Tíminn - 15.03.1986, Qupperneq 1

Tíminn - 15.03.1986, Qupperneq 1
f V ^ ^ STOFNAÐUR1917 Itminti RAUSTIR MENN SCttDIBIUBTÖBm LAUGÁRDAGUR 15. MARS 1986 - 61. TBL. 70. ÁRG. VERKSTJÓRNARFRÆÐSL- AN heldur í dag, laugardag, ráöstefnu um stöðu kvenna í stjórnunarstörfum. Verkstjórnarfræöslan, sem heyrir undir Iðntæknistofnun íslands hefur þessa vikuna staöiö fyrir námskeiði í stjórnun þar sem sérstaklega er tekið tillit til að- stæðna kvenna m.a. var þar fjallað um viðhorf og fordóma starfsliðs og stjórn- endatil kvenna í stjórnunarstöðum. Það lýsir nokkuð hlutdeild kvenna í þessum málum að af þeim 1418 verkstjórum sem útskrifast hafa af námskeiðum verkstjórnarfræðslunnar eru aðeins 88 konur. Á ráðstefnunni í dag munu 6 kon- ur úr hópi stjórnenda fjalla um ýmsar hliðar á þessu máli, en ráðstefnan verð- ur haldin í húsakynnum Iðntæknistofn- unar á Keldnaholti við Vesturlandsveg. Hún hefst kl. 13.30 og er öllu áhugafólki opin. STJÓRNARFRUMVARP hef ur verið lagt fram í efri deild Alþingis um fasteigna- og skipasölu. í frumvarpinu er kveðið á um skilyrði þess að menn hafi réttindi til að annast slík viðskipti. Til þess að öðlast löggildingu sem fasteigna- eða skipasali þarf hver mað- ur samkvæmt frumvarpinu að hafa ís- lenskan ríkisborgararétt, vera heimilis- fastur hérlendis, vera fjárráða og hafa forræði á búi sínu, hafa staðist próf samkvæmt ákvæðum er dómsmála- ráðuneytið setur með reglugerð oa leggja fram trygginau. Þess má geta ao frumvarpið gerir ráð fyrir að hæstarétt- ar- eða héraðsdómslögmenn þurfi ekki sérstakt leyfi til að annast kaup, sölu eða skipti á einstökum fasteignum eða skipum, ef það tengist lögmannstörfum þéirra. Það þýðir jafnframt að þeir eru undanþegnirfyrrnefndu prófi. SJÓNVARPIÐ hefur ákveðið að öll lögin tíu sem sýnd hafa verið í sjón- varpinu síðustu viku, verði með í úrslita- keppninni sem fram fer í kvöld. Efa- semdir höfðu verið um hvort tvö af lögunum væru gjaldgeng í keppninni, en nú hefur sjónvarpið ákveðiö að þau fái bæði að vera með. Sem sagt tíu lög í kvöld, en ekki átta eins og leit út fyrir á tímabili. STJÓRN KAUPFÉLAGS Svalbarðseyrar hefur óskað eftir greiðslustöðvun nú eftir helgina. Kaup- félagið hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarna mánuði. MATTHÍAS Á. MATHIESEN utanríkisráðherra var viðstaddur emb- ættistöku dr. Mario Soares forseta Port- úgals hinn 9. mars s.l. Matthías og ís- lenskir embættismenn ræddu jafnframt við portúgalska ráðherra um viöskipti landanna, einkum saltfisktoll Efnahags- bandalags Evrópu. í umræðum þessum var lögð áhersla á að saltfisktollurinn væri sameiginlegt vandamál beggja ríkjanna, þar sem íslenskirtitflytjendur sköðuðust í viðskiptum vegna hærra verðs og portúgalskir neytendur þyrftu að sama skapi að greiða hærra verð fyr- ir vöruna. Portúgölsku ráðherrarnir munu beita sér fyrir því að auka toll- frjálsan kvóta á saltfiski á vettvangi Efnahagsbandalagsins á næstunni. KRUMMI ..mig minnir endi- lega að í gamla daga hafi þeir alltaf siglt til Miklagarðs." Missir Mikligarður starfsleyfi? - Borgarstjóri leggst gegn starfsleyfi stórmarkaðarins til frambúðar. - Davíð er að klekkja á borgarbúum en ekki SÍS, segir Alfreð Þorsteinsson. Núverandi borgarstjórnarmeiri- hluti leggst gegn því að Mikligarð- urs.f. sem rekið hefurstórmarkað í Holtagörðum, fái starfsleyfi til frambúðar. Svo sem kunnugt er fékk Mikli- garður starfsleyfi, þegar vinstri menn stjórnuðu borginni, til fimm ára. Við opnun hans skapaðist mik- il samkeppni meðal stórmarkað- anna sem kom fram í lækkuðu vöruverði til neytenda. Hafnarstjórn Reykjávíkur hefur haft málið til meðferðar og skilað áliti sínu þar sem lagst er gegn veit- ingu starfsleyfis til frambúðar. Kristján Benediktsson fulltrúi Framsóknarflokksins í hafnarstjórn mótmælti í bókun þessari ákvörð- un hafnarstjórnar og telur að með því sé verið að reyna að takmarka samkeppni við aðra stórmarkaði. Á borgarráðsfundi s.l. þriðjudag var þetta mál til meðferðar og lagð- ar fram umsagnir hafnarstjórnar, umferðarnefndar og Skipulags- nefndar Reykjavíkurborgar. t>á lagði borgarstjóri fram tillögu þar sem hann telur að vinstri meiri- hlutinn hafi beitt pólitísku valdi til að veita Miklagarði starfsleyfi í 5 ár. Síðan segir í tillögu borgar- stjóra: „Þrátt fyrir að sá rekstrarað- ili, sem hérá hlut að