Tíminn - 15.03.1986, Page 10

Tíminn - 15.03.1986, Page 10
10 Tíminn Laugardagur 15. mars 1986 Útboð Landsbankinn óskar eftir tilboðum í smíði banka- húss í Grindavík. Húsiðsteypistátilbúna botnplötu og skal því lokið að fullu jafnt innanhúss sem utan. Lóðarfrágangur er undanskilinn í þessu útboði. Tilboðsganga skal vitja til Skipulagsdeildar bankans, Álfabakka 10, II. hæð, gegn skilatrygg- ingu að upphæð kr. 15.000. Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 10. apríl 1986, kl. 11:00. Landsbanki íslands Útboð-Framræsla Samkvæmt jarðræktarlögum býður Búnaðarfélag íslands út skurðgröft á nokkrum útboðssvæðum árið 1986. Útboðsgagna má vitja hjá Búnaðarfélagi íslands, Bændahöllinni við Hagatorg. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. aprílkl. 14.30. Búnaðarfélag íslands H F býður þér þjónustu sína við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Viö sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bæði í vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum viö fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft aö láta fjarlægja reykháfinn þá tökum viö það aö okkur. Hífir leitast viö að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Bílasími 002-2183 Fífuseli 12 109 Reykjavík sími 91-73747 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN Jörð til sölu Til sölu jörðin Vakursstaðir I, Vopnafirði ásamt vél- um og áhöfn. Upplýsingar á kvöldin í síma 97-3475. ber gjöld af slíkum fyrirtækjum en af gamalgrónum atvinnurekstri. Loks þurfa sjóðir atvinnuveganna að snúa sér í vaxandi mæli að lánveit- ingum til nýsköpunar í atvinnulífi. Með frumvarpi til laga um sjóði at- vinnuveganna, sem nú liggur fyrir Alþingi, er ekki sist að því stefnt. Eflaust má ýmislegt fleira til tína, sem yrði til þess að efla sókn til ný- sköpunar í atvinnulífinu. Um þetta á miðstjórnarfundurinn að fjalla. Leggja þarf drög að nýju og öflugu átaki, sem renni fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Framsóknarflokkurinn, staða hansogframtíð Þótt að sjálfsögðu mætti ræða ýt- arlegar um efnahagsmálin og margir séu þeir þættir þjóðmála, sem ég hef ekki nefnt, tel ég rétt að ræða að lok- um um Framsóknarflokkinn, stöðu hans og framtíð. Framsóknarflokkurinn hefurlengi verið kjölfesta í íslensku þjóðlífi. Hann á einhvern stærsta þáttinn í þeim miklu framförum, sem hér hafa orðið á undanförnum áratugum. Hlutur flokksins hefur verið afger- andi í því að skapa það velferðar- þjóðfélag, sem hér er. Framsóknar- flokkurinn er frjálslyndur, umbóta- sinnaður flokkur. Hann leggur áherslu á jafnræði og öryggi öllum til handa og hvar sem þeir búa í land- inu. f atvinnulífinu byggir hann jafnt á samvinnuhreyfingunni og einstakl- ingsframtaki. Því nefni ég slík grundvallarsjón- armið, að ég vil leggja áherslu á, að þau eru ekki síður mikilvæg í dag en þau voru fyrir 10, 20 eða 50 árum. Pessi sjónarmið munu jafnframt um ókomna framtíð vera sá grundvöll- ur, sem flokkurinn byggir á. Gjörbreytt þjóðlíf Á undanförnum áratugum hefur þjóðlífið hins vegar breyst mjög. Fólksfjöldi í strjálbýli er orðinn að- eins brot af því, sem hann var fyrir tiltölulega fáum árum. Sjávarútveg- urinn hefur tekið við hlutverki undir- stöðuatvinnuvegar þjóðarinnar og iðnaður ýmiss konar fer vaxandi. Landið sjálft liggur ekki lengur fjarri öðrum löndum. Það er komið í al- faraleið og orðið mjög opið, m.a. innflutningur allur frjáís. Fyrir nokkrum árum þótti það í frásögur færandi, ef menn, og sérstaklega unglingar, ferðuðust til annarra landa. Nú kaupa 90 þúsund íslend- ingar sér farmiða til útlanda árlega, og sá nemandi í menntaskóla telst varla maður með mönnum, sem ekki