ráðherrann hafi lagt fyrir þing- flokka ríkisstjórnarinnar uppvakið frumvarp um starfsréttindi til handa bændum og bændaefnum. Er þar m.a. rakin sú guðskristna kenning, að markaðserfiðleikar á undanfarandi árum og samdráttur í framleiðslu innan hefðbundinna búgreina hafi vakið umræður um atvinnuréttindi bænda og það, hverjir skuli hafa atvinnu við að framleiða það takmarkaða magn búvara sem markaðurinn innan- lands tekur við og möguleikar eru á að selja á erlendum mörkuðum. Já, aldeilis er nú glóandi um- hyggjan og hið kærleiksríka hugar- þel, sem blundar í brjóstum okkar ágætu bændaunnenda, og sjálfsagt ekki seinna vænna en njörva okkur í eitt miðstýringarkerfið í viðbót við allar skömmtunarreglurnar sem eftir við lifa skulum, og bægja frá okkur þeirri ógnarskriðu, sem ásóknin er í búskapinn á landi hér, og sumum sýnist kannski til háska stefna fyrir þá sem fyrir eru. En sagna best sagt. er það oft svo ein- stakt og furðulegt hvað þessum elskulegu þingmannspostulum get- ur dottið í hug að færa uppí aska sina. til þcss þar úr að moða því skelfilegasta rusli á pörtum til þar um að japla og jagast. Sannleikur- inn er n.l. sá að slík menntun, þótt góð sé á pörtum, gerir ekkert útslag á það hvernig mönnum búnast. Sjó- menn og aðrir margir hafa orðið af- bragðs og dugnaðarbændur, þótt aldrei hafi þeir nærri búskap komið fyrren byrjaðir voru þar, ogjafnvel færustu ráðunautar hafa ekkcrt skammast sín fyrir að sækja ráð og kunnáttu til bænda, sem aldrei hafa á skóla farið. Eða hvað skyldi ef enginn fengi að fara á bát og beita lóð, eða draga af spili fyrr en búinn væri að hljóta starfsskírteini til hvers og eins. Starfsreynslan í öllu falli kemur beint og króka laust við starfsþjálfun og æfingu við starfið, og áhuga og dugnaðar við það. Það sem nú amar að íslenskum land- búnaði, og hefur verið að grafa um sig um langan tíma, er ekki að bændur hafi vantað starfsreynslu- passa uppá vasann, heldur miklu fremur af því, að þeir hafa verið rægðir og hundeltir af misvitrum mönnum og sjónarmiðum, sem ekkert á skylt við það að vera með eitthvað prófskírteini uppá vasann, heldur eingöngu af því, að hér hafa ráðið ríkjum í landi pólitískir of- stopaeinfeldningar, sem enga grein hafa gert sér fyrir því, á hvaða til- verustigi við þurfum að standa til þess að lifa eins og menn. Bændur hafa verið beittir svikum og prettum í allra handa pólitískum hráskinnaleik, í úrræðaleysi þeirra manna sem landinu hefur verið stjórnað af. Vitandi vits hafa menn horft uppá þann óskapnað, sem verðbólga er kölluð, ríða svo röft- um þessarar þjóðar, að engin leið var að selja héðan vörur á erlendan markað á sambærilegu verði sem aðrar þjóðir með mörgum sinnum minni verðbólgu bjuggu við. Kaup fólksins borgað niður á þeim fölsku forsendum, að borga niður land- búnaðarvörur, með því að taka það af fólkinu í sköttum til þeirra hluta, þar sem hringrás vitleysunnar hefir svo yfirþyrmandi blasað við hvers manns ásjónu í hinum hroðaleg- asta hráskinnaleik pólitískra axar- skafta áratugum saman. Það eina sem hefur haldið í okkur lífinu er að fiskurinn í hafinu hefur svo í langan tíma lítill til afurða orðið, og í neyð þeirra hluta orðið það í Bændur hafa verið beittir svikum og prett- um í allra handa pólit- ískum hráskinnaleik, í úrræðaleysi þeirra mannasem landinu hefur verið stjórnað af uppsprengdu verði um öll heimsins lönd, að dýrari miklu öllum mat- vælum ofar er orðinn, og því neyð- in þar um allt verðlag ráðið. Svo er ekkert mál hér talið að lóga 2000 bændum útá galeiðuna á einu bretti, scm þýddi, að byggja þyrft- um einn bæ ámóta stóran og ísafj- örð, og þá öllu betur, með öllum þeim hafnarmannvirkjum, fryst- ihúsum, iðnaði, verslun og þjón- ustu í öllu tilliti, fiskibátum, togur- um og öðru fleiru, sem hvergi mættu þó á sjó fara, nema að ræna þó lífsbjörg annarra þorpa í því formi að skammta þeim ennþá smærri einingu til öflunar fyrir sín- um þörfum. En það er einnig miklu' miklu stærra, þetta vandræð- adæmi, sem vitfirringar þessarar þjóðar hafa enga grein gert sér fyrir, að það er annað eins af fólki, tengt þessum 2000 bændum sem sjálfsagt þykir að bregði búi. í ótal formi eru áhangendur þeirra at- vinnutækifæra sem sköpuð eru af búskap þeim, sem þeir reka, fyrir svo utan öll þau glæstu verðmæti í ótal formum, sem engum gæti að gagni orðið, og svo stórar gapandi eyður í landsbyggðina alla að óhugnanleg nöturlegheit blasa við hverju auga, og tómarúm tilver- unnar gagntaka hverja hugsandi sál. Jens í Kaldalóni

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.