máli, gat þann- ig alis ekki gert ráð fyrir að þessi rekstur gæti verið til frambúðar á hafnarsvæðinu, er lagt til að leyfið verði framlcngt um 2 ár frá 1. janú- ar 1987 að telja meðan fram fer endurskipulagning á athafnarsvæð- inu í Sundahöfn." Málinu var síðan frestað. Þctta er erfitt mál fyrir borgar- stjórnarmeirihlutann þegar kosn- ingabaráttan er að hefjast. Óráðlegt þykir að svipta Miklagarð starfs- leyfi nú vcgna þess hve ótvíræðu hlutvcrki hann þjónar fyrir neyt- endur og hætt við að kjósendur yrðu lítt hrifnir af slíkri ákvörðun. Ef tillaga borgarstjóra verður samþykkt, sem búast má við, missir Mikligarður slarfsleyfi samkvæmt henni 1. janúar 1989. Þá verðureitt og hálft ár til borgarstjórnarkosn- inga og má búast við að niálið verði þá fyrnl í augunt almennings. S.l. laugardag fjallaði Morgun- blaðið um þctta mál og í miðviku- dagsblaði Morgunblaðsins er grein eftir Alfreð Þorsteinsson fram- bjóðanda Framsóknarflokksins í Reykjavík og fyrrverandi borgar- fulltrúa. Tíminn leitaði til Alfreðs um álit hans á tillögu borgarstjóra. „Ég tel þcssa tillögu borgarstjóra algerlega ófullnægjandi. Það er sýnilega stefnt að lokun Mikla- garðs á núverandi stað eftir 2 ár. Hér er um grófa pólitíska misbeit- ingu valds að ræða, sérstaklega þegar það cr haft í huga að aðal- keppinautur Miklagarðs, sem er Hagkaup, hefur í hálfan annan ára- tug fengið að stunda sína verslun í friði í iðnaðarhúsnæði en í máli Miklagarðs er beitt þeim rökum að verslunin verði að víkja vegna þess að hún sé á hafnarsvæði." t>á sagði Alfreð Þorsteinsson: „Mikligarður hefur ekki, og mun ekki trufla hafnarstarfsemi á næstu árum. Það er því alger fyrirsláttur að nauðsynlegt sé að Mikligarður flytji starfsemi sína eftir 2 ár eins og borgarstjóri leggur til. Davíð Oddsson telur sig líklega vera að ná sér niðri á SÍS með þess- ari aðgerð sinni, en hann áttar sig ekki á því að með þessu er hann fyrst og fremst að klekkja á borgar- búum almennt, sem notið hafa góðs af lægra vöruverði í Reykja- vík, sem Mikligarður hefur átt stór- an þátt í að skapa.“ Borgarstjóri vitnar til álits sér- fræðinga borgarinnar sem hafi á sínum tíma lagst gegn því að Mikli- garður fengi starfsleyfi á núverandi stað. Hvað viltu segja um það? „Þegar borgarstjóri talar um sérfræðinga þá á hann væntanlega við helstu embættismenn borgar- innar sem flestir eru flokksbundir sjálfstæðismenn. Éggefekki mikið fýrir álit þeirra. Ég vona hins vegar að borgarstjóri sjái að sér í þessu máli og veiti starfsleyfi til a.m.k. 5 ára eins og Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins hefur lagt tiU‘ Frð Miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins Timamynd:Sverrir Forsætisráöherra um stjórnarsamstarfið: GETUR SLITNAD HVENÆR SEM ER Skorar á miöstjórnarmenn að undirbúa kosningar Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins hófst síðdegis í gær. Formaður flokksins, Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra, flutti samkvæmt venju ræðu í upphafi fundar þar sem hann fjall- aði um ástand og horfur í þjóðmál- um og svo innri mál Framsóknar- flokksins. Steingrímur gerði m.a. að um- talsefni þær hröðu breytingar sem eiga sér .stað um þessar mundir á öllum sviðum íslensks þjóðlífs og sagðist bjartsýnn á að vel menntuð og víðsýn æska aðlagaði sig vel að þeim. Síðan bætti hann við: „Ég hef hins vegar áhyggjur af því, ef Framsóknarflokkurinn í heild bregst ekki skynsamlega við. Ég hef þær áhyggjur ekki aðeins vegna flokksins sjálfs, heldur einnig vegna hins íslenska þjóðfélags, því það er bjargföst skoðun mín, að þjóðin þurfi ekki síður á Fram- sóknarflokknum og stefnu hans að halda næstu árin en undanfarna áratugi." Forsætisráðherra minntist stutt- lega á stöðu stjórnarsamstarfsins og sagði síðan í lok ræðunnar: „í vor verða kosningar til sveitar- stjórna og í síðasta lagi að ári kosn- ingar til Alþingis. Þótt ég geri á þessari stundu ráð fyrir því, að stjórnarsamstarfið haldist út kjör- tímabilið, vil ég engu um það spá, við skulum ætíð gera ráð fyrir því, að upp úr geti slitnað hvenær sern er. Um leið og kosningar til sveitar- stjórna eru undirbúnar, er rétt að hafa í huga kosningarnar til Al- þingis, og nauðsynlegt er að hefja undirbúning strax að kosningum í vor loknum.“ -SS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.