hefur verið erlendis, enda munu þeir vart lengur finnast. Mér er Ijóst, að ýmsum þykja þær breytingar, sem orðið hafa, síður en svo til góðs. Undir sumt í þeirri gagn- rýni get ég tekið. Ég er hins vegar sannfærður um, að þær voru og eru óh jákvæmilegar og margt er til bóta. HRINGIÐ OG FÁIÐ FREKARI UPPLÝSINGAR. Nýbýlaveg 8 (Dalbrekku megin) 200 Kópavogur Sími 46216 Ýmiskonar plastílát Höfum fengið ýmsar stærðir og gerðir af plastílátum: Þar á meðal bala m/höldum, í stærðinni 75 og 90 Itr. - 90 Itr. stampa (rúnnaða) og 52 Itr. stampa m/höldum, - auk annarra plastíláta í ýmsum stærðum, svo sem kassa og fötur. Eigum nú á lager plast- kör (tvöföld) 500 Itr. á góðu verði. Lífskjör okkar íslendinga byggj- ast nú að stórum hluta á útflutningi og batnandi lífskjör undanfarinna ára nánast að öllu leyti. Við erum þannig orðin mjög háð erlendum mörkuðum. Landið hlaut því að opnast og samskipti við aðrar þjóðir að stóraukast. Það hlaut aftur á móti að hafa mikil áhrif til breytinga á ís- lenskt þjóðfélag. Ég er ósammála þeim, sem telja að flest eða allt slíkt hafi orðið til ills. Þvert á móti held ég að margt hafi orðið til góðs, þótt annað sé að sjálfsögðu lítt eftirsókn- arvert. Ég er t.d. þeirrar skoðunar, að íslensk æska í dag sé betur undir lífsbaráttuna búin en við á mínum aldri vorum sem unglingar. Unga fólkið í dag veit meira og er víð- sýnna. Hraði breytinganna hefur stöðugt farið vaxandi og mun enn vaxa á næstu árum. Hátæknin mun halda innreið sína á öllum sviðum. Nú geta einstaklingar náð 7-8 erlendum sjón- varpsstöðvum beint með tiltölulega litlum kostnaði. Eftir fá ár verða slík- ar stöðvar orðnar margfalt fleiri og móttakan auðveldari. Breytingarnar og flokkarnir En hvers vegna er ég að rekja þessa þróun? Jú, vegna þess, að hún hlýtur að hafa gífurleg áhrif á starf- semi stjórnmálaflokka. Égerþeirrar skoðunar, að enginn íslenskur stjórmálaflokkur hafi til fulls gert sér grein fyrir þeim áhrifum. Hver sá flokkur, sem vill vera lifandi og sterkur, verður þó að skilja þessar breytingar og laga sig eftir þeim. Grundvallarstefna okkar fram- sóknarmanna um j afnræði og öryggi, velferð og gott mannlíf verður að sjálfsögðu hin sama. En þeim mark- miðum mun þurfa að ná eftir öðrum leiðum en áður voru farnar. Við náum slíku t.d. aldrei með því að ætla að stöðva straum breytinganna. Hins vegar á að vera unnt að breyta farvegi þeirra nokkuð, þannig að betur falli að íslensku þjóðfélagi. í þessum málum er Framsóknar- fokkurinn, eins og aðrir flokkar hér á landi, skiptur. í heild höfum við ekki brugðist rétt við breytingunum. í stað þess t.d. að sannfæra þjóðina um hið augljósa, að strjálbýli og þéttbýli þessa lands verður aldrei að- skilið, höfum við látið öfgamenn, sem ráðast í ræðu og riti gegn land- búnaði og landsbyggðinni almennt, setja okkur í varnarstöðu. Þjóðin getur ekki búið án skynsamlegs land- búnaðar, það vita í raun allir viti bornir menn. Þó hefur þessi áróður jafnvel skipt flokknum í strjálbýlis- og þéttbýlismenn. Ég sagði áðan, að þróuninni verð- ur ekki breytt með því að stöðva strauminn. f opnu þjóðfélagi verður ekki komið í veg fyrr breytingarnar með bönnum. Hvaða vit er í því að banna íslenskum aðilum útvarps- og sjónvarpsrekstur á sama tíma og ein- staklingar geta frjálsir náð í fjöldann allan af erlendum stöðvum, og það án eftirlits. í opnu þjóðfélagi verður' straumnum fyrst og fremst breytt með því að búa fólkið undir breyt- ingarnar með menntun og fræðslu. Auka verður skilning unglinganna og alls fjöldans á heilbrigðu, íslensku mannlífi. Þannig mun, í straumi breytinganna, standa upp úr það sem íslenskt er og gott. Þá óttast ég ekki um íslenskt