Tíminn - 15.03.1986, Page 19

Tíminn - 15.03.1986, Page 19
GOTT FÓLK / SÍA Laugardagur 15. mars 1986 Tíminn 19 gerðir á kóngsvæng. Takið eftir ridd- aranum sem trónaði á c5 en nú hírist uppi í borði. 28. Hcl Hc8 29. Bfl Rd7 30. Rb3 Rc5 31. Rd4 Nú er það hvítur sem hefur eignast stórveldi á d4. Gallar e4-leiksins eru nú augljósir. Hvítur stendur betur. 31. - Bd7 32. DdlHfl 33. Hd2 Hd8 34. Dh5 Re7 35. Hcdl Be8 36. Hcl Lítið hefur gerst í síðustu leikjum, hvítur rýmir fyrir drottningunni á d 1. 36. - Hf6 37. Ddl Bf7? Afleikur. Nú tapar svartur skipta- mun. Nauðsynlegt var að leika öðr- um hvorum hróknum. 38. Rc6! Rxc6 39. Bxf6 gxf6 40. bxc6 Dxc6 í þessari stöðu fór skákin í bið. Arg- entísk blöð munu hafa talið stöðu svarts betri en framhald skákarinnar sýnir að svo er ekki. 41. g4 Hvítur opnar sér færi gegn svarta kónginutn. 41. - a4 Hótar að vinna skiptamun með Rb3. Ef 41. - fxg4, þá 42. Dxg4t Kh8 43. Dh4 o.s.frv. 42. Hg2 Rb3 Til hvers? Dr. Ingimar Jónsson forseti Skáksambands íslands 1980-’82 nælir heiðursmerki Skáksambands íslands í barm Ás- mundar Ásgeirssonar. 43. Hc3 Dc5 44. Hg3fxg4 45. Dxg4t Kf8 46. Dh4 Ke7 47. Dxh7d5 48. Be2 Hf8 49. Bh5 Ke8 50. Bxf7t Hxf7 51. Df5 d4 52. Hg8t Ke7 53. Dxe4t Kd6 54. exd4 Dxd4t 55. Dxd4t Rxd4 56. Hd8t Kc5 Ef 56. - Hd7, þá 57. Hxd7t Kxd7 58. Hd3 og vinnur. 57. Hd5t Gefið Athugasemdir eru eftir Trausta Björnsson og Ásmund og eru fengn- ar að láni úr bókinni „íslenskir skák- meistarar" -1. bindi. Skákþing íslands 1986: Skákþing íslands hefst n.k. laugar- dag með keppni í áskorendaflokki og opnum flokki. Mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 44-46. Það hefur þá sérstöðu fram yfir flest önnur þing að keppni í landsíiðsflokki er frestað til óákveðins tíma og mun það bíða nýrrar stjórnar Skáksambandsins að ákveða hvenær mótið fer fram og annað sem það varðar s.s. fjölda þátttakenda, verðlaun o.s.frv. Fyrir tveimur árum bárust eindregin til- mæli frá sterkustu skákmönnum þjóðarinnar að keppni í landsliðs- flokki það árið færi ekki fram um páska og urðu menn við þeim tilmæl- um. Mótið var síðan haldið um haustið og fékkst þátttaka flestu sterkustu manna þjóðarinnar. Þátttökurétt í áskorendaflokki hafa tveir efstu menn úr opnum flokki 1985, ungjingameistari íslands 1985. kvennameistari íslands 1985, skákmenn með a.m.k. 1800 Elo-stig og 6 efstu menn svæðamóta sent skil- greind eru af stjórn SÍ, enda berist umsóknir þar að lútandi til stjórnar SÍ fyrir 20 .mars ásamt mótatöflu. Þátttaka í opnum flokki er hins- vegar opin öllum. Hraðskákmót ís- lands 1986 fer fram 6. apríl. FERMINGARKASSETTUTÆKIÐ FRÁ PHIUPS KOSTAR AÐEINS 6.990.- KRÓNUR 4? > 1 Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 S: 20455 - SÆTÚNI 8 S: 27500 Þú verður alveg þegjandi hissa þegar þú heyrir hljóminn í þessu tæki. Hvort sem þú hlustar á rás 1, rás 2, einhverja útlenda stöð (sem þú kemst að raun um að eru fteiri en þú heldur) eða uþþáhalds kassettuna þína, skilar fermingarkassettutækið frá Philips þér tærum stereó-tónum hvar og hvenær sem þú vilt. Þú getur líka spilað fyrir nágrannann þinn í leiðinni og sungið fyrir sjálfan þig þegar þú ert í stuði, því hátalararnir eru heil 8 vött hvor og tækinu fylgir innbyggður stereó-hljóðnemi. 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.