Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 15. mars 1986 Sjávarréttagerðin hf. á Akranesi hóf formlega vinnslu í gær: „Mikilsvert að reyna nýjungar11 - sagöi sjávarútvegsráðherra Sjávarréttagerðin hf. á Akra- nesi hóf formlega vinnslu á krabbadýrum í gær. Tilrauna- veiðar og vinnsla hafa staðið yfir í rúmlega ár, en formlega hóf fyrirtækið störf í gær. Alls eru um fimmtíu manns sem hafa atvinnu hjá fyrirtæk- inu, og eru þá taldir þeir sem stunda veiðarnar. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra var meðal gesta sem komu upp á Skaga þegar fyrirtækið tók til starfa í gær. Hann var spurður um þýðingu þessa verkefnis fyrir sjávarút- veg; íslendinga. „Það er óskaplega erfitt að setja til um það. Eg get nefnt sem dæmi, að árið 1983 var farið að stórauka úthafsrækjuveiðar. Þá voru ekki margir sem töldu mikla möguleika í því. Það ár var útflutningur á rækju um 300 milljónir. Síðastliðið ár var út- flutningur í kringum 1,8 millj- arðar og stefnir upp á við. Þetta var ekki gróði sem við sáum fyrir. Við vitum það að margarfiski- tegundir hér við landið, krabba- dýr og skeldýr eru ekki nýtt. Aðalatriðið er að sinna þessum málum og halda áfram, gefast ekki upp. Síðan getur þetta allt í einu komið. Það er mikilsvert að vera sífellt að reyna eitthvað nýtt. Ég minni á það að það er ekki langt síðan það þótti sjálf- sagt að henda humri í hafið. Nú þykir hann lostæti,“ sagði Halldór. Kristján Einarsson fram- kvæmdastjóri tók við heillaósk- um frá fundargestum, og meðal annars óskaði bæjarstjórn fyrir- tækinu góðs gengis. Elliheimilið við Dalbraut: Til hvers að auglýsa stöðuna? Allir hjúkrunarfræðingar, sem stunda nám við framhaldsnáms- braut Hjúkrunarskóla íslands í stjórnun, 30 talsins, hafa skrifað undir athugasemd við þá ákvörð- un félagsmálaráðs Reykjavíkur að mæla mcð því við borgarráð að ráða Margréti S. Einarsdóttur sem forstöðumann elliheimilisins við Dalbraut. í athugasemd hjúkrunar- fræðinganna er bent á að annar umsækjandi um þetta starf Hrönn Jónsdóttir hafi ein umsækjenda þá menntun sem þarf fyrir það starl sem auglýst er. Hrönn er að Ijúka 30 eininga stjórnunarnámi, sem samsvarar einu námsári á há- skólastigi. Hún hefur reynslu af fé- lagsmálum og hefur verið formað- ur Kennaradeildar Hjúkrunarfé- lags íslands og sinnt ýmsum trún- aðarstörfum innan félagsins. Hún er hjúkrunarfræðingur, hefur lok- ið geðhjúkrunarfræði og hefur margra ára reynslu sem deildar- stjóri. Hrönn hefur jafnframt kennarapróf og hefur undanfarin ár starfað sem deildarstjóri við geðhjúkrun í Hjúkrunarskóla ís- lands og séð um kennslu á því sviði. Þá segir í athugasemd hjúkrun- arfræðinganna að Margrét S. Ein- arsdóttir sé sjúkraliði og núver- andi formaður Sjúkraliðafélags fslands. Hún hafi um árabil starf- að að félagsmálum og unnið margháttuð trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sé vara- maður í borgarstjórn. Að undanskildum þeim skamrna tíma sem hún hefur leyst al' í starfi því sem nú er auglýst, er þessum hópi hjúkrunarfræðinga ekki kunnugt um stjórnunarstörf Margrétar né heldur að hún hafi menntun í stjórnun. í framhaldi af þessum saman- burði á menntun og reynslu um- sækjenda sé Ijóst að ekki hafi ver- ið lagt til grundvallar umsagnar félagsmálaráðs venjulegt mat á hæfni umsækjenda og varpa hjúkrunarfræðingarnir fram spurningu til hvers staðan hafi yfir höfuð verið auglýst? Tilgangurinn með þessari athugasemd sinni segja hjúkrunarfræðingar í stjórn- unarnámi vera að veita upplýsing- ar í því skyni „að hlutlausar stað- reyndir og málefni, stjórni gerð- um þeirra sem ákvarðanir taka, með hagsmuni þeirra í huga sem málið varðar," eins og segir í niðurlagi athugasemdarinnar. Enn eiga borgarráð og borgar- stjórn eftir að fjalla um umsóknir um stöðu forstöðumanns elli- heimilisins við Dalbraut. -BG Steingrímur Hcrmannsson forsætisráðherra. Tíma-mynd Sverrir Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins var settur í gær og stendur fram á sunnudag. Á annað hundrað manns úr öllum kjördæmum eiga sæti í miðstjórninni. í gær fíutti Steingrímur Her- mannsson formaður flokksins yfir- litsræðu. í henni ræddi hann stjórn- málaástandið, kjarasamningana, at- vinnumál, vaxta- og peningamál, o.fl. Ræða Steingríms birtist í heild á síðu 8-10 í dag. Guðmundur Bjarnason ritari flokksins flutti skýrslu ritara og Guð- mundur G. Þórarinsson gjaldkeri flokksins sína skýrslu. Þá flutti Steingrímur Hermannsson skýrslu um útgáfumál flokksins. Almennar umræðurliófust kl. 18 og stóðu fram eftir nóttu. í dag verða nefndarstörf, en fyrir miðstjórn liggur m.a. að fjalla um endurskoðun laga flokksins. Þá verða rædd útgáfurnál, sveitarstjórn- armál, flokksmál og kosið í trúnað- arstöður flokksins, stjórn og fram- kvæmdastjórn. Guðmundur G. Þórarinsson gjaldkeri gefur ekki kost á sér til endurkjörs, en á miðstjórnarfundi í fyrra lýsti hann því yfir að hann myndi aðeins gegna embættinu ' í eitt ár til viðbótar. í kvöld verður sameiginlegur kvöldverður miðstjórnar og á morg- un lýkur fundinum með kosningu varamanna og afgreiðslu mála. Sinfóníuhljómsveit ísiands FMMTUDAGSTONLEIKAR 20. mars kl. 20.30 í Háskólabíói stjórnandi: Thomas Sanderling Einleikari: Szymon Kuran, fiöla Beethoven: Sinfónía nr. 8 op. 93 Szymanowski: Fiðlukonsert nr. 1 Wagner: Forspil að meistarasöngvum Miðasala í bókaverslunum Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í ístóni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.