þjóðfélag, þrátt fyrir gjörbreytta framtíð. Ég efa ekki að sumum þykir ég taka of djúpt í árinni. Að sjálfsögðu er hverjum það frjálst. Ég held hins vegar að það sé síður en svo. Mér er fullkomlega Ijóst jafnframt, að þeir eru fjölmargir framsóknarmenn, sem skilja það sem er að gerast í þjóðfélaginu engu síður, og jafnvel betur, en ég. Ég hef hins vegar áhyggjur af því, ef Framsóknar- flokkurinn í heild bregst ekki skynsamlega við. Ég hef þær áhyggj- ur ekki aðeins vegna flokksins sjálfs, heldur einnig vegna hins íslenska þjóðfélags, því það er bjargföst skoðun mín, að þjóðin þurfi ekki síður á Framsóknarflokknum og stefnu hans að halda næstu ári en undanfarna áratugi. Hvernig eigum við þá að bregðast við? Hvernig á að bregðast við? Við eigum að ræða um breyting- arnar, óskir fólksins og kröfur, með opnu og jákvæðu hugarfari. Við verðum að hefja nýja og sterka sókn í þéttbýlinu. Við megum aldrei halda fram hlut strjálbýlisins á kostnað þéttbýlisins. Við eigum að leggja áherslu á sameiginlega hagsmuni. Við eigum að hætta andstöðu gegn breytingum, sem eru óhjákvæmileg- ar, en undirbúa menn til að þola þær, og stuðla að þeim, sem eru jákvæð- ar, eins og við vinnum ötullega að ný- sköpun í atvinnulífinu. Viðeigumað leggja áherslu á fræðslu æskunnar, ekki síst á ýmsum framtíðarsviðum og að sjálfsögðu á heilbrigt mannlíf. Við skulum sannfæra þjóðina um, að Framsóknarflokkurinn er vfðsýnn flokkur og opinn fyrir mörgum þeim breytingum, sem eru að gerast. Oft hefur verið sagt, að framtíðin sé þeirra, sem yngri eru. Á þessum tímum breytinga hygg ég, að svo sé- jafnvel fremur en áður. Okkur sem eldri erum ber því að hvetja þá yngri til þess að taka þátt í stjórnmálum og víkja svo að þeir megi komast til áhrifa. Við fögnum stóraukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum og ekki síst miklu starfi Landssambands fram- sóknarkvenna innan flokksins. En það er ekki nóg. Konum ber meiri aðild að forystusveit. Eftir næstu þingkosningar skulu þær verða nokkrar í þingliði flokksins. Sumir segja, að flokkurinn þurfi að vera utan ríkisstjórnar til þess að endurskoða og skipuleggja sitt innra starf og sína stefnu. Það skal ég ekki meta og tel reyndar rangt að gefa nokkrar yfiflýsingar um slíkt. Þar verða málefnin að ráða. Undir hitt tek ég, að flokksstarfið þarf að auka og efla, hvort sem við erum innan eða utan ríkisstjórnar. Það ber að gera án tafar. í vor verða kosningar í sveitar- stjóma og í síðasta lagi að ári kosn- ingar til Alþingis. Þótt ég geri á þess- ari stundu ráð fyrir því, að stjórnar- samstarfið haldist út kjörtímabilið, vil ég engu um það spá. Við skulum ætíð gera ráð fyrir því, að upp úr geti slitnað hvenær sem er. Um leið og kosningar til sveitarstjóma em undir- búnar, er rétt að hafa í huga kosn- ingarnar til Alþingis, og nauðsynlegt er að hefja undirbúning strax að kosningum í vor loknum. Framsóknarflokkurinn hefur um áratugi verið það afl í íslenskum þjóðmálum, sem hefur komið í veg fyrir að öfgarnar til hægri og vinstri næðu undirtökum. Þörfin fyrir slík- an flokk verður ekki síður mikil á næstu árum og áratugum. Við skul- um sjá til þess, að Framsóknarflokk- urinn sinni því hlutverki vel. Til þess verður hann að vera áfram sterkur og öflugur. Þjóðin þarfnast Fram- sóknarflokksins. III LAUSAR STÖÐUR HiA 'V REYKJAVÍKURBORG Byggingardeild Borgarverkfræöings, Trésmiðja, óskar eftir að ráða rafvirkja eða rafiðnfræðinga með löggildingu, til starfa við viðgerða- og umsjón- arstaf í Reykjavík. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðumsem þarfástfyrirkl. 16:00 mánudaginn 31. mars n.k.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.