Tíminn - 15.03.1986, Page 24

Tíminn - 15.03.1986, Page 24
Sykurlausar u ppf M ! Hálstöflur I ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ sigraöi Ba hrein 2-1 í landsleik í knattspyrnu sem háður var í Bahrein í gaerkvöldi. Islendingarskoruðu bæði mörkln ' í síðari hálfleik. Þetta var siðari leikur liðanna en Bahrein vann fyrri leik- inn með sama markamun 2-1. Eins og kunnugt er var áætlað að íslenska landsliðið spilaoi einnig i írak en af því varð ekki vegna stríðs- ástands í landinu. Því voru aðeins leiknirþess- ir tveir vináttuleikir við Bahrein, en þeir voru jafnframt fyrstu leikirnir undir stjórn Sigfried Held, hins nýja landsliðsþjálfara fslendinga í knattspyrnu. T Tíminn Laugardagur 15. mars 1986 Ríkisbankarnir lækka gjaldskrár: „Ekki vegna hót- ana ráðherra" - segir bankastjóri Búnaðarbankans Bankastjórn Búnaðarbank- ans ákvað í gær að fella niður nýju gjaldskrána um þjónustu- gjöld. Hún gekk í gildi l.mars sl., en var samþykkt 26. febrú- ar. Var það síðar en aðrir bank- ar auglýstu nýjar gjaldskrár. Matthías Bjarnason við- skiptaráðherra, hefur lýst yfir að hann muni í næstu viku senda bönkunum bréf og fara fram á að gjaldskráin verði lækkuð, og verði ekki farið eft- ir þeirri beiðni muni hann verða sér úti um lagaheimild til að lækka þjónustugjöldin. Stefán Hilmarsson, banka- stjóri sagði í gær, að það væri ekki vegna hótana ráðherrans, að ákveðið hafi verið að lækka þjónustugjöldin á ný, fremur til þess að láta 10-12 millj, kr. ganga til viðskiptavinanna. „Við viljum einnig leggja okkar af mörkum til að halda verðlagi niðri eins og allir aðrir, svo sem eins og Póstur og st'mi og Ríkisútvarpið." Því má bæta við að auglýst hefur verið hækkun á póst- burðargjöldum og auglýsinga- taxta útvarps. Stefán sagði að engin samráð hafi verið verið við aðra banka um lækkun þjónustugjaldanna, en þegar sé búið að lækka tékka heftin samkvæmt beiðni ráð- herra. í gær sendi Útvegsbankinn frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu: „í framhaldi af við- tölum við viðskiptaráðherra, Matthías Bjarnason, hefur bankastjórn Útvegsbanka ís- lands ákveðið að falla frá hækkun á innlendri gjaldskrá bankans, sem tók gildi 15. febrúar sl. Gjaldskráin verður því óbreytt frá því sem hún var íjúlr 1985." Landsbanki íslands hefur einnig sent frá sér frétt þar sem gerð er grein fyrir viðbrögðum bankans við tilmælum við- skiptaráðherra um endurskoð- un hækkunar á þjónustugjöld- um. ( fréttinni scgir að þrátt fyrir að frá því að gjaldskrá bankans var endurskoðuð frá grunni og fram til dagsins í dag hafi hækkanir gjalda verið und- ir almennum verðlagshækkun- um, sé bankastjórnin reiðubú- in að verða við óskum ráð- herra. Palme jarð- settur ídag Olof Palme verður bor- inn til grafar í dag, og mun allt þjóðlíf í Svíþjóð fara úr skorðum af þeim sökum. í gær fór fram minningarathöfn um Palme á Lækjartorgi í Reykjavík og voru þar samankomin hundruð ís- lenskra syrgjenda að votta þessu mikilmenni virðingu sína í hinsta sinn. Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir, var meðal þeirra sem við- staddir voru athöfnina í gær og eins og sjá má myndinni voru þar einnig Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari og Jónas Haralz bankastjóri. Að athöfninni í gær stóðu Al- þýðuflokkurinn, Sam- band ungra jafnaðar- manna og íslensk-sænska félagið. Ræðumenn voru Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, Kjartan Jóhannsson al- þingismaður og Gunnar Axel, sendiherra Svía á íslandi. Myndin var tekin þegar gerð var einnar mínútu þögn í minningu Palme. (Tímamynd: Árni Bjarna) ' LANDSBANKANS, ■. m Húsnæðisreikningur Landsbankans byggir á lögum um húsnæðissparnaðar- reikninga: Með því að leggja ársfjórðungslega inn á slíkan reikning öðlast menn rétt til skattafsláttar sem nemur fjórðungi árlegs innleggs. Upphæð innleggs í hverjum ársfjórðungi skal vera á bilinu 4.089 - 40.890 krónur. Húsnæðisreikningur Landsbankans er verðtryggður samkvæmt lánskjaravísitölu og að auki er ávöxtunin ársfjórðungslega borin saman við kjör annarra almennra innlánsforma bankans. Þannig erávallt tryggð hámarks ávöxtun. Húsnæðisreikningur Landsbankans veitir rétt til lántöku að sparnaðartíma loknum. Lánsupphæð getur numið allt að fjórföldum höfuðstólnum og endurgreiðist á helmingi lengri tíma en sparnaðurinn stóð. Innlegg vegna 1. ársfjórðungs verða að berast fyrir 31. mars. Landsbanki íslands Banki allra lanc 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.