Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 15. mars 1986 ÚTLÖND SPEGILL FRÉTTAYFIRLIT STOKKHÓLMUR-Nikol ai Ryzhkov forsætisráöherra Sovétríkjanna bauö George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna aö eiga viö sig viðræður um helgina en þeir tveir munu hittast viö útför Olofs Palme forsætisráðherra Svíþjóðar BONN - Helmut Kohl kansl ari V-Þýskalands gaf út tilkynn ingu þar sem hvatt var til auk- inna tengsla milli Austur- og Vestur-Þýskalands. Á sama tíma eykst óvissan um að Erich Honecker leiðtogi A-Þýska- lands láti verða af heimsókn sinni til V-Þýskalands á þessu ári. PARIS - Stjórnmálaleiðtog ar í Frakklandi hafa lokið kosn ingabaráttu sinni fyrir þing kosningarnar sem fram fara á morgun. í gær hafði þó franska þjóðin mestan áhuga á fréttum í sambandi við tilraunir til að fá lausa frönsku gíslana sem haldið er í Líbanon. DARMSTADT, V-Þýska- landi - Vísindamenn sögðu upplýsingar sem sendar voru til jörðu frá evrópska geimfar- inu Giotto, eftir að það hafði komist í námunda við hala- stjörnu Halleys, geta gefið nýj- ar vísbendingar um uppruna sólkerfisins. Giotto komst næst halastjörnu Halleys af öll um rannsóknarförum sem það hafa reynt en litlu munaði að það eyðilegðist í agnaryki halastjörnunnar. VARSJÁ - Biskupar róm- versk-kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hafa harðlega gagn- rýnt það sem þeir kalla endur- nýjaða baráttu yfirvalda við að boða trúleysi í skólum landsins. TOKYO - Bandaríski dollar- inn var óstöðugur á verðbréfa- mörkuðum í gær er bandarísk- ir fjárfestingaraðilar misstu trú á sínum eigin gjaldmiðli og veðj- uðu á nýja efnahagssókn í Japan. Á verðbréfamörkuðum féll dollarinn á fáeinum mínút- um og hafði ekki verið verð- minni í samanburði við jap- anska yenið síðan í október 1978. KAUPMANNAHÖFN - Danska ríkisstjórnin hefur lagt fram sparnaðarráðstafanir uppá 11 milljarða danskra króna er miða að því að minnka einkaneyslu og bæta upp viðskiptahallann. QUITO - Stjómvöld í Ecua- dor lýstu yfir neyðarástandi í landinu eftir að hersveitir hers- höfðingja eins hafði náð á sitt vald herflugvelli í höfuðborg- inni. Þetta var önnur valdaráns- tilraun hershöfðingjans á nokkrum dögum. MOSKVA - Sovésku geim- fararnir Leonid Kizim og Vla- dimir Solovyou eyddu fyrsta deginum í geimfari sínu Soyuz T-15 í að yfirfara tæki og leið- rétta stefnu geimfarsins. HONOLULU - Bandarísk- ur dómstóll hefur sett tíma- bundið bann á að tollþjónustan fái bandaríska þinginu eöa öðrum stofnunum í hendur skjöl þau er Marcos fyrrum Fil- ippseyjaforseti kom með með sér til Hawai eftir að hafa flúið heimaland sitt. BOGOTA - Lögregla sagð- ist hafa drepið Alvaro Fayad einn af stofnendum og leiðtog- um skæruliðasamtakanna M- 19. Jayne Torvill og Christopher Dcan, þckktasta parið í skautaíþróttinni. Þau hafa haldið saman í um 10 ár, en ekki gift sig, að því að best er vitað. Þau segjast bæði vera mjög hjátrúarfull, eins og oft er um keppnisfólk. Jayne safnar öllum böndum af blómvöndum, sem hent er til hennar á skautasvellinu, en Chris segist aldrei fara í keppni nema í gömlum nærbux- um frá Marks & Spencer, sem hann keypti fyrir mörgum árum. Lokaatriðið í sýningu þeirra í Wembley-sýningunni í London. óhemju hrifningu áhorfenda Þau Jayne Torvill og Christop- her Dean, skautaparið fræga, höfðu unnið til allra þeirra verð- launa sem hægt var að hljóta í skautalistinni, - verið Bretlands- meistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar og meira að segja hlotið orðuna MBE (árið 1980) í heimalandi sínu, Englandi, auk margs konar heiðursverðlauna annarra. Þau drógu sig því út úr keppnis-heiminum, en byggðu upp sína eigin sýningu og hafa, ásamt aðstoðarfólki sínu, sýnt listhlaup og dans á skautum víða um heim. Við sjáum hér myndir frá sýningu þcirra í Wembley í London, sem hefur vakið mikla aðdáun áhorf- enda. Með þessum myndum voru birt- ar ýmsar upplýsingar um skauta- parið. Við teljum hér til nokkrar þeirra. Jayne er fædd 7. október 1957, en Chris27. júlí 1958. Þau eru bæði frá Nottingham og borgarráðið þar styrktu þau svo þau gætu æft fyrir alþjóðamótin sem þau tóku þátt í árum saman. Sagt var að þau hefðu fengið 14.000 sterlingspund á ári hverju frá borgaryfirvöldum. Jayne og Chris æfðu fyrst saman haustið 1975. Fyrsta æfing þeirra var kl. 6 að morgni, og þau voru bæði svo syfjuð, að þau segjast lítið sem ekkert muna frá æfingunni. Áður en þau fóru út í það að iðka einungis skautaíþróttina vann Jayne á skrifstofu hjá tryggingarfé- lagi og Chris var lögregluþjónn. „Það var leiðindadjobb", sagði hann síðar „ég hafði óbeit á því að þurfa að handtaka fólk. Eftir vinnu þurfti svo að ganga frá pappírum og hanga á skrifstofu við skýrslu- gerð, svo ég komst ekki á æfingar fyrr en seint og síðar meir!“ Það er mikill kostnaður við að taka þátt í skautamótum, svo sem búningakostnaður og sérstök útsetn- ing á tónlist o.fl. Þau Chris og Jayne borguðu yfir 4000 pund (240 þús. kr.) fyrir útsetningu og upp- töku á laginu Bolero, sem þau unnu heimsmeistaratitilinn á. Þau eru heiðursborgarar í Nott- ingham, en Jayne var leið yfir því, að á heiðursskjalinu vantaði y-ið í nafnið hennar. Hún var skrifuð Jane! Sá sem útsetur skautadansa þeirra núna - kann alls ekki á skautum! Hann heitir Graham Murphy og er frá Ástralíu. Hann hefur nýtekið við starfinu sem dansahöfundur þeirra. Bolero-dansinn þeirra tók tvo mánuði í æfingu hjá skautaparinu, en hann þótti líka alveg sérstæður og annað eins hafði ekki sést „á ísnum“. Rússarsögðu aðþettaværi ekki skautadans heldur líkara ballett og voru ekkert ánægðir. Nú hafa þau Jayne og Chrisgert mikla lukku með nýjum dansi. „Söngur Indlands" heítir hann. Það var nýi dansahöfuncfurfnn sem sá um alia útsetningu á því númeri og hefur hlotið mikinn heiður fyrir. Æfing við Söng Indlands tók aðeins 6 daga, en þá höfðu þau náð þessum dansi eins og þau hefðu æft hann árum saman. Bæði Jayne og Chris byrjuðu að æfa á skautum 10 ára gömul, en þau voru 18 ára þegar þau æfðu saman fyrst. „Söngur Indlands“ heitir nýi dansinn sem er mesta glansnúmerið þeirra nú. Skautameistararnir Jayne Torvill og Christopher Dean á Wembley Sýning þeirra vekur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.